Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017 ✝ Þóra Þor-steinsdóttir fæddist 26. mars 1927 í Götu í Ása- hreppi. Hún lést á Dvalarheimilinu Lundi, Hellu, 30. maí 2017. Foreldrar henn- ar voru Þorsteinn Tyrfingsson og Guðrún Pálsdóttir. Systkini Þóru eru: 1) Steinn, f. 1916, 2) Bjarnhéð- inn, f. 1917, 3) Tyrfingur Ár- mann, f. 1918, 4) Sigríður, f. 1920, 5) Sigurður, f. 1921, 6) Guðbjörn Ingi, f. 1923, 7) Þórdís Vetleifsholtshverfi eða austur í Bjóluhverfi. Hinn 20. maí 1950 giftist Þóra Óskari Haraldssyni, f. 12. júlí 1920. Hann fæddist í Reykjavík en ólst upp í Landeyjum. For- eldrar hans voru Haraldur Ólafsson og Guðfinna Jósefs- dóttir. Börn Þóru og Óskars eru: 1) Kolbrún, 2) Hugrún, 3) Sævar, 4) Áslaug, 5) óskírður Óskars- börn. Barna- og barna- barnabörn eru 17. Óskar og Þóra byggðu sér hús á Hellu og voru á meðal frumbyggja þar. Ásamt hús- móðurstörfum vann Þóra ýmis störf hjá Kaupfélaginu Þór. Lengst starfaði hún hjá Reykja- garði. Þóra var mikil fjöl- skyldukona og gestrisin heim að sækja og prjónakona var hún mikil. Útför Þóru fer fram frá Odda- kirkju í dag, 10. júní 2017, kl. 13. Inga, f. 1924, 8) Óskírður, f. 1924, 9) Ingibjörg, f. 1925, 10) Aðalheiður, f. 1926, 11) Pálína Salvör, f. 1926, 12) Þórhildur, f. 1926, 13) Anna, f. 1928, 14) Þórhildur Svava, f. 1931. Eft- irlifandi eru: Þórdís Inga, Anna og Þór- hildur Svava. Um sex ára aldur fluttist Þóra með foreldrum sínum að Rifs- halakoti og ólst þar upp. Hún fékk sína barnaskólamenntun í farskóla, annaðhvort heima í Elsku mamma mín, mig langar að kveðja þig með nokkrum fátæklegum orðum, andlát þitt bar að frekar brátt þrátt fyrir háan aldur. Þú varst svo grönn, vel á þig komin og flott alla tíð og dálítið pjöttuð, þú fórst ekki út í búð nema að skipta um föt, ekki fórstu nú í eldhúspilsinu í búðina. Mamma var dugleg að rækta líkamann þegar hún hafði heilsu til, var í Rope Yoga af og til framundir nírætt og gerði gólfæfingar og sagði nú fyrir um rétt tæpum mánuði síðan: „Ég get nú bara orðið gert 10 armbeygjur.“ Hún var ekki sátt við það, en hún gerði þær á tánum en ekki hnjánum, ég sagði við hana: „Mamma, ég vildi að ég gæti þetta.“ Mamma var mikil prjónakona og prjónaði sokka, vettlinga og afar fallegar dömu lopapeysur með gull- og silf- urþráðum í munstri og renni- lásarnir voru með semelíustein- um. Mamma mín var hlédræg kona og tranaði sér ekki fram en mátti ekkert aumt sjá og vildi allt fyrir alla gera. Það var alltaf hlaðborð af „bakkelsi“ þegar að við komum heim ásamt sunnudagssteikinni góðu. Að ferðalokum þá reikar hug- urinn um allar þær góðu minn- ingar sem foreldrar mínir gáfu okkur systkinum sem er of langt mál að telja. Elsku pabbi, missir þinn er mikill eftir rúm- lega 70 ár með mömmu. Takk, mamma mín, og hvíl í friði. Þín dóttir, Hugrún. Það var einn haustdag í október 1976 að bíll rennur upp að húsi nr. 22 við Hólavang á Hellu, við stýrið er einkasonur hjónanna, Þóru og Óskars og við hlið hans er 18 ára mær og það setur að henni kvíða því framundan er að heilsa upp á tilvonandi tengdaforeldra. En sá kvíði hvarf þegar þau tóku á móti mér með góðvild sem einkenndi þau alla tíð, þetta markaði byrjunina að yndislegum kynnum og sam- skiptum án þess að skugga bæri á, við tengdaforeldra mína sem varði í tæpt 41 ár, eða þar til tengdamamma kvaddi okkur 30. maí sl. Ég hef oft sagt að ég hefði ekki getað verið heppnari með tengdaforeldra, alltaf tilbúin að rétta fram hjálparhönd. Ég held að orðið „nei“ hafi ekki verið til í þeirra orðaforða. Þegar hún var beðin um að passa börnin okkar í uppvext- inum var alltaf sama svarið „al- veg svo sjálfsagt“. Þegar unga húsmóðirin var svo byrjuð að búa með syni þeirra var tengdamamma alltaf boðin og búin að leiðbeina með þolinmæði og góðvild. Flatkök- ur gerðum við gjarnan saman og bý ég enn að því að kunna að gera þær, því flatkökur gerði hún bestar í heimi leyfi ég mér að segja. Hún var hamhleypa til flestra verka, þar á meðal að prjóna. Hún prjónaði lopapeys- ur, vettlinga og sokka sem komu á færibandi, ekki bara á barnabörnin heldur líka á sín börn og tengdabörn og sá um að okkur skorti ekki. Okkar samskipti voru ætíð eins og best varð á kosið, héld- um t.d. alltaf jólin saman öll ár- in okkar. Þóra var einstakur gestgjafi og höfðingi heim að sækja, veitti gestum sínum allt það besta þannig að enginn fór svangur frá henni. Hún bar hag ættingja og afkomenda sinna fyrir brjósti og fylgdist vel með afkomendum sínum. Síðustu misserin dvöldu þau hjónin á Hjúkrunar- og Dvalarheimilinu Lundi á Hellu við gott atlæti. Elskulegur tengdafaðir minn lifir konu sína í hárri elli. Megi Guð og góðar vættir styrkja þig elsku Óskar. Kæru mágkonur Kolla, Hugrún, Áslaug og fjöl- skyldur, sendi ykkur góðan styrk á erfiðri stundu. Elsku Erla, hjartans þakkir fyrir allar heimsóknirnar til þeirra á Lund, það er ómetanlegt. Blessuð sé minning elsku bestu tengdamömmu Þóru Þor- steinsdóttur. Þín tengdadóttir, Margrét Bjarnadóttir. Okkur langar til að minnast góðrar móðursystur, Þóru Þor- steinsdóttur, sem í okkar huga var síung og hress, þótt heilsu væri farið að hraka undir það síðasta. Hún og Óskar voru ný- flutt í hjónaherbergi á Lundi að Hellu, og sér Óskar nú í hárri elli á eftir kærleiksríkri eig- inkonu. Þóra var lánsöm mjög að eiga að góðar dætur, son og tengdabörn, sem sinntu þeim Óskari alla tíð vel. Við Birna systir eigum af- skaplega góðar minningar frá heimsóknum okkar á unglings- árum á heimili þeirra Þóru, Óskars og dætra, sem við þökk- um að einlægni. Skroppið á sveitaböllin á Hellu og Hvoli og alltaf beið veisluborð eftir okk- ur er heim var komið, þó seint væri stundum, og gleðin ávallt í fyrirrúmi. Þóra bjó í nágrenni við ömmu og afa og hugsaði alla tíð vel um þau, ættrækin mjög og einstaklega hjartahlý, forkur til allrar vinnu og ósér- hlífin. Nú er farið að fækka í systkinahópnum frá Rifshala- koti en móðir okkar, Þórdís Inga Þorsteinsdóttir, í hárri elli minnist Þóru ávallt með sér- stakri hlýju og nú söknuði. Skemmtileg ættarmót hafa ver- ið haldin undanfarin ár og þá meðal annars heimsóttar æsku- slóðir þeirra systkina úr Rifs- halakoti. Óskari og fjölskyldu færum við innilegar samúðarkveðjur. Sigrún og Birna Jakobsdætur. Þóra móðursystir mín er dá- in. Ég hef þekkt Þóru alla mína ævi og verið með annan fótinn hjá henni og Óskari frá því ég var barn. Ég fór oft á Hellu með foreldrum mínum til ömmu og afa, sem bjuggu í næsta ná- grenni við Þóru og Óskar, ég og eldri dætur þeirra erum á svipuðum aldri og varð góð vin- átta á milli okkar og er enn. Árið 1971 flutti ég á Hellu. Ég gat alltaf leitað ráða hjá Þóru þar sem ég var ekki með síma fyrstu tvö árin og gat því ekki hringt til mömmu minnar ef mig vantaði ráð, t.d. við elda- mennsku, bakstur og fleira. Þóra varð mér sem önnur mamma og fjölskyldu minni mjög kær. Börnin mín kölluðu hana Þóru-ömmu og held ég að henni hafi þótt vænt um það, þar sem hún átti ekki barna- börn þá. Enn tala börnin mín um Þóru ömmu þegar um hana er rætt. Síðustu árin hafa tengsl okkar styrkst mjög, sér- staklega eftir að þau hjón fluttu á Dvalarheimilið Lund, varð ég þar tíður gestur hjá þeim. Það er með söknuði sem ég kveð Þóru með þessum orð- um og votta ég elsku Óskari, Kolbrúnu, Hugrúnu, Sævari, Áslaugu og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu Þóru minnar. Erla. Um undra-geim, í himinveldi háu, nú hverfur sól og kveður jarð- arglaum; á fegra landi gróa blómin bláu í bjartri dögg við lífsins helgan straum. (Benedikt Gröndal.) Vinkona mín Þóra Þorsteins- dóttir lést á Dvalarheimilinu Lundi, Hellu, 30. maí sl. Hún fæddist fyrir rúmum 90 árum og ólst upp í stórum systkina- hópi við leik og störf þess tíma, en þá fóru börnin að hjálpa til þegar þau höfðu getu til. Eftirlifandi eiginmaður Þóru er Óskar Haraldsson. Þau byggðu sér hús á Hellu og þar ólu þau upp börnin sín sem öll eru gott og dugandi fólk. Þóra var hæglát kona og hlé- dræg, en fagnaði góðum gest- um og gladdi alla með sínu fal- lega brosi. Hún starfaði mörg ár í Kvenfélagi Oddakirkju, var virkur félagi sem gott var að starfa með, margar voru pönnukökurnar og fleira góð- gæti er frá henni kom. Síðast kom hún á fund í okt sl. Fyrir hönd Kvenfélags Oddakirkju þakka ég samstarf og samveru á liðnum árum. Eiginmanni, börnum og þeirra fjölskyldum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Guðdómlegur geisli blíður greiðir skuggamyrkan geim; á undra vængjum andinn líður inn í bjartan friðarheim. (Hugrún.) Hvíl þú í friði. Guðríður Bjarnadóttir. Þóra Þorsteinsdóttir ✝ PéturSigvaldason fæddist í Ærlækj- arseli í Öxarfirði 20. nóvember 1929. Hann lést á Skógarbrekku á Húsavík 1. júní 2017. Foreldrar hans voru Sólveig Jóns- dóttir, f. 29. júlí 1897, d. 6. desem- ber 1982, og Sigvaldi Jónsson, f. 2. desember 1886, d. 5. nóv- ember 1968. Pétur átti tvo bræður, eldri er Sigurður Jón, f. 28. júní 1926, byggingaverk- fræðingur í Reykjavík, og Jó- hann, sem var kennari á Akur- eyri f. 22. júní 1932, d. 12. mars 2017. Pétur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Unni Sigurðar- dóttur, f. 8. október 1937, frá Skógahlíð í Reykjahverfi, þann 9. júlí 1961. Þau eignuðust fjögur börn og þau eru: 1) Aðalheiður, f. 25. ágúst 1961, maki Guðni Þórólfsson, f. 15. febrúar 1960, og þeirra sonur er Róbert, f. 30. maí 1998. 2) Sigvaldi, f. 2. október 1962. 3) Stefán, f. 1.október 1964, maki Guð- laug Anna Ívars- dóttir, f. 18. apríl 1969, og eiga þau þrjú börn: Baldur, f. 20. júní 1992, Daníel Atla, f. 8. ágúst 1995, og Bjarteyju Unni, f. 2. febrúar 2001. 4) Ingimar, f. 3. nóv- ember 1966. Pétur ólst upp í Klifshaga II í Öxarfirði frá fimm ára aldri og átti þar heima alla tíð síðan. Hann lauk sínu grunnnámi í Lundi í Öxarfirði og nam síðan í Laugaskóla, yngri deild og smíðadeild. Pétur var bóndi í Klifshaga II, bjó fyrst í félagi með for- eldrum sínum og síðar með konu sinni og börnum og síðan um árabil félagsbúi með syni sínum og tengdadóttur. Pétur sinnti auk bústarfa ýmsum störfum í þágu sveitar og samfélagsins. Útför Péturs fer fram frá Skinnastaðarkirkju í Öxarfirði í dag, 10. júní 2017, klukkan 14. Nú hefur elskulegur tengda- faðir minn, Pétur bóndi í Klifs- haga 2, kvatt okkur í hinsta sinn. Ég kynntist honum og Unni tengdamóður minni fyrst fyrir tæpum 27 árum þegar við Stefán vorum að draga okkur saman í sláturtíð á Kópaskeri. Þangað kom ég frá Akureyri til vinkonu minnar til að vera eina sláturtíð í Fjallalambi og er ekki farin enn. Það var gott að koma í Klifshaga, enda úrvalsfólk þau hjónin. Pétur var rólyndismaður, hóg- vær, reglusamur, bóngóður og gott að leita til hans, feiminn var hann en glettinn og stríðinn við sína nánustu. Hann var mikill hagleiksmaður og lék flest í höndunum á honum og báru byggingarnar og vélarnar á búinu þess merki að hann lagði rækt við viðhald og umhirðu og alla umgengni enda snyrtimenni þar á ferð. Pétur tók við búi af foreldrum sínum og við hjónin bjuggum svo félagsbúi með tengdaforeldrum mínum framan af árum þar til við tókum alveg við búinu en starfskrafta þeirra naut við alla tíð og Unnar ennþá. Mér er minnisstætt þegar hann varð þess áskynja fyrsta vorið mitt í sauðburði að ég var tilbúin til að sinna öllu sem við kom burði og öðrum verkum. Þá sett- ist hann með mér á garðabandið, greip lamb upp úr spili og setti það í kjöltu sér. Hann sýndi mér nokkrar stellingar sem lömb geta borið að í burði og hvernig ég ætti að bera mig að til að hjálpa þeim í heiminn. Við bjugg- um undir sama þaki í hartnær 26 ár eða þar til hann flutti fyrir tæpu ári síðan á Skógarbrekku á Húsavík. Það voru forréttindi að fá að ala upp börnin okkar þrjú með afa og ömmu í sama húsi. Pétur var afi af lífi og sál og hafði yndi af barnabörnum sínum og þau af honum. Hann kenndi þeim ótal margt í leik og starfi því ófá- ar stundirnar skottuðust þau með honum. Pétur kenndi þeim meðal annars á spil og að tefla, þolinmæðin var mikil. Ekki heyrði ég hann nokkurn tíma hækka róminn við börnin en allt- af var þó ljóst hver var leiðtog- inn. Ung fengu þau eldri sína fyrstu ökureynslu með afa í gamla Land Rover, það eru þeim ógleymanlegar gæðastundir ásamt svo mörgum öðrum. Pétur sinnti hinum ýmsu störfum í þágu sveitar og sam- félags. Hann sat í sóknarnefnd til margra ára, var veiðivörður fyrir veiðifélag Brunnár, sat í hrepps- nefnd og endurskoðaði reikninga fyrir hin ýmsu félög svo eitthvað sé nefnt. Liðtækur var hann þeg- ar byggingarframkvæmdir voru á bæjunum en þá tíðkaðist að fólk úr sveitinni legði hönd á plóg við framkvæmdir hvert hjá öðru. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku Pétur, ég þakka þér samfylgdina, hvíldu í friði. Guðlaug Anna Ívarsdóttir. Pétur Sigvaldason mágur minn er horfinn af sjónarsviðinu eftir langvarandi veikindi. Það er þungt reitt til höggs að bræð- urnir Pétur og Jóhann skuli hverfa af leiksviði lífsins á þrem- ur mánuðum. Pétur tók við arfleifð foreldra sinna, Klifshaga í Öxarfirði, og bjó þar myndarbúi ásamt sinni ágætu konu Unni Sigurðardótt- ur. Pétur var sannarlega atorku- samur og framfarasinnaður bóndi. Hann jók við bústofninn, byggði útihús, stækkaði íbúðar- húsið og svo mætti lengi telja. Í búskapartíð Péturs varð gjör- bylting á búskaparháttum, frá hestinum til mikillar tækni okkar daga. Á ákveðnu tímabili var heyið bundið í bagga sem síðan voru settir upp á vagn og ekið heim í hlöðu. Ég minnist þess að við hjónin tókum stundum þátt í þessu og á af því góðar minn- ingar. Oft var mannmargt við eldhúsborðið í Klifshaga. Fram- kvæmdir á heimilinu, smiðir og bændur úr nágrenninu, gestir úr þéttbýlinu, allir fengu fínan mat, stundum tvísetið við borðið. Þau hjón, Pétur og Unnur, eignuðust fjögur börn og voru sannarlega samhent um uppeldi þeirra sem og búskapinn. Á áttunda tug síðustu aldar ákváðu Sigurður og Jóhann, bræður Péturs, ásamt eiginkon- um sínum að byggja sumarbú- stað í landi Klifshaga. Pétur benti okkur á fallegan stað í skógivaxinni hlíð og þar var hús- ið byggt. Oft var hann okkur til aðstoðar þegar á þurfti að halda. Ég þakka áratuga vináttu frá fyrstu tíð. Kæra Unnur og fjöl- skylda, einlægar samúðarkveðj- ur. „Dreymi þig ljósið, sofðu rótt.“ (Jónas Hallgrímsson) Guðný Matthíasdóttir. Nú er hann Pétur föðurbróðir minn fallinn frá einungis tveimur mánuðum á eftir Jóhanni bróður sínum. Pétur var bóndi í Klifs- haga, hann var bóndi af líf og sál allt sitt líf. Hann tók við búi af afa mínum og með Unni byggði hann upp myndarlegt bú með góðum húsakosti og tók þátt í þeirri tæknibyltingu sem varð með tilkomu traktora og hey- vinnsluvéla. Vinnusemi og snyrtimennska var höfð í háveg- um, hús voru vel máluð og tæki, sem ekki voru notuð, yfirleitt geymd inni við. Sem unglingur í sveit tók ég þátt í bústörfum og lærði handtökin við húsbygging- ar af þeim bræðrum Pétri og Jó- hanni. Það var gaman að kynnast því hvernig sveitin hjálpaðist að þegar kom að steypuvinnu og menn dreif að til að hjálpa til. Alltaf var hlustað á fréttir að ég tali nú ekki um veðurfréttir í matar- og kaffitímum. Ein minn- ing frá árunum í sveit tengist því að útvarpið var tekið með þegar verið var að vinna við stækkun Norðurhúsanna og hlustað á í beinni útsendingu á fyrstu tungl- göngu Neil Armstong sumarið 6́9. Pétur var ímynd bóndans þar sem öll vinna miðaðist við rekst- ur og uppbyggingu búsins. Á þeim tíma var hey þurrkað og þurfti þá mikið að spá í sprettu og veður, hvort fyrirsjáanlegur þurrkur yrði nægilega langur til að slá, snúa, raka í garða og hirða. Ekkert var verra en flatt og illa hrakið hey. En þegar hey- skap var lokið var líka farið í skemmtileg ferðalög um nær- sveitir, ekið á Land Rover eða Ford Bronco að Dettifossi, Mý- vatni eða í Reykjahverfið. Sem ungur drengur og ung- lingur fór ég í sveit í Klifshaga, mér leið þar mjög vel og finn ávallt fyrir tilhlökkun þegar ekið er fyrir Tjörnesið í Öxarfjörðinn. Pétur hafði mjög góða nærveru, mér leið ávallt vel með honum og fann fyrir áhuga hans og vænt- umþykju. Hann hafði gaman af því þegar við Hrönn komum í heimsókn og sýndi börnunum áhuga. Fyrir nokkrum árum tjáði Pétur mér að sér þætti vænt um að yngri sonur okkar Hrannar hefði verið skírður Sig- valdi í höfuðið á afa mínum. Þegar kom að því að pabbi og Jóhann byggðu sér sumarbústað þá benti Pétur á fallegan stað í skógivaxinni hlíð og seinna þegar pabbi og mamma byggðu nýjan bústað var hann einnig hafður með í ráðum. Með tilkomu bú- staðanna hafa tengslin við fjöl- skylduna í Klifshaga og sveitina haldist sterk og traust. Við Hrönn ásamt foreldrum mínum, Sigurði og Sigrúnu, hitt- um Pétur á Skógarbrekku á Húsavík og áttum góða stund með honum einungis viku áður en yfir lauk. Við ræddum um tíð- ina og sauðburðinn, hvorttveggja sem hann fylgdist vel með. Við skoðuðum með honum skemmti- legar myndir af honum og Unni, mynd af þeim ungum frá Tungu- rétt þar sem hann taldi upp sveitunga á myndinni og aðra af þeim uppáklæddum sem hann sagði að tekin hefði verið á leið á skemmtun á Hótel Sögu. Ég kveð með söknuði Pétur frænda minn og við Hrönn vott- um Unni, systkinunum úr Klifs- haga og börnum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurður Sigurðarson. Pétur Sigvaldason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.