Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Augljóst er aðmikil mistök voru gerð þegar hleypt var úr inn- takslóni Andakíls- árvirkjunar og þúsundir tonna af seti fóru niður í farveg Andakílsár. Andakílsá rennur úr Skorra- dalsvatni og fellur í Hvítá. Hún er þekkt laxveiðiá, þótt ekki séu þar margar stangir. Þar hafa veiðst á milli 100 og 300 laxar á sumri og farið vel yfir 800 þegar mest hefur verið. Ólíklegt er hins vegar að mikið verði veitt í ánni í sumar. Að mati Hafrannsóknastofnunar hefur aurburðurinn að öllum líkindum haft víðtæk áhrif á vistkerfi árinnar og eru bestu hrygningar- og uppeldissvæðin efst í ánni illa farin. Orka náttúrunnar rekur virkjunina í Andakílsá, sem hefur verið starfrækt frá því um miðja 20. öld. Reglulega mun vera hleypt úr lóninu, en að þessu sinni var það tæmt vegna þess að ráðast þurfti í viðhald. Virðist sem áin hafi rifið aurinn með sér þegar lónið tæmd- ist með þessum hörmulegu afleið- ingum. Ekki er ljóst hvað mikið af aur barst í ána, en talað hefur verið um allt að 25 þúsund tonn. Skorradalshreppur hefur nú kært þetta mál til lögreglu, sem staðfesti í vikunni að það væri nú til rannsóknar. Nauðsynlegt er að fá skýr- ingar á því hvers vegna ekki var varlegar farið þegar lónið var tæmt. Spyrja má hvers vegna ekki var mokað upp úr lóninu í stað þess að láta ána sjá um að hreinsa burt aurinn á botni þess. Óhætt er að tala um um- hverfisslys í þessu tilviki. Það undirstrikar hversu alvarlegar afleiðingar inngrip mannsins getur haft á lífríkið og nauðsyn þess að varast að setja á sjálf- stýringu þegar viðkvæm nátt- úran er í húfi. Andvaraleysi þegar miðlunarlón Anda- kílsárvirkjunar var tæmt hefur haft al- varlegar afleiðingar} Umhverfisslys í Andakílsá H eimurinn er ekki svarthvítur, og stundum eru bestu lausnirnar þær sem leynast á gráa svæð- inu. Samfélaginu vegnar senni- lega best með smávegis skammti af félagshyggju í bland við mikið af frelsi, rétt eins og agnarögn af ambergris getur bætt gott ilmvatn. Að því sögðu hef ég afskaplega gaman af að karpa við vinstrisinnaða vini og benda þeim á götin í hugmyndafræði þeirra. Einn skemmtilegur mælikvarði á gæði kenn- ingakerfa og hugmynda er hvort þær eru al- gildar eður ei. Það styrkir hugmyndafræði frjálshyggjunnar að hún á jafn vel við hvort sem henni er beitt á smæstu viðfangsefnin eða þau stærstu; á eitt bæjarfélag eða á heilt land; á einn einstakling eða mannkynið allt. Hug- myndir félagshyggjufólks virðast hins vegar aðeins eiga við þeirra allranánasta umhverfi. Þegar stríðnispúkinn hleypur í mig bendi ég vinstri- sinnuðu vinunum á að þeir séu ekki sjálfum sér sam- kvæmir að kalla eftir því að skattleggja ríkasta hluta þjóðarinnar til að hjálpa fátækasta hlutanum, ef þeir láta bara þar við sitja. Því ef hinn raunverulegi hvati er að hjálpa náunganum, taka frá þeim sem eiga meira og færa til hinna sem eiga sárt um binda, hví að draga mörkin umhverfis Ísland? Er ekki blessað fólkið á Haítí manneskjur eins og við hin? Er ekki neyð þeirra brýnni en okkar? Er það ekki harðbrjósta af okkur að horfa upp á skortinn í Port-au-Prince og reyna ekki að bæta hag þeirra sem þar búa? Hvers vegna leggja þá ekki vinstrimenn til að líta á Íslendinga og Haítíbúa sem meðbræður, eins og vera ber, og skella 95% tekjuskatti á Íslendinga til að geta deilt góssinu með frændum okkar á Haítí? Ís- lendingar eru jú vellauðugir í samanburði við þær 10 milljónir manna sem búa á Haítí í sárri fátækt, og myndi 95% skattur á landsfram- leiðslu Íslands þýða að yrði nokkurn veginn jafnt með þjóðunum. Eða getur það kannski verið að vinstrimann- inum hugnist ekki að taka frá þeim ríku og gefa þeim fátæku þegar hann er sjálfur kominn í ríka hópinn? Getur það verið að náungakær- leikurinn sé ekki meiri en svo að rausnarskap- urinn takmarkist við annarra manna fé? Vill vinstrimaðurinn ekki hjálpa öðrum en þeim sem geta gefið honum atkvæði sitt í skiptum fyrir gjafirnar sem ríkið tek- ur af einum til að færa öðrum? Snýst hugmyndafræði hins dæmigerða vinstrimanns kannski umfram allt um að klekkja á þeim sem eru efnaðri en hann sjálfur? Eða hvernig stendur á því að hugsjónir félagshyggju- fólks um góðmennsku, jöfnuð og réttlæti ná yfirleitt ekki út fyrir þeirra eigin bakgarð? Næst þegar vinstrisinnaðir stjórnmálamenn kalla eftir hærri sköttum og meiri stuðningi við bágstadda er rétt að spyrja hvers vegna þeir vilja ekki ganga skrefinu lengra. Hvers á Haítí að gjalda? ai@mbl.is Ásgeir Ingvarsson Pistill Eru hugsjóninni takmörk sett? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Hjörtur J. Guðmundsson Kristján H. Johannessen Þ að er auðvitað deginum ljósara að áætlanir Theresu May gengu ekki eftir og kjósendur voru að hugsa um aðra málaflokka en flokkur hennar gerði ráð fyrir við upphaf kosningabarátt- unnar,“ segir Guðlaugur Þór Þórð- arson utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið og vísar til niðurstöðu nýafstaðinna þingkosninga í Bret- landi. Theresa May, forsætisráðherra Breta, boðaði óvænt til kosninga um miðjan apríl síðastliðinn með því yf- irlýsta markmiði að styrkja þing- meirihluta sinn. Niðurstaðan varð hins vegar allt önnur en ráðherrann lagði upp með og hefur Íhaldsflokk- urinn nú tapað þingmeirihluta sín- um. May ætlar þó áfram að gegna embætti forsætisráðherra í ríkis- stjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) á Norður-Írlandi. Breskir miðlar greina frá því að þingmenn Íhaldsflokksins séu marg- ir hverjir æfir vegna niðurstöðunnar og krefjast sumir afsagnar May. Eru umræður um mögulegan arf- taka hennar þegar hafnar innan flokksins og sá möguleiki einnig ræddur að boðað verði aftur til þing- kosninga, jafnvel í haust. Lásu kjósendur vitlaust „Bresk stjórnmál geta verið mjög miskunnarlaus. May hefur hins vegar þegar sýnt að hún mun ekki leggja árar í bát og ætlar því að berjast áfram fyrir sínu. Menn hafa þó séð leiðtogakjör áður út af hinum ýmsu málum og May stendur auðvit- að veikari eftir kosningarnar þar sem hún náði ekki fram sínum markmiðum,“ segir Guðlaugur Þór og heldur áfram: „Þeir sem stýrðu kosningabaráttunni voru ekki að lesa hugsanir kjósenda rétt. Flokk- ur hennar er þó enn langstærsti flokkur landsins og hann hefur sjaldan fengið jafn mikið fylgi og nú.“ Aðspurður segir Guðlaugur Þór „alls ekki hægt að útiloka“ þing- kosningar í Bretlandi næsta haust. „Það sem gerðist í Bretlandi er ekki einangrað dæmi. Í dag er almenna reglan í stjórnmálum sú að mjög erf- itt er að spá um niðurstöðu kosn- inga. Við sáum þetta t.a.m. í Brexit- kosningunni og við höfum séð þetta hér á landi og víða annars staðar,“ segir hann. May veðjaði öllu á Brexit Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, segir það verða „sérstaklega erfitt“ fyrir nýju ríkisstjórnina að eiga í viðræðum við Evrópusam- bandið (ESB) um útgöngu Bret- lands úr sambandinu. „Bæði vegna þess að skiptar skoðanir eru innan Íhaldsflokksins um málið og sú er einnig raunin inn- an Lýðræðislega sambandsflokks- ins,“ segir Baldur og bendir á að ekki sé einhugur um það nákvæm- lega hvernig taka eigi á þeim mál- um. Spurður hvað hafi valdið ósigri Íhaldsflokksins segir Baldur ljóst að May hafi ætlað að setja allt sitt traust á útgönguna úr ESB, en þeg- ar kosningabaráttan hafi farið að snúast um önnur mál sem snertu daglegt líf fólks beint, s.s. heil- brigðis- og menntamál, hafi hallað undan fæti hjá Íhaldsflokknum en Verkamannaflokknum hins vegar vaxið ásmegin. „Ég tel að kjósendur, sérstak- lega ungt og eldra fólk, hafi fyrst og fremst verið að kjósa stefnu Verka- mannaflokksins í félags-, mennta- og heilbrigðismálum. Flokkurinn talaði mjög skýrt í þessum mála- flokkum og lagði áherslu á þá gömlu stefnu sína að byggja upp velferð- arkerfið og að aðgangur að því ætti að vera algerlega gjaldfrjáls fyrir alla,“ segir Baldur og bendir á að hin nýja stjórn verði líklegast afar veik. Lásu hugsanir kjós- enda sinna vitlaust AFP Veik Theresa May, forsætisráðherra Breta, missti þingmeirihluta sinn í ný- afstöðnum kosningum. Hún ætlar þó að gegna embætti ráðherra áfram. Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmað- ur Viðreisnar og formaður utanrík- ismálanefndar Alþingis, segir að niðurstaða þingkosninganna í Bret- landi sé fyrst og fremst óskýr. „Theresa May fór augljóslega fram úr sér. Hún ætlaði auðvitað að fá í hendur mjög skýrt umboð kjós- enda til að klára Brexit-viðræð- urnar. Í staðinn endar hún með enn óskýrara umboð en hún lagði af stað með. Það er hins vegar einnig ljóst að kosningarnar snérust ekki jafn mikið um Brexit og hún hefur vafalaust viljað,“ segir Jóna Sólveig og bætir við að Bretar séu hins veg- ar enn á útleið þrátt fyrir veikt um- boð. „Ég tel það mjög mikilvægt að Bretar klári þessar viðræður sem fyrst. Það er brýnt fyrir stöðugleika í okkar heimshluta að þetta fari af stað sem fyrst og klárist um leið hratt og vel,“ segir hún. Mikilvægt að Brexit klárist UMBOÐ THERESU MAY ÓSKÝRT Stundum erreksturþannig að hægt er að hægja á starfseminni á sumrin og draga úr henni á meðan starfsfólkið fer í sumarfrí. Önnur starfsemi er þess eðlis að einu gildir um árstímann, þörfin minnkar ekki. Nú eru sumarlokanir hafnar á Landspítalanum. Í frétt í Morgunblaðinu í gær segir að þær verði svipaðar og í fyrra. Mest verður um lokanir frá 16. júlí fram yfir verslunar- mannahelgi. Þá verða 20% rúma á Landspítalanum tekin úr umferð. Óhjákvæmilegt er að slíkar ráðstafanir hafi áhrif á starf- semi sjúkrahússins. Rúmin á Landspítalanum duga ekki til þótt engar séu lokanirnar. Vegna skorts á hjúkrunarrúmum liggja sjúk- lingar lengur á Landspítal- anum en ella. Á fagmáli nefnist þetta fráflæðisvandi. Kemur jafnvel fyrir að sjúklingar, sem komnir eru í aðgerð á sjúkra- húsinu eftir að hafa fastað í tvo daga, eru sendir heim og beðn- ir um að koma síðar. Vikurnar áður en kemur að lokununum hefst kapphlaup um að komast að í aðgerðir, sem ekki flokkast undir þær brýnustu, vegna þess að ella frestast þær til haustsins. Ef til vill er hægt að halda því fram að þessar frestanir séu réttlætanlegar því að þeim fylgi engin áhætta fyrir sjúklinginn. Það getur hins vegar valdið miklum og óþörfum óþæg- indum. Sumarlokanirnar koma sér einnig illa þegar unnið er að því að stytta biðlista eftir aðgerðum. Biðlistarnir eru hvimleiðir, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þeir sem bíða eftir aðgerðum búa við minni lífsgæði en ella og eru jafnvel óvinnufærir. Biðlistunum fylgir engin hagræðing, aðeins aukinn kostnaður þegar upp er staðið. Á meðan sumarlokanir standa yfir lengjast biðlist- arnir. Sú var tíðin, að sögn Sigríðar Gunnarsdóttur, framkvæmda- stjóra hjúkrunar Landspítal- ans, að minna var að gera á sumrin. Hún segir að undan- farin ár hafi álagið yfir sum- artímann aukist vegna aukins fjölda ferðamanna og nú sé mikið að gera allt árið um kring. Vitaskuld er ekki auðvelt að halda fullri starfsemi þegar kemur að sumarfríum og erfitt getur verið að leysa af sérfræð- inga til að gera sérhæfðar að- gerðir. Vandinn nú helgast hins vegar einkum af undir- mönnun í hjúkrun. Og niður- staðan er sú að sjúklingum er mismunað eftir því á hvaða árs- tíma þeir þurfa á læknishjálp að halda. Hinar árlegu sumarlokanir geta komið sér illa fyrir marga} Hægt á heilbrigðiskerfinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.