Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017 ✝ Vilborg Frið-jónsdóttir fæddist 28. janúar 1925 á Bjarnastöð- um í Mývatnssveit. Hún lést á Hvammi, heimili aldraðra, á Húsavík 31. maí 2017. Foreldrar henn- ar voru Friðjón Jónsson, f. 15. októ- ber 1871, d. 17. jan- úar 1962, og Rósa Þorsteins- dóttir, f. 24. september 1895, d. 25. september 1989. Systur hennar voru Ingibjörg, f. 9. október 1919, og Þóra, f. 31. október 1922. Maður Vilborgar var Arn- ljótur Sigurðsson bóndi á Arn- arvatni, f. 23. júní 1912, d. 15. maí 2001. Börn þeirra: 1) Örlyg- ur, f. 20.desember 1950, kona hans Anna Ólafsdóttir, f. 30. nóvember 1954, börn þeirra eru; a) Hrafnhildur, hennar maður Bergur Bragason. Þau eiga tvö börn: Braga og Önnu, sonur Hrafnhildar, Hlynur Hreinsson. b) Erlingur Arnþór, kona hans Inga Kristín Vil- bergsdóttir, börn þeirra: Anna Lilja og Örlygur Vil- berg. Börn Ingu: Reimar, Júlía Fann- ey og Ellý Sæunn. c) Einar, eiginkona hans Magnea Ólöf Finnbogadóttir. Sonur þeirra er Finnbogi Þór, son- ur Magneu er Hörður Ingi. 2) Ingigerður, f. 27. febrúar 1959, maður hennar Jóhann Böðvarsson, f. 2. októ- ber 1957. Börn þeirra: Jóhanna Björg, Arnljót Anna og Friðjón. 3) Kolbjörn, f. 2. mars 1960. Vilborg gekk í farskóla í Mý- vatnssveit og var einn vetur á Alþýðuskólanum á Laugum. Hún var félagi í Umf. Mývetn- ingi og einnig í Slysavarna- deildinni Hring í Mývatnssveit og tók virkan þátt í störfum þessara félaga. Útför Vilborgar fer fram frá Skútustaðakirkju í dag, 10. júní 2017, og hefst athöfnin klukkan 14. Nú hefur Villa tengdamóðir mín kvatt þetta jarðlíf. Við þessi tímamót reikar hug- urinn til baka. Hún og hennar heimili áttu stóran þátt í að móta mig og mína lífssýn því ég var bara 16 ára krakkakjáni þegar ég kom inn í þessa fjöl- skyldu sem tengdadóttir og var strax tekið sem einu barnanna. Villa var skemmtileg kona og vinamörg og þar skipti aldur engu máli. Hún hafði sterkar skoðanir á málefnum, allavega við eldhúsborðið, en hún var lít- ið fyrir að láta á sér bera eða að hafa sig í frammi. Ég hef ekki komið inn á heimili þar sem gestagangur var meiri og þar sem meiri gestrisni ríkti, allir ávallt velkomnir og Villa bar fram veitingar. Oft var glatt á hjalla, rædd stjórnmál líðandi stundar, farið með vísur og jafn- vel ort. Villa var góð í að gera vísur og reyndist henni það auð- velt en ekki flíkaði hún því og fyrir Ungmennafélagið var ým- islegt samið af henni og Hildi vinkonu hennar frá Gautlöndum, sem svo var flutt fyrir sveitung- ana á samkomum. Börnin mín áttu yndislegt athvarf hjá ömmu og afa og fyrir það er ég þakk- lát. Hún spilaði við þau, las og fór með þulur en í því var hún snillingur og Ríkisútvarpið tók upp flutning hennar á þeim og því geta afkomendur hennar hlustað á ismus.is og heyrt rödd hennar um ókomna tíð. Ég kveð mæta og góða konu með þökk fyrir allt. Anna Ólafsdóttir. Elsku amma mín. Þegar ég hugsa um barnæsku mína þá koma ótal minningar í hugann sem flestar eru tengdar þér, afa og sveitinni. Alltaf nóg að gera og ég upptekin með ykkur í sauðburði og ýmsum sveitaverkum. Það eru svo mikil forréttindi að hafa fengið að vera hjá ykkur afa og hafa feng- ið að upplifa svo ótrúlega mikið sem mörg börn í dag hafa ekki tækifæri til að kynnast. Dvöl mín í sveitinni er böðuð eins konar ævintýraljóma og minn- ingarnar um hestinn minn, kind- urnar, ána og allt fólkið sem ég hef hitt gegnum árin eru mér svo kærar. Ekki fyrir alls löngu voru ég og samstarfskonur mín- ar beðnar um á starfsmanna- fundi að hugsa um barnæskuna og velta fyrir okkur hvað hefði mótað okkur og gert okkur að þeim sem við erum í dag. Mér varð strax hugsað til þín í sveit- inni og sá mig fyrir mér hlaup- andi berfætta alsæla í sólinni. Margar af samstarfskonum mín- um kærðu sig ekki um að hugsa til baka til barnæskunnar því minningarnar voru það sárar að þær vildu helst gleyma þeim. Margar af þessum konum höfðu flúið frá heimalandi sínu og höfðu hafið nýtt líf og lagt hið gamla að baki sér. Ég man að ég hugsaði hversu ótrúlega heppin ég væri að hafa fengið að upplifa það að hafa verið áhyggjulaus og hamingjusamt barn í sveitinni hjá ykkur afa. Þú hefur átt mikinn þátt í því að gera mig að þeirri manneskju sem ég er í dag, amma. Á hverju kvöldi settist þú á rúmstokkinn hjá mér og last fyrir mig eða sagðir mér vísur og sögur, sögur sem maður heyrir ekki í dag. Gömlu brúnu ævintýrabókina, sem þú last fyrir mig, hef ég sem betur fer fundið í nýrri út- gáfu og les fyrir mín börn sem elska hana. Þessa sömu bók hef ég líka fundið í Noregi og lesið afturá bak og áfram fyrir börnin sem ég vinn með og segi þeim að þessi ævintýri hafi amma mín lesið fyrir mig þegar ég var lítil. Ég man líka að mér þótti það svo notalegt að á kvöldin þvoðir þú á mér tærnar með heitum þvottapoka því ég var alltaf ber- fætt og óhrein eftir daginn. Það var svo notalegt og þetta sama geri ég við mín börn. Mér hefur alltaf fundist við hafa eitthvað sérstakt á milli okkar, amma. Við höfum alltaf verið mjög nán- ar og getað spjallað um allt milli himins og jarðar. Hvort sem það er um börnin mín, slúður úr sveitinni eða nýjasta sjónvarps- þáttinn. Þú fylgdist svo sann- arlega vel með því sem var að gerast í samfélaginu og þú hafð- ir skoðanir á flestu. Ég vildi óska að við hefðum búið nær hvor annarri núna síðustu ár, en svona er lífinu háttað hjá mörg- um í dag. Mér er mjög minn- isstætt þegar við hittumst í síð- asta sinn. Þá kom ég í heimsókn til þín í sveitina og áttum við ógleymanlega og dýrmæta stund saman. Við spjölluðum, hlógum og skemmtum okkur langt fram á nótt eins og okkur einum var lagið. Þegar að kveðjustund kom daginn eftir vissi ég að þetta væri mögulega í síðasta skipti sem við myndum vera saman. Það var því erfitt að kyssa þig og faðma í síðasta sinn vitandi að næst þegar ég kæmi til Íslands værir þú kannski ekki þar. Þakka þér fyrir að vera þú, elsku amma. Þín Hrafnhildur (Hrabba). Í dag kveðjum við Villu frænku. Frá unga aldri þótti okkur öllum óskaplega vænt um hana því við fundum hversu hlýjan hug hún bar til okkar systk- inanna. Í barnæsku skipaði hún stór- an sess í lífi okkar. Um hver jól áttum við t.d. öll pakka frá henni undir trénu. Sitthvað leyndist í þeim en alltaf eitthvað spennandi og oftar en ekki jóla- skraut til að hengja á tréð. Eftir að við urðum fullorðin hélst sambandið þótt heimsókn- ir yrðu stopulli. Alltaf fengum við þó fréttir af henni í gegnum ömmu en þær heyrðust nánast daglega meðan amma lifði. Við þökkum fyrir vináttu og hlýhug alla tíð. Fjölskyldunni vottum við samúð okkar. Grétar, Inga Arnhildur og Elva. Vilborg Friðjónsdóttir Mig langar til að minnast góðrar vinkonu minnar og samstarfsfélaga til margra ára, Guðfríðar Guðmundsdóttur, eða Fríðu eins og hún var alltaf kölluð. Hún kvaddi þetta jarð- neska líf nokkuð óvænt um miðjan maí, fáum dögum áður en undirrituð fór af landi brott og gat því ekki fylgt henni síð- asta spölinn og þykir mér það afar leitt. Fríða var tryggur Guðfríður Möller Guðmundsdóttir ✝ GuðfríðurMöller Guð- mundsdóttir fædd- ist 27. maí 1942. Hún varð bráð- kvödd 15. maí 2017. Útför Guðfríðar fór fram 26. maí 2017. vinur vina sinna með ríka réttlætis- kennd. Fríða hafði gaman af söng og skemmtilegum textum og gengum við saman í þann skemmtilega hóp Samstillingu, sem hittist á mánudags- kvöldum og sung- um saman fram eftir kvöldi. Ég vil þakka þessari góðu vinkonu samveruna hvort heldur var í húsbíl á ferðalagi þar sem sleg- ið var upp grillveislu að hætti Fríðu eða bara í venjulegri heimsókn. Að lokum viljum við hjónin votta Birni og fjölskyldu okkar dýpstu samúðarkveðjur. Minning þín lifir elsku vinkona. Lilja Magnúsdóttir. Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Útfararstofa kirkjugarðanna Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfarar- og lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Lára Árnadóttir, skrifstofustjóri Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KOLBRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Grandavegi 47, Reykjavík, lést mánudaginn 29. maí. Útför fer fram í Dómkirkjunni miðvikudaginn 14. júní klukkan 15. Áslaug Stefánsdóttir Einar Örn Kristinsson Ingibjörg Þórðardóttir Einar Baldvin Stefánsson Ragnhildur Steinbach barnabörn og langömmubörn Kæru sveitungar, vandamenn og vinir nær og fjær, PÁLMAR ÞORGEIRSSON á Flúðum. Hlýjar hugsanir og bænir ykkar hjálpa okkur í sorginni og í gegnum erfiða tíma. Með þakklæti og góðum óskum förum við út í sumarið. Til minningar um Pálmar Þorgeirsson viljum við benda á söfnun fyrir sjálfvirkum hjartahnoðara sem Björgunarfélagið Eyvindur stendur fyrir núna. Reikningsnúmer 0325-13-30138, kt. 460100-2590. Ragnhildur Lára Bryndís Rúnar Svavar Geir og fjölskyldur Svava Pálsdóttir og stórfjölskyldan öll Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ALBERT GUÐLAUGSSON, lést á dvalarheimilinu Jaðri Ólafsvík, fimmtudaginn 8. júní. Útförin fer fram frá Ingjaldshólskirkju föstudaginn 16. júní klukkan 14. Guðlaugur Jakob Albertsson Margrét Magnúsdóttir Lára K. Albertsdóttir Kenneth Snider Þröstur Albertsson Sóley Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn FALLEGIR LEGSTEINAR Verið velkomin Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á GÓÐU VERÐI Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug við andlát og útför DÓRU NORDAL Jóhannes Nordal og fjölskylda Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ERNU MARGRÉTAR JÓHANNESDÓTTUR, Kirkjubæjarbraut 2, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hraunbúða í Vest- mannaeyjum og félagskonum í Oddfellow-stúkunni Vilborgu í Vestmannaeyjum fyrir ómetanlega aðstoð og sýnda virðingu. Guðrún Sveinbjörnsdóttir Gunnlaugur Claessen Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir Sigurður V. Vignisson Egill Sveinbjörnsson Guðný Þórisdóttir Ásdís I. Sveinbjörnsdóttir Kristján Þ. Jakobsson barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir til ættingja og vina fyrir auðsýnda samúð og styrk við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, sonar, föður og afa, ÓMARS BRAGA BIRKISSONAR. Kærar þakkir til utanríkisþjónustu Íslands í Washington og flugfélagsins WOW air fyrir ómetanlega aðstoð. Helga Sigríður Harðardóttir Steffensen Birkir Baldvinsson Guðfinna Guðnadóttir börn og barnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.