Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017 Stuð Rapparinn Aron Can fór mikinn á tónleikum sem haldnir voru á Esjunni, fjalli Reykvíkinga, í gærkvöldi. Nova bauð og fram komu auk Arons þau Þura Stína, Úlfur Úlfur og Emmsjé Gauti. Hanna Benedikt Jóhann- esson fjármálaráð- herra og Dagur B. Eggertsson borg- arstjóri hafa sent frá sér viljayfirlýsingu um skipulagsmál Reykja- víkur. Í henni felst af- dráttarlaus stuðningur fjármálaráðherra við stefnu borgaryfirvalda í skipulagsmálum. Það gefur vísbendingu um, að þessir flokkar, Björt framtíð, Samfylking og Viðreisn, muni stilla saman strengi fyrir borgarstjórnarkosning- arnar á næsta ári, – og e.t.v. vera með sameiginlegt framboð. Það er gott að vera klókur í reikningi en þótt þrisvar sinnum þrír séu níu er óvíst að það skili sér í kosningum. Mér finnst rétt að gera þessar at- hugasemdir við viljayfirlýsinguna: 1. Benedikt og Dagur sjá fyrir sér að 150 íbúðir verði reistar á „veður- stofureitnum“ án þess að hann sé skýr- greindur, en beint ligg- ur við að ætla að þar sé átt við svæðið austan við hús Veðurstof- unnar. Þar er reiturinn þar sem mælitækjum Veðurstofunnar hefur verið komið fyrir. Of nálæg byggð getur haft veðurfarsleg áhrif, – valdið hlýnun. Sú staða gæti því komið upp að finna yrði annan stað fyrir mælireitinn sem aldrei yrði þó fullkomlega sambærilegur. Slíkur hringlandaháttur spillir fyrir sam- anburðarrannsóknum á veðurfari milli ára og áratuga. Ég fæ ekki séð að hægt sé að hrugga við lóðaréttindum Veðurstof- unnar án atbeina Alþingis. Mér þykir vænt um grænu reitina í borginni. Þegar ekið er upp á Bú- staðaveg blasir Veðurstofuhæðin við, grösug og hlý. Og þegar betur er að gáð eru þar leifar af holtinu, sem þar hefur fengið að vera í friði um aldir, svo að birkið og holtagróður- inn fær að njóta sín. Ég vil ekki skipta á þessu landi og steinsteypu. Að þessi staður sé eftirsóknarverður fyrir ungt fólk er undarlegur mis- skilningur. Ég get ekki skilið að barnafjölskyldur vilji búa á horni Kringlumýrarbrautar og Bústaða- vegar, einu mesta umferðarhorni í Reykjavík. Vesturhluti Veðurstofuhæðar- innar er friðlýstur. Vel kemur til greina og er raunar skynsamlegt að efna til samkeppni um það, hvernig svæðið geti nýst sem best í framtíð- inni. Þaðan er útsýni til allra átta og auðvelt að leggja gang- og hjóla- stíga. Þar gæti orðið skemmtilegur viðkomustaður ferðamanna og veitir ekki af að dreifa þeim á fleiri staði. Og svæðið er ekki brattara en svo að gamlingjar eins og ég gætu rölt þar um og notið góða veðursins. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvar miðstöð öldrunarlækninga verði í framtíðinni. Ég sé fyrir mér að hún verði í Borgarspítalanum. Sjálfsagt er að halda þeim mögu- leika opnum að grasflötin neðan við Borgarspítalann geti nýst honum í nýju hlutverki þó menn sjái það ekki fyrir sér í dag. Á lóð Sjómannaskólans eiga að rísa 120 íbúðir. Ég lék mér ungur drengur á holtinu þar. Í þann tíð spásseruðu Reykvíkingar upp að gamla vatnsgeyminum í góða veðr- inu. Ég brá mér upp að Sjómanna- skóla og gat ekki séð að þar væru lóðir fyrir 120 íbúðir nema klessa þeim upp að vatnsgeyminum. Það yrðu náttúruspjöll því að vatns- geymirinn er fyrir löngu orðinn eitt af kennileitum Reykjavíkur og samgróinn landinu þar. Ég get varla ímyndað mér að þeir tvímenning- arnir Benedikt og Dagur, séu svo heillum horfnir að þeir ætli sér að gera það. Fyrr má nú vera! Yfirlýsingunni lýkur með því að lóð Þjóðarbókhlöðunnar á gatnamót- um Hringbrautar og Suðurgötu verði tekin til skoðunar „með tilliti til framtíðarnýtingar“. Þjóðar- bókhlaðan var þjóðargjöfin til að minnast 1100 ára afmælis Íslands byggðar og var aflað fjár til hennar með sérstökum hætti. Við skulum bera þá virðingu fyrir sjálfum okkur að við látum gjöfina standa. Þjóð- arbókhlaðan er fallegt hús og nýtur sín þar sem hún er. Að lokum þetta: Nauðsynlegt er að taka húsnæðismálin föstum tök- um og einbeita sér að því. Reykja- víkurborg hefur verið eftirbátur annarra sveitarfélaga hér á höfuð- borgarsvæðinu í þeim efnum. Þessi viljayfirlýsing breytir engu um það. Eftir Halldór Blöndal » Vel kemur til greina og er raunar skyn- samlegt að efna til sam- keppni um það, hvernig svæðið geti nýst sem best í framtíðinni. Halldór Blöndal Höfundur er fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis. Við viljum hafa græn svæði í Reykjavík Meirihlutanum í borgarstjórn Reykja- víkur, þ.e. Samfylking- unni, Vinstri grænum, Pírötum og Bjartri framtíð, gengur illa að láta áætlanir í húsnæð- ismálum ganga upp. Meðan biðlistar lengj- ast og húsnæðisvand- inn eykst þylur borg- arstjóri upp hverja áætlunina á fætur ann- arri og færir eignir á milli A og B, þ.e. úr eignasjóði Reykjavíkurborgar yfir til Félagsbústaða, í þeirri von að borgarbúar átti sig ekki á brellunni. Loforðið um að fjölga íbúðum um 100 á ári hjá Félagsbústöðum hefur ekki gengið eftir. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs hefur íbúðunum aðeins fjölgað um þrjár þrátt fyrir áætlanir og veru- lega fjölgun á biðlistum. 41% aukning á biðlista Umsækjendum á bið- lista eftir almennum fé- lagslegum leiguíbúðum hjá Reykjavíkurborg hefur fjölgað um 41% á tæpu einu og hálfu ári. Í árslok 2015 voru þeir samtals 723 og í árslok 2016 voru þeir samtals 893 og hafði því fjölgað um 23,5% á einu ári. Nú eru samtals 1.022 umsækjendur á biðlista eftir al- mennum félagslegum leiguíbúðum hjá Reykjavíkurborg. Talnabrellur borgarstjóra Íbúðir á vegum Félagsbústaða skiptast í þrennt, þ.e. almennar fé- lagslegar leiguíbúðir, sértæk búsetu- úrræði og þjónustuíbúðir fyrir aldr- aða. Þar sem ljóst var að áætlanir meirihlutans í borgarstjórn um að fjölga eignum hjá Félagsbústöðum um 100 á ári myndu ekki ganga upp enn eitt árið var brugðið á það ráð í árslok 2016 að færa samtals 88 eignir úr eignasjóði Reykjavíkurborgar yfir til Félagsbústaða. Voru 16 eignir færðar undir sértæk búsetuúrræði* og 72 eignir undir þjónustuíbúðir aldraðra** (sjá mynd). Með því að færa 88 eignir á milli A og B í bókhaldi borgarinnar lítur út fyrir að fjölgun á eignum Félags- bústaða hafi verið 119 á árinu 2016 en ekki 31 sem er hin raunverulega fjölgun enda íbúar á vegum Reykja- víkurborgar í öllum eignunum sem færðar voru. Von meirihlutans er væntanlega sú að fyrir næstu borgar- stjórnarkosningar verði allir búnir að gleyma þessari talnabrellu þegar borgarstjóri fer að þylja upp allar íbúðirnar sem hann er búinn að byggja. Eftir Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttur Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir »Með því að færa 88 eignir á milli A og B í bókhaldi borgarinnar lítur út fyrir að fjölgun á eignum Félagsbústaða hafi verið 119 á árinu 2016 en ekki 31 sem er hin raunverulega fjölgun. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Áætlanir um félagslegar íbúðir standast ekki Fjölgun milli ára Í árslok 2014 2015 2016 2016 1. Almennar félagslegar leiguíbúðir 17 84 25 2. Sértæk búsetuúrræði 3 0 6 Eignir færðar úr eignasjóði* 16 3. Þjónustuíbúðir aldraðra 0 0 0 Eignir færðar úr eignasjóði** 72 Samtals 20 84 31 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.