Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017
Gunnarsgerði og Vallarbraut
Gatnagerð
Um er að ræða jarðvinnu vegna gatnagerðar, gerð
nýrra bílastæða og gangstétta, ásamt lagningu
fráveitu- og vatnslagna á Hvolsvelli.
Helstu magntölur í útboðsverki þessu eru
áætlaðar:
Gröftur 4.000 m3
Burðarfylling 3.500 m3
Malbikun gatna og bílastæða 2.600 m²
Malbikun gangstétta 600 m²
Fráveitulagnir Ø150 – Ø400 750 m
Kaldavatnslagnir Ø25 – Ø160 300 m
Lokaskiladagur verksins er 1.10.2017.
Útboðsgögn verða afhent hjá byggingarfulltrúa
Rangárþings eystra, Ormsvelli 1, Hvolsvelli, eða
á bygg@hvolsvollur.is , frá og með mánudeginum
12.6.2017
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Rangárþings
eystra, Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli þriðjudaginnn
27.6.2017, kl 10:00 að viðstöddum þeim
bjóðendun sem þess óska.
Anton Kári Halldórsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Rangárþings eystra
ÚTBOÐ
Rangárþing eystra óskar eftir tilboðum í verkið:
Tilkynningar
Sveitarstjórn Kjósarhrepps auglýsir samkvæmt 36. gr. skipulags-
laga nr. 123/2010 óverulega breytingu á Aðalskipulagi
Kjósarhrepps 2005-2017. Með breytingunni er gert ráð fyrir að
efnistökusvæði E22 verði fært úr farvegi Laxár í farveg Þverár við
Hækingsdal. Jákvæð umsögn Hafrannsóknarstofnunar og
Fiskistofu liggur fyrir.
Sveitarstjórn Kjósarhrepps auglýsir deiliskipulagsauglýsingu
samkvæmt 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Í
lýsingunni er gert grein fyrir hvernig staðið verði að skipulags-
gerð við íbúðarhús og útihús í landi Eilífsdals. Markmið með
deiliskipulaginu er að afmarka annars vegar íbúðarhúsi og hins
vegar útihúsi lóð og móta umgjörð um breytta notkun á
alifuglahúsi en til stendur að taka það undir ferðaþjónustu.
Aðalskipulagsbreytingin og deiliskipulagsauglýsingin liggja
frammi á skrifstofu sveitarfélagsins í Ásgarði. Gögnin eru
jafnframt aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.kjos.is.
Ábendingum og/eða athugasemdum við efni lýsingarinnar skal
skila fyrir 21. júní 2017 á skrifstofu sveitarfélagsins eða á
jon@kjos.is.
Jón Eiríkur Guðmundsson,
Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps.
Kjósarhreppur
Rangárþing eystra
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst eftirfarandi deiliskipulagstillaga í
Rangárþingi eystra.
Brú – Deiliskipulag
Tillagan tekur til um 24,4 ha lands úr landi Brúar, Rangárþingi eystra. Tillagan tekur til núverandi bygginga, sem
að hluta til verða nýttar fyrir ferðaþjónustu. Eins gerir tillagan ráð fyrir byggingu 12 smáhýsa, allt að 50m² hvert,
sem nýtt verða fyrir ferðaþjónustu.
Ofangreinda skipulagstillögu er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á
skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 12. júní 2017. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að
gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 24.
júlí 2017. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra,
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli.
F.h. Rangárþings eystra
Anton Kári Halldórsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra
Félagslíf
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund sunnudag kl. 14.
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
Tilboð/útboð
fasteignir