Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 0. J Ú N Í 2 0 1 7 Stofnað 1913  140. tölublað  105. árgangur  DAGUR SEM SNERTIR MARGA Í SJÁVARPLÁSSUM SAMKOMUSTAÐUR Í 60 ÁR LAUGARDALSVÖLLUR 24SJÓMANNADAGSBLAÐ  Salmann Tam- imi, formaður Félags múslima á Íslandi, er ósátt- ur við að Ahmad Seddeq, trúar- legur leiðtogi (ímam) Menning- arseturs músl- ima, hafi sett myndband á Facebook-síðu setursins, þar sem uppi er höfð samsæriskenning um hryðjuverka- árásina á Lundúnabrú á dögunum. Gengur kenningin út á að leikrit standi nú yfir, í kjölfar árásarinnar. Tamimi segir Félag múslima á Ís- landi fordæma árásirnar og sam- hryggjast Bretum. »20 Ósáttur við birtingu myndbands Salmann Tamimi Vöxturinn laðar að fólk » Fólksfjölgun undanfarið er umfram spár Hagstofunnar. » Óvissa er um íbúaþróunina. » 230 fleiri fluttu til landsins á 1. ársfj. en á sama tíma í fyrra. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íslenska hagkerfið hefur aldrei skap- að jafnmikil verðmæti. Þannig er útlit fyrir að landsframleiðsla á hvern landsmann í ár verði um hálfri milljón króna meiri en hún var þensluárið 2007, á verðlagi þessa árs. Analytica áætlar að landsfram- leiðslan verði um 7,6 milljónir á hvern landsmann í ár. Það eru 30,4 milljónir á fjögurra manna fjölskyldu, 2 millj- ónum meira en 2007. Vignir Jónsson, hagfræðingur hjá Analytica, segir mikla fjölgun ferða- manna lykilþátt í þessum hagvexti. Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir Ísland nú eitt þeirra ríkja Evrópu þar sem landsframleiðsla á mann er mest. Vegna ofþenslu þurfi að flytja inn fólk. Ásgeir Jónsson, forseti hagfræði- deildar Háskóla Íslands, segir hag- kerfið komið að krossgötum. Síðustu ár hafi það vaxið sögulega mikið og hratt án mikillar fjárfestingar. „Við getum ekki búist við því að ferðaþjónusta skili áframhaldandi hagvexti á næstu árum án stórfjár- festinga í innviðum,“ segir Ásgeir. Þjóðarkakan aldrei stærri  Landsframleiðslan 2 milljónum króna meiri á fjögurra manna fjölskyldu en 2007  Hagfræðingur SI segir að flytja þurfi inn vinnuafl vegna ofþenslu í hagkerfinu MLandsframleiðslan »10 Gærdagurinn verður eflaust lengi í minnum barnanna á Mánaborg á Seltjarnarnesi, en þau fengu að fara á hestbak. Skemmtu þau sér kon- unglega og leikskólakennararnir líka. Þótt ís- lenski hesturinn sé smár í samanburði við ætt- ingja sína erlendis getur sumum brugðið við að líta niður. Hrossin voru spök, en fyrir börnin getur það gert gæfumuninn að vera í góðum höndum kennara sinna og halda fast í tauminn. Fengu að kynnast hestunum í návígi Morgunblaðið/RAX Börnin á Mánaborg fóru á hestbak í blíðunni í gær  Þó að Íhaldsflokkurinn breski bætti talsvert við sig atkvæðum í kosningunum á fimmtudaginn olli dreifing þeirra því að hann tapaði 12 þingsætum og meirihluta á þingi. Theresa May, forsætisráð- herra, fékk þó umboð Elísabetar Englandsdrottningar til að mynda nýja stjórn. Háværar raddir heyrð- ust þegar á kosninganóttinni um að May ætti að segja af sér. Hún tryggði sér hins vegar stuðning Lýðræðislega sambandsflokksins, DUP, á Norður-Írlandi áður en hún hélt á fund drottningar og tilkynnti að hún gæti myndað stjórn. Jeremy Corbyn, formaður Verkamanna- flokksins, styrkti stöðu sína veru- lega; flokkurinn fékk um 40% at- kvæða og bætti við sig 31 þingsæti. »28 og 30 May myndar stjórn með Norður-Írum  Breskur maður, David Bassett að nafni, leitar íslenskrar konu sem hann sendi í ranga lest í Skotlandi miðvikudaginn 12. júlí árið 1972. Hann vill biðja konuna afsökunar á því að hafa gefið henni rangar leið- beiningar, en hann áttaði sig ekki á mistökunum fyrr en það var um seinan. Bassett hefur ekki aðrar upplýs- ingar um konuna en að hún hafi verið um það bil átján ára þegar hann hitti hana í rútubíl á leið á lestarstöð í Glasgow og að hún sé íslensk. Bassett hefur liðið mjög illa yfir atvikinu undanfarin 45 ár og vonar að konan geti fyrirgefið honum. »8 Vonar að konan geti fyrirgefið honum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.