Morgunblaðið - 10.06.2017, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.06.2017, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 1 0. J Ú N Í 2 0 1 7 Stofnað 1913  140. tölublað  105. árgangur  DAGUR SEM SNERTIR MARGA Í SJÁVARPLÁSSUM SAMKOMUSTAÐUR Í 60 ÁR LAUGARDALSVÖLLUR 24SJÓMANNADAGSBLAÐ  Salmann Tam- imi, formaður Félags múslima á Íslandi, er ósátt- ur við að Ahmad Seddeq, trúar- legur leiðtogi (ímam) Menning- arseturs músl- ima, hafi sett myndband á Facebook-síðu setursins, þar sem uppi er höfð samsæriskenning um hryðjuverka- árásina á Lundúnabrú á dögunum. Gengur kenningin út á að leikrit standi nú yfir, í kjölfar árásarinnar. Tamimi segir Félag múslima á Ís- landi fordæma árásirnar og sam- hryggjast Bretum. »20 Ósáttur við birtingu myndbands Salmann Tamimi Vöxturinn laðar að fólk » Fólksfjölgun undanfarið er umfram spár Hagstofunnar. » Óvissa er um íbúaþróunina. » 230 fleiri fluttu til landsins á 1. ársfj. en á sama tíma í fyrra. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íslenska hagkerfið hefur aldrei skap- að jafnmikil verðmæti. Þannig er útlit fyrir að landsframleiðsla á hvern landsmann í ár verði um hálfri milljón króna meiri en hún var þensluárið 2007, á verðlagi þessa árs. Analytica áætlar að landsfram- leiðslan verði um 7,6 milljónir á hvern landsmann í ár. Það eru 30,4 milljónir á fjögurra manna fjölskyldu, 2 millj- ónum meira en 2007. Vignir Jónsson, hagfræðingur hjá Analytica, segir mikla fjölgun ferða- manna lykilþátt í þessum hagvexti. Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir Ísland nú eitt þeirra ríkja Evrópu þar sem landsframleiðsla á mann er mest. Vegna ofþenslu þurfi að flytja inn fólk. Ásgeir Jónsson, forseti hagfræði- deildar Háskóla Íslands, segir hag- kerfið komið að krossgötum. Síðustu ár hafi það vaxið sögulega mikið og hratt án mikillar fjárfestingar. „Við getum ekki búist við því að ferðaþjónusta skili áframhaldandi hagvexti á næstu árum án stórfjár- festinga í innviðum,“ segir Ásgeir. Þjóðarkakan aldrei stærri  Landsframleiðslan 2 milljónum króna meiri á fjögurra manna fjölskyldu en 2007  Hagfræðingur SI segir að flytja þurfi inn vinnuafl vegna ofþenslu í hagkerfinu MLandsframleiðslan »10 Gærdagurinn verður eflaust lengi í minnum barnanna á Mánaborg á Seltjarnarnesi, en þau fengu að fara á hestbak. Skemmtu þau sér kon- unglega og leikskólakennararnir líka. Þótt ís- lenski hesturinn sé smár í samanburði við ætt- ingja sína erlendis getur sumum brugðið við að líta niður. Hrossin voru spök, en fyrir börnin getur það gert gæfumuninn að vera í góðum höndum kennara sinna og halda fast í tauminn. Fengu að kynnast hestunum í návígi Morgunblaðið/RAX Börnin á Mánaborg fóru á hestbak í blíðunni í gær  Þó að Íhaldsflokkurinn breski bætti talsvert við sig atkvæðum í kosningunum á fimmtudaginn olli dreifing þeirra því að hann tapaði 12 þingsætum og meirihluta á þingi. Theresa May, forsætisráð- herra, fékk þó umboð Elísabetar Englandsdrottningar til að mynda nýja stjórn. Háværar raddir heyrð- ust þegar á kosninganóttinni um að May ætti að segja af sér. Hún tryggði sér hins vegar stuðning Lýðræðislega sambandsflokksins, DUP, á Norður-Írlandi áður en hún hélt á fund drottningar og tilkynnti að hún gæti myndað stjórn. Jeremy Corbyn, formaður Verkamanna- flokksins, styrkti stöðu sína veru- lega; flokkurinn fékk um 40% at- kvæða og bætti við sig 31 þingsæti. »28 og 30 May myndar stjórn með Norður-Írum  Breskur maður, David Bassett að nafni, leitar íslenskrar konu sem hann sendi í ranga lest í Skotlandi miðvikudaginn 12. júlí árið 1972. Hann vill biðja konuna afsökunar á því að hafa gefið henni rangar leið- beiningar, en hann áttaði sig ekki á mistökunum fyrr en það var um seinan. Bassett hefur ekki aðrar upplýs- ingar um konuna en að hún hafi verið um það bil átján ára þegar hann hitti hana í rútubíl á leið á lestarstöð í Glasgow og að hún sé íslensk. Bassett hefur liðið mjög illa yfir atvikinu undanfarin 45 ár og vonar að konan geti fyrirgefið honum. »8 Vonar að konan geti fyrirgefið honum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.