Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 53
DÆGRADVÖL 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017 * E in ka le y fi íu m só kn ar fe rl ií F ra kk la n d i. ** N ey te n d ap ró f á 3 1* * / 5 2 ** * ko n u m se m n o tu ð u D iv in e H ar m o n y C re am . DIVINE HARMONY CREAM E I N STÖK SAMV I RKN I S EM V IÐHELDUR UNGLEGR I HÚÐ Þar sem land og haf mætast, skapar náttúran eilífa fegurð. Immortelle Millésimée er blómið sem aldrei fölnar, Jania Rubens er rauðþörungur sem getur endurnýjað sig óendanlega oft. Þessi tvö einstöku innihaldsefni frá Korsíku sameinast í nýja Divine Harmony Cream frá L’OCCITANE, sem hannað er til að vinna á áberandi hrukkum, stinnleika, húðtón, andlitsfyllingu og útlínum. Eftir 3 mánaða notkun virðast gæði húðarinnar hafa umbreyst (87%**) og húð virðist hafa fyllingu á við unga húð (83%***). Kringlan 4-12 | s. 577-7040 6 EINKALEYFIÍ UMSÓKN* Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Einhver er tilbúinn til að aðstoða þig við að gera umbætur á heimilinu eða í einka- lífinu. Gerðu mistök bara til þess eins að sýna fram á að ekkert slæmt eigi eftir að gerast ef þú klikkar. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarft að endurvekja hæfileika þinn til að tjá þig. Að gefa hluti sem maður hefur sankað að sér er ekki bara sársaukalaust, heldur líka frelsandi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er hætt við að þú lendir í deil- um við einhvern innan fjölskyldunnar í dag. Gættu þess að vera ekki of smámunasamur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Samstarfsfólkið er bæði sam- vinnuþýtt og hvetjandi þessa dagana. Láttu ekkert hindra þig í því að framkvæma það sem þú veist að er rétt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Hlutirnir breytast og fólk þroskast í sitt- hvora áttina. Til allrar hamingju er samband þitt við samstarfsfólk og viðskiptavini mjög gott. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Sumir hafa verið það þröngsýnir um langt skeið að stórvirkar vinnuvélar þyrfti til þess að opna huga þeirra. Daginn ættir þú að nota í tilraunastarfsemi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Vandamál gæti komið upp varðandi heimilið sem gæti reynst þér erfitt að leysa. Stórhuga ráðagerðir krefjast allra heilafruma sem þú hefur yfir að ráða. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Vertu þakklát(ur) fyrir þau tæki- færi sem þú færð í dag til að fræða ungt fólk. Láttu það eftir þér að vera þú sjálfur og hafðu ekki óþarfa áhyggjur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er hollt að vera jafnan við öllu búinn og geta þá notið velgengni og tek- ist hraustlega á við mótlætið. 22. des. - 19. janúar Steingeit Öllu gríni fylgir einhver alvara svo þú skalt gæta orða þinna og hafa aðgát í nærveru sálar. Kannski tekst þér að bjarga einhverjum með því að vera eins og þú átt að þér að vera. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þó að þér sé ekki vel við að við- urkenna það þá ertu mannlegur og þarfnast ástar eins og allir aðrir. Hlustaðu líka á drauma þína. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú gerir þér grein fyrir að það er óskynsamlegt að stytta sér leið. Ef þú þarft að meta hluti á fagurfræðilegum forsendum, er skemmtilegra að hafa einhvern með sér. Guðmundur Arnfinnsson ortilaugardagsgátuna sem endra- nær: Af helmingum talinn er hann sá verri. Hæggengur jafnan um skákreiti fer. Býtir hann verkum á bújörð hverri. Bestur í glímu af liðsmönnum er. Harpa á Hjarðarfelli segir að þá sé sauðburði lokið og hægt að gefa sér tíma til að grufla í gátunum: Bóndi á sér betri helming. Bóndi er með í tafli. Bóndi ræður búsins pening. Bóndi glímdi af afli. Guðrún Bjarnadóttir sendi tvær lausnir og má ekki á milli sjá, hvor sannari reynist: Er frúin bóndanum betri? Bóndi (peð) hægt fer um reiti. Á sumri með verkstjórn sem vetri. Víst bændaglímsigurheiti. Og síðan aðra: Drottning er kónginum kærri. Kóngsi um taflborðið mjakast. Engin er kóngs stjórnun stærri. Stór glímukóngurinn bakast. Helgi Seljan svarar: Um betri helming bónda þarna þegi og þess vegna um peðið ekkert segi. Sínum hjúum bóndi býtir verkum ber í glímu mjög af öðrum sterkum. Árni Blöndal á þessa lausn: Betri helming tel bónda frú. Bóndi er peð í skákinni. Býtir til verka vinnuhjú. Vísast bóndi í glímunni. Helgi R. Einarsson leysir gátuna þannig: Fyrst ég á gátuna góndi og gat ekki fundið svar, þá snarlega birtist mér bóndi. Bænheyrður þar ég var. Þessi er skýring Guðmundar: Bóndinn er hjónanna helmingur verri. Hæggengur bóndi um skákreiti fer. Bóndi er verkstjóri bújörð á hverri. Bóndi í glímunni færastur er. Þá er limra: Er bóndann á Brúnku sá Fríður og blíður hans rómur og þýður kom merinni á skeið, hún mælti fokreið: „það er misjafnt, hverniǵann ríður!“ Síðan kemur ný gáta eftir Guð- mund: Sólin skín á sundin blá, suðar flugan káta, hress ég núna held á stjá, og hér er lítil gáta: Í Borgarfirði bæ ég fann. Bagga Gráni flytur þann. Vakri-Skjóni vera kann. Sér vippar fimur upp á hann. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Nískur bóndi er barn síns fjár Í klípu „ÉG HATA AÐ BORÐA OG HLAUPA SVO. MÁ ÉG FÁ BÍLINN LÁNAÐAN?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG VEIT AÐ ÞÚ ERT DÝRALÆKNIR. VENJULEGIR LÆKNAR VILJA EKKI SNERTA HANN!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... bara fjarlægt bergmál. ÉG ER AÐ HUGSA UM AÐ BREYTA UM ILM EPLAKAKA ER ÁGÆT EÐA NÝBAKAÐ BRAUÐ EÐA BEIKON! SÚKKULAÐIKAKA! STEIKTUR KJÚKLINGUR! ÉG ER SVÖNG NÚNA AMLÓÐI, ÉG ER FAÐIR ÞINN, EN ÉG ER LÍKA BESTI VINUR ÞINN… ÞÚ GETUR DEILT ÖLLU MEÐ MÉR! JÆJA…? FÁÐU ÞÉR SMÁKÖKU! ÞETTA ER ÞAÐ SEM ÉG ER AÐ MEINA! Sundlaugarnar í Reykjavík eru ímiklu uppáhaldi hjá Víkverja dagsins, ekki síst Árbæjarlaug. Laugin sú er algjör paradís; þar er hægt að synda í góðri laug, vera inni að leika með börnunum í vondu veðri, sóla sig í grunna pottinum í góðu veðri, fara salíbunu í rennibrautinni, í mismunandi nudd í ólíkum pottum og í eimbað. Nýi strandblaksvöllurinn er einnig kærkomin viðbót. x x x Nýjasti potturinn í Árbæjarlaug-inni er mjög skemmtilegur, en úr honum er útsýni niður Elliðaár- dalinn enda gengur hann undir nafn- inu „útsýnispotturinn“ hjá fjölskyldu Víkverja. Í þessum potti er dásam- legt fótanudd og kraftmikið bak- og herðanudd sem aðeins einn getur notið í einu. Kveikja þarf á því fyrir notkun og síðan slokknar á því eftir ákveðinn tíma. Flestir kunna að bera sig að í þessu og sýna tillitssemi. Ef þeir sjá að einhver er að bíða taka þeir eina umferð og leyfa svo öðrum að komast að. Einstaka manneskjur loka augunum og ýta bara aftur á takkann, alls ómeðvitaðar um um- hverfi sitt. Víkverji vill endilega benda þessu fólki á að fylgjast betur með umhverfi sínu og leyfa öðrum að komast að. x x x Eitt fer í taugarnar á Víkverja ogþað er viðhald á laugum, eða rétt- ara sagt tímasetningarnar á því. Ef til vill er ekki hjá þeim komist en engu að síður finnst Víkverja pirr- andi að uppáhaldslaugin hans verði lokuð í sex daga í næstu viku. Mikið væri gott ef það væri hægt að gera þetta á öðrum tíma en þegar sólin er hæst á lofti. x x x Víkverja finnst gaman að synda enlíka gaman að liggja í heitum potti. Þess vegna gladdist hann af- skaplega yfir fréttum af því að það að fara í heitt bað hefði jákvæð áhrif á blóðsykur og brenndi sömuleiðis álíka mörgum kaloríum og ganga. Þessi rannsókn fór fram á vegum Loughborough-háskóla í Bretlandi. Það að hita líkamann hefur sumsé já- kvæð áhrif hvort sem hann er hitaður með hreyfingu eða heitu baði. vikverji@mbl.is Víkverji Guð fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar öll þín mein. (Sálm. 103:3)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.