Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017 Smáauglýsingar Bækur Bækur til sölu Hæstaréttardómar frá 1920- 1966 IB 40 bækur., Úlfljótur 1947-1970 IB 7 bækur., Íslensk stjórnlagafræði L.B. 1913 ób., Skotveiðar í íslenskri náttúru., Horfnir góðhestar 1-2., Einföld Landmæling, Björn Gunnlaugs- son 1868 ób., Biblía 1859 Reykjavík., Saga Jörundar Hundadagakonungs 1892 óbmk. V - Skaftfellingar 1-4., Vestur Skaftfellingar og íbúar hennar óbmk. Jeppabókin., Byggðir og bú sþ 1963., Ættir Austfirðinga 1-9., Hrakningar á Heiðarvegum 1-4., Sögur herlæknisins 1-6 ibmk., Sáðmenn Steinar Sigur- jónsson., Saga Vestmannaeyja 1-2., Hvað er bak myrkur lokaðra augna., Lestrarbók handa alþýðu á Íslandi 1874., Austantórur 1-3., Inn til fjalla 1-3., Dýrafræði- og steinafræði Benedikts Gröndal., Húsabætur á sveitabæjum s.j.1898., Kirkjuritið 1-23 ár, glæsiband. Vesturfaraskrá., Krossaætt 1-2., Kortasaga Íslands 1-2., Íslensk myndlist 1- 2., Bréf til Láru tölusett áritað. Upplýsingar í síma 898 9475. Húsnæði óskast Þýska sendiráðið óskar eftir 4ja herb. íbúð til leigu í fjögur ár frá 15.08.2017 í Reykjavík eða nágrenni, helst m/bílskúr-skýli. Uppl. vinsamlegast í síma 530 1100 og á info@reykjavik.diplo.de Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ódýrir heitir pottar-leiðbeiningar um frágang fylgja. Borgarplast.is, sími 5612211, Mosfellsbæ. Námskeið Professional Personal- and Executive Business Coaching for organisations and private persons. Highly qualified coach with many years of experience in Leadership Development, Burn- out Coaching, HR-Consulting und Life Coaching from Germany, will accompany you with empathy, crystal clear perception and pro- fessional expertise. Absolute confidentially is self- evident. There is a way! Netfang: info@pconsultant.com Til sölu Þjónusta Háþrýstiþvottur, & sandblástur Alhreinsun/ Strípun á t.d. stein, múr, stáli og fl. Mikil reynsla, öflug tæki. S. 860 2130 Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. LOKAÐ 6. til 20. júní Ýmislegt Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, Húsviðhald VIÐHALD FASTEIGNA Lítil sem stór verk Tímavinna eða tilboð ℡ 544 4444 777 3600 jaidnadarmenn.is johann@2b.is  JÁ Allir iðnaðarmenn á einum stað píparar, múrarar, smiðir, málarar, rafvirkjar þakmenn og flísarar. Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Kennsla Fagleg einkakennsla fyrir nemendur og fullorðna í þýsku og rússnesku kennt af x málfræðing (móðurmál þýska) með margra ára reynslu í kennslu. Kennt í litlum hópum eftir samkomulagi. Þýska: öll stig (byrjenda- til viðskiptaþýska); rússneska: byrjendur – til lengra komin. 4500 kr. p/ kennslustund. languagecourses@mail.com mbl.is alltaf - allstaðar atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Tengdafaðir minn, Einar Sturlu- son, söngvari og söngkennari, fædd- ist 10. júní árið 1917. Foreldrar hans voru Sturla Einarsson frá Jarlsstöðum í Bárð- ardal og bóndi á Fljótshólum í Gaul- verjabæjarhreppi og Sigríður Einars- dóttir frá Hæli í Gnúpverjahreppi. Sturla vann það afrek í upphafi síðustu aldar að ganga einsamall úr Bárðardal þvert yfir hálendið til að fastna sér stúlku á Suðurlandi. Einar var elstur sjö systkina og ólst upp á Fljótshólum. Þar á bæ var tónlist í hávegum höfð, hljóðfæri fyrir hendi og mikið sungið og var það án efa kveikjan að tónlistarferli Einars. Sturla faðir hans lék á orgel og amma hans, Jóhanna Sigursturludóttir, lék á fiðlu. Ein- ar fór sextán ára í Íþróttaskólann í Haukadal og var þar í tvö ár. Að því námi loknu flutti hann til Reykjavíkur, fór í gagnfræða- skóla og gekk í Iðnaðarmanna- kórinn. Þá sótti hann söngtíma hjá Sigurði Birkis og Pétri Jóns- syni. Einar fékk í vöggugjöf ein- staklega ómþýða og fallega ten- órrödd sem lék sér að háa c-inu allt fram á níræðisaldur. Hann fór ungur utan til að nema söng við Konunglegu tón- listarakademíuna í Stokkhólmi og komst í söngnám til eins virtasta söngkennara og söngvara tónlist- arakademíunnar, Josephs Hislop. Þar var hann m.a. samskóla Birg- it Nilsson og Nicolai Gedda, sem síðar lögðu óperuheiminn að fót- um sér. Hislop bauð honum að syngja í óperukórnum í Stokkhólmi og sömdu þeir um að greiðslan færi upp í námskostnaðinn sem var hentugt fyrir báða. Þá var verið að færa upp Cavalleria Rusticana og I Pagliacci. Tenórinn sem söng í Cavalleria var Einar Andersen, en hann tók við hlutverkinu af Jussi Björling. Einar bjó hjá And- erson um tíma og átti eftir að kynnast fleiri stjörnum í óperunni í gegnum velgjörðarmann sinn, Einar Anderson. Þeirra á meðal var Jussi Björling sem var talinn Einar Sturluson einn besti tenór heims á þeim tíma. Einar söng heilt prógramm af ís- lenskum lögum í sænska útvarpið og undirleikarinn var Páll Kr. Pálsson sem einnig var við nám í Stokkhólmi. Björt framtíð virtist blasa við Ein- ari þegar hann að námi loknu hóf feril sinn sem ein- söngvari. Það var því mikill missir fyrir bæði hann sjálfan og okkur hin þegar Einar veiktist af astma, sem að miklu leyti batt enda á söngferil hans áður en hann hófst í raun og veru. Áður hafði Einar þó náð að syngja við óperuhúsið í Ósló og í óperunni Rigoletto í Þjóðleikhúsinu 1951, auk þess sem hann kom fram á einsöngs- tónleikum og með kórum á næstu árum þegar heilsan leyfði. Þegar Einar var kominn á þroskaðan aldur hvarf astminn og þá beið hans röddin með sínum gamla tærleika og krafti og háa c-ið flaug honum léttilega úr hálsi. Einar starfaði við umönnun aldraðra á heilabilunardeild á elli- heimilinu Grund í næstum hálfa öld. Á slíkri deild virðist vistin oft vera heldur dauf og dapurleg. En á vaktinni hjá Einari var sungið og sögur sagðar með slíkum þrótti og sannfæringu að ýmist virtist vel heppnuð kóræfing standa yfir eða þá að snarkalkaðir karlarnir væru að koma heim eftir vel heppnaðan róður með Einari formanni sínum. Starfaði hann þar til dauðadags en tveimur dög- um fyrir andlát sitt söng hann við messu á Grund og við messu á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. Nokkru fyrir andlát Einars kom út tvöfaldur geisladiskur með söng hans. Á geisladiskunum er að finna úrval af upptökum Ríkisútvarpsins með söng Einars á tímabilinu 1948 - 1964, en að auki eru þar tvö lög tekin upp árið 1997 á áttræðisafmæli söngvar- ans. Þar gefur að heyra íslensk sönglög, en einnig sálmalög og tvö sænsk sönglög. Mörg íslensku laganna eru sjaldheyrð, svo sem sönglög eftir Hallgrím Helgason og Ólaf Þorgrímsson. Upptökurnar eru til vitnis um það náttúrufyrirbrigði sem rödd Einars var, björt og kraftmikil sem létt nær háa c-inu og smitar af sannri sönggleði. Einar kenndi söng í mörg ár við Söngskólann í Reykjavík ásamt því að raddþjálfa ýmsa kóra. Einar var léttur í lund og gam- ansamur. Hann átti það til að lok- inni læknisheimsókn að borga fyrir sig með því að taka eina aríu með háa c-inu á biðstofunni sem vanalega var full af niðurdregnu fólki sem lifnaði snarlega við óvænta uppákomu. Einar kvæntist Unni D. Har- aldsdóttur og eignuðust þau þrjú börn. Einar og Unnur slitu sam- vistir. Síðar kvæntist hann Lísa- lotte Bensch og ættleiddu þau eina dóttur. Einar og Lísalotte slitu einnig samvistir. Eftirlifandi kona Einars var Arnhildur Reyn- is. Einar eignaðist þrettán barna- börn og nítján barnabarnabörn. Einar lést 15. júlí 2003. Guðmundur Ragnarsson. Aldarminning Elsku Jóna mín. Það er svo skrítið að vita til þess að þú sért farin frá okkur og samgleðj- ast þér á sama tíma að vera komin til Bjarna þíns. Þú hefur verið svo stór hluti af mínu lífi alveg frá því pabbi og mamma komu með mig í Lerkilundinn frá Kólumbíu. Allt frá því ég man eftir mér þá var ekkert sjálfsagðara en að skreppa yfir í Lerkilund 1 til Jónu og Bjarna. Þar fékk maður alltaf hlýjar móttökur. Húsið þar sem ég gat fundið mömmu vera að spjalla við þig yfir kaffibolla. Húsið þar sem ég gat grætt sleikjó eftir að þið Bjarni komuð frá Spáni. Húsið þar sem ég gat nálgast aukalykla ef ég læsti mig úti. Húsið þar sem við fjölskyldan vorum alltaf velkomin. Húsið ykkar Bjarna. Eftir að Bjarni lést þá vorum við fjölskyldan áfram tíðir gestir í Lerkilundi 1 sem og þú hjá Jóna Guðbjörg Baldvinsdóttir ✝ Jóna GuðbjörgBaldvinsdóttir fæddist 28. maí 1940. Hún lést 23. maí 2017. Útför Jónu fór fram 31. maí 2017. okkur. Síðan flutt- irðu en samskiptin urðu ekkert minni þrátt fyrir það. Það var oft á laugar- dagskvöldum sem mamma hringdi í mig og bað mig um að sækja þig. Ég hringdi í þig og þú varst komin niður í anddyri og litla skottan mín fór út og leiddi þig að bílnum. Síðan þegar við komum heim til pabba og mömmu þá vildirðu alltaf fara inn vaskahúsmegin, eins og þú hafðir alltaf gert þegar þú varst að koma í heimsókn í gamla daga. Það þýddi ekkert að bjóða þér forstofumegin. Mér er mjög minnisstætt eitt af síðustu skiptunum sem þú komst í mat til pabba og mömmu. Við sátum og vorum að klára að borða. Pabbi var líklega búinn að reyna að koma meiru á diskinn hjá þér eins og hann var vanur. Hann skaut oft á þig og sagði að þú borðaðir allt of mik- ið, sem var alger þversögn. Síð- an kom Eikin okkar, hún hélt svo upp á þig og kom alltaf til þín þegar við vorum að klára að borða. Þú hafðir stundum gefið henni eitthvert smotterí en þetta tiltekna kvöld þá gerðirðu eitt- hvað sem enginn átti von á. Þeg- ar Eikin kom til þín og horfði fal- lega til þín þá tókstu diskinn af borðinu og leyfðir henni að sleikja af honum. Enginn þorði að segja neitt og við litum öll á mömmu. Ég vissi ekki hvert hún ætlaði. Þetta var hreint út sagt dásamlegt „móment“. Síðasta daginn sem ég sá þig þá kom ég þrisvar sinnum til þín. Ég sagði þér t.d. þessa sögu með matarboðið. Þú vissir alveg upp á þig sökina og það kom bros. Ég sat ein með þér í hádeginu og er mjög þakklát fyrir að hafa tekið matartímann minn í að eiga þessa stund með þér. Alger- lega ómetanlegt. Ég segi aftur það sem ég sagði við þig þá – ég er svo þakklát fyrir að hafa haft þig í mínu lífi og þakklát fyrir að litla skottan mín hafi fengið að kynnast nákvæmlega því sama og ég upplifði í æsku. Hlýjunni og góðmennskunni frá þér. Það verður mjög sérstakt að fagna ekki áramótunum með þér núna. Það var orðin hefð að þú kæmir til okkar eftir skaupið. Þú sagðir okkur alltaf þína skoðun á skaupinu. Síðan skáluðum við á miðnætti, föðmuðumst og þökk- uðum fyrir liðnar stundir. Núna í ár munum við skála til himins til ykkar Bjarna. Takk fyrir allar minningarnar, elsku Jóna mín. Elsku Nonni, Immý, Pési, Lilja og fjölskyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Þín, Þórunn Kristín. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.