Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Þegar Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins í knattspyrnu, leiðir lið sitt inn á völlinn í leiknum mikilvæga gegn Króatíu annað kvöld í undankeppni heimsmeistaramótsins fetar hann í fótspor margra af sterkustu og sig- ursælustu knattspyrnumönnum þjóðarinnar. Völlurinn hefur í sextíu ár verið stærsti samkomustaður þjóðarinnar og þar hafa margir upp- lifað gleði og sorg. Stórir sigrar hafa unnist í knattspyrnu og frjálsum íþróttum, jafnt hjá körlum sem kon- um. Glæsimörk og met lifa í minn- ingunni, að ógleymdum sigri okkar kvenna á Norðurlandamótinu í handknattleik, en mótið fór fram á grasinu í Laugardalnum árið 1964. Fyrsti landsleikurinn fór þar fram gegn Norðmönnum 8. júlí 1957, fyrir rétt tæpum 60 árum. Formleg vígsluhátíð fór hins vegar fram tveimur árum síðar. Með Laugardalsvellinum var stigið stórt framfaraskref en hann var barn síns tíma og þrátt fyrir miklar breyt- ingar og byggingar er ljóst að veru- legra endurbóta er þörf svo að hægt verði að leika þar í lengri tíma ár hvert. Þannig mætti koma til móts við íslenskt landsliðsfólk í fremstu röð og svara sífellt auknum alþjóð- legum kröfum. Rikki fyrsti fyrirliðinn Fyrstur til að standa í sporum fyrirliða íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli var Skagamaðurinn Ríkharður Jónsson í fyrrnefndum landsleik gegn Norðmönnum, en Ríkharður lést í febrúar í vetur. Alls voru átta Skagamenn þá í byrjunar- liði Íslands og sá níundi á vara- mannabekknum. Leikurinn var lið- ur í 10 ára afmælismóti Knattspyrnusambandsins, sem var stofnað árið 1947. Auk landsliðs Ís- lands kepptu Norðmenn og Danir á mótinu. Noregsleikurinn tapaðist 3:0 og skoraði Norðmaðurinn Arne Legernes fyrsta markið á vellinum úr vítaspyrnu. Það var hins vegar Rikki sem skoraði fyrsta mark Ís- lendinga á Laugardalsvellinum, það kom í leiknum gegn Dönum 10. júlí. Sá leikur tapaðist 6:2, en síðara mark Íslendinga skoraði Þórður Þórðarson. Morgunblaðið sagði svo frá fyrsta marki okkar manna: „Ríkharður komst í gegn, brunaði upp og skoraði fallega af markteig. Íslenskt frumkvæði, glæsilegt, sem fagnað var með ferlegum ópum, hin- um mestu til þessa í Laugardal.“ Alls voru um tólf þúsund áhorf- endur á Noregsleiknum, sem var fyrsti landsleikurinn sem fram fór á grasvelli hérlendis. Laugardals- völlurinn var ekki fullbúinn þegar afmælismót KSÍ fór fram, en allt kapp hafði verið lagt á að gera hann leikhæfan fyrir afmælismótið. Með- al annars var miðasala við Laug- ardalsvöllinn ófullkomin og miðar í forsölu voru seldir í miðasölu Mela- vallarins og úr bílum í miðbæ Reykjavíkur. Holræsið mikil framkvæmd Í lok seinni heimsstyrjaldarinnar hófst undirbúningur að fram- kvæmdum í Laugardalnum. Gísli Halldórsson arkitekt var fenginn til að hanna íþróttamannvirkin og skil- aði hann teikningum ári seinna. Um svipað leyti hófust framkvæmdir við að ræsa fram Laugardalinn, en hol- ræsið í dalnum var stærsta fram- kvæmd sinnar tegundar sem ráðist hafði verið í hér á landi. Holræsa- gerðinni lauk 1950 og var þá hafist handa við sjálfa vallargerðina. Vorið 1952 var völlurinn fínjafnaður og sáð í hann grasfræi. Sama sumar hófust framkvæmdir við stúkuna og var lokið við að steypa fremri helm- ing hennar 1955. Völlurinn og mannvirkin í Laugardalnum höfðu mikla breyt- ingu í för með sér fyrir íslenskt íþróttalíf en leikir á grasvelli voru undantekning í íslenskum fótbolta þar til fyrir 60 árum. Árið 1957 tóku Íslendingar í fyrsta skipti þátt í undankeppni HM, tveimur árum seinna í forkeppni ólympíuleikanna og árið 1962 tók Ísland í fyrsta skipti þátt í Evrópukeppni lands- liða. Góður grasvöllur var ein af for- sendunum fyrir því að þátttaka í al- þjóðlegum mótum væri möguleg. Á árunum 1965-1970 var vestur- stúkan stækkuð og yfirbyggð. Tart- anbraut með átta hlaupabrautum var lögð 1992 og flóðljós voru tekin í notkun í október það ár. Talsverð tímamót voru á vellinum fyrir 20 ár- um, en 1997 var ný stúka byggð að austanverðu og KSÍ flutti skrif- stofur sínar í nýja aðstöðu undir sunnanverðri vesturstúkunni. Vinna hófst við endurbætur og stækkun á vesturstúkunni 2005 og byggingu nýrrar skrifstofuaðstöðu KSÍ. Enn kemur talan 7 fyrir þegar rýnt er í annála Laugardalsvallarins því árið 2007 voru höfuðstöðvar KSÍ fluttar í nýja skrifstofuaðstöðu og endurbótum og stækkun lauk á vesturstúkunni á 50 ára afmæli sambandsins. Ásýnd Laugardals- vallarins gjörbreyttist með þessum breytingum. Það sama ár var Baldurshaga breytt úr frjáls- íþróttaaðstöðu í skylmingaaðstöðu. Magnað kvöld í Laugardalnum Alls rúmar Laugardalsvöllur 9.800 áhorfendur í númeruð sæti, en ekki er lengur heimilt að áhorf- endur séu í stæðum á mótalands- leikjum í knattspyrnu. Mesti áhorf- endafjöldi á knattspyrnuleik á vellinum var á vináttulandsleik Ís- lands og Ítalíu 18. ágúst 2004, en þá voru 20.204 áhorfendur í Laug- ardalnum. Þá var selt í stæði enda um vináttuleik að ræða svo að skil- yrði voru ekki eins ströng og á mótaleikjum. Þetta kvöld var magn- að í Laugardalnum og 2-0 sigur gladdi íslensk hjörtu. Áður höfðu mest mætt 18.194 áhorfendur á leik Vals og portú- galska liðsins Benfica 18. september 1968. Þá var ekki skilyrði að allir áhorfendur hefðu sæti og sannar- lega var troðið í hverja smugu á vellinum. Metfjöldi áhorfenda á vellinum var þó á öðrum viðburði, en talið er að um 25.000 manns hafi verið á af- mælistónleikum Kaupþings í Laugardalnum 17. ágúst 2007, að því er segir á heimasíðu KSÍ. Sumir segja að þeir hafi verið enn fleiri. Það var í þá daga! Völlurinn stenst ekki kröfur Enn og aftur er komið að endur- bótum í Laugardal og forystumenn Knattspyrnusambandsins eru stór- huga þegar þeir hugsa til framtíðar. Gríðarlegar framfarir hafa orðið á aðstöðu á íþróttamannvirkjum í Evrópu á síðasta áratug og er þá nokk sama hvort talað er um að- stöðu fyrir iðkendur og áhorfendur, tækni eða öryggismál. Laugardals- völlur hefur dregist aftur úr og stenst ekki lengur kröfur Knatt- spyrnusambands Evrópu. Þá er veðurfar hérlendis þannig að heimaleikir í mars og nóvember eru ekki ákjósanlegur kostur við nú- verandi aðstæður eins og mun verða verkefni landsliðs karla á komandi árum. Það þykir ekki til eftirbreytni að handmoka frostharðan völlinn fyrir landsleiki, eins og gert var í lok október 2008 fyrir leik kvenna- landsliðsins gegn Írum í umspili um sæti á EM kvenna í knattspyrnu. Slíkt er ekki valkostur. Yfirbyggður leikvangur sem get- ur hýst viðburði á sviði íþrótta, menningar og viðskipta, t.d. sýningarhald er draumur knatt- spyrnuforkólfa. Innlend og erlend ráðgjafarfyrirtæki hafa unnið að hagkvæmnisathugunum á verkefn- inu. Ná þyrfti samningum við eig- anda vallarins, Reykjavíkurborg, um verkefnið og tæpast verður farið út í það án aðkomu ríkisins við upp- byggingu þjóðarleikvangsins. Ljóst er að í heild myndi verkefn- ið kosta milljarða, en hugsanlega má áfangaskipta því og setja þá í Samkomustaður í 60 ár  Sætir sigrar, glæsimörk og met í Laugardalnum  Enn hugað að breytingum á þjóðarleikvanginum  Fyrsta markinu fagnað með ferlegum ópum  Aðstaða íþróttamanna á Skildinganesmelum í 144 ár Ljósmynd/KSÍ/Jóhann G. Kristinsson. Nýtt útlit Miklum endurbótum og stækkun á vesturstúkunni lauk fyrir tíu árum og fengu mannvirkin nýjan svip. Myndin er tekin 9. ágúst 2006 þegar framkvæmdir stóðu sem hæst, en nú tekur völlurinn 9.800 manns í sæti. Morgunblaðið/Golli Landsleikur Aron Einar Gunnarsson í baráttu gegn Arjen Robben og Hollandi. Á morgun er það Króatía. Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.