Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 36
36 MESSURá morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017 ORÐ DAGSINS: Kristur og Nikódemus. (Jóh. 3) Aðventkirkjan í Reykjavík | Í dag, laugardag. Biblíufræðsla kl. 11. Guð- þjónusta kl. 12. Ræðumaður er Jens Danielsen. Barnastarf. Aðventkirkjan í Vestmannaeyjum | Í dag, laugardag. Samvera kl. 12. Bein útsending frá Reykjavíkurkirkju. Aðventsöfnuðurinn á Suð- urnesjum | Í dag, laugardag. Biblíu- fræðsla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Í dag, laugardag, guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður er Guðbjartur Gestur Andrésson. Biblíufræðsla kl. 11.50. Barna- og unglingastarf. Umræðuhóp- ur á ensku. Súpa og brauð eftir sam- komu. AKRANESKIRKJA | Hátíðarguðs- þjónusta kl. 11. Sjómaður heiðraður. Sr. Eðvarð Ingólfsson þjónar. Sveinn Arnar og félagar úr Kór Akraneskirkju sjá um tónlistina. Rut Berg Guð- mundsdóttir leikur á harmónikku. Gengið að minnismerki sjómanna á Akratorgi að athöfn lokinni. Minning- arstund um týnda sjómenn við minn- ismerkið í kirkjugarðinum kl. 10. ÁRBÆJARKIRKJA | Sumarguðs- þjónusta og ferming kl. 11. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjón- ar fyrir altari. Kór Árbæjarkirkju syngur og Guðmundur Ómar Óskarsson er organisti. Molasopi eftir stundina. ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Ása Lauf- ey Sæmundsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kammerkór Áskirkju syng- ur. Orgelleikari er Magnús Ragn- arsson. Heitt á könnunni í Ási eftir messu. ÁSTJARNARKIRKJA | Alþjóðleg helgistund kl. 11, sem fer fram á ensku. Margir nýbúar munu taka þátt í henni með því að lesa ritningartexta á sínu eigin tungumáli. Á eftir verða al- þjóðlegar veitingar. Allir erlendir gestir, nýbúar og flóttamenn, eru sérstaklega velkomnir. BREIÐHOLTSKIRKJA | Göngu- messa. Gengið frá Breiðholtskirkju í Seljakirkju kl. 10. Messa í Seljakirkju kl. 11. Akstur heim eftir kirkjukaffi. BÚSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Ragnar Bjarnason syngur sjó- mannalög ásamt Kór Bústaðakirkju. Tónlistarflutning annast Jónas Þórir organisti, Lawrence Wheeler lágfiðlu- leikari og Erik Wheeler sellóleikari. Látinna sjómanna minnst. Prestur Pálmi Matthíasson. Heitt á könnunni eftir messu Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku, kl. 15 á litháísku (7. maí en síðan ekki aftur fyrr en í júlí) og kl. 18 á ensku. Messa virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnudags- messa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Bisk- up Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, þjónar fyrir altari ásamt séra Hjálmari Jónssyni sem einnig prédikar. Viðar Gunnarsson syngur einsöng. Organisti er Douglas Brotchie. Dómkórinn syng- ur. Herdís Ágústa Linnet og Ingibjörg Ragnheiður Linnet leika á trompet. Áhafnarliðar varðskipanna lesa ritn- ingarlestra. FELLA- og Hólakirkja | Sameiginleg gönguguðsþjónusta kirknanna í Breið- holti. Gangan byrjar hjá Breiðholts- kirkju kl. 10 og er guðsþjónusta kl. 11. Eftir guðsþjónustu er boðið upp á létta hádegishressingu og síðan er rútuferð að þeirri kirkju sem gengið var frá. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Kvöld- messa kl. 20. Sönghópurinn við Tjörn- ina og Fríkirkjubandið ásamt Gunnari Gunnarssyni organista flytja okkur ljúfa tónlist. Stundin er í umsjón sr. Hjartar Magna Jóhannssonar. GARÐAKIRKJA | Sameiginleg messa Garða- og Bessastaðasókna kl. 11. Félagar úr kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvins- sonar organista. Sr. Hans Guðberg Al- freðsson prédikar og þjónar fyrir altari. GLERÁRKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng und- ir stjórn Valmars Väljaots. Eftir messu verður lagður blómsveigur til minn- ingar um drukknaða og týnda sjó- menn. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Helgistund við naustið, bátalægi fyrir neðan kirkjuna, kl. 10.30. Félagar úr Björgunarsveitinni Ársæli sigla inn Grafarvoginn og taka þátt í helgistundinni. Árni Bjarnason, formaður Skipstjórnarmanna á Ís- landi, flytur hugvekju, Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeiganda, flytur ritningarorð. Þorvaldur Halldórsson syngur bæði við bátalægið og í messunni. Séra Vig- fús Þór þjónar fyrir altari. Kaffi og kleinur eftir messu. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10, bænastund kl. 10.15, messa kl. 11. Altarisganga. Samskot til ABC- barnahjálpar. Messuhópur þjónar. Kórstúlkur Selja- og Bústaðakirkju syngja. Organisti er Ásta Haralds- dóttir. Prestur er Ólafur Jóhannsson. Molasopi eftir messu. GRUND dvalar- og hjúkrunarheim- ili | Guðsþjónusta í hátíðarsal klukkan 14. Auður Inga Einarsdóttir heimilis- prestur þjónar. Grundarkórinn leiðir söng ungir stjórn Kristínar Waage org- anista. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur Leifur Ragnar Jónsson, tónlistarflutningur í umsjá Ásbjargar Jónsdóttur og Sig- urðar Helga Oddssonar píanóleikara. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmunds- dóttir. Kaffisopi eftir messu. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa í Víðistaðakirkju kl 11. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Þorvaldi Karli Helgasyni. Hópur messuþjóna aðstoðar. Sögustund fyrir börnin. Fé- lagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sól- bergsson. Laugardag kl. 17 og sunnu- dag kl. 17 verður H-moll messa eftir J.S. Bach flutt. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Eiríkur Jóhannsson. Org- anisti er Kári Allansson. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sjó- mannadagurinn kl. 11. Upphaf sum- arsamstarfs þjóðkirkjusafnaðanna í Kópavogi. Sr. Karen Lind Ólafsdóttir, sr. Sigurður Arnarson og sr. Guð- mundur Karl Brynjarsson þjóna. Org- anisti er Guðný Einarsdóttir. Félagar úr Kór Hjallakirkju leiða safnaðarsöng- inn. Jóhannes Hilmarsson, yfirhúsvörður hjá Kópavogsbæ og fyrrverandi sjó- maður, flytur ræðu. Hjálparsveit skáta í Kópavogi verður með bíl við Hjallakirkju og hvetur alla félagsmenn til að mæta. HÓLANESKIRKJA Skagaströnd | Guðsþjónusta laugardag kl. 11. Kór sjómanna syngur undir stjórn Bene- dikts Blöndal og Skarphéðins Ein- arssonar, þeim til liðs er stórhljóm- sveit. Ræðukona er Sigríður Gestsdóttir. Bryndís Valbjarnardóttir þjónar fyrir altari. Á eftir guðsþjónustu verður gengið að minnisvarðanum um sjómenn frá Skagaströnd sem hafið hefur tekið og lagður þar blómsveigur. HRAFNISTA Hafnarfirði | Hátíðar- guðsþjónusta í Menningarsalnum kl. 10.45. Ræðumaður er Bylgja Bald- ursdóttir kennari. Ritningarlestra lesa Jón Kristinn Óskarsson og Ingibjörg Hinriksdóttir. Einsöngur Kristrún Frið- riksdóttir. Hrafnistukórinn syngur. Org- anisti er Kristín Waage. Meðhjálpari er Guðmundur Ólafsson. Sr. Svanhildur Blöndal þjónar fyrir altari. HRAFNISTA Reykjavík | Hátíðar- guðsþjónusta kl. 13.30 í sam- komusalnum Helgafelli. Ræðurmaður dagsins er Gísli Gíslason, hafnarstjóri í Reykjavík. Ritningarlestra les Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgælsunnar. Einsöngur Vig- dís Sigurðardóttir. Félagar úr Kamm- erkór Áskirkju syngja. Organisti er- Magnús Ragnarsson. Svanhildur Blöndal þjónar fyrir altari. HVAMMSKIRKJA í Norðurárdal | Á þjóðhátíðardaginn 17. júní verður fermingarmessa í Hvammskirkju kl. 11. Organisti: Viðar Guðmundsson. Prestur: Elínborg Sturludóttir. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sunnu- daginn 11. júní 2017. Almenn sam- koma með lofgjörð og fyrirbænum. Ólafur H. Knútsson prédikar. Kaffi og samfélag eftir stundina. KEFLAVÍKURKIRKJA | Messa í Du- us-húsi klukkan 11. Þá verður frum- fluttur nýr sjómannasálmur eftir Arnór Vilbergsson organista og sr. Gunnþór Ingason. Liðsmenn úr kór Keflavík- urkirkju leiða söng undir stjórn Arnórs. Prestur er Eva Björk Valdimarsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Organisti er Sólveig Anna Aradóttir. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður aðstoðar við helgihaldið. Kaffi og meðlæti eftir stundina. LAUGARDÆLAKIRKJA í Flóa | Messa kl. 11. Söngkór Villingaholts- og Hraungerðissókna syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar org- anista. Prestur er Ninna Sif Svav- arsdóttir. Að messu lokinni verður haldinn aðalsafnaðarfundur Laug- ardælasafnaðar. LAUGARNESKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. Arngerður María Árnadóttir org- anisti leiðir tónlistarflutning. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Þriðjudagur 13. júní kl. 16. Hásal- urinn, Hátúni 10. Helgistund með sr. Davíð Þór og Hjalta Jóni. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11 leidd af Rut G. Magnúsdóttur, djákna. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur og leiðir söng undir stjórn Kjart- ans Jósefssonar Ognibene, organista. Kirkjuvörður er Hildur Backmann. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Tónlistina annast Óskar Einarsson og Áslaug Helga Hálfdánardóttir. Guð- mundur Karl Brynjarsson þjónar. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju syngja. María Kristín Jónsdóttir leikur á orgelið. Prestur er Skúli S. Ólafsson. Samfélag og kaffi- sopi á Torginu eftir messu. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Göngu- guðsþjónusta laugardag kl. 9. Pétur þjónar fyrir altari og liðsmenn úr Gra- duale Nobili syngja undir stjórn org- anistans Árna Heiðars Karlssonar. Ólafur Kristjnsson tekur á móti kirkju- gestum. Lesmessa sunnudag kl. 11. SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Messa kl. 14. Sigrún Steingrímsdóttir organisti stjórnar almennum safn- aðarsöng. Kristinn Ágúst Friðfinnsson prédikar og þjónar fyrir altari. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 í Kristniboðssalnum. Ræðu- maður Margrét Jóhannesdóttir. Túlkað á ensku. Barnastarf. SELJAKIRKJA | Gönguguðsþjónusta Breiðholtssafnaðanna, gengið frá Breiðholtskirkju kl. 10 til Seljakirkju í messu kl. 11. Bryndís Malla Elídóttir þjónar og Kór Seljakirkju leiðir almenn- an safnaðarsöng. Boðið upp á létta hádegishressingu að guðsþjónustu lokinni og rútuferð til baka að Breið- holtskirkju. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur er Bjarni Þór Bjarnason. Organisti er Bjarni Þór Jón- atansson. Guðrún Lóa Jónsdóttir leiðir almennan safnaðarsöng. Veitingar í anda sjómannadagsins. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Egill Hallgrímsson sókn- arprestur annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Sjómannadagurinn 11. júní: Minning- arstund kl. 10.45 við altari sjómanns- ins. Blómsveigur lagður að minn- ismerkinu. Sjómannadagsmessa kl. 11. Kór Víði- staðasóknar syngur undir stjórn Krist- ínar Jóhannesdóttur. Prestur er Bragi J. Ingibergsson. ÞORLÁKSKIRKJA | Sjómannadags- messa kl. 11. Blómsveigur lagður að minnismerki. Baldur Kristjánsson og Guðmundur Brynjólfsson þjóna fyrir altari. Organisti er Ester Ólafsdóttir. Kór Þorlákskirkju. Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonStóradalskirkja. ✝ Jóhann Vil-hjálmur Vil- bergsson fæddist á Eyrarbakka 30. maí árið 1931. Hann lést á heimili sínu 1. júní 2017. Foreldrar hans voru Vilbergur Jó- hannsson, bifreiða- stjóri og sjómaður, f. 23.3. 1899, d. 3.7. 1939, og Ragn- heiður Guðmunda Ólafsdóttir húsfreyja og verkakona, f. 1.3. 1906, d. 9.6. 1998. Jóhann kvæntist Auði Krist- jánsdóttur ráðskonu, frá Felli í Biskupstungum, f. 1.10. 1932, þann 26.12. 1963. Börn þeirra eru Kjartan, f. 17.2. 1964, kvæntur Steinunni Bjarnadóttur, börn þeirra eru Auður, Ragnheiður, Sigrún og Jóhann. Agnar, f. 17.2. 1964, í sambúð með Margréti Gunn- arsdóttur. Börn þeirra eru Æv- ar, Björg og Eyrún. Guðbjörg Jóhannsdóttir, f. 21.1. 1966, gift Grími Guð- mundarsyni. Börn þeirra eru Loftur Óskar, Jón- ína Sigríður, Auð- ur Hanna og Lauf- ey Ósk. Barnabarnabörn Jóhanns eru Bjarn- ey Birta, Róbert Arnar, Breki, Kar- en Lilja, Guðbjörg, Hildur Eva, Katla Björk og Þorgeir Atlas. Jóhann fæddist á Eyrarbakka og ólst þar upp. Hann stundaði sjómennsku frá unglingsaldri, en vann við línu- lagnir hjá Rafveitunum á sumrin. Hann flutti að Felli ár- ið 1963 og tók þar síðar við búinu, en stundaði þá vetrar- vertíðir í mörg ár eftir það. Starfaði síðar í nokkur ár í Límtré á Flúðum, eftir að það tók til starfa. Var hann sund- laugarvörður í Reykholtslaug uns hann lét af störfum vegna aldurs. Útför Jóhanns fer fram í Skálholtsdómkirkju í dag, 10. júní 2017, kl. 14. Jarðsett verð- ur í Haukadalskirkjugarði. Afi, elsku afi minn. Orð fá því ekki lýst hvað það er sárt að setjast niður og skrifa þessa minningargrein Þú fórst svo óvænt frá okkur, við sem ætluðum að gera svo margt saman í sumar. Taka fleiri föstudagsbíltúra með Guð- björgu sem fannst alltaf svo mikið sport að fara í langafabíl, og sagði í hvert skipti, ef bíllinn var úti, að hana langaði sko að fara í langafabíl og keyra. Þið höfðuð svo gaman af hvort öðru, mest fannst henni gaman þegar þú tókst í nefið og gátuð þið hlegið mikið af því. Eins þegar við komum til þín á af- mælisdaginn þinn síðasta og færðum þér ís í tilefni hans þá var hún ekki alveg til í að leyfa þér einum að eiga afmæli, hún vildi líka, og söng síðan afmæl- issönginn hátt og skýrt aftur og aftur. Það fannst þér gaman. Og alltaf áttir þú til mandarín- ur í ísskápnum því þú vissir að það var hennar uppáhald. Elsku afi, takk fyrir allt, þú varst einstakur. Vildir og gerð- ir allt fyrir mann og taldir það ekki eftir þér. Ég sakna þín sárt, og ég veit fyrir víst að það var tekið vel á móti þér þarna uppi. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Þér friður af jörðu fylgi nú og friðurinn himni frá. Og lækjanna friður sé með þér og friður um höfin blá. Djúp kyrrð komi yfir þig, Guðs frið gefi Drottinn þér. (Sálmur 895.) Þín Ragnheiður. Hann mágur minn, Jóhann V. Vilbergsson, er látinn, 86 ára að aldri. Skyndilegt andlát kemur alltaf á óvart, ekki síst þegar um jafnaldra er að ræða. Jóhann fæddist á Helgafelli á Eyrarbakka, sonur Ragnheiðar Ólafsdóttur og Vilbergs Jó- hannssonar. Á Eyrarbakka var hann í uppvextinum venjulega kallaður Jói á Helgafelli, en löngu síðar, þegar hann rúm- lega þrítugur fluttist upp í Biskupstungur, kvæntist og gerðist bóndi á Felli, varð hann auðvitað Jói á Felli. Jóhann var fjórða barn þeirra hjóna, en systkini hans eru Karen, f. 1926, Sigurður, f. 1927, dó í frumbernsku, Ólafur, f. 1929, Ásta Þórunn, f. 1932, og Sigríð- ur Vilborg, f. 1939. Þau eru öll látin nema Sigríður Vilborg. Það vita víst flestir sem fæddust beint inn í heims- kreppuna miklu, að lífið var ekki eintómur dans á rósum. Átta ára gamall mátti hann sjá á eftir föður sínum í gröfina. Nærri má geta að erfitt hefur verið að sjá fyrir fimm börnum á þessum tíma fyrir ekkju, 33 ára, svo unga að ekkjubætur voru ekki tiltækar í þá daga fyrir svo ungar ekkjur. Allt bjargaðist samt, en ung að aldri fóru börnin að hjálpa til, eins og títt var þá. Níu ára gerðist Jóhann kúasmali og snúninga- strákur hjá Eyþóri Guðjónssyni á Skúmsstöðum og var hjá hon- um tvö sumur, síðan var hann í sveit á sumrin, m.a. á Brúna- stöðum hjá Ágústi Þorvalds- syni. Hann fór ungur til sjós, eins og strákar gerðu sem ólust upp við sjávarsíðuna, og fyrstu vertíðina var hann hjá Jóhanni Bjarnasyni á Gunnari, en 1952 kaupir hann með félögum sín- um 26 lesta bát, Faxa ÁR 25, og var formaður á honum næstu sjö vetrarvertíðir og farnaðist vel, var aflakóngur á fyrstu vertíðinni sem skipstjóri. Jóhann vildi helst vera á landi á sumrin, þó að hann reyndi bæði togara- og farmennsku. Mörg sumur vann hann við línulagnir hjá Rarik í vinnuflokki þeirra feðga, Hannesar Andréssonar og Hannesar Hannessonar, og eitt sumarið var ráðskona hjá þeim, Auður Kristjánsdóttir frá Felli, sem varð hans lífsföru- nautur í löngu og farsælu hjónabandi. Þá settust þau Jó- hann og Auður að búi á Felli, í fyrstu með föður hennar, en tóku svo alfarið við búinu, byggðu nýtt íbúðarhús og end- urnýjuðu önnur. Jóhann skildi þó ekki alfarið við sjóinn því hann var margar vetrarvertíðir hjá Guðmundi Friðrikssyni á Friðriki Sigurðssyni. Alls stað- ar fékk Jóhann gott orð, enda góður verkmaður, hæglátur, traustur en lét ekki mikið yfir sér, vinur vina sinna og kunni vel að gleðjast, þegar svo bar undir. Á Felli fæddust þeim þrjú mannvænleg börn og var oft gestkvæmt á heimili þeirra, enda húsbændurnir góðir heim að sækja. Síðustu árin bjuggu þau í Reykholti og þar gerðist Jóhann sundlaugarvörður um hríð. Í starfi eldri borgara kom fram þvílíkur völundur Jóhann var og handlaginn. Eftirlifandi eiginkonu hans, sem dvelur nú að Lundi á Hellu, börnum Jó- hanns, barnabörnum og barna- barnabörnum sendum við „Helgafellsafleggjarar“ okkar dýpstu samúðarkveðjur. Óskar Magnússon. Jóhann Vilhjálmur Vilbergsson Minningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.