Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Aríel er tæplega þrítugurtveggja barna faðir. Hannbýr með tilvonandi eig-inkonu sinni, Hrefnu Mar- ín Sigurðardóttur, og börnum þeirra, Jökli Orra þriggja ára og Esju Marín tæplega tveggja ára, í Reykjavík. „Ég er borinn og barnfæddur Reykvíkingur og er úr stærstu ver- stöð landsins, 101 Reykjavík,“ segir Aríel hlæjandi þegar hann er spurð- ur um uppruna sinn. Aríel fór í Menntaskólann í Reykjavík að loknum grunnskóla, gerði hlé á náminu og fór sem skipti- nemi til Rússlands í eitt ár. Sumarið eftir skiptinámið fór Aríel sem háseti á Sturlaug H. Böðv- arsson og svo aftur í nám í Mennta- skólanum í Reykjavík. Hrjúfir og næmir karlar „Á sjónum kynntist ég allt öðr- um heimi en ég var vanur. Áður hafði ég unnið sem barþjónn en á sjónum kynntist ég þessu hráa um- hverfi og jöxlunum sem stunda sjó- inn. Hrjúfir karlar en samt sem áður næmir og blæbrigðaríkir. Ég heill- aðist af hafinu og krafti sjávarins en fyrst og fremst að vera í beinu sam- bandi við náttúruna, sjálfa höfuð- skepnuna. Það var meðal annars að áeggjan Gunnars Einarssonar, skip- stjóra á Sturlaugi, sem ég ákvað að fara í Stýrimannaskólann. Ég held að ég sé sá eini í MR sem fengið hef- ur það í gegn að vera utan skóla og róa á ísfisktogara meðfram námi. Það gekk ekkert allt of vel og hug- urinn hneigðist til stýrimannanáms- ins. Ég mætti talsverðri mótstöðu í nærumhverfinu. Þetta var rétt fyrir hrun og það þótti ekki fínt að mennta sig sem stýrimaður og fara í „blue collar“ vinnu á þeim tíma.“ Um haustið fór Aríel í Stýri- mannaskólann og stundaði námið meðfram vinnu. „Ég var á Guð- mundi frá Nesi og togurum frá Sam- herja.“ Beggja vegna borðsins Árið 2012 kom Aríel í land og vann sem sölu- og markaðsstjóri hjá Iceland Seafood. „Ég hafði verið að brölta í því að selja fisk meðfram námi og nýtt þar rússneskukunnáttu mína. Það er frábær skóli að sitja beggja vegna borðsins. Sjá að það er líka líf hinum megin í markaðs- og söluhlutanum. Það þarf eitthvað meira en að draga fiskinn upp úr sjó það verður að finna honum farveg og koma í verð.“ Hafið togaði alltaf í Aríel. „Ég var með skrifstofu á Köllunarkletts- vegi og horfði alltaf út á sundin. Þeg- ar ég sá skipin sigla frá landi hugs- aði ég alltaf af hverju er ég ekki um borð?“ Eftir að fyrra barnið fæddist réð Aríael sig á Ottó N. Þorláksson og endaði svo í föstu plássi sem 2. stýrimaður á Vigranum. „Ég er búinn að vera þar í þrú ár og læra mikið af rosalega klárum körlum um borð. Það hafa ekki verið miklar mannabreytingar á Vigr- anum og valinn maður í hverju rúmi. Kallarnir þar þekkja hverja skrúfu og hvern möskva allt frá und- irmönnum til yfirmanna.“ Þurfum öfluga gæslu Í frítúrum hefur Aríel farið túra með Landhelgisgæslunni. „Ég hef róið hjá hinni merku og göfugu stofnun Landhelgisgæslu Íslands og séð þar enn fleiri fleti sjómennsk- unnar en að veiða fisk. Það er skömm að því að þessi góða stofnun er fjársvelt,“ segir Aríel með þunga og bætir við: „Ef við berum okkur saman við önnur lönd sem setja mörg hver að lágmarki 2% af vergri landsframleiðslu í varnir þá erum við ekki einu sinni að ná 0,5% hjá Landhelgisgæslunni þar sem stærsti kostnaðarliðurinn er af björgunar- þyrlunum. Ef við ætlum að viðhalda lífsgæðum okkar með 200 mílna landhelgi þurfum við öfluga Land- helgisgæslu svo hægt sé að tryggja öryggi sjómanna. Fjársvelt gæsla getur það ekki.“ Hvers vegna tekur fjölskyldu- faðir sig og fjölskyldu sína upp og fer í sjóliðsforingjanám í Damörku? „Það er nú þannig að tilvonandi kon- an mín, Hrefna Marín, var að klára M.Ed.- ritgerð í kennslu- fræði og náði með- fram barnaupp- eldinu fyrstu einkunn fyrir rit- gerðina. Við vor- um farin að hugsa okkur til hreyfings þar sem hún vildi séræfa sig í dönskukennslu. Dansk- an liggur vel fyrir henni þar sem hún bjó með foreldrum sínum í Kaup- mannahöfn á unglingsárum. Fyrsta hugmynd var að ég myndi vera áfram á Vigranum og fljúga til Dan- merkur og vera þar í frítúrum. En svo benti stórvinur og skólabróðir minn Gísli Valur Arnarson, sigmað- ur og stýrimaður hjá Landhelgis- gæslunni, mér á sjóliðsforingja- námið fyrir ekki svo löngu. Gæslan var mér innan handar við að finna út hvernig best væri að komast í sam- band og sækja um í skólanum.“ Grjóthart stjórnunarnám Námið sem Aríel sótti um og fékk inngöngu í er tveggja ára nám, Dansk Taktisk Officer i Søværnet. „Þetta er mjög hrátt og grjót- hart stjórnunarnám án tilfinninga- legrar stefnumótunar. Námið gæti vissulega nýst í störfum hjá Land- helgisgæslunni. En fyrst og fremst getur námið nýst í vel í stjórn- unargeiranum og með því get ég vonandi fært ís- lensku þjóðinni þekkingu sem allir græða á. Öll þekking sem kemur utan að er gulls ígildi.“ Umóknar- ferlið um námið var strangt. Ar- íel fór fyrir þremur vikum í inntöku- þjálfunarmiðstöð danska sjóhersins. „Þetta var skemmtilegt og stóð yfir í tvo daga, 10 klukkustundir í senn. Ég þurfti að fara í sjö greindarpróf. Fimm sem prófuðu aðallega viðbragðsflýti, eitt Mensa-greindarpróf og eitt sem prófaði lesskilning minn á dönsku.“ Lesskilningur á dönsku reynd- ist Aríel erfiður en þrekpróf, lækn- isskoðun og leiðtogahæfileikapróf gengu vel. „Lesskilningurinn reynd- ist mér þungur. Ég hafði einu sinni komið í fimm klukkustundir til Kaupmannahafnar og kunni eitt- hvað af textum eftir Kim Larsen úr dönskutímum í 10. bekk. Túrinn áð- ur en ég fór í prófið notaði ég til þess að hlusta á ógrynni af dönskum pod- vörpum, sögur H.C. Andersen og fleira til þess að æfa mig í dönsku. Geðlæknirinn sem ræddi við mig hafði mestar áhyggjur af því að ég stæði aftar en dönsku nemendurnir þegar kæmi að lesskilningi. Ég hef trú á því að hann komi eftir einn til tvo mánuði í landinu.“ Inntökuprófið konunni að þakka Aríel er fullviss um það að hann hefði aldrei komist í inntökuprófið nema fyrir tilstuðlan Helgu Marínar og hennar góðu dönskukunnáttu. „Vera mín í Rússlandi og Hrefnu Marínar í Danmörku hefur nýst okk- ur vel. Ég var alltaf ákveðin að fara í skiptinám til Rússlands. Menningin þar og samfélagið heillaði mig og ég vildi fara í skiptinám sem gæti nýst mér vel til lengri tíma litið.“ Aríel fer einn túr á Vigra áður en fjölskyldan flytur út. „Við búum til að byrja með við þröngan kost í námsmannaíbúðum. Það er skemmtilegt þegar lífið er í 45 gráðu stefnu og leiðir mann í 75 gráður. Það er gott að leyfa lífinu og guð- legri forsjá að sjá svolítið um að maður endi á réttum stað. Við þurf- um að gera okkar besta til þess að láta það gerast. Við erum full til- hlökkunar fjölskyldan fyrir breyt- ingunum og ég get ekki beðið með að hefja námið. Með sverð í skólanum Eftir inntökuprófið skoðaði ég Sjóliðsforingjaskólann sem er á Ny- holm í Kaupmannahöfn. Ég sá þar viðhafnarbúning sem við notum stundum og þá þurfum við að bera sverð sem er spennandi kostur. Ég hef sagt það í gríni þegar ég er spurður hvað ég sé að fara gera, að ég sé að fara að setja sverð á striga fyrir framan fyrirlestrarsal. Við þurfum allt námið að vera í bún- ingum og í mjög öguðu umhverfi.“ Fyrir skipstjórnarmenn með starfsreynslu tekur námið tvö ár. „Ég er ekki vitstola yfir því að land- lega verði of mikil. Sumar helgar er farið í siglingar á skólaskipum. Það verða farnir nokkrir túrar á her- skipum og ég veit ekki hvort ég verð sendur á herskipið Vedderen á milli Grænlands og Íslands eða í sjóræn- ingjaeftirlit til Sómalíu.“ Norski og danski herinn hefur staðið Íslendingum opinn að sögn Aríels. „Þegar ég er spurður hvernig ég hafi komist inn í skólann, verandi íslenskur, segist ég eiga svo gamla foreldra að þeir hafi næstum því ver- ið danskir ríkisborgarar. Þeir eru fæddir rétt eftir að Ísland varð sjálf- stætt ríki,“ segir Aríel hlæjandi og bætir við að foreldrar hans séu nokkuð sáttir við ákvörðun hans sem eðlilegt framhald af annarri mennt- un og reynslu. „Þrátt fyrir að þau séu húmanistar og friðarsinnar. Þau vita að ég fer í þetta nám af heilum hug og á góðum forsendum.“ Á leið í læri hjá danska sjóhernum Aríel Pétursson, stýrimaður á Vigra, stendur á kross- götum. Um miðjan júlí flytur hann með fjölskylduna til Danmerkur og sest á skólabekk í stjórnunarnámi í Sjóliðsforingjaskóla danska hersins. Hrefna Marín, kona hans, fer í framhaldsnám í dönskukennslu. Ljósmynd/Jónatan Atli Sveinsson Fjölskyldan Stund milli stríða í íslenskri náttúru, Aríel og Hrefna Marín með Esju Marín og Jökul Orra. „Ég mætti talsverðri mótstöðu í nærum- hverfinu. Þetta var rétt fyrir hrun og það þótti ekki fínt að mennta sig sem stýrimaður og fara í „blue collar“ vinnu á þeim tíma.“ Ljósmynd/Sigtryggur Jón Gíslason Sjóliðsforingjaefnið Aríel Pétursson með sverð í hendi gegn hákarlinum. Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@kerfi.is | kerfi.is Fagleg & persónuleg þjónusta Drykkjarlausnir fyrir þitt fyrirtæki Hagkvæmara en þú heldur! Dæmi: COSMETAL J-CLASS Kolsýruvatnskælir fyrir kröfuharða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.