Morgunblaðið - 10.06.2017, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 10.06.2017, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Aríel er tæplega þrítugurtveggja barna faðir. Hannbýr með tilvonandi eig-inkonu sinni, Hrefnu Mar- ín Sigurðardóttur, og börnum þeirra, Jökli Orra þriggja ára og Esju Marín tæplega tveggja ára, í Reykjavík. „Ég er borinn og barnfæddur Reykvíkingur og er úr stærstu ver- stöð landsins, 101 Reykjavík,“ segir Aríel hlæjandi þegar hann er spurð- ur um uppruna sinn. Aríel fór í Menntaskólann í Reykjavík að loknum grunnskóla, gerði hlé á náminu og fór sem skipti- nemi til Rússlands í eitt ár. Sumarið eftir skiptinámið fór Aríel sem háseti á Sturlaug H. Böðv- arsson og svo aftur í nám í Mennta- skólanum í Reykjavík. Hrjúfir og næmir karlar „Á sjónum kynntist ég allt öðr- um heimi en ég var vanur. Áður hafði ég unnið sem barþjónn en á sjónum kynntist ég þessu hráa um- hverfi og jöxlunum sem stunda sjó- inn. Hrjúfir karlar en samt sem áður næmir og blæbrigðaríkir. Ég heill- aðist af hafinu og krafti sjávarins en fyrst og fremst að vera í beinu sam- bandi við náttúruna, sjálfa höfuð- skepnuna. Það var meðal annars að áeggjan Gunnars Einarssonar, skip- stjóra á Sturlaugi, sem ég ákvað að fara í Stýrimannaskólann. Ég held að ég sé sá eini í MR sem fengið hef- ur það í gegn að vera utan skóla og róa á ísfisktogara meðfram námi. Það gekk ekkert allt of vel og hug- urinn hneigðist til stýrimannanáms- ins. Ég mætti talsverðri mótstöðu í nærumhverfinu. Þetta var rétt fyrir hrun og það þótti ekki fínt að mennta sig sem stýrimaður og fara í „blue collar“ vinnu á þeim tíma.“ Um haustið fór Aríel í Stýri- mannaskólann og stundaði námið meðfram vinnu. „Ég var á Guð- mundi frá Nesi og togurum frá Sam- herja.“ Beggja vegna borðsins Árið 2012 kom Aríel í land og vann sem sölu- og markaðsstjóri hjá Iceland Seafood. „Ég hafði verið að brölta í því að selja fisk meðfram námi og nýtt þar rússneskukunnáttu mína. Það er frábær skóli að sitja beggja vegna borðsins. Sjá að það er líka líf hinum megin í markaðs- og söluhlutanum. Það þarf eitthvað meira en að draga fiskinn upp úr sjó það verður að finna honum farveg og koma í verð.“ Hafið togaði alltaf í Aríel. „Ég var með skrifstofu á Köllunarkletts- vegi og horfði alltaf út á sundin. Þeg- ar ég sá skipin sigla frá landi hugs- aði ég alltaf af hverju er ég ekki um borð?“ Eftir að fyrra barnið fæddist réð Aríael sig á Ottó N. Þorláksson og endaði svo í föstu plássi sem 2. stýrimaður á Vigranum. „Ég er búinn að vera þar í þrú ár og læra mikið af rosalega klárum körlum um borð. Það hafa ekki verið miklar mannabreytingar á Vigr- anum og valinn maður í hverju rúmi. Kallarnir þar þekkja hverja skrúfu og hvern möskva allt frá und- irmönnum til yfirmanna.“ Þurfum öfluga gæslu Í frítúrum hefur Aríel farið túra með Landhelgisgæslunni. „Ég hef róið hjá hinni merku og göfugu stofnun Landhelgisgæslu Íslands og séð þar enn fleiri fleti sjómennsk- unnar en að veiða fisk. Það er skömm að því að þessi góða stofnun er fjársvelt,“ segir Aríel með þunga og bætir við: „Ef við berum okkur saman við önnur lönd sem setja mörg hver að lágmarki 2% af vergri landsframleiðslu í varnir þá erum við ekki einu sinni að ná 0,5% hjá Landhelgisgæslunni þar sem stærsti kostnaðarliðurinn er af björgunar- þyrlunum. Ef við ætlum að viðhalda lífsgæðum okkar með 200 mílna landhelgi þurfum við öfluga Land- helgisgæslu svo hægt sé að tryggja öryggi sjómanna. Fjársvelt gæsla getur það ekki.“ Hvers vegna tekur fjölskyldu- faðir sig og fjölskyldu sína upp og fer í sjóliðsforingjanám í Damörku? „Það er nú þannig að tilvonandi kon- an mín, Hrefna Marín, var að klára M.Ed.- ritgerð í kennslu- fræði og náði með- fram barnaupp- eldinu fyrstu einkunn fyrir rit- gerðina. Við vor- um farin að hugsa okkur til hreyfings þar sem hún vildi séræfa sig í dönskukennslu. Dansk- an liggur vel fyrir henni þar sem hún bjó með foreldrum sínum í Kaup- mannahöfn á unglingsárum. Fyrsta hugmynd var að ég myndi vera áfram á Vigranum og fljúga til Dan- merkur og vera þar í frítúrum. En svo benti stórvinur og skólabróðir minn Gísli Valur Arnarson, sigmað- ur og stýrimaður hjá Landhelgis- gæslunni, mér á sjóliðsforingja- námið fyrir ekki svo löngu. Gæslan var mér innan handar við að finna út hvernig best væri að komast í sam- band og sækja um í skólanum.“ Grjóthart stjórnunarnám Námið sem Aríel sótti um og fékk inngöngu í er tveggja ára nám, Dansk Taktisk Officer i Søværnet. „Þetta er mjög hrátt og grjót- hart stjórnunarnám án tilfinninga- legrar stefnumótunar. Námið gæti vissulega nýst í störfum hjá Land- helgisgæslunni. En fyrst og fremst getur námið nýst í vel í stjórn- unargeiranum og með því get ég vonandi fært ís- lensku þjóðinni þekkingu sem allir græða á. Öll þekking sem kemur utan að er gulls ígildi.“ Umóknar- ferlið um námið var strangt. Ar- íel fór fyrir þremur vikum í inntöku- þjálfunarmiðstöð danska sjóhersins. „Þetta var skemmtilegt og stóð yfir í tvo daga, 10 klukkustundir í senn. Ég þurfti að fara í sjö greindarpróf. Fimm sem prófuðu aðallega viðbragðsflýti, eitt Mensa-greindarpróf og eitt sem prófaði lesskilning minn á dönsku.“ Lesskilningur á dönsku reynd- ist Aríel erfiður en þrekpróf, lækn- isskoðun og leiðtogahæfileikapróf gengu vel. „Lesskilningurinn reynd- ist mér þungur. Ég hafði einu sinni komið í fimm klukkustundir til Kaupmannahafnar og kunni eitt- hvað af textum eftir Kim Larsen úr dönskutímum í 10. bekk. Túrinn áð- ur en ég fór í prófið notaði ég til þess að hlusta á ógrynni af dönskum pod- vörpum, sögur H.C. Andersen og fleira til þess að æfa mig í dönsku. Geðlæknirinn sem ræddi við mig hafði mestar áhyggjur af því að ég stæði aftar en dönsku nemendurnir þegar kæmi að lesskilningi. Ég hef trú á því að hann komi eftir einn til tvo mánuði í landinu.“ Inntökuprófið konunni að þakka Aríel er fullviss um það að hann hefði aldrei komist í inntökuprófið nema fyrir tilstuðlan Helgu Marínar og hennar góðu dönskukunnáttu. „Vera mín í Rússlandi og Hrefnu Marínar í Danmörku hefur nýst okk- ur vel. Ég var alltaf ákveðin að fara í skiptinám til Rússlands. Menningin þar og samfélagið heillaði mig og ég vildi fara í skiptinám sem gæti nýst mér vel til lengri tíma litið.“ Aríel fer einn túr á Vigra áður en fjölskyldan flytur út. „Við búum til að byrja með við þröngan kost í námsmannaíbúðum. Það er skemmtilegt þegar lífið er í 45 gráðu stefnu og leiðir mann í 75 gráður. Það er gott að leyfa lífinu og guð- legri forsjá að sjá svolítið um að maður endi á réttum stað. Við þurf- um að gera okkar besta til þess að láta það gerast. Við erum full til- hlökkunar fjölskyldan fyrir breyt- ingunum og ég get ekki beðið með að hefja námið. Með sverð í skólanum Eftir inntökuprófið skoðaði ég Sjóliðsforingjaskólann sem er á Ny- holm í Kaupmannahöfn. Ég sá þar viðhafnarbúning sem við notum stundum og þá þurfum við að bera sverð sem er spennandi kostur. Ég hef sagt það í gríni þegar ég er spurður hvað ég sé að fara gera, að ég sé að fara að setja sverð á striga fyrir framan fyrirlestrarsal. Við þurfum allt námið að vera í bún- ingum og í mjög öguðu umhverfi.“ Fyrir skipstjórnarmenn með starfsreynslu tekur námið tvö ár. „Ég er ekki vitstola yfir því að land- lega verði of mikil. Sumar helgar er farið í siglingar á skólaskipum. Það verða farnir nokkrir túrar á her- skipum og ég veit ekki hvort ég verð sendur á herskipið Vedderen á milli Grænlands og Íslands eða í sjóræn- ingjaeftirlit til Sómalíu.“ Norski og danski herinn hefur staðið Íslendingum opinn að sögn Aríels. „Þegar ég er spurður hvernig ég hafi komist inn í skólann, verandi íslenskur, segist ég eiga svo gamla foreldra að þeir hafi næstum því ver- ið danskir ríkisborgarar. Þeir eru fæddir rétt eftir að Ísland varð sjálf- stætt ríki,“ segir Aríel hlæjandi og bætir við að foreldrar hans séu nokkuð sáttir við ákvörðun hans sem eðlilegt framhald af annarri mennt- un og reynslu. „Þrátt fyrir að þau séu húmanistar og friðarsinnar. Þau vita að ég fer í þetta nám af heilum hug og á góðum forsendum.“ Á leið í læri hjá danska sjóhernum Aríel Pétursson, stýrimaður á Vigra, stendur á kross- götum. Um miðjan júlí flytur hann með fjölskylduna til Danmerkur og sest á skólabekk í stjórnunarnámi í Sjóliðsforingjaskóla danska hersins. Hrefna Marín, kona hans, fer í framhaldsnám í dönskukennslu. Ljósmynd/Jónatan Atli Sveinsson Fjölskyldan Stund milli stríða í íslenskri náttúru, Aríel og Hrefna Marín með Esju Marín og Jökul Orra. „Ég mætti talsverðri mótstöðu í nærum- hverfinu. Þetta var rétt fyrir hrun og það þótti ekki fínt að mennta sig sem stýrimaður og fara í „blue collar“ vinnu á þeim tíma.“ Ljósmynd/Sigtryggur Jón Gíslason Sjóliðsforingjaefnið Aríel Pétursson með sverð í hendi gegn hákarlinum. Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@kerfi.is | kerfi.is Fagleg & persónuleg þjónusta Drykkjarlausnir fyrir þitt fyrirtæki Hagkvæmara en þú heldur! Dæmi: COSMETAL J-CLASS Kolsýruvatnskælir fyrir kröfuharða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.