Morgunblaðið - 17.06.2017, Page 1

Morgunblaðið - 17.06.2017, Page 1
                                                           ! "                 # $$          #                      ! "  #  $  %  #  #        &'()        L A U G A R D A G U R 1 7. J Ú N Í 2 0 1 7 Stofnað 1913  145. tölublað  105. árgangur  TÍSKUHEIMUR LIÐINNAR ALDAR HÁTÍÐ Á FULLVELDISAFMÆLI ALÞINGI Á ÞINGVÖLLUM 22KONUR OG KRÍNÓLÍN 12 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gríman Garðar Cortes var heiðraður.  „Ég tek við þessari viðurkenn- ingu með gleði og stolti fyrir hönd allra sem stóðu að stofnun, tilurð og rekstri Íslensku óperunnar, og sungu sig inn í hjörtu og vitund heillar þjóðar,“ segir Garðar Cort- es sem í gærkvöldi hlaut heiðurs- verðlaun Sviðslistasambands Ís- lands fyrir ævistarf sitt í þágu sviðslista á Íslandi. Í samtali við Morgunblaðið segist Garðar líta svo á að hann sé fulltrúi alls þess gæfu- fólks sem með honum kom að stofn- un Íslensku óperunnar (ÍÓ) á sínum tíma. „Bjartsýni mín var þvílík að ef mig langaði í frægan mann þá bara hringdi ég í hann þó að ég gæti ekki boðið laun í líkingu við það sem þekktist erlendis. Ég passaði ávallt upp á að við fengjum fólk til sam- starfs sem kunni til verka.“ »47 Fulltrúi gæfufólks- ins sem stofnaði ÍÓ Endurnýjun flotans »Verið er að endurnýja togara- flotann. Heimahafnir nýju togaranna verða Reykjavík, Akranes, Hnífsdalur, Sauðár- krókur, Ólafsfjörður, Dalvík, Akureyri og Vestmannaeyjar. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Á þessu ári munu 9-10 nýir togarar, smíðaðir í Tyrklandi og Kína, bætast í flotann, gangi áætlanir eftir. Síldar- vinnslan í Neskaupstað stefnir að því að endurnýja ísfisktogaraflota sinn og láta smíða tvo stærri og tvo minni togara, að sögn Gunnþórs Ingvason- ar framkvæmdastjóra. Hann vonast til þess að hægt verði að bjóða smíði fyrsta skipsins út á þessu ári. HB Grandi hefur samið um smíði nýs frystitogara á Spáni. Hraðfrystihúsið Gunnvör (HG) hefur fengið fyrirheit um 20.000 fer- metra lóð á nýja hafnarsvæðinu við Sundahöfn á Ísafirði. „Gangi allt eft- ir og rekstrarskilyrði verða í lagi höf- um við áhuga á að byggja þar upp og flytja þangað árið 2021,“ sagði Einar Valur Kristjánsson framkvæmda- stjóri. Mörg sjávarútvegsfyrirtæki hafa sameinast undir hatti HG og er fiskvinnsla félagsins á 2-3 stöðum. „Við ætlum að vera með þetta allt undir sama þaki,“ sagði Einar. Mik- ilvægur þáttur í uppbyggingunni er að treysta hráefnisöflunina með smíði á nýjum ísfisktogara. Tugmilljarða uppbygging  9-10 nýir togarar 2017  Hraðfrystihúsið Gunnvör ætlar að byggja nýja fisk- vinnslu við Sundahöfn á Ísafirði  Síldarvinnslan hyggst endurnýja togara sína MÁframhaldandi endurnýjun »18 þeim sem hafa farið sömu leið á undanförnum ár- um. Yfir tvö þús- und gistirými eru nú í Horna- firði, jafnmörg eða fleiri en íbú- ar sveitarfé- lagsins, og enn þá er verið að byggja. Nokkrir af helstu ferða- mannastöðum landsins eru innan sveitarfélagsins. Skoðun íshella í Vatnajökli er í tísku. Áætlað er að þangað hafi verið farið með 60-70 þúsund gesti sl. vetur og veltan er samkvæmt því um milljarður. Önn- ur afþreying er þá ótalin. Mikið álag er á starfsfólk sveit- arfélagsins vegna uppbyggingar ferðaþjónustunnar. Stöðugt þarf að vera að breyta aðalskipulagi og gera deiliskipulag og framkvæmda- fólki finnst hægt ganga. Starfsfólk bæjarins gerir sitt besta, að sögn Björns Inga, en ekki hjálpar að erfitt er að ráða í stöður sem losna á þessu sviði eins og öðrum. »6 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sveitarfélagið Hornafjörður missir stöðugt kennara og annað starfs- fólk til annarra starfa. Sveitarfélag- ið er þannig fórnarlamb velgengni ferðaþjónustu á svæðinu. Nú eru nærri 20 laus störf hjá sveitarfé- laginu og illa gengur að fá fólk í þau. Fimm faglærðir kennarar hættu í grunnskólanum í vor til að fara í ferðaþjónustu, að sögn Björns Inga Jónssonar bæjarstjóra, til viðbótar Vantar 20 starfsmenn  Starfsmenn Hornafjarðar færa sig í ferðaþjónustu Björn Ingi Jónsson. Börnin í leikskólanum Álftaborg fögnuðu þjóðhátíðardeginum fánum prýdd í hátíðar- skapi. Leikskólinn tók upp þá skemmtilegu hefð fyrir nokkrum árum þegar flutt var í nýtt hús- næði í Safamýri að fara í skrúðgöngu síðasta virkan dag fyrir 17. júní. Gleðilega þjóðhátíð Morgunblaðið/Eggert  Þeir sem keyptu FIH-bankann af Seðlabanka Íslands árið 2010 fengu í haust endurgreiddar 310 milljónir danskra króna, jafngildi um 4,6 milljarða íslenskra króna, í kjölfar úrskurðar Evrópudómstólsins um að stuðningur danska ríkisins við þá hefði ekki verið óeðlilegur. Þetta kemur fram í grein Hann- esar Hólmsteins Gissurarsonar í dag. Meðal kaupenda voru auð- mennirnir Christian Dyvig og Fritz Schur kammerherra, sem nákom- inn er dönsku konungsfjölskyld- unni. Eftir að hafa lokað bankanum í áföngum sátu eigendur eftir með eigið fé hans, sem metið er á jafn- virði 60 milljarða ísl. kr. »30 Kammerherra hagn- aðist á FIH-kaupum  Framkvæmdir við stækkun Grand hótels Reykjavíkur hefjast í haust. Hótelið er í Sigtúni í Reykja- vík og stækkunin er á svonefndum Blómavalsreit. Ólafur Torfason, stjórnar- formaður Íslandshótela, segir að byggðir verði um 40.000 fermetrar á reitnum. Hann gerir ráð fyrir að framkvæmdin muni kosta yfir 14 milljarða króna. Verklok við hót- elið eru áætluð í ársbyrjun 2020 eða eftir 30 mánuði. Til austurs við hótelið munu rísa sex fjölbýlishús með 108 nýjum íbúðum. Auk þess verður fullbúinn veislu- og ráðstefnusalur opnaður eftir breytingar í haust. »14 Stærra Grand hótel á Blómavalsreitnum  Í stórum húsum í úthverfum borgarinnar, sem leigð eru mörg- um einstaklingum, er leiguverð fyrir tveggja manna herbergi á annað hundrað þúsund á mánuði og fyrir 10 fermetra einstaklings- herbergi getur þurft að greiða allt að 90 þúsund krónur. Ingimundur Þór Þorsteinsson rekur leiguvef þar sem 16 herbergi eru auglýst í tveimur húsum, öðru í Kópavogi og hinu í Seljahverfi. Fermetra- verðið nemur hátt í 5 þúsund krónum á mánuði eða tæplega tvö- földu verði á við íbúðir í sama póstnúmeri. Nánar er fjallað um málið í Sunnudagsmogganum sem fylgir blaðinu í dag. Lítil herbergi leigð á hundruð þúsunda

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.