Morgunblaðið - 17.06.2017, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 17.06.2017, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2017 Enn er bætt um betur með nýju ReSound heyrnartækjunum sem gefa eðlilega og áreynslulausa heyrn. Taktu þátt í framþróuninni og prófaðu þessa hágæða tækni. Aldrei hefur verið auðveldara að heyra GOLDEN LOBE AWARDS 2014 ASSOCIATION OF INDEPENDENT HEARING HEALTHCARE PROFESSIONALS Most Innovative Concept 2014 presented to: Resound - LiNX made for iPhone Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is 17. júní 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 100.67 101.15 100.91 Sterlingspund 127.85 128.47 128.16 Kanadadalur 75.78 76.22 76.0 Dönsk króna 15.112 15.2 15.156 Norsk króna 11.843 11.913 11.878 Sænsk króna 11.536 11.604 11.57 Svissn. franki 103.39 103.97 103.68 Japanskt jen 0.9172 0.9226 0.9199 SDR 139.0 139.82 139.41 Evra 112.39 113.01 112.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 136.261 Hrávöruverð Gull 1256.6 ($/únsa) Ál 1863.5 ($/tonn) LME Hráolía 46.8 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Netrisinn Ama- zon hefur samið um kaup á versl- unarkeðjunni Whole Foods Markets fyrir 13,7 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 1.390 milljarða króna. Tilkynnt var um kaupin í gær. Verslunarkeðjan er þekkt fyrir miklar kröfur til birgja um hollustu og hreinleika en tiltölulega hátt vöruverð. Whole Foods Markets hefur boðið upp á íslenskar matvörur í versl- unum sínum, meðal annars sjávarfang, eldislax og lambakjöt. Greiningaraðilar sem AFP-fréttastofan ræddi við voru sammála um að kaupin sættu miklum tíðindum og gætu haft veruleg áhrif á verslun í Bandaríkjunum. Hlutabréf í Wal-Mart féllu um 5,5% við tíðindin, í Target um 8,4% og í Costco Wholesale um 6,2%. Amazon yfirtekur Whole Foods verslunarkeðjuna Whole Foods Sel- ur ferskar vörur. STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Einstaklingar sem nýta sér svokall- aða „tilgreinda séreign“ að fullu, sem getur verið 3,5% af launum frá 1. júlí 2018, munu geta safnað upp 20 milljónum króna yfir starfsævina, sé miðað við 500 þúsund króna laun og 3,5% ávöxtun. Upphæðin fengist öll greidd út við 67 ára aldur, eða í jöfnum greiðslum frá 62 til 67 ára aldurs. Þórhallur Jósepsson fjölmiðla- fulltrúi Lífeyrissjóðs verslunar- manna, segir í samtali við Morg- unblaðið að um næstu mánaðamót muni sjóðurinn opna nýja reiknivél á vef sínum þar sem sjóðfélagar geta á hlutlausan hátt reiknað út hvernig best sé að ráðstafa hækk- uðu framlagi atvinnurekenda í líf- eyrissjóði, og vegið og metið kosti og galla. Framlagið, sem er 2% við- bót, skilar sér til lífeyrissjóðanna 1. júlí nk. og byggist á samningi Alþýðusambands Íslands, ASÍ, og Samtaka atvinnulífsins, SA, frá því í janúar 2016. 1,5% til viðbótar bæt- ast svo við 1. júlí 2018 en þá verður framlag í lífeyrissjóð á almennum markaði orðið samtals 15,5% og þar með jafnhátt og í opinbera geiran- um. Nýjar ávöxtunarleiðir útfærðar Þórhallur segir að Lífeyrissjóður verslunarmanna muni útfæra sér- stakar nýjar ávöxtunarleiðir fyrir tilgreindu séreignina. Hann segir að það sé ekki einhlítt að það borgi sig að ráðstafa hinu nýja framlagi í tilgreinda séreign. „Það verður hver og einn að meta fyrir sig. T.d. gæti verið mun væn- legra fyrir ungt fólk með ung börn að ráðstafa hækkuninni í samtrygg- ingu vegna þeirra tryggingaréttinda sem þá ávinnast, en skipta svo yfir í tilgreinda séreign síðar á ævinni, t.d. við 40-50 ára aldur. Aðalatriði er að aðstæður eru mismunandi og það er fyllilega þess virði fyrir hvern og einn að veita þessu umhugsun og íhugun,“ segir Þórhallur. Hann segir að stuðst verði við gildandi lög og kjarasamning SA og ASÍ frá janúar 2016 þar til ný laga- setning klárist. Eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu í síðustu viku er ágreiningur um það meðal hagsmunaaðila hvort tilgreind séreign tilheyri sama líf- eyrissjóði og tekur á móti framlög- um í samtryggingarsjóð, eða hvort ráðstafa megi nýju séreigninni frjálst, í sjóð að eigin vali. Forsvars- menn Almenna lífeyrissjóðsins og Frjálsa lífeyrissjóðsins bentu á í þessu samhengi, að gildandi lög væru skýr að þessu leyti, fólk réði hvar það ráðstafaði séreignarsparn- aði sínum. Þórhallur segir að það sé alltaf erfitt að ráðleggja í hvora leiðina eigi að leggja fjármuni. „Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Ég svara stundum vinum mínum sem spyrja mig út í þetta sem svo: „Hve- nær ætlarðu að deyja?““ Tilgreind séreign skilar fólki 20 milljónum króna Morgunblaðið/Ómar Framreikningur Ef greitt hefur verið tiltekinn tíma í lífeyrissjóð myndast réttur til framreiknings til örorkulífeyris. Sparnaður » Þumalputtareglan er að fyrir hverjar 100 þúsund krónur í ellilífeyri til 82 ára aldurs þarf 20 milljón króna sjóð. » Með viðbótarframlaginu ávinnur sjóðfélagi sér sterkari réttindi til maka- og örorkulíf- eyris í samtryggingarsjóðnum. » Atvinnurekendur hefja greiðslu viðbótarframlagsins 1. júlí. Ekki liggur á að ákveða sparnaðarleið.  Ný reiknivél Lífeyrissjóðs verslunarmanna opnuð 1. júlí  Erfitt að ráðleggja Eignir lífeyriskerfisins í árslok 2016 námu 3.726 milljörðum króna sem jafngildir 154% af vergri landsfram- leiðslu, að því er fram kemur í nýjum tölum frá Fjármálaeftirlitinu. Það eru um 272 milljörðum meiri eignir en í árslok 2015. Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu lækka hins vegar eignir lífeyriskerfisins um 3 prósentu- stig frá fyrra ári vegna lægri ávöxt- unar sjóðanna og aukinnar lands- framleiðslu. Hrein raunávöxtun lífeyrissjóð- anna versnar verulega á milli ára. Raunávöxtun samtryggingadeilda líf- eyrissjóða í lok árs 2016 var 0% og er með því lægsta sem gerðist innan OECD-landa. Strax í kringum ára- mót var útlit fyrir lakari eða neikvæða raunávöxtun, meðal annars vegna styrkingar krónunnar gagnvart er- lendum myntum. Til samanburðar var raunávöxtun 8% árið 2015 sem var þá mesta raun- ávöxtun íslenskra lífeyrissjóða í tæp- an áratug. Hrein raunávöxtun lífeyr- issjóðanna síðastliðinn aldarfjórðung er þó 4,3%, sem er yfir langtímavið- miði þeirra um 3,5% árlega ávöxtun. Hrein raunávöxtun séreignar- sparnaðar lífeyrissjóða var neikvæð um 0,7% og annarra vörsluaðila nei- kvæð um 2% á liðnu ári. Stærra en viðskiptabankarnir Eignir samtryggingadeilda jukust um nærri 8% á síðasta ári, séreign- arsparnaðar í vörslu lífeyrissjóðanna um 6% og hjá öðrum vörsluaðilum um 8%. Til samanburðar við eignir lífeyris- kerfisins voru efnahagsreikningar þriggja stærstu viðskiptabankanna um 3.200 milljarðar króna og lána- markaðurinn í heild um 4.250 millj- arðar króna. gislirunar@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Lífeyrissjóðir Ávöxtun séreignar- sparnaðar var neikvæð í fyrra. Eignirnar yfir 3.700 milljörðum  Eignir lífeyris- kerfisins 154% af landsframleiðslu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.