Morgunblaðið - 17.06.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.06.2017, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2017 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Fyrirbyggir exem • Betri og sterkari fætur BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Aðalfundur Síldarvinnslunnar ákvað í síðustu viku að endurnýja ísfisktog- araflota félagsins. Um er að ræða togarana Barða NK, Gullver NS og systurskipin Vestmannaey VE og Bergey VE. Gunnþór Ingvason framkvæmda- stjóri segir að búið sé að vinna mikla undirbúningsvinnu vegna nýsmíð- innar. Hönnun er ekki lokið og end- anleg tímaáætlun liggur ekki fyrir. Gunnþór kvaðst vona að hægt verði að hrinda verkefninu í framkvæmd fljótlega og bjóða fyrstu smíðina út á þessu ári. „Það er ljóst að við erum að tala um tvö minni og tvö stærri skip,“ sagði Gunnþór. Endurnýjun togaraflota Síldar- vinnslunnar hófst í fyrra. Bjartur var seldur til Íran og unnið er að því að selja Barða til Rússlands. Blængur, áður Freri, var endurbyggður sem frystitogari og tekinn í notkun fyrr á árinu. Togarar frá Kína Nýju togararnir Breki VE og Páll Pálsson ÍS hafa verið málaðir og sjó- settir í Shidao í Kína. Breki er smíð- aður fyrir Vinnslustöðina í Vest- mannaeyjum (VSV) og Páll Pálsson fyrir Hraðfrystihúsið Gunnvör (HG) í Hnífsdal. Unnið er að lokafrágangi skipanna sem eru 50 metra löng. Reiknað er með að 45 daga heimsigl- ing hefjist í júlí. Upphaflega átti að afhenda skipin um mitt ár 2016. Ýmsir samverkandi þættir urðu til að tefja afhendingu, að sögn Sigurgeirs Brynjars Kristgeirs- sonar, framkvæmdastjóra VSV. Töfin mun væntanlega kosta skipa- smíðastöðina einhverjar dagsektir, en eftir er að gera það upp. Einar Valur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri HG, taldi að mannekla hjá skipasmíðastöðinni, þegar kom að fínni frágangi, hafi valdið töfum. Hann sagði að eftir væri að gera veið- arfæraprófanir og prófa spilbúnað skipanna. Að því loknu verði staðan tekin varðandi heimsiglingu. Vinnslustöðin seldi togarann Jón Vídalín í fyrra og skuttogarinn Gull- berg er að seljast til Noregs og verð- ur væntanlega afhentur fyrir þjóðhá- tíð. Breka verður ætlað að fiska það sem þessi tvö skip gerðu áður. Vinnslustöðin hefur keypt gamla Pál Pálsson ÍS frá Hnífsdal til að brúa bilið þar til Breki kemst í gagnið. Páll Pálsson ÍS verður afhentur um næstu mánaðamót. Skrokklag nýju togaranna er með nýju sniði og skrúfurnar þær stærstu sem þekkjast miðað við vélarafl. Skrúfan er 4,7 metrar í þvermál. Með því á að stytta togtímann og nýta vél- araflið til hins ýtrasta. Áætlað er að eldsneytissparnaður verði allt að 40% miðað við hefðbundna togara. Tog- ararnir geta dregið tvö troll samtímis og hafa þannig 60% meiri veiðigetu en togari með eitt troll. Ganghraði Breka í reynslusiglingu var 14 sjómíl- ur. HB Grandi fær fjóra togara HB Grandi tók á móti nýsmíðuðum 51,75 m löngum ísfisktogara, Engey RE, frá Tyrklandi í janúar. Syst- urskipið Akurey AK 10 er á heimsigl- ingu og verður tekið á móti Akurey á Akranesi á föstudaginn kemur. Þriðji togarinn, Viðey, er enn í smíðum. HB Grandi hefur samið við spænsku skipasmíðastöðina Astilleros Armon Gijon, S.A. um smíði á nýjum 81 metra löngum og 17 metra breiðum frystitogara. Samningsupphæðin er nærri fimm milljarðar króna. Hann mun hafa lest- arrými fyrir um 1.000 tonn af afurð- um á brettum. Reiknað er með að skipið verði afhent á árinu 2019. Systurskip og frystiskip Cemre-skipasmíðastöðin í Tyrk- landi smíðar fjögur systurskip fyrir Íslendinga. Kaldbakur EA, ísfisktog- ari Útgerðarfélags Akureyringa, kom í mars. Annar í röðinni var Björgúlfur EA, togari Samherja, sem kom til Dalvíkur fyrr í þessum mánuði. Þriðja skipið, Drangey SK, fer til Fisk Sea- food á Sauðárkróki og er væntanlegt í lok sumars. Það fjórða, Björg EA, er smíðað fyrir Samherja og kemur til Akureyrar í haust. Skipin eru 62 metra löng og 13,5 metra breið. Sólberg ÓF, nýr frystitogari Ramma hf., kom til Ólafsfjarðar 19. maí. Skipið var smíðað í Tyrklandi. Það er tæplega 80 metra langt, 15,4 metrar á breidd og mælist 3.720 brúttórúmlestir. Heildarfjárfestingin er um fimm milljarðar króna. Sólberg leysir af hólmi frystitogarana Mána- berg og Sigurbjörgu. Áframhaldandi endurnýjun  Síldarvinnslan lætur smíða fjóra togara  Lokafrágangur eftir við smíði tveggja togara í Kína  HB Grandi fær þrjá ísfisktogara og semur um frystitogara  Norðlendingar fá fjóra nýja togara Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Dalvík Nýi Björgúlfur EA kemur til heimahafnar í fyrsta sinn. Hann var smíðaður í Tyrklandi og er eitt af fjórum systurskipum sem smíðuð eru fyrir Ís- lendinga. Gamli Björgúlfur EA, sem nú heitir Hjalteyrin, sigldi á móti arftaka sínum og sést greinilega hvaða þróun hefur orðið í skipasmíðum. Ljósmynd/vsv.is Kína Systurskipin Breki VE og Páll Pálsson ÍS eru í smíðum í Kína. Lokafrágangur er eftir. Rúnar Bogason er eftirlitsmaður með smíðinni. Undanfarin ár hafa ný og full- komin uppsjávarskip bæst í flotann. Meðferð afla hefur batnað mikið með fullkomnum kælitönkum skipanna. Nýjasta viðbótin í uppsjáv- arflotann er skipið Charisma sem Eskja hf. á Eskifirði hefur keypt frá Leirvík á Hjaltlands- eyjum. Charisma var byggt í Noregi 2003 og er það 70,7 metra langt og 14,5 metra breitt. Aðalvélin er 6.000 kW og 8.160 hestöfl. Skipið ber 2.200 rúmmetra í níu tönkum með RSW-kælingu. Nýja skipið fær nafnið Jón Kjartansson og mun leysa af hólmi eldra aflaskip með sama nafni sem þjónað hefur útgerð- inni um árabil. Nýi Jón Kjart- ansson mun afla hráefnis í nýtt uppsjávarfrystihús Eskju sem tekið var í notkun í fyrra. Nýr Jón Kjartansson ESKJA KAUPIR CHARISMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.