Morgunblaðið - 17.06.2017, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2017
Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandiþingmaður VG, hefur átt afar
athyglisverð sam-
skipti við lögregluna
í gegnum tíðina.
Þegar hún sat á þingi
og aðsúgur var gerð-
ur að þinghúsinu
stóð hún innandyra
og leiðbeindi æstum
mótmælendum um
hvar vænlegast væri
að sækja fram.
Innan dyra hreyttihún ónotum í lög-
reglu og sagði til
dæmis við einn lög-
reglumanninn sem
var að sinna skyldu
sinni og verja húsið: „Já, farðu bara
lífvarðartitturinn þinn sem eltir ráð-
herraræfil alla daga.“
Álfheiður blandaði sér á dögunumí umræður um aukinn viðbúnað
lögreglu og skrifaði Facebook-færslu
þar sem hún hnýtti í senn í lög-
reglustjórann í Vestmannaeyjum og í
ríkislögreglustjóra. Um þann síð-
arnefnda sagði hún svo: „Mér stend-
ur ekki á sama með þennan mann í
embætti ríkislögreglustjóra.“
Þetta er athyglisverð árás á lög-regluna en ekki er síður athygl-
isvert að Eyrún Eyþórsdóttir, fyrr-
verandi varaþingmaður VG og
núverandi „haturslögga“ hjá lögregl-
unni á höfuðborgarsvæðinu, sá
ástæðu til að setja „like“ við þessa
árás Álfheiðar á lögreglustjórana
tvo.
Varaþingmaðurinn fyrrverandihefur hingað til verið þekktari
fyrir að hringja í fólk fyrir meint
„hatursummæli“ og skrá það hjá lög-
reglunni fyrir slík „brot“.
En sennilega er ekki sama hverhatar og hvern.
Álfheiður
Ingadóttir
Haturslöggan
lætur til sín taka
STAKSTEINAR
Eyrún
Eyþórsdóttir
Veður víða um heim 16.6., kl. 18.00
Reykjavík 11 alskýjað
Bolungarvík 12 skýjað
Akureyri 15 skýjað
Nuuk 3 léttskýjað
Þórshöfn 11 skýjað
Ósló 14 rigning
Kaupmannahöfn 15 skúrir
Stokkhólmur 20 heiðskírt
Helsinki 19 skúrir
Lúxemborg 19 skýjað
Brussel 19 skýjað
Dublin 20 skýjað
Glasgow 16 skúrir
London 21 léttskýjað
París 22 heiðskírt
Amsterdam 17 léttskýjað
Hamborg 16 skúrir
Berlín 17 léttskýjað
Vín 27 heiðskírt
Moskva 13 skúrir
Algarve 35 heiðskírt
Madríd 37 léttskýjað
Barcelona 31 heiðskírt
Mallorca 31 heiðskírt
Róm 29 heiðskírt
Aþena 24 þrumuveður
Winnipeg 14 skýjað
Montreal 15 súld
New York 18 þoka
Chicago 22 alskýjað
Orlando 29 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
17. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2:56 24:03
ÍSAFJÖRÐUR 1:34 25:34
SIGLUFJÖRÐUR 1:17 25:17
DJÚPIVOGUR 2:10 23:47
Atvinna
Renndu við
hjá okkur í
Tangarhöfða 13
Túrbínur
í flestar gerðir bíla
Ódýrari kostur
í varahlutum!
Sími 577 1313
kistufell.com
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
Vöruhús veitingamannsins
allt á einum stað
Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is
Opið virka daga kl. 8.30-16.30
Guðmundur Júlíusson,
kaupmaður í Melabúð-
inni, lést 15. júní síðast-
liðinn, 88 ára að aldri.
Guðmundur fæddist
á Hellissandi 9. ágúst
1928. Foreldrar hans
voru Júlíus Alexander
Þórarinsson, sjómaður
og verkalýðsforingi, og
Sigríður Katrín Guð-
mundsdóttir húsmóðir.
Alsystkini hans eru
Jón, Hrefna, Þuríður
og Þórður og hálfsystir
Lilja Jónsdóttir en
Þuríður og Lilja eru
enn á lífi.
Guðmundur tók stýrimannspróf í
Noregi. Hann var stýrimaður á
norskum fraktskiptum að loknu
námi í Noregi og stundaði siglingar
allt þar til hann hóf verslunarrekst-
ur. Guðmundur stofnaði Kjörbúð
Vesturbæjar á Melhaga í Vesturbæ
Reykjavíkur árið 1964.
Árið 1973 keypti hann
Melabúðina sem hann
rak ásamt sonum sín-
um um árabil þar til
hann settist í helgan
stein.
Guðmundur var
virkur félagi í Lions-
hreyfingunni, var for-
maður Lionsklúbbs
Reykjavíkur um tíma
og fékk alþjóðlega við-
urkenningu hreyfing-
arinnar, Melvin Jones
Fellow Award, fyrir fé-
lagsstörf sín.
Guðmundur var einn af stofn-
endum Þinnar verslunar, samtaka
smásöluverslana, og félagi í Kaup-
mannasamtökum Íslands.
Eftirlifandi eiginkona hans er
Katrín Stella Briem og eiga þau þrjá
syni; Friðrik Ármann, Pétur Alan og
Snorra.
Andlát
Guðmundur Júlíusson
Mikið ber á brúnu birki á höfuðborg-
arsvæðinu og víðar þessa dagana.
Skaðvaldurinn eru lirfur birkikembu
og sagði líffræðingur sem rætt var
við að búast mætti við að kemban
yrði kræf í ár.
Fiðrildið verpir í lauf birkis þar
sem eggin klekjast út og lirfan tekur
að éta blaðholdið innan frá. Blöðin
verða því brún og hálf gegnsæ. Séu
þau borin að ljósi má sjá lirfuna í
blaðinu sé hún enn til staðar eða úr-
ganginn úr henni, segir á heimasíðu
Skógræktarinnar.
Birkikemba fannst fyrst árið 2003
á Suðvesturlandi og hefur síðan ver-
ið að dreifast um landið. Ummerki
um hana hafa fundist á höfuðborg-
arsvæðinu, á Akureyri og í Skafta-
fellssýslu.
Haft er eftir Eddu Sigurdís Odds-
dóttur, forstöðumanni á Rannsókna-
stöð Skógræktar á Mógilsá, að lirfan
sjálf sé líklega búin að púpa sig eða
alveg að því komin þannig að úðun
dugi tæplega úr þessu. Reyndar seg-
ir hún alltaf mjög erfitt að úða gegn
birkikembunni því lirfan loki sig inni
milli laga í blöðunum og vandi sé að
ná til hennar með eitrinu.
Brynja Hrafnkelsdóttir, sérfræð-
ingur á Mógilsá, fékk í ár styrk frá
Framleiðnisjóði landbúnaðarins til
að rannsaka áhrif birkikembu á mis-
munandi birkikvæmi og kanna út-
breiðslu birkikembunnar um landið.
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Birki Illa farið lauf á trjám í Elliðaár-
dal, birkikemba er sökudólgurinn.
Birkikemban fer
illa með laufið