Morgunblaðið - 17.06.2017, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2017
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Útlendingar 25% atvinnulausra
Flutt er inn vinnuafl meðan fjöldi búsettra útlendinga er á atvinnuleysisskrá
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
„Nei, við höfum enga sérstaka skýr-
ingu á þessu. Sér í lagi þegar það
liggur fyrir að verið er að flytja inn
vinnuafl til landsins,“ segir Gissur
Pétursson, forstjóri Vinnumála-
stofnunar, spurður af hverju at-
vinnuleysi meðal útlendinga á Ís-
landi sé enn töluvert.
Alls voru 963 erlendir ríkisborg-
arar án atvinnu í lok maí, eða um
25% allra atvinnulausra, en hafði
fækkað um 48 frá apríl. Flestir er-
lendu ríkisborgararnir komu frá Pól-
landi, 567, eða um 59% allra erlendra
ríkisborgara á atvinnuleysisskrá. Á
sama tíma, eða í maí, gaf Vinnumála-
stofnun út 162 atvinnuleyfi til útlend-
inga til að starfa hér á landi. Hefur
stofnunin gefið út 760 atvinnuleyfi
það sem af er ári.
Heillar fáfræðin?
Gissur óttast að verið sé að nýta
sér fáfræði fólks sem kemur til lands-
ins í fyrsta sinn til að vinna.
„Ég hef ekkert haldbært fyrir mér
í þessu en mig grunar að verið sé að
nýta sér fáfræði fólks á réttindum
sínum og skyldum á vinnumarkaði.
Þeir sem eru hér fyrir þekkja frekar
sinn rétt og fá síður vinnu.“
Skráð atvinnuleysi í maí var 1,9%
og minnkaði um 0,2 prósentustig
frá apríl. Að meðaltali voru 422
færri á skrá í maí í ár en í maí í
fyrra, en þá mældist atvinnuleysi
2,2%. Í maí voru að jafnaði 3.596
einstaklingar á skrá í mánuðinum.
Fækkaði um 227 á atvinnuleysis-
skrá frá aprílmánuði.
Að jafnaði minnkar atvinnuleysi
milli maí og júní, meðal annars
vegna árstíðasveiflu. Gert er ráð
fyrir að svo verði einnig í ár og að
atvinnuleysi verði á bilinu 1,6-1,8% í
júní. Gangi það eftir yrði það
minnsta atvinnuleysi frá því fyrir
bankahrunið 2008.
Atvinnuleysi
» Alls voru 963 erlendir ríkis-
borgarar án atvinnu í lok maí
eða um 25% allra atvinnu-
lausra.
» Flestir erlendu ríkisborg-
ararnir komu frá Póllandi, 567,
eða um 59% allra erlendra rík-
isborgara á atvinnuleysisskrá.
» Í maí sl. gaf Vinnu-
málastofnun út 162 atvinnu-
leyfi til útlendinga.
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
„Loka þurfti fyrir eitt rör af þrem-
ur og sérveitu sem ég var með og
þannig helminga vatnsrennslið út á
Eldhraun,“ segir Hörður Davíðs-
son, sem rekur Hótel Laka í Efri-
Vík í Landbroti, en leyfi til að veita
vatni úr Skaftá út á Eldhraun rann
út 15. júní.
Síðasta sumar opnaði Hörður
fyrir tvö rör í stíflugarði sem varn-
ar því að vatn úr Skaftá renni
óhindrað út á hraunið en þar var
þriðja rörið þegar opið.
„Orkustofnun hefur ekki sýnt
vilja til að framlengja leyfið. Stofn-
unin vill endanlega lausn í málið,
ekki tímabundnar aðgerðir.“
Hugmyndin að veita vatni út á
Eldhraun úr Skaftá er að sögn
Harðar neyðarráðstöfun til að
bregðast við neyðarástandi.
„Bregðast þurfti strax við til að
koma vatnsbúskapnum í Landbroti
og Meðallandi í eðlilegt ástand.
Hér eru gífurlegir hagsmunir í húfi
fyrir íbúa og rekstur en hér er t.d.
fiskeldi og hagsmunum veiðileyf-
ishafa stefnt í hættu,“ segir Hörð-
ur.
Renni sem að
fornu hafa runnið
Breyting á rennsli Skaftár, sem
veldur því að ekki rennur vatn út á
Eldhraun, kemur til vegna fram-
kvæmda Vegagerðarinnar að sögn
Harðar.
„Hér rann áin til forna og þótt
hún taki oft breytingum þá hljót-
um við að gera þá kröfu að fá að
veita vatni inn á svæði sem eru
sveitinni mikilvæg. Áin hefur verið
lífæð svæðisins enda þurfum við,
eins og öll önnur svæði landsins,
rennandi vatn,“ sagði Hörður.
Lokað fyrir „lífæð svæðisins“
Leyfi til að veita vatni úr Skaftá út á Eldhraun runnið út og ekki endurnýjað
Morgunblaðið/ÞÖK
Skaftá Leyfi til að veita vatni úr Skaftá út á Eldhraun rann út 15. júní.
„Öryggissvæðið á Austurvelli verður
minna í ár en á síðasta ári og al-
menningur hefur þar með greiðara
aðgengi að hátíðarsvæðinu,“ segir
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlög-
regluþjónn hjá lögreglunni á höf-
uðborgarsvæðinu, spurður um við-
búnað lögreglu við hátíðarhöld í
tengslum við þjóðhátíðardaginn.
„Löggæsla verður að öðru leyti
með hefðbundnum hætti. Lokanir
eru í samræmi við skipulag Reykja-
víkurborgar og lögreglan verður
sýnileg á öllu hátíðarsvæðinu.“
Töluverð umræða hefur verið um
sérsveit ríkislögreglustjóra og nær-
veru hennar á stórum viðburðum.
Ásgeir segir sérsveitina að sjálf-
sögðu vera á vakt á 17. júní líkt og
aðra daga ársins.
„Eins og aðra daga ársins verður
sérsveitin á vakt og til taks ef henn-
ar er þörf. Annars vonum við að fólk
komi í miðbæinn til að skemmta sér
og allir fari ánægðir heim.“
Hátíðardagskrá dagsins hefst
með guðsþjónustu í Dómkirkjunni
klukkan 10:15 en klukkan 11 hefst
hátíðardagskrá á vegum Alþingis og
forsætisráðuneytisins.
Öryggis-
svæðið
minnkar
Morgunblaðið/Styrmir Kári
17. júní Greiðari aðgangur að há-
tíðarsvæði við Austurvöll.
Sýnileg löggæsla á
þjóðhátíðardaginn
Þessi stari staldraði við á leið sinni í hreiður sem hann á í Elliðaárdalnum.
Þar biðu sársvangir ungar eftir seðjandi kræsingunum.
Starinn er spörfugl sem hefur lagt undir sig stóran hluta heimsins, að und-
anskilinni Afríku. Hann hóf varp hér á landi á Höfn í Hornafirði upp úr 1940
og í Reykjavík í kringum 1960 og verpir nú í flestum landshlutum. Starinn er
fallegur og á sumrin slær blágrænni slikju á fjaðrahaminn en á veturna er
hann mjög doppóttur. Starar eru ekki aufúsugestir þegar þeir gera sér
hreiður í híbýlum manna, því þeim fylgja gjarnan flær sem fara á flakk. Star-
ar eru hermikrákur og geta líkt eftir hljóðum annarra fugla, farsímum og
fleiru. Jafnvel er hægt að kenna þeim einstök orð og setningar.
Starinn sækir björg í bú í Elliðaárdalnum
Morgunblaðið/Ómar
„Ég átta mig ekki
á hvaða upplýs-
ingar Dagur vildi
fá sem ekki voru
veittar á fund-
inum,“ segir Nic-
hole Leigh
Mosty, varafor-
maður þingflokks
Viðreisnar, sem
stýrði fundi alls-
herjar- og
menntamálanefndar í gærmorgun.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
var meðal gesta á fundinum en þurfti
að fara þegar fundurinn var ríflega
hálfnaður. Að því loknu sagði Dagur
í fjölmiðlum að upplýsingar frá rík-
islögreglustjóra hefðu að sínu mati
ekki verið fullnægjandi.
Nichole segir að skýringarnar sem
ríkislögreglustjóri gaf nefnd-
armönnum og gestum hafi verið
greinargóðar og ítarlegar. „Þeir
veittu okkur allar þær upplýsingar
sem við þurftum að heyra.“
Aðspurð segir hún að ýmsar ná-
kvæmari spurningar hafi komið fram
eftir að Dagur yfirgaf fundinn.
„Samtalið hélt áfram eftir að Dag-
ur fór. Pawel ásamt öðrum spurði
nákvæmra spurninga sem gott var
að fá svör við. Mér fannst ég fá mjög
góð svör frá ríkislögreglustjóra.“
aronthordur@mbl.is
„Fengum
ítarlegar
skýringar“
Borgarstjóri yfir-
gaf miðjan fundinn
Nichole Leigh
Mosty