Morgunblaðið - 17.06.2017, Side 42

Morgunblaðið - 17.06.2017, Side 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2017 Fylgist vanalega með hátíðarhöldunum Ég fer vanalega í bæinn og eyði deginum við hátíðarhöldin, enþegar það eru stórafmæli þá hef ég haldið upp á afmælið og íár verð ég með veislu heima hjá mér,“ segir Ólöf Jóna Guð- mundsdóttir, myndlistarmaður og grafískur hönnuður. Hún á sextíu ára afmæli í dag, á þjóðhátíðardaginn. Ólöf vann hjá Tímaritaútgáfunni Fróða sem grafískur hönnuður til fjölda ára og sá um umbrot og hönnun á tímaritum. Má þar nefna Nýtt Líf, Mannlíf og Séð og heyrt en Ólöf hefur einbeitt sér að myndlistinni síðustu tíu ár. „Það kemur þó fyrir að ég taki að mér verkefni í graf- ískri hönnun. Það getur verið ágætt að kúpla sig frá myndlistnni öðru hverju, en annars er myndlistin aðaláhugamálið, hún yfirtekur allt.“ Ólöf rekur Art gallery á Laugavegi 44 ásamt 14 öðrum listakonum. „Við seljum listaverkin okkar þar og það gengur ágætlega, það koma svo margir útlendingar til okkar. Ég held að um 80 prósent af því sem við seljum sé til ferðamanna. Ég mála aðallega myndir af konum og konulíkömum og svo er ég í abstrakt inni á milli,“ segir Ólöf, þegar hún er spurð nánar út í list sína. Vinnustofa hennar er á Korpúlfsstöðum og þar hefur hún verið í í tíu ár, en um 40 vinnustofur eru á Korpúlfsstöðum. „Við erum með opið hús hjá okkur fjórum sinnum á ári og það hefur verið vel mætt hjá okkur. Fólk hefur svo gaman af að koma í vinnustofurnar, þetta er svolítið sérstakur heimur. Svo er líka gaman að skoða húsið.“ Ólöf er í sambandi með Sævari Egilssyni og á tvö börn, Jóhönnu Júlíönu Óðinsdóttur og Kristin Má Magnússon. Myndlistarmaðurinn Opið hús á Korpúlfsstöðum. Ólöf Jóna Guðmundsdóttir er sextug í dag B jarni Ingvar Árnason fæddist að Fjólugötu 13 í Reykjavík 17.6. 1942, ólst upp í Skerja- firði í foreldrahúsum, og eftir aðskilnað foreldra sinna, 1952, í Vesturbænum: „Já ég hef verið, er og verð grjótharður KR- ingur alla tíð.“ Eftir stuttan námsferil hóf Bjarni störf hjá Verði-Tryggingum hf. en stofnaði svo fljótlega, ásamt Helga Oddssyni, mági sínum, og Hlöðver Vilhjámssyni, eigið fyrirtæki, Smur- brauðsstofuna Brauðbæ sf. við Óðinstorg, árið 1965. Hann keypti fljótlega þeirra hlut og rak Brauðbæ einn upp frá því, sem varð brátt vinsæll fjölskyldu-veitinga- staður með veisluþjónustu með tugi starfsmanna: „Árið 1968 hófum við framleiðslu á Brauðbæjarsamlok- unum sem dreift var í Nesti hf. og síðar fjölda matvöruverslana og söluturna. Þessi samlokugerð óx dag frá degi og naut gífurlegra vin- sælda enda hentugur skyndibiti.“ Bjarni rak Prikið í Bankastræti frá 1972 með sínar sjarmerandi glömlu innréttingarnar: „Prikið var alltaf eins og þar mátti sjá banka- stjóra, heildsala, blaðamenn og prentara, ásamt dagdrykkjumönn- um, sitja hlið við hlið, allir jafnir og ræddu málin. Prikið rak ég nánast til aldamóta og naut þess vel.“ Bjarni keypti fasteign Silla & Valda að Laugavegi 126, rak þar veitingahúsið Krána, sem fljótlega varð Mamma Rósa, ítalskt veitinga- hús, með áhersluna á pitsur og ítalska rétti. Þeim rekstri lauk 1984 er Bjarni leigði veitingastaðinn út. Bjarni keypti síðan fleiri fast- eignir eftir því sem umfang rekst- ursins jókst og árið 1983 sameinaði hann húsin, Þórsgötu 1 og 3, Týs- götu 5 og 7 í eina eign, Þórsgötu 1. Rétt fyrir 1980 var Bjarni frum- kvöðull jólahlaðborða á Brauðbæ, sem jók mjög viðskiptin á snardauð- um tíma aðventunnar, og nú eru veitingastaðir um allt land pakkaðir á aðventunni vegna jólahlaðborða. Hótelið sem byggt var við sam- eininguna breyttist úr Brauðbæ í Óðinsvé: Vé Óðins eða bústað hans við torg Óðins í goðahverfinu. Vinur Bjarna, Jón Hjaltason (Nonni), átti veg og vanda af nafngiftinni. Á Þórsgötu 1. hófst svo rekstur Hót- els Óðinsvéa 1984, fyrst með 20 her- bergi, sem síðar varð allt að 50 her- bergi, auk þess jókst veitinga- reksturinn með útrás á götur og gangstéttar Þórsgötunnar, með opnun garðskálans þar. Bjarni rak auk þess Prima pylsur í Austurstræti með Nonna og þeir hófu framleiðslu og sölu á gos- drykkjum, m.a. undir nafninu Ískóla. Þá skrifaði tímaritið Samúel um „Coca Cola-stríðið“. Árið 1988 veitti Bjarni ráðgjöf um opnun Viðeyjarstofu með rekstri veitingahúss. Í kjölfarið tóku Bjarni og starfsmenn hans við veitinga- rekstri í Viðey næsta áratuginn: „Þar urðu fljótt veisluhöld á heims- mælikvarða, enda kóngafólk og höfðingjar oft á ferðinni.“ Þá samdi fyrirtæki Bjarna um Bjarni Ingvar Árnason veitingamaður – 75 ára Yngsta kynslóðin Bjarni, Sigrún og barnabörn. Birna Sjöfn var ekki fædd þegar myndin var tekin, en mætti kokhraust til leiks fyrir þremur árum. Bjarni í Brauðbæ Reykjavík Sesselja Katrín Árnadóttir fæddist þann 23. júlí 2016 kl. 04.22 í Reykjavík. Hún var 50 cm löng og vó 3.026 g. Foreldrar hennar eru Árni Grét- ar Finnsson og Melkorka Þöll Vilhjálmsdóttir. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.