Morgunblaðið - 17.06.2017, Side 13

Morgunblaðið - 17.06.2017, Side 13
„Sýningin, sem tekur um þrjú korter, er hröð, bún- ingaskipti tíð og því veltur mikið á að bæði leikkonurnar sem og „dresserarnir“ hafi hraðar hendur. Maður getur ekki ein síns liðs farið úr klæðnaði frá kannski 1920 með tilheyrandi fjöðrum, pilsum, keip og reimuðum skóm yfir í allt annað tíma- bil á tveimur mínútum,“ útskýrir hún. Auk ljósahönnuðarins, eina karls- ins í sýn- ing- unni, er hersing kvenna bak- sviðs, sem sér um að allt gangi snurðulaust fyrir sig á sviðinu. Þar eru líka alvöru „dresser- ar“, en á sviðinu skottast Edda milli tískusýning- arstúlknanna, í sínum Hag- kaupssloppi, með nála- púða og önnur þarfaþing „dressera“. „„Dres- serinn“ er límið í sýningunni,“ segir Kolbrún. „Sjálfur sögumaðurinn,“ bætir Edda við og segir „sína“ vera gamlan hippa og pínulítið sára yfir að þykja ekki nógu smart til að taka þátt í sýningunni. „En allt fer vel að lok- um og „mín“ fær að koma fram í föt- um frá hippatímabilinu – tímanum sem ég sjálf festist í,“ segir hún bros- andi. Spurðar hvort listgjörningurinn Konur og krínólín sé einstakur við- burður svara þær að vonum játandi. Upp úr dúrnum kemur að hann átti að vera partur af Hönnunarmars en vegna veikinda varð ekki af því. Þær segja vel koma til greina að setja þennan einstaka viðburð aftur á fjal- irnar. 1890-1900 Salvör Ara- dóttir á nær- klæðunum. 1900-1910 Lilja Þór- isdóttir með rasspúða. 1910-1920 Ólöf Sverr- isdóttir eftir upp- reisnina gegn krínólíninu. 1920-1930 Rósa Guðný Þórsdóttir i léttri charle- ston-sveiflu. hvers tímabils og skoðuðum hreyf- ingar og vinsæl dansspor undir leið- sögn Ásdísar Magnúsdóttur, einnar af fyrstu ballerínum Íslenska dans- flokksins. Svo studdist Edda við ýms- ar bækur við handritsgerðina, til dæmis Aðlaðandi er konan ánægð, sem var vinsæl á eftirstríðsárunum. Við gerum hvorki grín að tískunni né erum með fíflagang, en það er samt alveg hægt að hlæja,“ segir Kolbrún. Margar kvennanna í hópnum Leikhúslistakonur 50+ eru enn við- loðandi leikhús, en aðrar hafa haslað sér völl á öðrum vettvangi. „Við höf- um ekki áður unnið saman sem hópur en erum allar í fullu fjöri og eigum það sameiginlegt að hafa óslökkvandi ástríðu fyrir leikhúsinu. Konur og krínólín er þó ekki fyrsta verkefni Leikhúslistakvenna 50+, sem hafa starfað í Iðnó að fjölbreyttum verk- efnum frá 2014, en líklega það viða- mesta til þessa. Það er sannarlega nokkur áskorun, fyrir sumar okkar að stíga inn í hlutverk leikkonunnar á ný eftir að hafa sinnt öðrum störfum í leikhúsinu árum saman, en maður er aldrei of gamall til að taka svolitla sénsa.“ Mikilvægur „dresser“ Þann séns tekur Kolbrún þegar hún ásamt átta öðrum leikkonum í hópnum 50+ kemur fram í hlutverki tískusýningarstúlkunnar í áranna rás. Og ekki bara einu sinni heldur hver um sig fimm eða sex sinnum í skrúða frá jafnmörgum tímabilum. Mikil hlaup, mikill hamagangur. 1930-1940 Júlía Hannam á millistríðs- árunum. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2017 hitataekni.is Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 - hitataekni@hitataekni.is Einstaklega hljóðlát tæki fyrir t.d. kerfisloft eða á vegg Baðviftur Ein sú hljóðlátasta 17 – 25 dB(A) atnskæld kælitæki Bjóðum upp á fjölbreyttan búnað svo sem loftræsingar, hitakerfi, kælikerfi, rakakerfi sem og stjórnbúnað og stýringar. Anddyris- hitablásarar Bjóðum upp á mikið úrval loftræstikerfa fyrir heimili og fyrirtæki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.