Morgunblaðið - 17.06.2017, Qupperneq 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2017
Stigalistinn sem kenndur ervið bandaríska eðlis- og töl-fræðinginn Arpard Elo birt-ist fyrst á alþjóðavettvangi
árið 1970 en á því tæplega 50 ára
tímabili síðan FIDE tók upp kerfið
hafa furðu fáir skákmenn skipað efsta
sæti listans. Þaulsætnastir voru Ana-
tolí Karpov og arftaki hans Garrí
Kasparov sem sat á toppnum í sam-
fellt í 20 ár eða þar til hann hætti tafl-
mennslu og sneri sér að rússneskri
pólitík.
Magnús Carlsen náði toppsætinu
árið 2010, sló stigamet Kasparovs
fljótlega upp úr því og komst hæst í
2882 elo stig. Undanfarin ár hefur
enginn ógnað stöðu hans eða þar til
Norska skákmótið hófst í Stavangri í
síðustu viku. Af einhverjum ástæðum
hefur Magnús reynst lítill spámaður í
eigin föðurlandi og þegar hann tapaði
fyrir Aronjan og síðan Kramnik í
sjöunudu umferð var allt í einu komin
upp sú staða að Vladimir Kramnik
var aðeins 4,4 elo stigum frá heims-
meistaranum á hinum svokallaða „lif-
andi“ stigalista FIDE.
Skákirnar í áttundu og næstsíð-
ustu umferð sem fram fóru fimmtu-
daginn gátu því leitt af sér sætaskipti.
Þá mætti Magnús mótherja sínum
frá heimsmeistaraeinvíginu í New
York sl. haust, Sergei Karjakin og
Kramnik tefldi við Vachier-Lagrave.
Norðmönnum til óblandinnar ánægju
náði Magnús að hrista af sér ólund-
ina, sem var öllum ljós þegar hann
mætti ekki á blaðamannafund degi
fyrr, og vann glæsilega. Þeir grétu
heldur ekki þegar Kramnik tapaði
fyrir Vachier-Lagrave í sömu umferð
og staðan á toppi elo-listans „róaðist“
heilmikið:
Magnús Carlsen – Sergei Karjak-
in
Nimzoindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3
O-O 5. Bd3 d5 6. cxd5 exd5 7. Re2
He8 8. Bd2 Bf8 9. O-O b6 10. Hc1 c5
11. Rf4 Bb7 12. Df3 Ra6 13. Hfd1
cxd4 14. exd4 Rc7 15. Bc2 Bd6 16.
Be3 Re4 17. Ba4 He7 18. Bb3 Dd7 19.
h3 Rxc3 20. bxc3 Bc6 21. Rh5!
Eftir byrjun sem telja má hefð-
bundna beinist athygli riddarans
skyndilega að viðkvæmri kóngsstöðu
svarts. Hótunin er 22. Bh6!
21. … He6 22. Bc2 Ba4! 23. c4!
Skemmtileg barátta og vel teflt;
hvítur missir sinn „betri“ biskup en
nær að opna fyrir þann sem stendur á
e3.
23. … dxc4 24. d5 Hg6 25. Bd4
Bxc2 26. Hxc2 Da4 27. Hcc1 Dxa2
28. Rxg7!
Þessi fórn lá í loftinu en er á engan
hátt einföld þar sem varnir svarts eru
enn traustar þó að hrókar hvíts hafa
heilmikið svæði til að vinna með.
28. … Hxg7 29. Bxg7 Kxg7 30.
Dg4+ Kf8 31. Dh4 Db2 32. Hxc4!?
Magnús var í tímahraki og gat
fengið jafntefli með 32. Dh6+ Ke7 33.
Dh4+ o.s.frv.
32. … Re8 33. He1 Df6 34. Dxh7!
Vitaskuld ekki 34. He8+?? Hxe8
35. Dxf6 He1 mát!
34. … Dg7 35. Dc2 Df6 36. Hg4
Bc5 37. He2 Dh6 38. g3 Rf6 39. Hh4
Dg7 40. Kg2 Dg5 41. Dc3 Bd6?
Afleikur, 41. … Dg7 var eina vörn-
in.
42. Hh8+ Rg8 43. He4 Dg7 44.
Hxg8+!
Lokahnykkurinn. Eftir 44. …
Dxg8 45. Df6 Bc5 46. d6 er öllu lokið.
Svartur gafst upp. Hrókurinn á a8
hreyfði sig aldrei.
Þrátt fyrir þennan sigur er
frammistaða Magnúsar undir vænt-
ingum og svo virðist sem hann hafi
enn ekki jafnað sig fyllilega eftir
heimsmeistaraeinvígið sl. haust.
Staðan fyrir lokaumferðina var þessi:
1. Aronjan 5 ½ v. ( af 8) 2. Nakam-
ura 5 v. 3. Giri 4 ½ v. 4. – 5. So og
Kramnik 4 v. 6. – 9. Carlsen, Ca-
ruana, Anand og Vachier-Lagrave 3
½ v. 10. Karjakin 3 v.
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Heimsmeistarinn
missti næstum
því toppsætið
á elo-listanum
Góðir landsmenn,
enn rennur hann upp,
þjóðhátíðardagurinn
okkar og afmæl-
isdagur Jóns Sigurðs-
sonar, forseta og
frelsishetju. Dagurinn
sem minnir okkur á
sjálfstæðisbaráttuna,
landið okkar og það
þjóðfélag, sem við höf-
um byggt upp; þjóð-
félag þar sem frelsi og friður ríkir,
a.m.k. borið saman við mörg önnur
lönd. Auk þess er hér einstök nátt-
úrufegurð og landgæði sem tryggja
okkur fæðu, vatn og öryggi, sem
nú er víða skortur á í heiminum.
Allt þetta erum við þakklát fyrir þó
stundum hætti okkur til að kvarta
– jafnvel meira en góðu hófi gegn-
ir! Minna vill oft verða um opnar
umræður, framkvæmdir og bein af-
skipti.
Þriðji forseti Bandaríkjanna,
Thomas Jefferson, sagði: Sú þjóð
sem telur sig geta lifað við lýðræði,
velgengni, réttlæti og frelsi, án
þess að skipta sér af þjóðmálum
sínum, lætur sig dreyma um það
sem aldrei hefur verið – og aldrei
mun verða.
Það er athyglisvert að flest það
sem við möglum yfir
tengist stjórn landsins,
en ekki því sjálfu.
Bruðl með almannafé,
spilling, fátækt og
hrun velferðarkerfisins
heyrist nefnt. Þetta
ætti að vera okkur
umhugsunarefni og
hvatning til að taka til
í okkar ranni, efla
samstöðu, réttlæti og
mannúð. Vanda þarf
val á þingmönnum og
embættismönnum. Að-
hald og eftirlit má heldur ekki
gleymast. Þjóðin verður að vera
virk.
Á Íslandi er nefnilega ekkert að
sem ekki má bæta.
Eitt af því sem við viljum stund-
um gleyma og launa að engu, er
ævistarf þeirra sem nú eru aldr-
aðir. Við ýtum þeim til hliðar með
fáskiptni og innantómum kosninga-
loforðum. Hugsum með þakklæti til
genginna kynslóða og samferða-
manna okkar nú, sem við getum
svo auðveldlega rétt hjálparhönd
Við skulum minnast þess að flest
verðum við öldruð og stöndum þá í
sömu sporum og eldri borgarar
gera í dag. Aldraðir nú, rétt eins
og þeir sem á undan fóru, hafa
ekki tíma til að bíða. Sama á við
um öryrkja og þá sem glíma við fá-
tækt. Þetta þarf að leiðrétta án
frekari tafa, með þeirri reisn sem
þeir eiga skilið og sæmir okkur
sem þiggjendum og þjóð.
Segjum takk – einn daginn verð-
ur það of seint.
Sýnum nú metnað til að „skila
vaktinni“ vel af okkur. Göngum um
landið okkar af alúð og virðingu og
kennum börnum okkar að gera hið
sama. Látum ekki glys nútímans
og auðfenginn skyndigróða verða
þess valdandi að við bregðumst
landinu sem veitt hefur okkur
rausnarlega og verið okkur gott
heimili. Gjöldum varhug við hug-
myndum um menningarbyltingu og
sölu lands og auðlinda.
Innganga í ríkjasambönd, sem
því miður heyrist stundum gælt
við, bætir hvorki hug né hag og
vinnur gegn öryggi, fullveldi og
hagsmunum Íslendinga.
Gleðilega þjóðhátíð, góða fram-
tíð.
Gæfa þjóðar
Eftir Baldur
Ágústsson » Á Íslandi er nefni-
lega ekkert að sem
ekki má bæta.
Baldur Ágústsson
Höf. er fv. forstjóri, flugumf.stj. og
forsetaframbjóðandi 2004.
www.landsmenn.is – baldur@lands-
menn.is
Atvinna
Matsöluvagn til sölu
“Til sölu alhliða matsöluvagn með öllum búnaði, tilbúinn
til notkunar.
Tilvalið atvinnutækifæri. Verð 4.3 miljónir.
Bíllinn er til sölu og sýnis á Bílasölu Guðfinns, Stórhöfða
15, Rvík. s. 5621055”
• Bindivír 1 mm U hankir og rúllur 1.4 mm
• Fjarlægðarstjörnur og steinar 20-50 mm
• Plastlistar á undirslegnar plötur, einnig harðir
• U listar á ull eða plasteinangrun
• Járnstólalengjur, sterkir og góðir stólar frá 50 mm
• Mótarör og kónar 10–50 mm
• Öryggishlífar á kambstál,
listar og sveppir
Járnabakkar
Járnabindingavörur
Erum með á lager
allar helstu gerðir af járnabökkum
Vír og lykkjur ehf
www.viroglykkjur.is - viroglykkjur@internet.is
772-3200/692-8027