Morgunblaðið - 17.06.2017, Side 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2017
Meirihlutinn í borg-
arstjórn hefur verið
tregur til að byggja
upp austast í borginni
en nú hefur ríkið gert
samning um uppbygg-
ingu á ákveðnum reit-
um sem eru í eigu
þess. Eflaust mun
meirihlutinn horfa til
íbúða fyrir yngri kyn-
slóðina. En þarf yngri
kynslóðin að kaupa nýjar íbúðir?
Hefur hún almennt efni á því? Er
ekki heilbrigðisráðherra alltaf að
tala um að leysa flæðivanda Land-
spítalans með auknu hjúkr-
unarrými og biðlistar á dagvistun
eldri borgara lengjast og lengjast!
Mér hefur oft verið hugsað til
þessa reits þar sem nú stendur Iðn-
tæknistofnun og fleira á landi
Keldnaholts. Hef horft á þetta
svæði í hvert sinn sem ég keyri þar
fram hjá og hugsað hvað þarna
væri svakalega flott staðsetning
fyrir uppbyggingu hjúkrunarheim-
ilis, dagvistunar fyrir eldri borgara
og heilsu- og heilbrigðistengdrar
þjónustu almennt fyrir eldri borg-
ara hér í austurborginni. Þarna
mætti koma fyrir alls kyns þjón-
ustu og byggja eignaríbúðir fyrir
eldri borgara, 60 ára og eldri, m/
lyftu og bílskýli sem og leiguíbúðir
og þjónustuíbúðir eins og til dæmis
eru við Norðurbrún 1 í Reykjavík.
Þarna er fallegt útsýni, góð stað-
setning, góð aðkoma og hægt að
gera góðar samgöngutengingar og
stutt í alla þjónustu, verslun, golf
og sund og fallegar gönguleiðir.
Hugsið ykkur alla biðlistana í
dagvistun eldri borgara í Reykjavík
sem myndu styttast og ekki síst
íbúðir og hús fyrir yngri kynslóðina
sem myndu losna út á markaðinn.
Þetta mundi virka fyrir alla. Ekki
þyrfti að byggja leikskóla á svæð-
inu eða skóla enda þjónaði það ekki
tilgangi fyrir þennan aldurshóp.
Þarna mætti líka koma
fyrir heilsugæslustöð
fyrir þennan hluta
Grafarvogs og Graf-
arholts.
Í skipulagi hverfa
þarf alltaf að vera
ákveðið jafnvægi þegar
kemur að uppbyggingu
fyrir eldri borgara í
bland við önnur aldurs-
skeið lífshringsins.
Amma og afi vilja vera
nálægt börnum og
barnabörnum og Graf-
arvogur er stórt hverfi og Graf-
arholt og Úlfarsárdalur fer stækk-
andi til framtíðar. Það má nefna
dæmi um Boðaþing í Kópavogi sem
hefur tekist vel upp, en það er vin-
sælt á meðal eldri borgara, enda öll
almenn þjónusta til staðar, dagvist-
un, bíll sér um að sækja fólk að
morgni og aka heim aftur seinni
partinn. Þar eru leiguíbúðir og þeg-
ar annað hjóna þarf aukna þjónustu
eða fara yfir á hjúkrunarheimilið,
þarf hitt aðeins að ganga und-
irgöngin inn á hjúkrunarheimilið til
þess að heimsækja maka sinn. Fólk
er því ekki beint aðskilið þótt heilsa
annars breytist og það þurfi aukna
þjónustu. Svo má alltaf ræða
sveigjanleika í mannlegum sam-
skiptum þegar kemur að þessum
málum. Hins vegar er ég ekki endi-
lega sammála því að leiguíbúðir séu
bestar en mörg vandræðin hafa
skapast af því vegna hækkandi
leigu á undanförnum árum eins og
margir kannast við, en auðvitað
þarf allt að vera í bland og fólk að
hafa val. Í kringum Boðaþing í
nærliggjandi götum eru síðan fjöl-
mörg fjölbýlishús með almennum
eignaríbúðum, lyftu og bílskýli þar
sem fólk kýs að búa í en sækja
þjónustuna á Boðaþing. Allt í þægi-
legri fjarlægð, ýmist hægt að ganga
eða keyra eftir því sem veður leyfir.
Sama má segja um Smárann í
Kópavogi, þar hafa byggst upp fjöl-
býlishús í kringum Gullsmára sem
eru vinsæl meðal eldri borgara og
við þjónustukjarnann í Gullsmára.
Stutt að fara í Smáralindina sem og
á heilsugæslu og í flesta þjónustu.
Þetta eru þær aðstæður sem eldri
kynslóðin vill og hentar henni til að
vera sem mest sjálfbær um sitt og
búa sem lengst af án mikillar að-
stoðar. Já, Kópavogur hefur staðið
sig vel í þessum málum!
Við eigum að leggja okkur fram
um að byggja slíkt húsnæði og
hugsa það sem heild fyrir þennan
hóp sem fer stækkandi í okkar
samfélagi. Þjóðin verður sífellt
eldri. Ef eldri borgarar geta í aukn-
um mæli fært sig yfir í hentugt
húsnæði sem þetta, þar sem þeir fá
alla þá þjónustu sem þarf eða búa í
nálægð við þjónstuna, þá losnar
gríðarlega mikið af húsnæði fyrir
yngri kynslóðina á markaðnum til
þess að kaupa upp og endurgera.
Það er líka í nálægð við fjölskyldu
sem eykur á öryggi.
Þetta má líka segja að sé tappinn
á húsnæðismarkaðnum í dag og
stór hluti af flæðisvanda Landspít-
alans, þar sem fólk kemst ekki inn
á hjúkrunarheimili eða í íbúðir sín-
ar í lyftulausu húsnæði upp á 4.
hæð!
Núverandi borgarstjóri hefur
lagt mikla áherslu á að byggja fyrir
yngra fólk en um leið og eldri kyn-
slóðir geta komist í hentugra hús-
næði losnar svo um munar um hús-
næði fyrir yngra fólk. Það er eðlileg
þróun að þeir yngri taki við eldri
íbúðum, enda ódýrari en þær nýrri.
Keldnaholt, hjúkrunar-
heimili og uppbygging
almennt fyrir eldri borgara
Eftir Vilborgu G.
Hansen
Vilborg G Hansen
»Með því að byggja
þetta svæði upp fyr-
ir eldri borgara, þá þarf
ekki að fara í dýra inn-
viðauppyggingu vegna
leikskóla og skóla.
Höfundur er landfræðingur, löggiltur
fasteignasali og dpl. í opinberri
stjórnsýslu.
Stóraukinn fjöldi
ferðamanna gerir
verulega styrkingu
innviða landsins bæði
nauðsynlega og mögu-
lega.
Fluglest KEF-REY
Fluglestin er þegar
orðin hagkvæm í
einkaframkvæmd, án
ríkisábyrgðar. Vænta
má þess að lestin bruni af stað eftir
um 10 ár. Ferðatíminn verður aðeins
um 20 mínútur og fargjald stórnot-
enda lágt, sem sameinar Suðurnes
og höfuðborgarsvæðið atvinnu- og
búsetulega. Samfélagslegur ábati er
metinn 40-60 milljarðar króna.
Að auki opnast möguleiki á færslu
miðstöðvar innanlandsflugsins til
Keflavíkur sem hefur ýmsa kosti í
för með sér og færir samfélaginu
viðbótar ábata.
Miðstöð innanlandsflugsins
til Keflavíkur
Ef miðstöð innanlandsflugsins
flyst til Keflavíkur og tengist mið-
stöð alþjóðaflugsins styttist ferða-
tími landsbyggð-útlönd og ferða-
kostnaður lækkar. Það bætir stöðu
landsbyggðarinnar með ýmsum
hætti.
Reykjavíkurflugvöllur er líka
varaflugvöllur fyrir alþjóðaflugið.
Án hans eru næstu varaflugvellir á
Egilsstöðum, Akureyri og í Skot-
landi og flugvélarnar þurfa aukið
eldsneyti, sem minnkar aðra burð-
argetu og þar með tekjur þeirra. Því
er æskilegt að hafa varaflugvöll fyrir
alþjóðaflugið ekki alltof langt frá
Keflavík.
Hagfræðistofnun HÍ mat árið
2015 samfélagslegan ábata af því að
sameina miðstöð alþjóða- og innan-
landsflugsins í Hvassahrauni og til-
komu byggðar í Vatnsmýrinni, upp á
82-123 milljarða króna.
Ábatinn af því að innanlandsflugið
færist á Keflavíkurflugvöll í stað
Hvassahrauns er þó enn meiri ef
gert er ráð fyrir fluglestinni og nýj-
um varaflugvelli á Suðurlandi.
Flugvöllur í Hvassahrauni
ekki besti kostur
Ábati flugvallar í Hvassahrauni
felst fyrst og fremst í uppbyggingu
byggðar í Vatnsmýrinni og sam-
rekstri innanlands og alþjóðaflug-
vallar. Sama á við ef innanlands-
flugið flyst til Keflavíkur en
forsenda þess er að fluglestin komi.
Fleira kemur hér til.
Að mati skipulagsfræðinga mun
höfuðborgarsvæðið vaxa frá Hafn-
arfirði suður með sjó í áttina að Vog-
um á Vatnsleysuströnd. Flugvöllur í
Hvassahrauni myndi skera þá byggð
í sundur og verða fljótlega inni á
stór-höfuðborgarsvæðinu.
Drykkjarból Suðurnesja sækja vatn
í Hvassahraun og hætt er við að það
spillist ef stórfelld flugstarfsemi og
byggð kemur þar.
Vegna mögulegra náttúruham-
fara á Reykjanesi er óvarlegt að
hafa þar bæði aðal- og varaalþjóða-
flugvöll með stuttu millibili, sömum
megin við höfuðborgarsvæðið. Ef
eitthvað bjátar á í Keflavík er hætt
við að það sama eigi við
um Hvassahraun og öf-
ugt.
Alþjóðaflugvöllur í
Hvassahrauni myndi
vaxa á kostnað Kefla-
víkurflugvallar. Flug-
lestin verður þá ekki
hagkvæm í einka-
framkvæmd vegna
færri farþega til Kefla-
víkur. Það mun draga
úr uppbyggingu og at-
vinnusköpun á Suð-
urnesjum því smám saman mun al-
þjóðaflugið færast í Hvassahraun.
Hins vegar, ef fluglestin kemur og
innanlandsflugið flyst til Keflavíkur
og vara-alþjóðaflugvöllurinn kemur
á Suðurland verður samfélagslegi
ábatinn mun meiri.
Nýr alþjóðaflugvöllur
á Suðurlandi
Samkvæmt spám mun ferða-
mönnum fjölga áfram næstu áratugi.
Æskilegt er að alþjóðaflugvellir vaxi
upp á fleiri stöðum á landinu til að
styrkja heildarmyndina. Einnig þarf
nýjan varaflugvöll fyrir alþjóða-
flugið ef Reykjavíkurflugvöllur
leggst af.
Raunhæfast er að næsti alþjóða-
flugvöllur komi á Suðurland þar sem
helstu ferðamannastaðirnir eru. Það
er einnig í hæfilegri fjarlægð frá höf-
uðborgarsvæðinu og ekki of langt
frá alþjóðafluginu í Keflavík.
Helsta aðdráttarafl landsins er
náttúran. Gullni hringurinn á Suður-
landi er vinsælastur. Alþjóða-
flugvöllur í nágrenni Selfoss eða
Hellu væri því áhugaverður val-
kostur. Suðurlandsflugvöllur fengi
hluta af fjölgun ferðamanna og einn-
ig nokkurt innanlandsflug en kæmi
ekki í stað Keflavíkurflugvallar eins
og flugvöllur í Hvassahrauni myndi
gera. Suðurlandsflugvöllur væri
góður kostur fyrir ferðamenn sem
komið hafa áður og vilja fara beint út
í náttúruna án viðkomu á höfuðborg-
arsvæðinu, sem og Sunnlendinga.
Hann myndi styrkja byggðina á
Suðurlandi lengra til austurs og
norðurs en vellir á SV-horninu.
Líklega mætti byggja og reka nýj-
an Suðurlandsflugvöll í einka-
framkvæmd. Með tilkomu sam-
keppni milli flugvalla mætti bjóða út
rekstur Keflavíkurflugvallar og
jafnvel selja eignirnar til að losa um
fjármuni í önnur brýn samfélags-
verkefni á sviði samgangna og heil-
brigðismála, svo dæmi sé tekið.
Stóra myndin
Fluglestin, flutningur innanlands-
flugsins til Keflavíkur og nýr al-
þjóðaflugvöllur á Suðurlandi verður
án verulegra útgjalda fyrir skatt-
greiðendur. Það má jafnvel losa um
fé skattgreiðenda sem nú er bundið í
þessum eignum og nota það til ann-
arra samfélagslegra verkefna og
reiknaður samfélagslegur ábati er
yfir 150 milljarðar króna.
Landið verður samkeppnisfærara
við nágrannalöndin um vel menntað
öflugt fólk sem er undirstaða batn-
andi lífskjara í framtíðinni. Ekki
veitir af á tímum alþjóðavæðingar
því þó hlíðin sé fögur er sífellt minna
mál setja sig niður á öðrum góðum
áhugaverðum stöðum í heiminum.
Þróunin heldur áfram og við þurfum
að vera öflug að nýta okkar tækifær-
in.
Það hillir undir
Suðurlandsflugvöll
Eftir Guðjón
Sigurbjartsson
Guðjón Sigurbjartsson
» Alþjóðaflugvöllur á
Suðurlandi í ná-
grenni Selfoss eða Hellu
er betri kostur en flug-
völlur í Hvassahrauni,
ef gert er ráð fyrir því
að fluglestin komi.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Bílar
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. lokað
Við leitum að
listaverkum
erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð
Við leitum að verkum eftir fumherjana í íslenskri myndlist. Sérstaklega eftir
Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, louisu matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson,
Svavar Guðnason, Jóhann Briem, Þorvald Skúlason og Nínu tryggvadóttur.
Þá erum við einnig með kaupendur að góðum verkum eftir Kristján Davíðsson,
Georg Guðna, alfreð Flóka, Braga Ásgeirsson, tryggva Ólafsson og Stórval.
Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400