Morgunblaðið - 17.06.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.06.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2017 H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Glæsilegt nýtt 30 herbergja hótel í virðulegu húsi í miðbæ Reykjavíkur. Hótelið er í útleigu með langan og góðan leigusamning við traustan og öflugan hótelaðila. • Tíu ára gamalt fyrirtæki sem þróað hefur og selur í áskrift tölvukerfi sem þjóna skólakerfinu. Ríflega eitt stöðugildi og 30 mkr. velta. Hentar vel sem viðbót við fyrirtæki sem starfa á svipuðu sviði. • Nýtt, lítið og sérlega fallegt hótel í Reykjanesbæ. Fær mjög góða dóma á bókunarsíðum. Yfir 90% nýting. • Ungt og vaxandi þjónustu- og verslunarfyrirtæki í tæknigeiranum. Fjögur stöðugildi. Velta er um 85 mkr. á ári og góður hagnaður. • Vinsælt hótel á einstökum stað í nálægð við höfuðborgarsvæðið. Velta eins og um hótel í höfuðborginni sé að ræða. • Fyrirtæki sem er sérhæft á sviði jarðefna sem notuð eru í garða og kringum hús. Öflugur eigin vélakostur. Velta 45 mkr. og stöðugildi þrjú. • Lítið útgáfufyrirtæki á sviði ferðamála. Velta um 50 milljónir. Hagstæðir samningar við birgja. Gæti verið heppileg viðbót við fyrirtæki á svipuðu sviði. • Heildsala með vörur fyrir ferðamenn. Hér er um að ræða lítið en arðbært fyrirtæki sem hannar og lætur framleiða fyrir sig vörur ætlaðar ferðamönnum. Ársvelta 45 mkr. og ársverk um tvö. • Bílaleiga með á annað hundrað bíla og fína aðstöðu. Sala mikil í gegnum eigin vefsíðu. Góð EBITDA. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Framkvæmdir við stækkun Grand Hótels Reykjavíkur hefjast í haust. Við hótelið verða jafnframt byggðar íbúðir. Hótelið er í Sigtúni í Reykja- vík og hefur þessi reitur verið nefndur Blóma- valsreitur. Ólafur Torfa- son, stjórnar- formaður Íslands- hótela, segir að byggðir verði um 40 þúsund fer- metrar af hús- næði á reitnum, að meðtöldum bílageymslum. Hann segir aðspurður að framkvæmdin kosti ekki undir 14 milljörðum króna. Grand Hótel Reykjavík er nú ann- að stærsta hótel landsins með alls 311 herbergi. Með stækkuninni bætast við um 130 herbergi í nýjum 9 hæða turni. Alls verða því 440-450 herbergi á hótelinu. Nýi turninn mun rísa austan við núverandi hótelturn Íslandshótela, sem er 14 hæðir. Verklok við hótelið eru áætluð í ársbyrjun 2020, eða eftir 30 mánuði. Margir vilja kaupa íbúðir Þá verða byggðar 108 íbúðir í sex nýjum fjölbýlishúsum á reitnum. Undir svæðinu verður byggður bílakjallari með 420 stæðum og á eftir að útfæra útfærsluna hvað varðar eignarhald og nýtingu. Með stæðum ofanjarðar verða 600 stæði. Ólafur segir mikinn áhuga á íbúð- unum. „Það er stöðugt verið að hringja í mann og óska eftir því að fá að skoða og panta íbúðir. Menn vilja finna sér álitlega íbúð, sem hentar þeim,“ segir Ólafur. Hann segir aðspurður að fyrir- hugaðar íbúðir verði ekki í skamm- tímaleigu til ferðamanna. „Við viljum engar Airbnb-íbúðir hérna. Við erum að keppa við þann fjanda,“ segir Ólaf- ur og hlær. Hann segir áætlað að íbúðirnar verði afhentar 2020-2021. Ívið stærri en Silfurbergið Vegna framkvæmdanna verður veislu- og fundarsalnum Gullteig lok- að. Hann verður rifinn. Var því ráðist í að stækka fundar- salinn Háteig á vesturhlið hótelsins, fjórðu hæð, sem snýr að Kringlumýr- arbraut til að mæta þörf viðskipta- vina. Fullbúinn veislu- og ráðstefnu- salur verður opnaður eftir breytingar í haust. Fyrir miðju salarins, í lofti, verða iðandi norðurljós, eins og horft sé til himins á vetrarkvöldi. Ólafur segir að í nýbyggingu verði 1.000 manna fundarsalur, sem hægt verði að skipta í þrennt eftir hentug- leikum. Sá salur verði álíka stór og Silfurbergið, stærsti fundarsalurinn í Hörpu. Munu fá stærri ráðstefnur „Nýi salurinn mun styrkja stöðu Grand Hótels Reykjavíkur á funda- og ráðstefnumarkaði. Með nýja saln- um munum við fá ráðstefnur sem við höfum hingað til ekki getað þjónust- að. Við höfum ekki getað annað sum- um beiðnum okkar viðskiptavina og þá missum við þau viðskipti. Það er gott að hafa þann möguleika að geta verið stærri í sniðum,“ segir Ólafur. Hann segir alls 20 fundarsali munu verða á hótelinu þegar það hefur ver- ið stækkað. Verður með 270 starfsmenn Ólafur segir nú um 200 manns starfa á Grand Hóteli Reykjavík og eru sumir í hlutastarfi. Eftir stækk- unina verði starfsmennirnir um 270. Hann segir hátt hlutfall starfs- manna munu verða útlendingar. Það sé enda erfitt að manna vissar stöður með innlendu vinnuafli, til dæmis við þrif. Hann segir hótelið verða „fjórar stjörnur plús“ eftir breytingarnar. Framkvæmdin verður í höndum Helgalands, sem er dótturfélag Ís- landshótela. Stærra Grand Hótel verður opnað 2020  Framkvæmdir á Blómavalsreit hefjast með haustinu Teikning/Atelier arkitektar/Birt með leyfi Svæðið Hæsta byggingin á myndinni er núverandi hótelturn. Við hlið hans kemur lægri turn og íbúðir til austurs. Teikning/Atelier arkitektar/Birt með leyfi Nýjar íbúðir Húsin með rauðu þökunum liggja að Sigtúni á íbúðareitnum. Morgunblaðið/Þórður Byggingarsvæðið Á þessu svæði mun rísa nýr hótelturn og 108 íbúðir. Ólafur Torfason Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ólafur Þór Ólafsson, formaður Svæðisskipulags Suðurnesja, segir það hafa komið mörgum á óvart að óvíst sé hvort leyfi verði veitt fyrir flugvelli í Hvassahrauni. Flugvöllur- inn sé enda á vatnsverndarsvæði. Hugmyndir hafa verið um að reisa flugvöll í Hvassahrauni, jafnvel fyrir alþjóðaflug. Icelandair rannsakar nú aðstæður á svæðinu, meðal annars með tilliti til veðurfars. Höfðu ekki kveikt á þessu Rætt var við Ólaf Þór um þessa staðreynd í Morgunblaðinu 27. maí sl. „Það voru ekki margir búnir að kveikja á þessu varðandi vatns- verndina. Íbúar á Suðurnesjum gera sér ekki allir grein fyrir hvaðan vatn- ið kemur,“ segir Ólafur Þór um við- brögðin við viðtalinu. Ólafur Þór, sem er jafnframt for- seti bæjarstjórnar í Sandgerði, segir þá sem vilja framkvæma í Hvassa- hrauni þurfa að hafa frumkvæði varðandi breytta landnotkun þar. Fyrst þurfi að ræða við viðkom- andi sveitarfélag. Sé það vilji sveitar- félagsins að eiga við svæðið þurfi að taka málið upp á vettvangi svæðis- skipulagsins. Samkvæmt lögum skuli taka ákvörðun um það í upphafi hvers kjörtímabils hvort svæðis- skipulag skuli endurskoðað. Óvænt staða í Hvassahrauni  Vatnsverndin kom mörgu fólki á óvart Morgunblaðið/Árni Sæberg Vatnsvernd Úr Hvassahrauni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.