Morgunblaðið - 17.06.2017, Side 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2017
SJÓVÁ
KVENNAHLAUP ÍSÍ
Sjáumst 18. júní!
Upplýsingar um alla hlaupastaði á kvennahlaup.is
Hlaupið er frá:
Frjálsíþróttavellinum
í Mosfellsbæ kl. 11.
Vegalengdir í boði: 900 m,
3 km, 5 km og 7 km.
Garðatorgi í Garðabæ kl. 14.
Vegalengdir í boði: 2 km,
6 km og 10 km.
Kynnir verður
Eva Ruza.
Andlitsmálning
og tónlistaratriði.
Ráðstefna um Leiðtoga framtíð-
arinnar (e. Tomorrow’s Leader-
ship) fer fram í Hörpu á kvenrétt-
indadaginn 19. júní. Frumkvöðlar
og leiðtogar úr ýmsum áttum stíga
á svið og deila framtíðarsýn sinni.
Erlendir gestir verða þau Vikki
Brock, markþjálfi og alþjóðafyrir-
lesari, sem unnið hefur með Nasa
og ýmsum heimsþekktum stórfyrir-
tækjum, og Tiger Singleton/
Tigmonk, meistari í núvitund og
innsæisþjálfari.
Íslenskir fyrirlesarar verða fjór-
ir: Árelía Eydís Guðmundsdóttir,
dósent við viðskiptadeild Háskóla
Íslands, Anna Steinsen, markþjálfi
og jógakennari, stofnandi og eig-
andi KVAN, Kristján Ómar Björns-
son, stofnandi grunnskólans NÚ, og
Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknar-
prestur í Garðaprestakalli.
Evolvia í eigu Matilda Gregers-
dotter, frumkvöðuls í markþjálfun
á Íslandi, stendur fyrir ráðstefn-
unni.
Framtíðar-
leiðtogar í
Kaldalóni
Frumkvöðlar úr
ýmsum áttum tala
Morgunblaðið/Ómar
Framtíðin Leiðtogar framtíð-
arinnar bregða á leik í Hörpu.
Vinna við endurgerð Hafnarstrætis
á milli Pósthússtrætis og Tryggva-
götu er í fullum gangi. Jarðvegs-
vinnu er að mestu lokið og verið að
undirbúa hellulögn. Framkvæmd-
um á að ljúka í ágúst nk. og stefnir
í að það standist og jafnvel gott
betur. Fyrirtækið Grafa og grjót
ehf. átti lægsta tilboð í verkið, 90,9
milljónir króna.
Svæðið verður allt hellulagt utan
brústeinslagna meðfram húsum og
þvert á götu á nokkrum stöðum.
Engin bílastæði verða við þennan
hluta götunnar utan tvö merkt
stæði fyrir fatlaða. Fráveita
(skólp/regnvatn) var endurnýjuð
og jafnframt tvöfölduð. Þá voru
vatnslagnir endurnýjaðar. Endur-
nýja þurfti rafstrengi vegna lýs-
ingar og reisa ljósastólpa. Snjó-
bræðslukerfi var lagt í götur,
gönguleiðir og torg og komið verð-
ur fyrir gróðri, gróðurkerum og
bekkjum.
Loks verður komið fyrir „vatns-
skúlptúr“ á torgsvæði, sem verður
austan við Kolasund og tengist
gönguleið sem mun liggja frá
Hörpu (hinu nýja Reykjastræti) að
Lækjargötu. Ekki verður leyfður
akstur bifreiða austan við Kola-
sund.
Kolasund var lítil gata í miðbæ
Reykjavíkur, vestan við Útvegs-
bankahúsið (þar sem Héraðsdómur
Reykjavíkur er nú) og lá milli Aust-
urstrætis og Hafnarstrætis. Þegar
byggt var vestan við húsið árið
1962 hvarf suðurendi Kolasundsins
en norðurendinn er ennþá til og er
nú húsasund. sisi@mbl.is
Endurbótum miðar vel
Morgunblaðið/RAX
Hafnarstræti Allt er að verða tilbúið á svæðinu fyrir hellulögn.
Endurnýjað Hafnarstræti á að verða tilbúið í ágúst
Biskup Íslands,
Agnes M. Sigurð-
ardóttir, hefur
ákveðið að skipa
séra Stefán Má
Gunnlaugsson í
embætti héraðs-
prests í Kjal-
arnesprófasts-
dæmi. Séra
Stefán var áður
sóknarprestur á
Hofi í Vopnafirði.
Biskup skipaði í embættið í ljósi
niðurstöðu matsnefndar og í sam-
ræmi við tillögu héraðsnefndar.
Auk séra Stefáns sóttu um emb-
ættið séra Bára Friðriksdóttir, séra
Fritz Már Berndsen Jörgensson,
Guðrún Áslaug Einarsdóttir, guð-
fræðingur, séra Ingileif Malmberg
og séra Ursula Árnadóttir.
Umsóknarfrestur rann út 26. apríl
sl. og veittist embættið frá 1. júní sl.
sisi@mbl.is
Séra Stefán
var valinn nýr
héraðsprestur
Stefán Már
Gunnlaugsson