Morgunblaðið - 17.06.2017, Page 12

Morgunblaðið - 17.06.2017, Page 12
Edda og jafn- framt að í Iðnó sé búið að setja upp þennan líka fína tísku- sýningarpall. Kolbrún áréttar að þótt viðburðurinn hverfist um tísku sé hvorki um að ræða tískusýningu í eiginlegum skiln- Hópurinn Leikhúslistakonur 50+ var stofnaður óformlega af nokkrum leik- húslistakonum í ágúst 2014 í þeim tilgangi að setja á svið áhugaverða viðburði sem gætu haft áhrif og breytt viðhorfum fólks til þátttöku eldri kvenna í list- um. Fljótlega fjölgaði í hópnum og var félagið Leihúslistakonur 50+ form- lega stofnað 21. mars í fyrra. Félagskonur eru nú milli 60 og 70. Konur og krínólín er stærsta verkefni félagsins fram til þessa og hafa æfingar staðið yfir um tveggja mánaða skeið. Nokkuð stopult þó því flestar eru konurnar í fullu starfi eða með alls konar verkefni í leikhúsum, við kvikmyndir og sjónvarp eða á öðrum vettvangi. Eitt af markmiðum félagskvenna er að vekja athygli á að þroski og reynsla kvenna yfir fimmtugt úr leikhúsheiminum sé sannkallaður fjársjóður sem vert sé að nýta. Fjársjóður í reynslu og þroska LEIKHÚSLISTAKONUR 50+ förðunarfræðingur, hárkollu- og hárgreiðslumeistari, ball- erína, leikhúsfræðingur og síðast en ekki síst „dress- erar“, eins og þeir sem klæða sviðslistafólkið í og úr milli atriða eru kallaðir á leik- húsmáli.“ Flestir búningarnir eru fengnir að láni hjá Þjóðleik- húsinu og úr búninga- og skart- gripasafni Helgu Björnsson, sem á árum áður var hönnuður hjá frægustu tískuhúsum Par- ísar og hefur haft yfirumsjón með hönnun sýningarinnar. Kolbrún lýkur einnig lofs- orði á Ingveldi E. Breið- fjörð, saumakonu og „dresser“ í Þjóðleikhús- inu í áratugi, sem hefur yfirfarið hvern búning og jafnvel saumað það sem vantaði inn í. „Við stiklum á stóru í tískusögunni; frá krínólíni til ras- spúða, frá efnis- litlum charleston- kjólum til tjull- kjóla í ætt við rjómatertur og konfektkassa, frá litla svarta kjóln- um til Hagkaups- sloppsins,“ upp- lýsa Kolbrún og Tískusagan færð í stílinn Leikhúslistakonur 50+ taka þátt í 17. júní hátíð- arhöldunum í Reykjavík með því að gefa hátíð- argestum innsýn í tískuheim liðinnar aldar. Hátt á þriðja tug kvenna úr öllum kimum leik- húsheimsins leggur hönd á plóg í listgjörn- ingnum Konur og krínólín, sem fluttur verður kl. 16 í dag í Iðnó. „Dresserinn“ leikur stórt hlutverk og Hagkaupssloppur kemur við sögu. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Það er ekki þurr þráður áokkur eftir æfingar. Ef viðhefðum vigtað okkur áðuren við byrjuðum að æfa væri árangurinn mælanlegur í mörg- um kílóum. Við stælumst á líkama og sál. Þetta er búið að vera óskaplega skemmtilegt og líka gott fyrir heils- una,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, sem ásamt hátt á þriðja tug lista- kvenna í hópnum Leikhúslistakonur 50+, gefur áhugasömum innsýn í tískuheim liðinnar aldar í Iðnó í dag. Raunar spannar listgjörningurinn Konur og krínólín tímabilið allt frá 1890, en gefur tískunni frá 1990 hins vegar engan gaum. „Eftir þann tíma hefur enda ekkert gerst í tískunni, „eigthies“ var toppurinn,“ segir hún kankvís á svip. Hugmyndasmiður og handritshöfundur gjörningsins, Edda Björgvinsdóttir, er hjartanlega sam- mála. Báðar eru líka svolítið veikar fyrir krínólínum, eða pilsaglennum eins og þau eru líka kölluð, og konur brúkuðu fyrir aldamótin 1900. Frá krínólíni til rasspúða „Konurnar sem standa að sýn- ingunni eru úr öllum kimum leikhúss- ins,“ segir Kolbrún og þylur upp starfsheitin: „Leikkonur, leikstjórar, búningahönnuður, tískuhönnuður, saumakona, leikmyndahönnuður, ingi né vísindalega heimildasýningu um tísku gegnum tíðina. Ekki fíflagangur en vel hægt að hlæja „Listgjörningurinn er afrakstur samvinnu og þróunarvinnu margra fjölhæfra listakvenna með mikla og ólíka reynslu úr leikhúsheiminum. Við kynntum okkur tísku og tónlist Morgunblaðið/Eggert Hippinn og skartkonan Edda í hippalegum fötum frá 1970-1980 og Kolbrún skrautlega búin í múnderíngu eins og þótti flottust um 1910-1920. 1890-1900 Vil- borg Halldórs- dóttir í krínólíni. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2017 Sími: 535 1200 | sala@iskraft.is | iskraft.is Fjöldi þekktra vörumerkja sem fagmaðurinn þekkir og treystir Fáðu ráð hjá fagmönnum um val á lýsingu hefur tekið höndum saman við alþjóð- lega hönnuði um að kynna nýjar lausnir í lýsingu með steinsteypu, við og áli. S te yp a V ið ur Á l Þeir sem eru áhugasamir um ís- lenska þjóðbúninga og langar að vita meira um þá, eða vilja fá leið- beiningar um hvernig laga megi eða breyta eigin þjóðbúningi, ættu að gera sér ferð í Norska húsið í Stykkishólmi nk mánudag, 19. júní, kl. 17-20. Þá ætla góðir gestir frá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands að koma þangað í heimsókn, þær Oddný Kristjánsdóttir, klæðskeri og kennari í þjóðbúningasaumi, Inda Dan Benjamínsdóttir, kennari í bal- dýringu og flauelsskurði, og Guð- björg Inga Hrafnsdóttir kniplkenn- ari. Í tilkynningu kemur fram að boðið verði upp á fræðslu um þjóð- búninga og þá sérstaklega geymslu þeirra og varðveislu. Gestum býðst að koma með eigin búninga til skoðunar, til dæmis með tilliti til að kanna möguleika á lagfæringum og breytingum auk þess sem Inda og Guðbjörg munu baldýra og knipla gestum til yndisauka. Allir eru velkomnir og boðið verð- ur upp á veitingar í hléi. Skráning fer fram hjá Hjördísi Pálsdóttur í síma 865-4516 eða á netfanginu hjordis@norskahusid.is Þjóðbúningafræðsla í Norska húsinu Stykkishólmi Fólki boðið að koma með eigin þjóðbúninga til skoðunar Morgunblaðið/Kristinn Glæsilegt Þau eru heldur betur fögur klæðin sem heita þjóðbúningar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.