Morgunblaðið - 17.06.2017, Qupperneq 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2017
✝ Dóra LaufeySigurðardóttir
fæddist 16. des.
1928 að Hvoli í
Saurbæ. Hún lést 1.
júní 2017.
Foreldrar henn-
ar voru sr. Sig-
urður Zóphonías
Gíslason, prestur
Staðarhólsþinga í
Dalasýslu en síðan
í Sandaprestakalli í
Dýrafirði, f. 15. júlí 1900, d. 1.
jan. 1943, og Guðrún Jónsdóttir,
f. 5. jan. 1904, d. 9. sept. 1963.
Systkini hennar: Ólöf hús-
mæðrakennari, f. 25.11. 1927, d.
4.8. 1995, Jón, f. 14.3. 1932,
hljómlistarmaður, d. 30.4. 2007,
Ásgeir, f. 11.11. 1933, tón-
Dóttir þeirra Ingibjörg Sig-
urðardóttir grafískur hönn-
uður, f. 12.12. 1985. Maki Vignir
Sigurðsson, f. 3.12. 1985, lækn-
ir. Börn þeirra Sigurður Elí
Vignisson, f. 12.5. 2011, og
Ronja Vignisdóttir, f. 11.8.
2013.
Dóra Laufey ólst upp á Þing-
eyri við Dýrafjörð fram á ung-
lingsaldur þar til hún flutti til
Reykjavíkur. Hún lauk gagn-
fræðaprófi við Gagnfræðaskóla
Vesturbæjar og stundaði síðar
nám við Húsmæðraskólann á
Staðarfelli. Hún hóf ung störf á
Landsímanum í Reykjavík þar
til hún hóf búskap með manni
sínum í Hafnarfirði. Sem ung
ekkja og einstæð móðir hóf hún
störf fyrst á Bæjarskrifstofu
Hafnarfjarðar og síðar hjá Pósti
og síma í Hafnarfirði þar sem
hún starfaði óslitið til 1998 þeg-
ar hún fór á eftirlaun.
Útför Dóru Laufeyjar Sigurð-
ardóttur fór fram frá Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði 12. júní 2017.
l.skólastj., Jónas
Gísli, f. 22.5. 1935,
símvirki, Gunnar, f.
25.1. 1939, endur-
skoðandi.
Maki 1) (28.8.
1954) Hörður
Kristinsson loft-
skeytamaður, f.
27.8. 1929 í Hafn-
arfirði, fórst með
togaranum Júlí 8.2.
1959. Maki 2) Giss-
ur V. Kristjánsson hdl. Þau
skildu.
Synir hennar Kristinn Harð-
arson, f. 28.5. 1954, verkfræð-
ingur, og Sigurður Harðarson,
f. 26.9. 1957, iðnverkamaður.
Maki Ólöf Erlingsdóttir, f. 26.6.
1956, þau skildu.
Faðir Dóru Laufeyjar, séra
Sigurður Z. Gíslason, hóf vígslu-
ræðu sína hinn 24. nóv 1927 á eft-
irfarandi orðum:
„Ástríki frelsari vor, Drottinn
Jesús Kristur. Lofaður sértu og
vegsamaður fyrir kærleika þinn
og að þú manst stöðugt til vor,
sérð þarfir vorar og kemur til vor
til þess að hjálpa oss …“ Þessi fyr-
irbæn föður hennar mun ekki hafa
verið sú eina sem fylgdi börnum
hans og hefur hjálpað þeim á ör-
lagastundum þeirra.
Við kveðjustund elskulegrar
mágkonu ríkir söknuður og mikil
þökk fyrir liðnar samverustundir
um langa ævi.
Þær systur, Ólöf mín, sem lést
1995 og Dóra voru mjög samrýnd-
ar og milli þeirra ríkti ávallt náið
trúnaðarsamband. Milli þeirra og
yngri bræðranna fjögurra var
ætíð mikil vinátta sem var mikill
styrkur. Ótímabært fráfall föður
þeirra átti örugglega sinn þátt í
því að þjappa þeim systkinum og
móður þeirra vel saman. Dóra,
sem var næstelst, var nýorðin 14
ára þegar séra Sigurður lést í
snjóflóði þar sem hann var einn á
ferð á nýársdag 1943 á leið að
Hrauni í Keldudal til messuhalds.
Engin áfallahjálp var til staðar við
það mikla áfall í fjölskyldunni og
mun skortur á nauðsynlegri um-
ræðu hafa markað djúpt ör í til-
finningalíf systkinanna. En fjöl-
skyldan vann einhuga saman og
mestu brotsjóum örlaganna var
bægt frá.
En margt breyttist í lífi Dóru
við fráfall föðurins. Fyrirhuguð
ferð systranna beggja um vorið til
inntökuprófs við Menntaskólann á
Akureyri var slegin af en faðir
þeirra var búinn að undirbúa þær
undir prófið í Unglingaskólanum
sem hann hafði veitt forstöðu í
mörg ár á Þingeyri. Ekkjan og
börnin öll fluttu til Reykjavíkur
síðar um árið. Dóra lauk skóla-
göngu í Reykjavík og á Hús-
mæðraskólanum á Staðarfelli þar
sem Ólöf mín var skólastjóri.
Önnur holskefla örlaga féll yfir
þegar Hörður, fyrri eiginmaður
Dóru, fórst sviplega með togaran-
um Júlí 8. febr. 1959. Þá kom enn á
ný í ljós hversu samrýndar syst-
urnar og fjölskyldan öll var. Við
Ólöf fluttum þá tímabundið til
Dóru til Hafnarfjarðar og þar
náðu systurnar að vera saman
einn vetur. Það var aðdáunarvert
að fylgjast með því hvernig Dóra
náði að takast á við þetta áfall og
byggja upp kjark sinn og framtíð-
arstarf ásamt því að vinna að upp-
eldi tveggja sona sinna af mikilli
kostgæfni. Samfélagið veitti henni
bæði fjárhagslegan og andlegan
styrk sem var alveg ómetanlegur.
Dóra giftist síðar Gissuri Krist-
jánssyni. Það var alla tíð mjög
notalegt að koma á heimili þeirra.
Þar ríkti rausn og góð samvera og
þar áttum við Ólöf margar
ánægjulegar stundir.
Þolgæði í veikindum og áföllum
á lífshlaupinu var styrkur Dóru
alla tíð. Eftir langvinn veikindi er
það huggun ástvina hennar að:
„Ástríki frelsari vor kemur til vor
til þess að hjálpa oss.“ Megi hún
njóta fagnandi komu til nýrra
heimkynna.
Blessuð sé minning Dóru og
sendum við Bryndís, Sigrún og
fjölskylda innilegar samúðar-
kveðjur til Kristins, Sigurðar,
Ingibjargar og barnabarnanna.
Hjörtur Þórarinsson.
Dóra Laufey
Sigurðardóttir
Elsku pabbi, ég
veit ekki alveg hvar
ég á að grípa niður í
minningar mínar
um þig. Þú hafðir
svo gaman af að segja mér sögur
af lífinu og hvernig þú kynntist
mömmu og frá fyrsta ballinu ykk-
ar uppi á Álafossi, hestaævintýr-
unum þínum... Góða skapið þitt
og umburðarlyndið þitt gagnvart
mér og öllum. Stundirnar sem við
dönsuðum saman og allir ísbíl-
túrarnir sem við fórum í. Þú varst
styrkur minn og mömmu.
Guðmunda og Elín.
Hann afi minn var einstakur
maður sem hafði mikla ást að
gefa. Stundirnar sem ég hef átt
með afa eru óteljandi, hann hefur
einhvern veginn alltaf verið á
staðnum ef einhverjir viðburðir í
Birgir Kristján
Kristjánsson
✝ Birgir KristjánKristjánsson
fæddist 4. ágúst
1932. Hann lést 30.
maí 2017.
Útför Birgis fór
fram 15. júní 2017.
lífi mínu hafa gerst
en passaði að vera
alltaf mættur svona
klukkustund áður
en allir aðrir mættu.
Ég var svo hepp-
in að fá að alast að
hluta til upp hjá
ömmu og afa og
voru það forréttindi,
sérstaklega ef ég
hugsa til þess í dag
og þá að hafa átt
svona hversdagslegar minningar
um hluti, eins og að vita að afi
vildi alltaf raka sig á hverju
kvöldi, fara í bað og láta sig svo
þorna á baðkantinum með bleika
handlæðið. Hann smurði líka
nestið sitt alltaf samvisku-
samlega í gula stóra nestisboxið,
meðan ég sat við hliðina á honum
og fékk oftast eitthvert nasl líka.
Sögustundirnar okkar voru líka
okkar bestu stundir, þarna lá ég
með afa meðan hann byrjaði sög-
una og viti menn, allt í einu vor-
um við komin í ævintýraheim þar
sem réttlætið sigraði alltaf að
lokum.
Það hefur alltaf allt verið best
ef afi gerði það, sem dæmi: ef
hann borðaði einhvern mat þá
borðaði ég það hjá honum, sama
þó það væri köld skata, bara svo
lengi sem það kæmi af disknum
hans.
Þegar afi vann í Húsasmiðj-
unni þá þekkti hann líka Prins
Polo manninn sem mér fannst
auðvitað stórmerkilegt, og fór
hann svo í skrifborðsskúffuna
sína og sótti eitt stykki.
Þeir voru líka ófáir bíltúrarnir
sem við fórum í Eden til að fá
okkur ís og sjá hvort við gætum
fundið póstkortið af ykkur að
fara yfir á hestunum.
Svona halda minningarnar
áfram að hrannast upp og maður
áttar sig á því að þú hefur leitt
mig í gegnum þetta líf hingað til.
Svo var það árið 2011 að hann
Daníel minn kom í heiminn og ég
gleymi því aldrei þegar þú komst
upp á spítala, tókst hann í fangið
og grést. Þið hafið svo alla tíð síð-
an átt yndislegt samband sem
mun aldrei gleymast.
Undanfarin ár hef ég horft á
þig berjast við þinn sjúkdóm af
miklu æðruleysi, kærleik og já-
kvæðni en það er einmitt það sem
mér finnst þú standa fyrir. Alltaf
settirðu alla á undan þér og gerð-
ir fram að síðustu stundu.
Þetta ferðalag sem við áttum
saman á þessari lífsleið hefur
verið mér ómetanlegt, þú verður
alltaf mín mesta fyrirmynd og
mun ég halda áfram að segja sög-
ur og minnast þín alla tíð, elsku
fallega ljónið mitt.
Þín afastelpa,
Birgitta K.
Sigurbjörnsdóttir.
Nú hefur hann afi Birgir kvatt
þennan heim eftir hetjulega bar-
áttu við krabbamein.
Mikið er ég þakklát fyrir þær
óteljandi stundir og samtöl sem
við afi höfum átt í gegnum árin.
Ég hef dáðst að þeirri auð-
mýkt og æðruleysi sem hann hef-
ur sýnt síðustu ár.
Hann afi var aldrei feiminn við
að sýna tilfinningar sínar, tjá ást,
umhyggju eða jafnvel fella tár.
Það var aldrei langt í hláturinn
heldur og var hann afi gleðigjafi
allt til endaloka.
Vertu sæll, elsku afi. Þú hefur
markað líf mitt sem fjölda ann-
arra og sá sem auðgar líf annarra
hefur vissulega lifað góðu og þýð-
ingarmiklu lífi.
Guð sá að þú varst þreyttur
og þrótt var ekki að fá,
því setti hann þig í faðm sér
og sagði: „Dvel mér hjá“
Harmþrungin við horfðum
þig hverfa á annan stað,
hve heitt sem við þér unnum
ei hindrað gátum það.
Hjarta, úr gulli hannað,
hætt var nú að slá
og vinnulúnar hendur
verki horfnar frá.
Guð sundur hjörtu kremur
því sanna okkur vill hann
til sín hann aðeins nemur
sinn allra besta mann.
(Þýð. Á. Kr. Þorsteinsson.)
Þín
Helga.
✝ Níels ÓmarLaursen fædd-
ist í Reykjavík 22.
ágúst 1962. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 27. maí
2017.
Foreldrar hans
voru Kristian
Laursen, f. 23.
nóvember 1912, d.
5. apríl 1991, og
Valgerður Ólafsdóttir, f. 4. des-
ember 1926, d. 30. desember
2006. Bróðir Níelsar er Óli
Guðlaugur Laur-
sen, kona hans er
Auður Ingibjörg
Hafþórsdóttir.
Börn þeirra eru: 1)
Kristian Valur, f.
1984 (móðir hans
er Barbara Ólafs-
dóttir). Sambýlis-
kona hans er
Heiða Ingvadóttir.
2) Birta Ósk, f.
1996. 3) Hafþór
Örn, f. 2003.
Útför Níels fór fram í kyrr-
þey 7. júní 2017.
Núna er minn kæri vinur Níels
farinn til feðra sinna eftir
skammvinn veikindi. Hann aldrei
kvartaði yfir neinu, tók öllu af
æðruleysi og hetjuskap. Kynni
okkar byrjuðu þegar við fluttum í
Bakkahverfið í neðra Breiðholti.
Með öllum þeim ævintýrum sem
eru fyrir krakka þegar hús eru í
byggingu.
Áhugi okkar á fótbolta sér-
staklega, enska boltanum þar
sem þú varst grjótharður Úlfur
og Víkingur.
Það verður mikið tómarúm að
geta ekki komið til þín í heimsókn
næsta vetur og farið yfir leiki
helgarinnar. Eftir að þú fluttir í
Hátún fyrir 12 árum síðan náðir
þú að komast mjög fljótt inn í
samfélagið. Var oft glatt á hjalla
þegar verið var að horfa saman á
leiki og mörg gullkorn voru látin
falla.
Núna er stórt skarð fallið í
þann hóp. Síminn þagnaður eftir
vinskap í yfir 46 ár. Innilegar
samúðarkveðjur til Óla Auðar og
félaga hans í Hátúni.
Góður vinur farinn er,
langt fyrir aldur fram,
allir þeir sem þekktu hann
eiga mikið eftir að sakna hans.
Aðalsteinn R. Björnsson.
Níels Ómar Laursen
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Ættmóðir okkar,
SIGURLAUG A. STEFÁNSDÓTTIR,
verður jarðsett frá Þorlákskirkju í
Þorlákshöfn þriðjudaginn 20. júní
klukkan 10.30.
Hildur Gunnarsdóttir Jóhannes Jónsson
Áslaug Þorsteinsdóttir
Stefán Gunnarsson Helga Sigurbjörnsdóttir
Ágústa Gunnarsdóttir Leigh Woods
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
JÓHANNA SÆMUNDSDÓTTIR,
Vallargötu 25,
Keflavík,
lést á Nesvöllum í Reykjanesbæ
mánudaginn 12. júní.
Útförin verður auglýst síðar.
Valdimar S. Gunnarsson
Sæmundur Valdimarsson Herdís Óskarsdóttir
Gunnar B. Valdimarsson Sigríður H. Guðmundsdóttir
Sveinn Valdimarsson Brynja Eiríksdóttir
Rúnar Gísli Valdimarsson Guðrún Huld Kristinsdóttir
barnabörn og langömmubörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BENÓNÝ BENEDIKTSSON,
Borgarhrauni 7,
Grindavík,
lést þriðjudaginn 6. júní.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju
þriðjudaginn 20. júní klukkan 14.
Ása Lóa Einarsdóttir
Ellen Björnsdóttir
María Benónýsdóttir Hörður Guðbrandsson
Edda Benónýsdóttir Jóhann Örn Kristinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, sonur og bróðir,
SÍMON PÁLL JÓNSSON,
Seljabraut 50,
lést miðvikudaginn 14. júní á
gjörgæsludeild Landspítalans.
Aron Páll Símonarson
Elvar Máni Símonarson
Eygló Magnúsdóttir Jón Símon Gunnarsson
og systkini hins látna
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
HALLDÓR ÁRNASON,
Dóri skó,
Akureyri,
lést á öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
fimmtudaginn 15. júní.
Anna Gréta Halldórsdóttir Aðalsteinn Sigurgeirsson
Ása Björk Þorsteinsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson Margrét Harpa Þorsteinsdóttir
Freydís Ágústa Halldórsd. Jóhann Skírnisson
Elma Dóra Halldórsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn