Morgunblaðið - 17.06.2017, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.06.2017, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2017 Gríman 2017 Fjölskyldusöngleikurinn Blái hnött- urinn eftir Andra Snæ Magnason í leikgerð og leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar hlaut flest verðlaun þeg- ar Gríman – íslensku sviðslista- verðlaunin voru veitt í 15. sinn við há- tíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í gær. Sýningin var tilnefnd til fimm verð- launa og hlaut fern, fyrir tónlist Kristjönu Stefánsdóttur, dans- og sviðshreyfingar Chantelle Carey, leikmynd Ilmar Stefánsdóttur og sem barnasýning ársins. Alls skiptu ellefu sýningar með sér verðlaununum 19 auk þess sem Garð- ar Cortes hlaut heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands fyrir ævistarf sitt í þágu sviðslista á Ís- landi. Sýning ársins var valin Fórn – No Tomorrow eftir Margréti Bjarna- dóttur og Ragnar Kjartansson sem jafnframt voru verðlaunuð sem dans- höfundar ársins. Leikrit ársins var Sóley Rós ræstitæknir eftir Maríu Reyndal og Sólveigu Guðmunds- dóttur, en Sólveig var einnig verð- launuð sem leikkona ársins í aðal- hlutverki. Leikstjóri ársins var Una Þorleifsdóttir fyrir Gott fólk, en Stef- án Hallur Stefánsson var verðlaunað- ur sem besti leikarinn í aðalhlutverki í sömu sýningu. Söngkona ársins var valin Katrín Halldóra Sigurðardóttir fyrir túlkun sína á Elly í samnefndum söngleik, en Stefanía Adolfsdóttir var verðlaunuð fyrir búninga í sömu sýningu. Katrín Gunnarsdóttir var valin dansari ársins í Shades of History. Lifun eftir Jón Atla Jónasson var val- in útvarpsverk ársins. Sproti ársins var valin Gréta Kristín Ómarsdóttir. Kristbjörg Kjeld hlaut sín fimmtu Grímuverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki í Húsinu. Söngvari ársins Katrín Halldóra Sigurðardóttir t.h. fyrir Elly. Leikstjóri ársins Una Þorleifsdóttir fyrir Gott fólk. Dansari ársins Katrín Gunnarsdóttir. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Barnasýning ársins Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason í leikgerð Bergs Þórs Ingólfssonar. Leikari ársins Stefán Hallur Stefánsson fyrir Gott fólk í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Leikkona ársins Sólveig Guðmundsdóttir fyrir Sól- eyju Rós ræstitækni í sviðsetningu Garps. 11 sýningar verðlaunaðar  Katrín Halldóra söngvari ársins sem Elly  Kristbjörg Kjeld hlaut sína 5. Grímu  Gréta Kristín sproti ársins Sýning ársins Fórn - No Tomorrow og verðlaunahafar fögnuðu vel. Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR 7.4.2017 - 31.12.2019 Valin verk úr safneign HRAFNHILDUR ARNARDÓTTIR / SHOPLIFTER Taugafold VII / Nervescape VII 26.5. - 22.10. 2017 STEINA - ELDRÚNIR (PYROGLYPHS) 4.3. - 20.8.2017 VASULKA-STOFA Miðstöð fyrir raf- og stafræna list á Íslandi SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 10-17. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR SAMSKEYTINGAR 3.9.2016 - 17.09.2017 Opið daglega kl. 14-17, lokað mánudaga. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 14.9.2017 Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Fuglarnir, fjörðurinn og landið í Myndasal Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi í Bogasal Hugsað heim á Vegg Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Laugardagur 17.júní: Ókeypis aðgangur Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld Spegill samfélagsins 1770 Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi. Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið alla daga frá 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið alla daga frá 10-17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.