Morgunblaðið - 17.06.2017, Side 26

Morgunblaðið - 17.06.2017, Side 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2017 Loftpressur - stórar sem smáar Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Rússneski herinn tilkynnti í gær að hann væri að rannsaka hvort Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi hryðju- verkasamtakanna Ríkis íslams, hefði fallið í loftárás rússneskra herþotna í Sýrlandi í síðasta mánuði. Banda- ríkjastjórn og bandamenn hennar sögðust ekki geta staðfest að Bagh- dadi væri látinn. Baghdadi lýsti sjálfan sig „kalífa“ fyrir þremur árum, þegar samtök hans höfðu náð yfirráðum yfir stórum hluta af bæði Sýrlandi og Írak. Baghdadi hefur ekki komið fram opinberlega síðan þá. Samkvæmt heimildum Rússa mun Baghdadi hafa fallið þegar Sukhoi-þotur þeirra gerðu loftárás nálægt borginni Raqqa í Sýrlandi, sem sögð hefur verið „höfuðborg“ hryðjuverkasamtakanna. Mun árás- in hafa beinst að stað, þar sem sagt var að helstu foringjar Ríkis íslams hefðu verið að leggja á ráðin um flótta frá borginni. Heimildirnar óstaðfestar enn „Æðstu yfirmenn hersveita hins svokallaða Ríkis íslams, um 30 her- foringjar og um 300 vígamenn sem gættu þeirra féllu í þeirri árás,“ sagði í tilkynningu rússneska hers- ins í gær. Kom þar einnig fram að enn væri eftir að staðfesta það að Baghdadi hefði verið á meðal þeirra sem sóttu þennan fund. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra sögðust heldur ekki geta stað- fest að Baghdadi væri fallinn, en þeir fengu vitneskju um loftárás Rússa þegar hún var gerð. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Baghdadi, sem stundum hefur verið kallaður „draugurinn“, er talinn af eða sagður hafa særst í átökunum í Sýrlandi, en hann hefur farið huldu höfði í nærri þrjú ár. Segja kalífann fallinn  Rússar telja sig hafa náð að fella leiðtoga Ríkis íslams í loftárás í síðasta mánuði Abu Bakr al-Baghdadi Donald Trump Bandaríkjaforseti hlustar hér á kúb- anska fiðluleikarann Luis Haza spila bandaríska þjóð- sönginn. Trump hafði stuttu áður undirritað forseta- tilskipun, þar sem hann nam úr gildi samkomulag Baracks Obama, fyrirrennara síns, við stjórnvöld í Kúbu um aukin viðskipti. „Við munum ekki aflétta refsiaðgerðum okkar fyrr en allir samviskufangar á Kúbu eru frjálsir ferða sinna,“ sagði Trump. AFP Mun viðhalda refsiaðgerðum um sinn Samskipti Bandaríkjanna og Kúbu Tveir menn létu lífið í mótmælum í Venesúela í fyrrinótt. Tala þeirra sem hafa látist í mótmæl- unum er þar með komin í 72. Nánast dagleg mótmæli hafa staðið síðan 1. apríl gegn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. Krafist er að hann stígi til hliðar og að nýjar kosningar verði haldnar. Mótmælin hafa gerst mun ofsafengnari síðustu vikur en meira en þúsund manns hafa slasast. Þá hafa yfir þrjú þús- und einstaklingar verið hand- teknir. Mótmælendur kenna Mad- uro um að hafa valdið efnahagskreppunni sem ríkir í landinu. Mikill skortur er á mat, lyfjum og öðrum nauðsynjum. Maduro segir kreppuna vera sam- særi stutt af Bandaríkjunum. Fleiri láta lífið í mót- mælum í Venesúela Nicolas Maduro VENESÚELA Kínversk yfirvöld sögðu í gær að sprenging í fyrradag, þar sem átta manns létust og fjöldi annarra særðist við leikskóla, hefði verið framin af 22 ára gömlum manni, sem er á meðal hinna látnu. Maðurinn er sagður hafa átt við andleg vandamál að stríða, en hann bjó í nágrenni skólans í Fengxian í austurhluta Kína og starfaði á veit- ingastað. Lögreglan fann efni til sprengju- gerðar á heimili mannsins, auk þess sem líflátshótanir voru skrifaðar á veggi íbúðarinnar. Maðurinn, sem hafði eftirnafnið Xu, mun hafa verið einrænn og feiminn í samskiptum við annað fólk. Ekki er enn vitað hvers vegna Xu ákvað að ráðast á leikskólann. Mörg hundruð nemendur sækja skólann. Að minnsta kosti átta manns létust og 65 særðust í árás- inni, en í fyrstu var talið að um gas- sprengingu hefði verið að ræða. Sökudólgurinn með geðræn vandamál KÍNA Lundúnalögreglan handtók í gær- morgun mann við breska þinghúsið, er hann gekk þangað einbeittum skrefum með hníf í hendi. Beitti lög- reglan rafbyssu til þess að yfirbuga manninn, sem var sagður á fertugs- aldri. Var hann síðan leiddur um borð í lögreglubíl. Engan sakaði að sögn lögreglunnar. Um þrír mánuðir eru liðnir frá því að Khalid Masood var felldur af lög- reglunni við þinghúsið, eftir að hann hafði ekið bíl sínum á gangandi veg- farendur á Westminster-brúnni og síðan stungið lögreglumann til bana. Öryggisgæsla við þinghúsið var aukin í kjölfar atviksins, og var starfsfólki þingsins og öðrum í ná- grenninu meinað um stund að yf- irgefa svæðið, meðan gengið var úr skugga um að ástandið væri tryggt. Samkvæmt yfirlýsingu frá lög- reglunni var ekki búið að komast að því hvað manninum gekk til. Var því ekki búið að skera úr um hvort um tilraun til hryðjuverks hefði verið að ræða. Staðsetning atviksins þýddi þó að öryggislögregla Bretlands setti rannsókn málsins í algjöran forgang. Tekinn með hníf við þinghúsið AFP Viðbúnaður Lögreglan yfirbugaði mann með hníf við þinghúsið í gær.  Maðurinn yfirbugaður með rafbyssu Íslamistum í Svíþjóð hefur fjölgað talsvert á síðustu árum, samkvæmt nýrri skýrslu sem sænska öryggis- lögreglan, Säpo, kynnti í gær. Kom þar fram að fjöldi þeirra sem lög- reglan skilgreindi sem „ofbeldisfulla íslamista“ hefði fjölgað úr 200 talsins árið 2010 og upp í nokkur þúsund. Var þó sérstaklega tekið fram, að Säpo telur einungis örfáa þeirra færa um að skipuleggja hryðjuverk. Anders Thornberg, yfirmaður ör- yggislögreglunnar, sagði að ástandið væri alvarlegt, þar sem öfgamönn- um yxi ásmegin. Thornberg sagði að helsta orsökin fyrir þessari aukningu væru hryðju- verkasamtökin Ríki íslams og hinn linnulausi áróður sem þau hefðu haft uppi á netinu. Árangur samtakanna væri sá helstur að hafa náð að sam- eina marga ólíka hópa öfgamanna undir sínum hatti. Säpo fær nú um 6.000 ábendingar um möguleg hryðjuverk í hverjum mánuði, en árið 2012 fékk lögreglan um 2.000 ábendingar að jafnaði á mánuði. Íslamistum fjölgað mjög í Svíþjóð  Säpo með nýja skýrslu um öfgar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.