Morgunblaðið - 17.06.2017, Page 28

Morgunblaðið - 17.06.2017, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hver á sér meðal þjóða þjóð, er þekkir hvorki sverð né blóð en lifir sæl við ást og óð og auð, sem friðsæld gaf? Þetta örstutta brot úr þjóðhátíðarkvæði Huldu, sem samið var í tilefni af stofnun lýðveldisins fyrir 73 árum, lýsir á margan hátt því samfélagi, sem skóp hið sjálfstæða Ísland með þrotlausri baráttu í heila öld án þess að nokkru skoti væri hleypt af. Kvæðið, sem ort var með vísan í þann grimmilega hildarleik, sem þá geisaði um allan heim, lýsir í senn þeirri gæfu þjóðarinnar að hafa aldrei þurft að taka upp vopn, sem og þeirri frómu ósk höfundar og Ís- lendinga allra, að Guð muni forða landinu okkar frá því að lenda í hringiðu stórveldastríða, sem þá höfðu í tvígang á stuttum tíma leikið svo margar aðr- ar þjóðir heims grátt. Lega landsins þýddi hins vegar, að hið unga lýðveldi varð fljótlega að taka af- stöðu til þess að stríði loknu, hvort Íslendingar hygðust taka sér sess við hlið annarra vestrænna lýðræðisþjóða, eða ætluðu að sitja hjá, á meðan risa- veldin tvö kepptust um ítök og áhrif. Sú afstaða, sem þáverandi ráðamenn tóku, kostaði talsverð átök hér innanlands. Í sjálfstæðismálinu og síðar landhelgisdeilunum reyndist það einn helsti styrkur okkar Íslendinga, að allir voru sammála um hið endanlega markmið, þó að hart væri tekist á um leiðirnar að því. Þeirri gæfu var ekki að heilsa, þegar kom að því að tryggja öryggi landsins eftir lýðveldisstofnun. Heildstæð stefnumótun í þeim málaflokki með sam- stöðu allra flokka er því til- tölulega nýtt fyrirbrigði, sem og stofnun hins sér- staka þjóðaröryggisráðs. Við undirbúning þjóðhá- tíðardagsins að þessu sinni hefur það helst borið til tíðinda, að lögreglan hyggst gæta öryggis borg- aranna með sýnilegri og áþreifanlegri hætti en áður fyrr. Þá bregður svo við að fram spretta úrtölumenn sem sumir hafa uppi stór orð. Sumir þeirra ganga jafnvel svo langt að láta eins og lögreglan sé jafn- mikil ógn við almenning, ef ekki ögn verri, en mögu- legir hryðjuverkamenn. Ætli einhver lögreglu- maður á Íslandi spenni á sig byssubelti með það í huga að hann vilji nota það tól, sem honum hefur verið falin ábyrgð á, þann dag- inn? Og ætli sú ákvörðun ríkislögreglustjóra, að nota sérsveitina við gæslu einmitt þennan dag og á stórviðburðum í sumar, hafi verið tekin af ein- hverri léttúð? Báðum spurningum ætti að vera auðsvarað. Auðvitað kysum við öll, hefðum við val, að engin ástæða væri fyrir íslensku lögregluna að bera vopn. En við lifum á breyttum tímum, tímum þar sem misindismenn telja sig í fullum rétti að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Hin viðurstyggi- legu hryðjuverk í ná- grannalöndum okkar hafa sem betur fer verið fjarlæg íslenskum veruleika. En þó að hættan á slíkri árás kunni af ýmsum ástæðum að vera minni hér en er- lendis, væru alvarleg mis- tök að láta sem að hún væri ekki til staðar. Markmiðið hér hlýtur að vera sameiginlegt, að ör- yggi lands og þjóðar sé tryggt með sem bestum hætti í ljósi þeirrar stöðu sem nágrannaríki okkar hafa nú ítrekað þurft að horfast í augu við. Á sama tíma er skiljanlegt, að fyrir okkur sem þjóð, sem hefur lengst af ekki þurft að búa við „sverð né blóð“, sé sú tilhugsun að einhverju leyti óþægileg, að lög- reglan þurfi að verja okkur með sýnilegri hætti. Í krafti samstöðunnar höfum við Íslendingar náð ótrúlegum árangri. Það hefur verið gæfa okkar í sjötíu ár og þremur betur, að „lifa sæl við ást og óð og auð, sem friðsæld gaf.“ Það væri skaði, ef hin ný- fundna samstaða um þjóð- aröryggisstefnu yrði rofin í skammsýnni viðleitni til að vinna pólitíska smásigra. Öryggi landsmanna er allt of mikilvægt fyrir léttvægt vopnaskak. 17. júní M iklar sviptingar hafa orðið á smásölumarkaði á und- anförnum misserum sem breyta munu landslagi á markaðnum til frambúðar. Birtingarmyndin er fyrst og síðast sú að stór fyrirtæki á sviði smásölu hafa fest kaup á öðrum stórum fyrirtækjum sem sérhæfa sig í annarskonar smásölu en þeirri sem kaupand- inn hefur fram til þessa gert. Þannig hefur samþjöppunin, að minnsta kosti ekki til skemmri tíma, leitt til þess að færri fyrirtæki keppi á hverjum markaði fyrir sig, heldur fremur þess að stærri fyrirtæki keppa um hylli neytenda á fleiri sviðum en þau hafa áð- ur gert. Þannig hefur það gerst á innan við þremur mánuðum að stóru olíufélögin þrjú hafa nú runnið saman við smásölurisana þrjá á markaðnum. Þannig keyptu Hagar, sem m.a. reka Bónus og Hag- kaup, Olíuverslun Íslands í apríl, Skeljungur festi í maí kaup á Basko, sem meðal annars rekur 10-11 og Ice- land, og þá var tilkynnt um það nú í byrjun júní að N1 hefði fest kaup á Festi sem m.a. rekur Krónuna og Elko. Þá má ekki gleyma því að undir lok síðasta árs festu Hagar kaup á Lyfju, stærstu lyfjaverslanakeðju landsins. Án efa liggja margar ástæður að baki ákvörðunum um samþjöppun af þessu tagi. Það vekur þó athygli að þær koma allar til framkvæmda á svipuðum tíma og verslunarrisinn Costco opnar starfsstöð sína og eldsneytissölu í Kauptúni í Garðabæ. Sú staðreynd undirstrikar einfaldlega að for- svarsmenn íslensku fyrirtækjanna sem hér hafa verið nefnd gera sér grein fyrir því að þeir þurfa að girða sig í brók til að halda velli í samkeppninni við hinn nýja keppanda á markaðnum. Með aukinni samþjöppun vænta stjórn- endur fyrirtækjanna þess að geta boðið sam- keppnishæfari verð en áður og verði það raunin mun samþjöppunin reynast til góðs. Verði það ekki raunin er hins vegar betur heima setið en af stað farið. Ólíklegt verður að teljast að Samkeppniseftirlitið geti með góðu móti rökstutt það að standa í vegi fyrir samþjöppuninni eða sett henni of ströng skil- yrði enda er eðlilegt að íslensku fyrirtækin geti lagað sig að breyttu landslagi. Það yrði mikil óheillaþróun ef koma Costco til landsins myndi leiða til þess að íslensk smásölufyrirtæki stæðu veikari eftir. Til lengri tíma litið kæmi það niður á íslenskum neytendum með lakara vöruverði og minni samkeppni. Fróðlegt verður að sjá hvort íslensk smásala muni taka frekari breytingum á komandi misserum. Fyrr- nefnd samþjöppun undirstrikar að markaðurinn hér heima er að þróast hratt og í einhverju tilliti að færast nær því sem gengur og gerist á stærri mörkuðum er- lendis. Vonandi verður sú þróun öll til bóta fyrir al- menning í landinu. s es@mbl.is Stefán Einar Stefánsson Pistill Mikil samþjöppun á skömmum tíma STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Katrín Lilja Kolbeinsdóttir katrinlilja@mbl.is Alþingi samþykkti á dög-unum breytingu á lögumum stjórn fiskveiða og við7. grein laganna bættust þrjú ákvæði til bráðabirgða. Fyrsta ákvæðið kveður á um að Þör- ungaverksmiðjan hf. á Reykhólum skuli njóta forgangs umfram aðra umsækjendur við fyrstu útgáfu leyfa, sem nemur allt að 20 þúsund tonnum. Þörungaverksmiðjan á Reykhólum hefur verið starfrækt í 40 ár og er verksmiðjan grunn- stoðin í atvinnustarfsemi á Reykhól- um. Að sögn Finns Árnasonar, framkvæmdastjóra Þörungaverk- smiðjunnar, var nauðsynlegt að ráð- ast í breytingu laganna, þar sem ljóst var að áhugi á nýtingu þangs og þara í Breiðafirði hafði aukist til muna. „Það verður að vera eitthvað utanumhald. Okkur er mjög umhug- að um að svæðið verði ekki gert að námuvinnslu,“ sagði Finnur í sam- tali við Morgunblaðið. Hann bendir á að nýtingunni sé stýrt af vand- virkni, skorið sé að jafnaði fimmta hvert ár svo hvert sláttusvæði sé hvílt á milli. Þá sé nýtingin einnig mjög sjálfbær, aldrei sé tekið meira en það sem vex aftur. Fyrirtækið Deltagen, sem áformar að reisa þang- og þaraverk- smiðju í Stykkishólmi, og er eigandi Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal, gerir hins vegar athuga- semdir við þetta. Í umsögn þeirra kemur fram að ekki sé nein haldbær ástæða þess að nauðsynlegt sé að úthluta Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum þeim ívilnunum sem kveðið er á um. Rétturinn tekinn af landeigendum Einar Sveinn Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Kalkþörungafélags- ins, sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækið væri að fara yfir sína stöðu. Hann bendir á að Þör- ungaverksmiðjan á Reykhólum hafi sjaldan nýtt meira en 16 þúsund tonn, og því sé sú breyting að þeir fái forgang að 20 þúsund tonnum, með öllu óskiljanleg. Þar að auki séu það landeigendur sem ráði því alfarið hverjir fái að slá hjá þeim. „Þarna er búið að taka réttinn af landeigendum til þess að selja og ráðstafa sinni eign. Þangið er fyrir þeim eins og heyið er fyrir bændum. Þeir einir ráða því hverjum þeir selja réttinn til þess að slá.“ Í samræmi við uppbyggingu Í umsögn Þörungaverksmiðj- unnar, sem Arnór Halldórsson hér- asdómslögmaður sendi nefndarsviði Alþingis segir að samfélagið í Reyk- hólahreppi byggi tilveru sína mjög á starfsemi Þörungaverksmiðjunnar. Í því samhengi sé gert ráð fyrir að fjárfestingar við viðbætur og end- urbætur verksmiðjunnar skili auk- inni framleiðslu. Verksmiðjan hafi unnið úr tæp- um 16 þúsund tonnum á síðasta ári, og því sé ekki úr vegi að fyrirtækið fái vinnuleyfi fyrir 20 þúsund tonn- um. Áður hafði fyrirtækið lýst áhyggjum yfir því að allt undir þess- ari tölu myndi skerða möguleika Þörungaverksmiðjunnar til þess að nýta þá fjárfestingu sem lagt hafði verið í á undanförnum árum til upp- byggingar á verksmiðjunni. Einar segir hins vegar margt óljóst varðandi þessa breytingu. „Við vitum ekki hvernig þeir ætla að framkvæma þetta. Það stendur ekki að það sé 20 þúsund tonn í heildina, það má líka túlka þetta þannig að átt sé við af hverri tegund.“ Einar segir Kalkþörunga- félagið vera að endurmeta stöðuna, en ætlunin sé samt sem áður sú að byggja og hefja rekstur á Stykk- ishólmi. „Svæðið verði ekki gert að námuvinnslu“ Atvinna Þörungaverksmiðjan á Reykhólum hefur verið starfrækt í 40 ár. Samtök fyrirtækja í sjávar- útvegi segja að veruleg óvissa ríki um þau áhrif sem kunni að hljótast af stóraukinni upp- skeru og nýtingu sjávargróðurs. Í Breiðafirði sé að finna afar sérstakt, viðkvæmt og fjöl- breytt vistkerfi, þar sem elsta þang geti náð allt að 100 ára aldri. Því þurfi að stíga varlega til jarðar í þessum efnum. Þá telur Hafrannsóknastofnun að mikilvægt sé að ekki verði farið inn á öll svæði á Breiðafirði til nýtingar á þangi og þara, heldur verði stórt hlutfall svæðisins látið ósnert þar sem sumar botnlífverur geti verið við- kvæmar fyrir raski. Grunnsævi við Ísland sé mik- ilvæg en takmörkuð auðlind sem sé lítt rannsökuð eða kort- lögð. Frá því um miðja síðustu öld hafi víðáttumikil svæði á grunnsævi landsins orðið fyrir raski með einum eða öðrum hætti. Í þaraskógum er jafnan að finna fjölskrúðugt og auðugt dýra- og plöntulíf. Verja þarf vistkerfið ÓVISSA VEGNA AUKINNAR UPPSKERU OG NÝTINGAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.