Morgunblaðið - 17.06.2017, Qupperneq 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2017
Systir mín sem
skírð var Ágústa í
höfuðið á föður-
ömmusystur sinni
sem dó ung af berkl-
um var mikil gæðamanneskja.
Hún var þroskaheft á sumum
sviðum og í hennar æsku voru
ekki margir möguleikar til að
þroskast og læra. Gert var ráð
fyrir því af stjórnvöldum og al-
menningi að þessi börn væru í
umsjá mæðra sinna og fjöl-
skyldu. Einn skóli var í Reykja-
vík þar sem tornæmum börum
var kennt að lesa, reikna einföld
dæmi og á klukku. Gústa var
send í þennan skóla og lærði vel
að lesa og skrifa enda fékk hún
mikla örvun heima fyrir.
Þrátt fyrir fötlun sína var
Gústa mjög glaðlynd og auðvelt
að annast um hana af mömmu og
Viddý systur. Við þrjú; Sævar, ég
og Gústa vorum fædd á þrem ár-
um þannig að við strákarnir tók-
um engan þátt í umönnun hennar
og vorum frekar að þvælast fyrir.
Lífið var ekki auðvelt fyrir Gústu
á unglingsárunum enda erfitt að
uppgötva að þrátt fyrir að vera
falleg, blíð og góð þá stóð hún
ekki jafnfætis öðrum börnum.
Það var mikil gæfa fyrir hana
að kynnast manninum sínum til-
vonandi á Heilsuhælinu í Hvera-
gerði. Hún giftist Kidda, Kristni
Fjóla Baldursdóttir
✝ Fjóla Bald-ursdóttir (skírð
Ágústa) fæddist 20.
október 1949. Hún
lést 5. júní 2017.
Útför Fjólu fór
fram 12. júní 2017.
Gíslasyni, á þrítugs-
afmælinu sínu. Þau
bjuggu alla sína tíð í
Hveragerði og leið
vel þar enda ein-
staklega vel hugsað
um þau af öllum
stofnunum Hvera-
gerðisbæjar. Þau
fengu alla þá hjálp
sem þau þurftu fyrir
sig og hundana sína,
Snata og Snotru,
sem voru þeim eins og börn.
Á þessum árum fékk Gústa þá
hugmynd að ömmusystir hennar
væri ekki sátt við að hún bæri
nafnið og endaði það með því að
hún skipti um nafn löglega og hét
eftir það Fjóla. Systkini Fjólu
voru misjafnlega sátt við þetta
uppátæki og sum kölluðu hana
aldrei Fjólu en Fjóla var vilja-
sterk og ákveðin og stóð við
ákvörðun sína.
Fjóla var að mörgu leyti
merkileg persóna og hafði áhrif á
þá sem kynntust henni. Hún var
gegnheil gæðakona. Viljasterk,
ákveðin, skýr, minnisgóð, ein-
staklega barngóð og lagði gott til
allra.
Eftir andlát Kidda fór Fjóla á
Dvalarheimilið Ás í Hveragerði
þar sem hún fékk einstaklega
hlýja og góða umönnun. Viddý
systir var alla tíð sú sem hugsaði
mest um Fjólu ásamt manninum
sínum Axel og kallaði á okkur
strákana ef mikið lá við.
Ég kveð systur mína með
þökkum fyrir samveruna – það
var mannbætandi að vera með
henni.
Helgi.
Elsku Óskar
okkar, mágur og
svili.
Það er þung
stund að setjast
niður og skrifa þessi ótímabæru
kveðjuorð til þín. Á svona
stundum lætur maður hugann
reika, leyfir sér að fara aftur í
tímann og rifja upp gamlar og
nýrri, góðar minningar. Það
fyrsta sem kemur upp í huga
okkar er orðið „stórt“ og næst á
eftir því þá líklega orðið „mik-
ið“. Því allt sem þú gerðir var
gert veglega. Heimili ykkar
Öggu systur er bæði stórt og
fallegt og synir ykkar stórir, fal-
legir og stæðilegir drengir. Við
þekkjum fáa sem voru eins dug-
legir að bjóða í mat eins og þið.
Ykkur munaði aldrei um það að
hafa marga í mat, fjölskyldurn-
ar ykkar öðrum hvorum megin
eða báðar. Alltaf var nóg handa
öllum og vel það. Borðið var
dregið út, stólar sóttir um allt
hús, oftar en ekki skellt fullt af
dýrindis mat á stóra grillið ykk-
Óskar Arnarsson
✝ Óskar Arn-arsson fæddist
3. febrúar 1963.
Hann lést 31. maí
2017.
Útför Óskars fór
fram 13. júní 2017.
ar sem sóttur hafði
verið í einhvern
frystiskápinn, nú
eða einhvern ís-
skápinn. Sennilega
ekki svo mörg
heimili sem hafa
tvo ískápa í eldhús-
inu en það fannst
þér nú einmitt
bráðnauðsynlegt,
nóg af öllu handa
öllum.
Mikill samgangur hefur verið
á milli heimilanna okkar, Vest-
urbæingarnir oft og iðulega í
Grindavíkinni og Grindvíking-
arnir svo mjög heimakærir í KR
hverfinu. Öllum hefur liðið vel
og oft ekki mátt á milli sjá
hvaða barn tilheyrir hvaða
heimili. Alltaf stóðu ykkar dyr
opnar og öllum leið eins og á
heimavelli. Þó mikill ys og þys
væri á heimili þínu þá varst þú
ekki mikið í að stjórnast eða
skipa fyrir, þú varst lítið fyrir
það að trana þér fram eða vera
miðpunktur nokkursstaðar.
Hins vegar varst þú alltaf þarna
og tókst vel á móti okkur öllum,
ljúfur og traustur að vanda.
Það er varla hægt að kveðja
þig án þess að minnast á stóra
daginn ykkar hjóna, brúðkaupið
mikla í Grímsey 15. ágúst 2007.
Mikið af gestum kom til eyj-
arinnar og má segja að brúð-
kaupið hafa staðið yfir í nokkra
daga í rjómablíðu og mikilli
gleði. Þetta er sennilega það
brúðkaup sem líður mönnum
seint úr minnum, svo skemmti-
legt var það.
Áður en ég (Helga Fríður)
kveð langar mig að segja þér frá
minningunni sem ég ætla að
varðveita og hefur verið með
mér síðan fregnin af andláti
þínu barst. En það var í síðasta
skipti sem ég sá þig, við hitt-
umst fyrir utan Smáralindina
núna í maí, ég að skila drengj-
unum þínum til þín eftir Grinda-
víkurdvöl þar sem mamman var
í Ameríku og pabbinn á sjónum.
Þvílíkir fagnaðarfundir þegar
drengirnir þínir sáu þig, stukku
upp í fangið á þér og mikið var
faðmast, hlegið og kysst. Falleg
minning sem ég mun nú geyma.
Elsku Óskar, stórt skarð er
hoggið í hjörðina okkar við frá-
fall þitt en minning þín mun lifa
með okkur öllum með Ragnhildi
þinni og drengjunum.
Við trúum því að nú leggir þú
net í rennisléttum sjó með hon-
um pabba þínum, þar hafa nú
einnig verið fagnaðarfundir.
Hittumst aftur,
Helga Fríður og Pétur.
Kæri Óskar.
Það er þyngra en tárum taki
að kveðja þig eftir 19 ára kynni.
Fyrstu kynnin voru í afmælis-
veislu hjá Öggu er hún var þrí-
tug. Þú varst alveg einstakur
barnakarl og fengu öll börn að
njóta þinnar gæsku. Því var
ósvikin gleðin þín þegar þið
eignuðust ykkar fallegu gull-
mola. Ósjaldan voru okkar börn
búin að njóta gæsku þinnar og
er okkur efst í huga þegar þau
yngri voru hjá ykkur og dóttur
okkar fannst poppið vera farið
að kólna og vildi fá heitt popp.
Það var auðfengið og færðir þú
henni heitt popp með hraði.
Oft höfum við skemmt okkur
yfir hversu stórtækur þú varst.
Ef kaupa átti t.d. eina kók, þá
keyptir þú fimm. Alltaf stóð
heimili þitt opið okkur og öllum
sem þú þekktir.
Dýrindis matarveislur og
gómsætar kræsingar sem þið
hjónin reidduð fram, að
ógleymdum þínum frábæru
brauðtertum, matarmiklum og
fallega skreyttum. Þú varst
mjög handlaginn. Nýbúinn að
breyta neðri hæðinni allri í
mjög svo smekklegt og fallegt
heimili. Hugmyndaflugið var
ótæmandi eins og t.d. gamli,
ónýti ísskápurinn sem stendur í
bílskúrnum. Þú breyttir honum
í þurrkskáp fyrir föt og skó.
Elsku Óskar, við þökkum sam-
fylgdina. Þín verður sárt sakn-
að. Elsku Agga, Arnar Þorri og
Garðar Ernir, okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Alfreð og Ragnhildur (Alli
og Gagga).
Það er skrýtið
að hugsa til þess í
dag hversu mörkin
milli lífs og dauða
eru lítil. Á sama tíma og ég
kveð ömmu Diddu fagna ég
einnig nýju lífi sonar míns sem
amma beið svo lengi eftir.
Amma lá aldrei á skoðunum
sínum og talaði ávallt opinskátt
um allt.
Hún var mikill stuðnings-
maður þess að ég fjölgaði
mannkyninu og fannst við Öddi
heldur róleg í tíðinni að eignast
barn þessi 16 ár sem við höfum
verið saman. Það var því gam-
an að segja henni tíðindin í des-
ember sl. að loksins væri von á
barni.
Það var líka ótrúleg tilviljun
að drengurinn sem átti að
koma í heiminn í dag, 16. júní,
skyldi drífa sig í heiminn 26.
maí þannig að amma náði að
frétta af komu drengsins, sjá
myndir og heyra nafnið hans.
Núna virðist manni að þetta
hafi allt átt að fara svona.
Hún amma Didda var ynd-
isleg amma og það voru mikil
forréttindi að fá að alast upp
svona nálægt henni. Þær eru
ófáar barnaminningarnar úr
Kollsvíkinni þar sem amma
kemur við sögu. Hún hafði
mikla þolinmæði gagnvart okk-
ur barnabörnunum, hvort sem
það sneri að því að kenna
manni að búa til kartöflunammi
eða föndra jólaskraut úr
dönsku blöðunum.
Tímunum saman gat hún set-
ið við eldhúsborðið á Láganúpi
og leiðbeint litlum puttum við
verkin.
Inn á milli greip hún svo í
símann eða kíkinn úr eldhús-
glugganum. Stundirnar við eld-
húsborðið á Láganúpi voru svo
ótrúlega margar og skemmti-
legar. Þar sat hún líka og mál-
aði fallegu steinana sína.
Sigríður
Guðbjartsdóttir
✝ Sigríður Guð-bjartsdóttir
fæddist 5. ágúst
1930. Hún lést 6.
júní 2017.
Útför Sigríðar
fór fram 16. júní
2017.
Á sumrin átti
garðurinn alla
hennar athygli en
það var ævintýra-
legur staður þar
sem ýmislegt góð-
gæti varð til.
Mörgum dögum
var eytt með
ömmu í garðinum
þar sem maður
lærði um gróður-
inn og reytti bless-
aðan arfann. Í verðlaun fyrir
vel unnin störf fékk maður svo
rófu sem amma skóf í ræmur
með grófum eldhúshníf.
Amma Didda var dugnaðar-
forkur, á hverjum degi fór hún
í brúna vinnugallanum og bláu
stígvélunum í fjósið að taka til
hendinni.
Þar kenndi hún manni að
handmjólka og sagði manni
hvernig sveitaverkin voru unn-
in í gamla daga. Eiginlega var
eini tíminn sem amma fór ekki í
fjósið aðfangadagskvöld en þá
eldaði hún jólasteikina ofan í
fjölskylduna.
Amma var líka mikið hörku-
tól og tókst á við áföll og veik-
indi með jafnaðargeði og húm-
orinn var aldrei langt undan.
Eftir að fæturnir brugðust
henni og maður spurði hana
hvort hún væri ekki þreytt,
fékk maður oft það svar að það
væri nú ekki eins og hún hefði
verið á fótum allan daginn.
Þrátt fyrir að þessi kveðju-
stund sé hluti af gangi lífsins er
afskaplega erfitt að kveðja
ömmu Diddu. Stundirnar sem
við áttum saman á síðustu ár-
um eru mér dýrmætar enda
fjölgaði þeim þegar við Öddi
fórum að gera Gamla spítalann
upp.
Þá var stutt að rölta upp
sjúkrahúsbrekkuna og kíkja á
ömmu í gott spjall.
Þín verður sárt saknað, elsku
amma mín, en ég veit að afi
Össur hefur tekið vel á móti
þér hvar sem þið eruð. Ég kveð
þig nú í síðasta sinn með sömu
kveðju og við notuðum alltaf í
samtölum okkar. Við heyrumst
og sjáumst síðar, amma mín.
Blessuð.
Rebekka Hilmarsdóttir.
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Útfararstofa kirkjugarðanna
Magnús Sævar Magnússon,
umsjón útfara
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Við önnumst alla þætti undir-
búnings og framkvæmd útfarar
ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og
umhyggju að leiðarljósi
og af faglegum metnaði.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir
síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og
ræðum skipulag útfarar ef óskað er
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON,
Sóleyjarrima 1, Reykjavík,
lést á heimili sínu 21. maí.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Þökkum auðsýnda samúð.
Ólöf Halldórsdóttir
Þórdís Sigurðardóttir Óskar Magnússon
Birna Sigurðardóttir Helgi Þór Hjálmarsson
barnabörn og langafabörn
Áskær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐLAUGUR TRYGGVI ÓSKARSSON,
Borgarholtsbraut 53,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
sunnudaginn 11. júní.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn
20. júní klukkan 15.
Þorbjörg Árnadóttir
Guðný Guðrún Guðlaugsd.
Dýrleif Júlía Guðlaugsdóttir Tómas Ellert Tómasson
Andri Þór, Sandra Lind
Steinrún Dalía og Sylvía Björk
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
RUTAR SIGURÐADÓTTUR,
Hrafnistu, Reykjavík,
áður Árskógum 8.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Hrafnistu fyrir alúð og
umhyggju. Guðmundi Rúnarssyni lækni þökkum við einstaka
umönnun undanfarin ár.
Birna Ágústsdóttir Júlíus Sigmundsson
Guðlaugur Ágústsson Sigríður Ósk Pálmadóttir
Ævar Ágústsson Ragnheiður Júníusdóttir
Ína Björg Ágústsdóttir Haraldur Hansson
Magnús Ágústsson Reynee Rose Agustsson
Berglind Ágústsdóttir Hjálmar Hjálmarsson
Linda Sjöfn Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Kærar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar
INGVELDAR GUÐMUNDSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu,
Reykjavík, fyrir umönnun, vinskap og hlýju.
Kristján Ólafsson Áslaug Friðriksdóttir
Guðrún Þ. Ólafsdóttir Ólafur V. Skúlason
Sigurður Ingi Ólafsson
Kristjana L. Rasmussen Ove L. Rasmussen
Hjördís Ólafsdóttir Halldór Ingvason
Unnur Ólafsdóttir Stefnir Helgason
barnabörn og langömmubörn