Morgunblaðið - 17.06.2017, Side 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2017
HÓTEL ÖRK, HVERAGERÐI / HOTELORK.IS / 483 4700
Gerðu þér glaðan dag á Hótel Örk
Hvort sem þú kýst að gista eða kíkja í stutta heimsókn til okkar og
njóta sveitasælunnar er ýmislegt í boði. Taktu hring á golfvellinum
og prófaðu fótboltagolf eða skelltu þér í sundlaugina og slakaðu á
í heitum potti og gufubaði. Sælkerastund á HVER restaurant
toppar svo helgina með stæl.
Borgarráð hefur samþykkt samning
milli Austurbakka ehf. og Reykja-
víkurborgar um uppgjör vegna tafa
sem fyrirtækið hefur orðið fyrir
vegna hjáleiðar Geirsgötu.
Fram kemur í bréfi skrifstofu
eigna- og atvinnuþróunar að sam-
komulag hafi náðst um að gegn bóta-
greiðslu að fjárhæð 29,5 milljónir
króna af hendi Reykjavíkurborgar
fái lóðarhafi lóðina afhenta til að
hefja uppbyggingu þann 7. júlí nk. í
stað 15. apríl eins og upphaflegt
samkomulag gerði ráð fyrir.
Með samkomulaginu sé komið í
veg fyrir að loka þurfi Geirsgötu
vegna framkvæmda lóðarhafa á reit
5 á Austurbakka. Hugsanlega þurfi
þó að loka Geirsgötu í tvo daga af
tæknilegum orsökum vegna endur-
gerðar hjáleiðar.
Fram kemur í bréfinu að Austur-
höfn ehf. gat hafið framkvæmdir um
20. maí sl. Bótagreiðslurnar taki til
tafabóta til verktaka og aukavinnu
sem skapast hefur vegna þessa.
Samkvæmt samkomulaginu
skuldbindur borgin sig til þess að
hefja vinnu við að fjarlægja um-
rædda hjáleið 29. júní næstkomandi
og ábyrgist að þeim framkvæmdum
verði lokið þann 7. júlí.
Ef borgin stendur ekki við þessa
skuldbindingu mun hún greiða Aust-
urbakka ehf. dagsektir að fjárhæð
1,6 milljónir króna fyrir hvern dag
sem verður umfram dagsetninguna.
sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Geirsgata Byrjað verður að fjarlægja hjáleiðina í lok þessa mánaðar.
Borgin greiðir 30
milljónir í tafabætur
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Alþingi mun halda hátíðarfund á
Lögbergi á Þingvöllum þann 18. júní
júlí á næsta ári, en þá verður efnt til
margvíslegra viðburða í tilefni af því
að öld er liðin frá því Ísland varð full-
valda ríki og frjálst undan Dönum.
Hefð er fyrir því að þegar þing-
heimur minnist stærstu stunda í
sögu þjóðarinnar komi þingið saman
á hinum forna þingstað Íslands, en
það var síðast gert á Kristnihátíð, ár-
ið 2000.
„Þingvellir eru staður einstæðrar
sögu og náttúru og að því leyti þjóð-
inni mjög mikilvægur. Tengsl mega
ekki rofna og að hér séu haldnar há-
tíðarsamkomur þegar tilefnin eru
stór er við hæfi. Að Þingvallanefnd
sé jafnan skipuð alþingismönnum tel
ég gott fyrirkomulag, því saga Al-
þingis, þjóðarinnar og þessa staðar
eru samofin. Í það verður að halda,“
segir Vilhjálmur Árnason, nýr for-
maður Þingvallanefndar.
Algjör endurnýjun varð í Þing-
vallanefnd við skipan hennar nú í
vor, en í henni eru Andrés Ingi Jóns-
son, Páll Magnússon, Einar Brynj-
ólfsson, Hanna Katrín Friðriksson,
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
Theodóra Þorsteinsdóttir og svo for-
maðurinn, Vilhjálmur, sem Morg-
unblaðið hitti austur á Þingvöllum
fyrir nokkru.
Stærri gestastofa
og bílastæðum fækkað
„Áhugi fólks á Þingvöllum er mik-
ill, því hef ég kynnst vel á þeim
skamma tíma sem ég hef gegnt for-
mennsku í nefndinni. Okkur berst
fjöldi erinda frá fólki í ferðaþjónustu
sem vill hefja einhverskonar starf-
semi á Þingvöllum, setja upp leik-
tæki, sölubása og annað slíkt. Slíkum
umleitunum hefur jafnan verið hafn-
að enda myndi slíkt tæplega falla inn
í umgjörð og helgi staðarins. Við
þurfum að standa fast í ístaðinu hvað
það varðar,“ segir Vilhjálmur.
Margvísleg uppbygging er fram-
undan á Þingvöllum á næstu miss-
erum. Um þessar mundir er verið að
stækka gestastofu þjóðgarðsins á
Hakinu ofan við Almannagjá og
leggja ljósleiðara og rafleiðslur víða
um svæðið. Í skoðun er að reisa nýja
þjónustumiðstöð við enda Langa-
stígs, sem er nokkru norðar. Þá er
hugsanlegt að bílastæðum á svæðinu
verði fækkað, en stæðin á Hakinu og
á Efri-Völlum stækkuð en nú þegar
eru þar innheimt stöðugjöld af bif-
reiðum. Framgangur verkefna þess-
ara og annarra verður þó jafnan í
samræmi við útkomu úr stefnumót-
unarvinnu fyrir þjóðgarðinn sem nú
er að hefjast.
Varfærni er gætt
„Við þurfum að leggja línur til
langs tíma og vanda til verka. Á
Þingvelli kemur nú ein og hálf millj-
ón ferðamanna á ári og álag á stað-
inn er mikið. Við því hefur verið
brugðist með ýmsu móti, svo sem
gerð göngustíga, breytingum á þjón-
ustumiðstöð og fleiru. Mér finnst
sem vel hafi tekist til enda hefur ýtr-
ustu varfærni verið gætt. Allir eru
sér vel meðvitandi um helgi og sögu
þessa staðar og að henni megi ekki
raska. Við í nefndinni væntum þess
þeim verkefnum sem Þingvallanefnd
og starfsfólk þjóðgarðsins sinnir.
Slíkt er auðvitað af hinu góða og tals-
verð stoð í því. Á móti kemur að
Þingvellir eru staður okkar allra – og
um margt táknmynd þeirrar sögu
sem tilvera þjóðarinnar byggist á.
Söguleg arfleifð var til dæmis það
sem kom Þingvöllum á heims-
minjaskrá UNESCO. Að því leyti
var margt sem mælti með því að
Þingvallamálum væri áfram sinnt í
forsætisráðuneytinu. En nú er að
vinna samkvæmt þessari ákvörðun
og sjá hver reynslan verður. Þessu
má svo alltaf breyta, ef eitthvað
mælir með slíku,“ segir Vilhjálmur.
Á vegum stjórnvalda er stofnun
þjóðgarðs, sem spanna myndi allt
miðhálendi Íslands, í skoðun. Þegar
er stór hluti íslenskra öræfa og há-
lendis kominn undir Vatnajök-
ulsþjóðgarð, sem, ef af yrði, yrði
stækkaður, jafnvel að útlínum þjóð-
garðsins á Þingvöllum. Vilhjálmur
kveðst þó ekki fylgjandi því að Þing-
vellir yrðu felldir þarna undir. Sér-
staða Þingvalla sé skýr og ástæðu-
laust að hrófla mikið við málum
staðnum viðvíkjandi.
Mikilvægur
staður og
einstæð saga
Samofin tengsl Alþingis og helgi-
staðar þjóðar Hátíð á fullveldisaf-
mæli Starfssemi falli að umgjörð
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Formaður Að Þingvallanefnd sé jafnan skipuð alþingismönnum tel ég gott fyrirkomulag, því saga Alþingis, þjóð-
arinnar og þessa staðar eru samofin, segir Vilhjálmur Árnason alþingismaður meðal annars hér í viðtalinu.
að útkoman úr stefnumótunarvinnu
þessari liggi fyrir á haustdögum,“
segir Vilhjálmur.
„Fjölgun ferðamanna kallar að
sjálfsögðu á uppbyggingu á þjón-
ustu, gistingu, veitingaaðstöðu og
slíku. Leiðarljósið sem Þingvalla-
nefnd hefur þar er að slíkt verði utan
marka þjóðgarðsins, enda viljum við
þar samstarf við nærliggjandi sveit-
arfélög. Slík starfsemi gæti verið til
dæmis niðri í Mosfellsdal, í Gríms-
nesi eða í Þingvallasveit sem er inn-
an Bláskógabyggðar. Við höfum
rætt við fulltrúa sveitarfélaganna
um þetta og mér finnst góður skiln-
ingur á áherslum okkar þar. Það er
ein stærsta áskorun okkar að taka
vel á móti 1,5 milljónum gesta á
árinu, tryggja upplifun og fræðslu
þeirra um leið og við varðveitum
náttúruna og söguminjarnar í sem
mestri sátt við það samfélag sem
þjóðgarðurinn er í.“
Silfrureglur sanna sig
Reglur um köfun í gjánni Silfru á
Þingvöllum hafa verið mjög hertar,
það er í kjölfar tveggja banaslysa
sem þar urðu snemma á þessu ári.
Reynslan af því þykir góð, enda er
þess nú sérstaklega gætt að enginn
kafi í gjánum eða Þingvallavatni
nema hafa reynslu og réttindi, auk
þess sem nú gilda reglur um fjölda
kafara í einu, að þeir hafi leiðsögn og
svo framvegis.
„Já, ég tel að þessi hertu skilyrði
hafi alveg sannað gildi sitt. Köfun er
í eðli sínu áhætta, sem þó má halda í
lágmarki með góðu aðhaldi. Regl-
urnar hafa reynst vel, enda hafa ekki
orðið alvarleg slys eða óhöpp þarna
frá því þær voru settar í vetur,“ segir
Vilhjálmur.
Ekki hluti af hálendisþjóðgarði
Þegar núverandi ríkisstjórn Sjálf-
stæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar
framtíðar tók við í janúar síðast-
liðnum var sú breyting gerð að mál-
efni Þingvalla fluttust til ráðuneytis
umhverfismála frá forsætisráðherra,
sem áfram ræður yfir burst-
abyggðum Þingvallabænum og
næsta umhverfi hans.
„Um þennan tilflutning milli ráðu-
neyta má finna rök með og á móti. Í
umhverfisráðuneytinu og stofnunum
þess er til staðar mikil sérþekking á