Morgunblaðið - 17.06.2017, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 17.06.2017, Qupperneq 52
LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 168. DAGUR ÁRSINS 2017 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 941 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Konan á kassa í Bónus hefur … 2. Læknir selur sveitasetrið 3. Rennandi vatn bjargaði fjölskyldu 4. Ronaldo vill yfirgefa Real Madrid  Mireya Samper myndlistarmaður opnar í dag einkasýningu í galleríinu Appollonia í Strassborg í Frakklandi. Sýningin nefnist Core, Kjarni á ís- lensku, og á henni vinnur Mireya með óendanleika spíralsins og birtist hann í ólíkum myndum í verkum hennar, m.a. teikningum á pappír. Sýningin er afrakstur vinnustofu- dvalar Mireyu ytra og á myndinni má sjá hana að störfum í vinnustofunni. Mireya opnar einka- sýningu í Strassborg  Boðið verður til hátíðar í sýning- arrýminu Harbin- ger að Freyjugötu 1 í tilefni af þjóðhátíðardegi kl. 20 í kvöld. Gestum verður boðin brauðterta og drykkir, tónlist leikin af hljóðsnældum og myndlist- armennirnir átta, Eirún Sigurð- ardóttir, Rebecca Erin Moran, Sig- urður Ámundsson, Bjarki Bragason, Hekla Dögg Jónsdóttir, Nikulás Stef- án Nikulásson, Carl Boutard og Berg- lind Jóna Hlynsdóttir, flytja fjall- konuerindi. Átta fjallkonuerindi  Kvartett saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar kemur fram á þriðju sum- artónleikum veitingahússins Jómfrú- arinnar í dag kl. 15, á Jómfrúartorgi. Sérstakur gestur kvartettsins verður hinn ástsæli söngv- ari Ragnar Bjarnason og á efnisskránni verða sí- gild sveiflulög. Að- gangur að tón- leikunum er ókeypis. Raggi Bjarna og kvartett í sveiflu FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 3-8 m/s, skúrir eða rigning S- og V-lands, skýjað með köflum á N- og A-landi og skúradembur síðdegis en 8-13 m/s og þurrt á Austfjörðum. Á sunnudag Suðvestan og vestan 5-10 m/s, en snýst smám saman í norðvestlæga átt N-til. Rigning eða súld NV-lands, bjart SA-lands, en annars skúrir, einkum síðdegis. Hiti víða 8 til 17 stig, hlýjast SA-lands, en kólnandi NV-lands og hiti þar 3 til 8 stig. Á mánudag Norðvestan 5-13, hvassast við NA-ströndina. Léttir til um kvöldið. Breiðablik hafði betur gegn Íslands- meisturunum í Stjörnunni þegar liðin mættust í stórleik 8. umferðar Pepsi- deildar kvenna í knattspyrnu í gær- kvöld. Breiðablik er þó sex stigum á eftir toppliðinu, Þór/KA, sem enn er með fullt hús stiga eftir 8 umferðir og burstaði Grindavík 5:0. Stjarnan er nú átta stigum á eftir Þór/KA eins og ÍBV sem burstaði Fylki. » 2-3 Stjarnan átta stigum á eftir toppliðinu „Það má segja að þeir hafi einfaldað hlutina, á jákvæðan hátt. Mér finnst að við höfum gírað okkur betur upp fyrir leikina, lagt okkur meira fram um að mynda liðsanda og náð betri samstöðu en áð- ur. En fótboltinn snýst alltaf um það sama, að ná í þrjú stig,“ segir Alex Freyr Hilm- arsson úr Víkingi í Reykjavík um sigur liðsins á Stjörnunni í fyrrakvöld. »4 Fótboltinn snýst alltaf um það sama „Þetta er stórhættulegur leikur fyrir okkur. Það er alls ekki sjálfgefið að vinna alla leiki á heimavelli. Þótt við höfum ekki tapað leik í undankeppni stórmóts í Laugardalshöll í háa herr- ans tíð þá er það ekki ávísun á að leikir vinnist af sjálfu sér vegna hefð- ar. Það má ekki líta á það sem sjálf- sagðan hlut,“ segir Geir Sveinsson, þjálfari karla- landsliðsins í handknatt- leik, sem mætir Úkraínu í hreinum úr- slitaleik um sæti á EM 2018 annað kvöld. » 1 Sigur í Höllinni er ekki sjálfsagður hlutur Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Þjóðhátíðarganga Ferðafélags Ís- lands yfir Leggjabrjót fer fram í 15. sinn á sunnudaginn. Gönguferðin hefur notið mikilla vinsælda allt frá upphafi en 80 manns mættu fyrsta árið, að sögn Leifs Þorsteinssonar, fararstjóra hjá Ferðafélagi Íslands. Hann segist hafa haft litla trú á vel- gengni þessarar ferðar í upphafi, en dagsferðir Ferðafélagsins áttu erfitt uppdráttar á þessum tíma. Ferðin hafi hins vegar alveg hitt í mark, segir Leifur. Alla jafna hafa á bilinu 20-40 manns verið með í ferðinni ár frá ári, sama hvernig viðrar. Leifur Þorsteinsson, sem hefur verið far- arstjóri ferðarinnar frá upphafi hennar, verður þó ekki í því hlut- verki í ár. Er það dóttir hans, Stein- unn Leifsdóttir, sem tekur við hlut- verki fararstjóra í ferðinni 18. júní næstkomandi. Sú dagsetning er einnig nýbreytni en vanalega er gengið á þjóðhátíðardaginn sjálfan, 17. júní. Fólk sem sækir í náttúruna „Ég hef enga sérstaka skýringu á því,“ segir Leifur þegar hann er spurður að því hvað dragi fólk í þessa tilteknu göngu á þjóðhátíðar- daginn. Helst er það fólk sem vill komast út úr borginni og njóta sín í fallegri náttúru að sögn Leifs. Stein- unn segir að gangan sé einfald- lega skemmtileg en þó krefjandi, en gangan tekur um fimm til sex klukkustundir. Þau Leifur og Stein- unn segja einnig að ferðin þyki spennandi þar sem upphaf og end- ir ferðarinnar eru tveir mismunandi staðir. Slíkar gönguferðir af þessari lengd eru oft flóknari á eigin vegum og því er þessi ganga svo vinsæl hjá ferða- félaginu. Gengið er frá Svartagili í Þing- vallasveit, inn eftir Öxarárdal, yfir Leggjabrjót og niður að Stórabotni í Botnsdal í Hvalfirði, að því er kemur fram á vefsíðu Ferðafélags Íslands. Að mati Leifs er mest heillandi þegar hópurinn nær hæsta punkti leiðarinnar. Á góðviðrisdegi sést þá langt til allra átta, m.a. til Heklu og Eyjafjallajökuls, „drottningar og konungs sunnlenskra fjalla,“ segir Leifur. Steinunn segir að það heilli mest að koma niður í Botnsdal, í gróðurinn sem þar er, og sjá Botns- súlur. Heilt yfir segja þau að göngu- leiðin sé mikið fyrir augað og algjört jarðfræðiundur. Afar vinsæll Leggjabrjótur  Fólk sækir mik- ið í náttúruna á þjóðhátíðardaginn Ljósmynd/Leifur Þorsteinsson Feðgin Leifur Þorsteinsson og Steinunn Leifsdóttir, bæði fararstjórar hjá Ferðafélagi Íslands, stýra vinsælum þjóðhátíðargöngum félagsins. Steinunn tekur við keflinu af föður sínum sem fararstjóri ferðarinnar í ár. Leggjabrjótur er um sautján kílómetra löng forn þjóðleið frá Þingvöllum til Botns- dals í Hvalfirði. Fyrir utan mikilfenglegt landslag fylgir leiðinni og nálægum stöðum mikil saga. Sögu- svið Kjalnesinga sögu er í næsta nágrenni við gönguleiðina. Hvalvatn og Glymur eru nátengd þjóð- sögu um Rauðhöfða sem var illhveli. Á prestur einn að hafa leitt hvalinn frá hafinu, upp með Botnsá og í vatn sem síðan er nefnt Hvalvatn. Þá hafa fundist hvalbein við þetta tiltekna vatn sem er í um 300 metra hæð. Ein þjóðsagna úr safni Jóns Árnasonar segir um Öxará að áin breytist í vín eina stund á hverju ári. Í sögunni segir einnig að áin hafi orðið að blóði er mannfall varð mikið á Alþingi. Mikil saga fylgir leiðinni fornu ÞJÓÐLEIÐIN YFIR LEGGJABRJÓT VEKUR ÁHUGA FÓLKS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.