Morgunblaðið - 17.06.2017, Side 33
UMRÆÐAN 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2017
Umræðan um virð-
isaukaskatt af ferða-
þjónustu er skökk og
skrítin. Virð-
isaukaskattur sem
ferðamenn greiða
skiptir tugum millj-
arða króna á hverju
ári. Samt er því haldið
fram að ferðaþjón-
ustan skili litlum sem
engum virðisauka-
skatti, fái jafnvel meira til baka en
hún borgar. Þetta gefur alranga
mynd af raunveruleikanum.
Tökum dæmi af ferðamanni sem
gistir á hóteli í þrjá daga, borðar
þar morgunmat og verslar á barn-
um. Gefum okkur að reikningurinn
hljóði upp á 60 þúsund krónur. Af
þeirri upphæð er virðisauka-
skattur sem hótelið innheimtir
5.946 krónur. Gefum okkur að hót-
elið skili 2.000 krónum af þessari
upphæð sem virðisaukaskatti.
Engu að síður fær ríkissjóður alla
upphæðina, 5.946 krónur. Hvernig
komast 3.946 krónurnar þá til
skila?
Hvað verður um peninginn?
Skýringin felst í uppbyggingu
virðisaukaskattskerfisins, sem er
gegnumstreymiskerfi. Skatturinn
sem ferðamaðurinn greiddi hót-
elinu skilar sér ekki aðeins í gegn-
um hótelið, heldur líka í gegnum
þá sem gerðu hótelinu kleift að
veita sína þjónustu. Hótelið kaupir
vörur og þjónustu úr ýmsum átt-
um og þarf að sjálfsögðu að greiða
virðisaukaskatt af því. Hótelið
dregur þann virðisaukaskatt frá
(sem innskatt) áður en það gerir
upp við ríkissjóð (með 2.000 kr.
greiðslunni). Annars væri skatt-
urinn tvígreiddur. Fyrirtækin sem
selja hótelinu vörur eða þjónustu
skila svo virðisaukaskattinum sem
hótelið greiðir þeim – eftir að hafa
dregið innskatt frá. Þannig gengur
þetta koll af kolli. Á endanum
gætu mörg fyrirtæki komið að því
að skila þessum 5.946 vsk.-krónum
ferðamannsins. Með öðrum orðum,
hver einasta króna sem ferðamað-
urinn borgar hótelinu sem virð-
isaukaskatt skilar sér í hinn sam-
eiginlega sjóð okkar landsmanna.
Skekkt mynd
Erlendir ferðamenn dæla ekki
bara gjaldeyri inn í þjóðarbúið.
Þeir skila tugmilljörðum króna
sem nýjum tekjum ríkissjóðs í
formi virðisaukaskatts, ólíkt öðrum
útflutningsatvinnugreinum. Árið
2015 innheimti ferðaþjónustan 25
milljarða króna virðisaukaskatt af
erlendum ferðamönnum, eða um
14% af vsk.-tekjum ríkisins á því
ári. Þetta voru brakandi nýjar og
ferskar skatttekjur.
Engu að síður voru nettó vsk.-
skil ferðaþjónustunnar árið 2015
sögð vera mínus 3,8 milljarðar í
samantekt Deloitte fyrir Stjórn-
stöð ferðamála. Það skyldi því eng-
an undra þó að tækifærissinnar
grípi til fullyrðinga um að ferða-
þjónustan njóti ívilnana af virð-
isaukaskatti og fella eigi niður
„undanþágur“ til hennar.
25 milljarðar í plús
er rétta talan
Auðvitað voru vsk.-tekjur rík-
isins af ferðaþjónustu ekki í mínus
árið 2015. Þær voru 25 milljarðar
króna í plús. Virðisaukaskattur er
gegnumstreymisskattur og getur
aldrei orðið neikvæður. Enginn
getur nýtt sér innskatt nema hafa
greitt virðisaukaskatt til þriðja að-
ila.
Skýringin er sú að vegna gríð-
arlegrar uppbyggingar og fjárfest-
inga keypti hluti fyr-
irtækja í
ferðaþjónustu vörur
og þjónustu með meiri
virðisaukaskatti en
sem nam þeirra eigin
útskatti. Þær vsk.-
greiðslur skiluðu sér
að sjálfsögðu í rík-
issjóð. Þær tekjur
urðu til vegna við-
skipta ferðamanna. Í
fyrra var þessi upp-
hæð enn hærri vegna
fleiri ferðamanna, lík-
lega um 40 milljarðar króna, eða
um 20% af heildar vsk.-tekjum rík-
issjóðs. Á þessu ári má ætla að
vsk.-tekjur ríkissjóðs nálgist 55
milljarðana. Þó gætu verið blikur á
lofti um þá aukningu vegna minni
kaupmáttar erlendra ferðamanna,
sökum sterks gengis íslensku
krónunnar.
Staðreyndin er sú að virð-
isaukaskattur sem erlendir ferða-
menn greiða er í raun auðlinda-
gjald í ríkissjóð. Bein útgjöld ríkis
og sveitarfélaga vegna erlendra
ferðamanna árið 2015 voru 5 millj-
arðar króna samkvæmt samantekt
Deloitte eða um 3% af vsk.-tekjum
ríkissjóðs af ferðaþjónustunni það
ár og fara hlutfallslega minnkandi.
Fyrst og fremst
neytendaskattur
Á endanum er það alltaf neyt-
andinn (í þessu tilfelli ferðamað-
urinn) sem ber virðisaukaskattinn.
Frumtekjurnar koma frá honum,
því að hann notfærir sér ekki inn-
skatt á móti útskattinum. Virð-
isaukaskattskil eru hins vegar ekki
skilgreind eftir því hver ber skatt-
inn á endanum, heldur hver skilar
honum og hversu miklu. Þess
vegna verður myndin af ferðaþjón-
ustunni svona skökk. Nettóskil á
virðisaukaskatti, þ.e. þegar búið er
að draga innskatt frá útskatti,
segja bara hluta sögunnar. Sjálf-
sagt er þetta praktískt fyrir bók-
hald ríkisins, en gefur skakka
mynd af atvinnugreinum á borð við
ferðaþjónustuna sem skapa þessar
frumtekjur. Ef ekki væri fyrir
ferðamanninn, þá hefðu þessar 25
milljarða krónu vsk.-tekjur árið
2015 aldrei komið í ríkissjóð.
Ferðamaðurinn er drjúgur
Uppbygging í ferðaþjónustu hef-
ur verið óvenju mikil undanfarin
ár og innskattur því mikill. Í byrj-
un árs 2016 var öll ferðaþjónusta
komin inn í virðisaukaskattskerfið
og tekjur ríkisins af ferðamönnum
farnar að vaxa umfram fjölgun
ferðamanna. Þessar vsk.-tekjur
eru til viðbótar öðrum beinum
tekjum ríkis og sveitarfélaga af
ferðamönnum. Þannig er ekki
óvarlegt að ætla að tekjur op-
inberra aðila af ferðaþjónustunni
fari samanlagt hátt í 130 milljarða
í ár.
Það munar um minna.
Skakka myndin af
virðisaukaskatti
ferðaþjónustunnar
Eftir Þóri
Garðarsson
» Árið 2015 innheimti
ferðaþjónustan 25
milljarða króna virð-
isaukaskatt af erlendum
ferðamönnum, eða um
14% af vsk.-tekjum rík-
isins á því ári.
Þórir Garðarsson
Höfundur er stjórnarformaður Gray
Line og varaformaður Samtaka ferða-
þjónustunnar
thorir@grayline.is
Skýrsla nefndar um
endurskoðun reglna
um skipun dómara
leiddi til breytinga á
lögum um dómstóla
þar sem núverandi
fyrirkomulag um skip-
un dómara var fest í
lög. Með breyting-
unum er dóms-
málaráðherra bundinn
af niðurstöðu dóm-
nefndar, þó hann geti
vikið frá henni með því að Alþingi
samþykki tillögu hans. Í grein-
argerð með frumvarpi breyt-
ingalaganna er lögð áhersla á vand-
aða málsmeðferð dómnefndarinnar.
Þá var jafnframt gert ráð fyrir því
að fallið yrði frá því fyrirkomulagi
að öllum umsækjendum um emb-
ætti yrði raðað í tiltekna flokka.
Hlutverk dómnefndarinnar er því
skv. greinargerð með frumvarpi að
draga fram hæfustu umsækjend-
urna og gera jafnframt grein fyrir
því hvern eða hverja hún telur hæf-
asta úr hópi þeirra.
Því velti ég upp þeirri spurningu
hvort þeim sjónarmiðum er fram
komu í greinargerð væri ekki betur
náð með því að hæfisnefndin setti
fram tilnefningar sínar með öðrum
hætti. Þar sem ekki var merkjan-
legur munur milli einkunna um-
sækjenda, má hugsa sér að nefndin
hefði getað í stað einkunnagjafar
tilnefnt fleiri umsækjendur en
skipa átti og töldust hæfir. Slík til-
högun hefði skilað ráðherra fleiri
valkostum sem þá hefði gefið ráð-
herra svigrúm til að mæta öðrum
sjónarmiðum við mat sitt sem
nefndin mátti ekki leggja til grund-
vallar, s.s. jafnara kynjahlutfalli.
Nú líkt og við skipun dómara við
Héraðsdóm Norðurlands eystra
2007 taldi ráðherra annmarka vera
á tilnefningu nefndarinnar, nú líkt
og þá vék ráðherra frá tilnefningu
nefndarinnar en þó einungis að
nokkru leyti. Í áliti umboðsmanns
Alþingis frá 2008 kom það fram að
fyrst ráðherra hefði talið að gallar
væru á umsögn dómnefndarinnar
og meðal annars að innra ósam-
ræmis hefði gætt við mat á reynslu
sem hin ýmsu störf veita, hefði ráð-
herra sbr. rannsókn-
arreglu 10. gr. stjórn-
sýslulaga átt að óska
eftir að dómnefndin
fjallaði að nýju um
málið og léti honum í
té nýja umsögn þar
sem bætt væri úr
þessum annmörkum
áður en hann tæki
ákvörðun í málinu.
Spurningin er því sú
hvort ráðherra hafi
uppfyllt rannsókn-
arreglu 10. gr. stjórn-
sýslulaga í máls-
meðferð sinni við gerð tillögunnar
sem síðar var borin undir Alþingi
til samþykktar.
Enginn vafi er á því að þörf var
á bættu regluverki þegar skipa
skal 15 dómara við nýjan dómstól
enda viðamikil og fordæmalaus
framkvæmd. Reglur um skipun
dómara héldust nánast óbreyttar í
nýjum lögum um dómstóla, bráða-
birgðaákvæði laganna hafa þó að
geyma sérreglur um fyrstu skipan
dómara í Landsrétt. Sú regla sem
fram kemur í bráðabirgðaákvæði
IV kveður á um að ráðherra skuli
leggja tillögu sína um hverja skip-
un fyrir Alþingi til samþykktar.
Hvernig merking þessa ákvæðis er
túlkuð er líkt og annað eftir smekk
manna, en ég ætla þó að leyfa mér
að taka skýringar eins af höfundum
laganna gildar og skilja þetta þann-
ig að Alþingi hafi borið að fram-
kvæma atkvæðagreiðslu um hvern
umsækjanda fyrir sig. Með því að
framkvæma atkvæðagreiðsluna
sem raun bar vitni kann réttur að
hafa verið tekinn af þeim sem til-
nefndir voru af dómnefnd en færðir
af lista, til þess að fá úr því skorið
hvort sú tilfærsla er varð í þeirra
tilfelli hafi verið rétt og málefnaleg.
Tilhögun atkvæðagreiðslu Al-
þingis þann 1. júní hefur verið rétt-
lætt með tilvísun í 79. gr. þing-
skapalaga. Hvað þann málsbúning
varðar er rétt að benda á að bráða-
birgðaákvæði dómstólalaganna telj-
ast til sérlaga og þar af leiðandi
þingsköpum æðri. Jafnframt getur
þingið ekki veitt undanþágu frá
lögum nema með heimild í lögum.
Alþingi deilir löggjafarvaldi með
forseta og getur því ekki eitt og sér
gert undanþágu frá lögum, jafnvel
að undangenginni skoðanakönnun
líkt og þeirri er framkvæmd var í
þessu tilfelli.
Skipun dómara er framkvæmda-
valdsathöfn sem Alþingi er falið að
gera með ákvæði bráðabirgðalaga.
Því verður að fara eftir þeim
reglum sem um þær athafnir gilda.
Því í þessu tilfelli er hvorki um að
ræða lagafrumvarp né
þingsályktunartillögu og sam-
kvæmt því ótækt að tefla ákvæði
þingskapalaga framar ákvæði sér-
laga um tilhögun atkvæðagreiðsl-
unnar.
Forseti lýðveldisins Íslands,
Guðni Th. Jóhannesson, hefur nú
undirritað skipunarbréf dómara við
Landsrétt. Eftir ítarlega rannsókn
forseta var það niðurstaða hans að
mistök hefðu ekki átt sér stað við
atkvæðagreiðsluna 1. júní og að
undirbúningur og tilhögun hennar
hefði verið í samræmi við lög, þing-
venju og þingsköp. Því til rökstuðn-
ings studdist forseti meðal annars
við það að við upphaf atkvæða-
greiðslunnar mælti forseti Alþingis
að tillagan í 15 töluliðum yrði „bor-
in upp í heild ef enginn hreyfir
andmælum við því“. Enginn hreyfði
andmælum og voru atkvæði greidd
í einu lagi um alla 15 töluliði þing-
skjalsins. Alþingi samþykkti því
alla umsækjendur í einni atkvæða-
greiðslu.
Af þessari málsmeðferð Alþingis
verður ekki dregin önnur ályktun
en sú að löggjafinn telji að víkja
megi frá ákvæðum sérlaga um
málsmeðferð og tilhögun atkvæða-
greiðslu ef ekki koma fram and-
mæli frá þingmönnum.
Dómaraskandall?
Eftir Þórarin
Halldór Óðinsson
Þórarinn Halldór
Óðinsson
»Enginn vafi er á því
að þörf var á bættu
regluverki þegar skipa
skal 15 dómara við nýj-
an dómstól enda viða-
mikil og fordæmalaus
framkvæmd.
Höfundur er formaður Egils, félags
ungra sjálfstæðismanna í Mýrasýslu.
Höfundur stundar einnig nám í við-
skiptalögfræði við Háskólann á Bif-
röst.
thorarinn.odinsson@gmail.com
Fasteignir
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Myndstef auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki og ferða-og
menntunarstyrki á vegum samtakanna fyrir verkefni sem unnin
eru á árinu 2017.
Rétt til þess að sækja um styrki Myndstefs hafa einstaklingar
sem starfa sem myndhöfundar.
Sérstök umsóknareyðublöð eru á vef samtakanna
www.myndstef.is og þar eru einnig nánar skilgreind þau atriði
sem þurfa að koma fram í umsókninni ásamt reglum um
úthlutun styrkjanna. Umsóknarfrestur rennur út kl 14:00
föstudaginn 1. september. Umsóknir sem berast eftir þann tíma
fá ekki afgreiðslu. Tekið skal fram að póststimpill gildir á
innsendum umsóknum. Umsóknir skulu berast til skrifstofu
Myndstefs, Hafnarstræti 16, p.o.box 1187, 121 Reykjavík eða á
netfangið myndstef.styrkir@gmail.com fyrir ofangreindan tíma
Allar nánari upplýsingar veitir Aðalheiður Dögg á opnunartíma
skrifstofunnar, 10:00 – 14:00 alla virka daga. Einnig er hægt að
senda fyrirspurnir á netfangið myndstef@myndstef.is
Vakin er athygli á því að Myndstef áskilur sér rétt til að birta á
heimasíðu sinni texta og myndir um viðkomandi verkefni í
samráði við höfund þess.
Stjórn Myndstefs
Verkefnastyrkir og
ferða- og menntunarstyrkir
Myndstefs 2017