Morgunblaðið - 17.06.2017, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 17.06.2017, Qupperneq 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2017 Eggert Þjóðhátíð Landsmenn fagna 73 ára afmæli íslenska lýðveldisins í dag, 17. júní. Fáninn verður víða í öndvegi, líkt og hjá þessum ungu drengjum í leikskólanum Álftaborg í Safamýrinni. Fyrir rúmu ári ákvað meirihluti Sam- fylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar að kaupa ekki lengur könnun um viðhorf til þjónustu sem unnin hafði verið fyrir nokk- ur sveitarfélög og gerði samanburð á milli sveitarfélaga mögulegan. Nið- urstöðurnar höfðu ekki verið já- kvæðar fyrir Reykjavíkurborg en á nánast öllum þáttum rak borgin lestina miðað við önnur sveit- arfélög. Fyrir neðan má sjá dæmi um hvernig niðurstöðurnar litu út í síðustu könnun sem Reykjavík var þátttakandi í. Þar voru 19 sveit- arfélög borin saman, þar á meðal öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu. Spurt var: Hversu ánægð(ur) eða óánægð (ur) ert þú með skipulagsmál al- mennt í sveitarfélaginu – Reykjavík í 18. sæti af 19. Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með gæði umhverf- isins í nágrenni við heimili þitt – Reykja- vík í 19. sæti af 19. Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með þjónustu í tengslum við sorp- hirðu í sveitarfélaginu – Reykjavík í 17. sæti af 19. Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með þjónustu við grunnskóla sveit- arfélagsins? Reykjavík í 19. sæti af 19. Hversu ánægð(ur) eða óánægð (ur) ert þú með þjónustu leikskóla sveitarfélagsins? Reykjavík í 19. sæti af 19. Hversu ánægð(ur) eða óánægð (ur) ert þú með aðstöðu til íþrótta- iðkunar í sveitarfélaginu? Reykja- vík í 19. sæti af 19. Hversu ánægð(ur) eða óánægð (ur) ert þú með þjónustu við eldri borgara í sveitarfélaginu? Reykja- vík í 19. sæti af 19. Hversu ánægð(ur) eða óánægð (ur) ert þú með þjónustu við fatlað fólk í sveitarfélaginu? Reykjavík í 19. sæti af 19. Á heildina litið hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með sveitar- félagið sem stað til að búa á? Reykjavík í 16. sæti af 19. Meirihlutinn í Reykjavík ákvað í framhaldinu að losa sig við óþægi- legu fréttirnar með von um að borg- arbúar myndu gleyma þessari óþægilegu umræðu með að hætta þátttöku í könnuninni. Röksemdir meirihlutans voru að þarna væri verið að mæla viðhorf, og þeir sem væru spurðir vissu jafnvel ekki hverju þeir væru að svara og því kæmi borgin svona illa út. En stenst þetta? Mikilvægt er að þjónustan í Reykjavík sé eins góð og kostur er og jafn mikilvægt er að viðhorf til hennar séu góð. Viðhorf geta haft áhrif á það hvar fólk sækir um vinnu eða starfar, hvar það býr, hvar það ákveður að framkvæma hluti, hvar það ákveður að búa. Ef það er einlæg trú meiri- hlutans í Reykjavík að þjónustan sé mjög góð og þeir sem svara séu bara eitthvað að misskilja málin eða illa uppfræddir, þá er það reyndar afar sterk vísbending um að ein- hverju hafi verið ábótavant í kynn- ingarmálum. Því hvernig má það vera að Reykjavík reki miklu víð- feðmari þjónustu, með miklu meiri kostnaði en samt hafi viðhorfið til þjónustunnar í Reykjavík ítrekað skrapað botninn í samanburði við önnur sveitarfélög? Í stað þess að fást við þann vanda ákvað meiri- hlutinn að gera lítið úr niðurstöðum og losa sig við óþægilegar upplýs- ingar. Meirihlutinn hefur gefið alls kyns afsakanir og skýringar, allt frá því að þetta skipti engu máli yfir í að borgarbúar séu of kröfuharðir og því ekki marktækir. Meirihlutinn ákvað hins vegar að nota sínar eigin aðferðir og mæla sína eigin hópa eða notendur þjón- ustunnar í Reykjavík. Það er kannski skiljanlegt því í slíkum könnunum fær þjónustan líklega mun betri einkunn. Ýmislegt er hins vegar varhugavert við þá af- stöðu. Meðal annars að þeir sem njóta þjónustu eru líklega ánægðari en þeir sem ekki njóta hennar, þeir eru örugglega síður til í að segja sjálfum þjónustuaðilanum frá óánægju sinni þar sem þeir eru honum háðir um þjónustuna, ekki er leitað sérstaklega að þeim sem ekki hafa fengið þjónustu og þannig má draga úr áhrifum hópsins sem ekkert fær eða er óánægður. Svo auðvitað að því sem athyglisverðast er, eða samanburðinum við önnur sveitarfélög, er þá sleppt. Auðvitað segir sig sjálft að ef Reykjavíkurborg bæði klæðskera- sníður þjónustukannanir sínar að eigin hentisemi og án nokkurs tæks samanburðar við önnur sveitarfélög er vitneskja um þjónustustig borg- arinnar í fullkomnu myrkri. Spyrja má hvað meirihlutinn vandar sig svona mikið við að fela fyrir borg- arbúum? Eftir Áslaugu Maríu Friðriksdóttur » Spyrja má hvað meirihlutinn vandar sig svona mikið við að fela fyrir borgarbúum? Áslaug María Friðriksdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. aslaug@sja.is Feluleikur í Reykjavík? Í góða veðrinu á dög- unum brugðum við hjónin okkur af bæ og ókum Bústaðaveginn til baka. Þegar við komum vestur fyrir Háaleit- isbrautina hvarf sól- skinssvipurinn af and- liti okkar. Við tóku byggingakranar og hálfköruð fjölbýlishús með steypustyrkt- arjárnið í allar áttir. Útvarpshúsið var horfið, – þessi fallega bygging, sem hafði blasað við vegfarendum sem fram hjá fóru og úr Fossvogs- dalnum. Þannig hefur borgarstjóranum smátt og smátt tekist að gera Reykjavík ljótari með þvílíkum fram- kvæmdum þar sem hús eiga ekki að rísa. Ég tek annað dæmi af Tryggva- götu og bið menn standa við pylsu- vagninn „Bæjarins bestu“ og horfa til austurs. Ljótir steinveggir eru að rísa á báðar síður og þröng akrein á milli. Þriðja dæmið er sýnu verst, – við- bótarbyggingin við Landsímahúsið sem verið er að byggja og á að ná fram að rennusteinunum við Kirkju- stræti á milli Austurvallar og Vík- urgarðs. Víkurgarð- urinn hefur gengið undir ýmsum nöfnum. Bjarni Magnússon úr Engey sem ég kallaði „afa minn afa“ sagði mér litlum dreng að þetta væri „gamli kirkjugarðurinn“. Og nú á að malbika yfir grafirnar svo að þar geti orðið bílastæði fyr- ir framan hið nýja hótel sem áður hét Land- símahúsið. Ég fékk á sínum tíma viðtal við Jón Gnarr borgarstjóra til að mótmæla þessum framkvæmdum, – að þrengja svo að Alþingishúsinu og gömlu hús- unum vestur að Herkastala. Borg- arstjórinn skildi mig ekki og fór að hafa áhyggjur af því að ný bygging, sem Alþingi reisti á móti Ráðhúsinu, yrði ekki nógu falleg. Í þeim svifum kom aðstoðarmaður hans, S. Björn Blöndal, inn og fór að rekja samtöl þingforseta við borgarstjóra út af þessu máli og var margt missagt í þeim fræðum. Ég kaus að trúa því sem þingforseti hafði sagt mér og fann að ég átti ekki erindi við þessa menn. Og víkur nú sögunni að útvarps- húsinu og byggingarframkvæmd- unum þar. Í stuttu máli þá leist okkur íbúum á Efstaleiti 10-14 og Miðleiti 5-7 ekki á blikuna. Á reitnum eiga að rísa fjölbýlishús með 361 íbúð og að auki verslunar- og skrifstofuhúsnæði sem verður 800 fermetrar að stærð. Við sendum því inn kæru til „Úr- skurðarnefndar umhverfis og auð- lindamála“ sem dagsett er 17. októ- ber 2016, og var til hennar vandað. Þar er rökstutt að fyrirhuguð upp- bygging muni hafa umtalsverð grenndaráhrif sem fer út fyrir það sem íbúum er gert að sæta sam- kvæmt nábýlisrétti. Það er fyllilega ljóst að umferðar- og öryggismál hafa ekki verið skoðuð með nægilega ígrunduðum hætti af hálfu borg- arinnar, raunar bendir allt til þess að áætlanir borgarinnar byggist á ósk- hyggju fremur en raunverulegum umferðartölum og spám. Í kærunni er lögð áhersla á að íbú- ar Efstaleitis 10-14 og Miðleitis 5-7 kusu að kaupa sér íbúð á kyrrlátu svæði þar sem unnt væri að njóta elli- áranna í ró og næði. Svar Reykjavíkurborgar við kær- unni er dagsett 29. nóvember 2016. Þar er aðaláherslan lögð á umferð- armálin. Umferðin á að verða óbreytt þó að íbúðum fjölgi um 361 auk versl- unarhúsnæðis. Því á að ná fram með því að fækka bílastæðum! Miðað er við að ferðir vegna nýrrar byggðar verði 20% færri á hverja íbúð en er í dag að meðaltali á höfuðborgarsvæð- inu. Fullyrt er að umferð um Bú- staðaveg sé að mestu óháð uppbygg- ingunni á útvarpshússreitnum. Það er rökstutt með því að umferð um Efstaleiti tengist nær eingöngu innan hverfisins og áfram í þessum dúr. Ég var aldrei góður í flatarmálsfræði en Brynjólfur Sveinsson kenndi mér þó, að maður ætti að hafa það fyrir reglu að velta því fyrir sér hvort útkoman út úr dæminu væri sennileg. Ég held að borgarstjórinn ætti að taka þá reglu upp! Það er athyglisvert að í hinu langa svari Reykjavíkurborgar skuli hvergi minnst á fyrirhugaðar bygginga- framkvæmdir umhverfis Borgarspít- alann og á Veðurstofuhæðinni. Mér finnst rétt að benda Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála á það sem viðbótarrökstuðning við það, sem í kærunni stendur. Ég hef í höndum bréf frá „Úr- skurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála“ dags. 3. apríl sl. Þar segir að nefndin skuli kveða upp úrskurð sinn eins fljótt og kostur er og innan þriggja til sex mánaða frá því að málsgögn berast frá viðkomandi stjórnvaldi. Fyrirsjáanlegt sé að vegna mikilla anna muni mál okkar íbúanna við Efstaleiti og Miðleiti tefj- ast umfram áðurnefnda lögmæta fresti. Eins og stendur sé úrskurður almennt ekki kveðinn upp innan árs frá því að gögn berast. Nú veit nefndin að Reykjavík- urborg gaf út framkvæmdaleyfi í trássi við kæruna. Það er alvarlegt í ljósi þess að ekki verður til baka snú- ið á útvarpshússreitnum. En nefndin lætur sér fátt um finnast og aðhefst ekki neitt. Ég á bágt með að skilja þá einstaklinga, sem í nefndinni sitja, að þeir skuli sætta sig við þessi vinnu- skilyrði og spyr hví þeir segi ekki af sér. Mér finnst þetta vera umhugs- unarefni fyrir umboðsmann Alþingis. Hver er réttur borgaranna í máli eins og þessu? spyr ég sjálfan mig og svara mér sjálfur: „Enginn!“ Eftir Halldór Blöndal »Umferðin á að verða óbreytt þó að íbúð- um fjölgi um 361 auk verslunarhúsnæðis. Því á að ná fram með því að fækka bílastæðum! Halldór Blöndal Höfundur er fyrrv. ráðherra og forseti Alþingis. halldorblondal@simnet.is Af útreikningum borgarstjóra

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.