Morgunblaðið - 17.06.2017, Qupperneq 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2017
Ég var nýkom-
inn heim þegar mér
bárust þær sáru
fréttir frá Íslandi
að hann pabbi hefði kvatt þenn-
an heim. Maður er aldrei undir
það búinn að missa foreldri,
sagði einhver við mig eitt sinn.
Ég skil það svo vel núna. Pabbi
hafði barist við skammtíma-
minnið í einhvern tíma, hann
reyndi að lifa með því og horfa
undan þeirri vá sem hún þetta
honum. Seinustu daga er ég bú-
inn að vera syrgja hann þó svo
að ég telji hann vera vel að þess-
um endalokum kominn. Það er
ekkert líf fyrir stoltan mann að
vera rúmliggjandi, geta lítið sem
ekkert hreyft sig né heldur tjáð
sig við annað fólk eins og honum
var tamt og vera öðrum háður í
einu og í öllu. Nokkrum dögum
áður en pabbi dó, fór ég með
hann í göngutúr um Vesturbæ-
inn. Ég held að honum hafi
fundist það skemmtilegt, en
þegar líða tók á, varð hann
þreyttur og vildi fara aftur á
Grund, þar sem vel var hugsað
um hann og honum leið vel. Og
vil ég hér með koma á framfæri
þakklæti til starfsfólks Grundar.
Elsku pabbi minn, það er svo
margt sem mig langar til að
segja við þig og það er svo
Matthías
Kristjánsson
✝ Matthías Krist-jánsson fæddist
13. febrúar 1931.
Hann andaðist 2.
júní 2017.
Útför Matthíasar
fór fram 12. júní
2017.
margt sem mig
langar til að þakka
þér fyrir. Þú gafst
mér svo mikið um
ævina, alltaf voruð
þið mamma mestu
hjálparhellurnar
mínar og klettarnir
mínir. Eins og
mörgu fólki fannst,
þá var svo gott að
leita til þín, biðja
þig um eitthvað
sem mann vanhagaði um. Mér
eru svo minnisstæðir allir þeir
hestatúrar sem við tveir eigum
að baki, stuttir eða langir. Þegar
við hvíldum hrossin, við tylltum
okkur þá kannski hvor á sinn
steininn og horfðum í sömu átt-
ina, ég gat trúað þér fyrir því
sem bjó mér í brjósti þá stund-
ina. Þó að þú hafir verið einn sá
opnasti maður sem ég hef á æv-
inni kynnst, og alltaf varstu
vinamargur, þá varstu líka einn
sá dularfyllsti. Oftast var okkur
báðum vel til vina, kannski er
það vegna þess að mér þótti allt-
af svo gott að tala við þig, skiln-
ingur þinn á erfileikum mínum
var mér alltaf svo mikilvægur.
Þegar við ferðuðumst saman um
sveitir landsins og þú bentir á
alla sögustaðina, þú sagðir mér
frá atburðum Íslendingasagn-
anna, þú leiddir mig inn um dyr
bókmenntanna, mótaðir mig á
svo margan hátt. Pabbi minn, þú
varst minn besti vinur og stund-
um varstu minn eini vinur. Ég á
ykkur mömmu svo margt að
þakka. Þið hafið bæði stutt mig í
gegnum lífið og oft höfðuð þið
bjargað mér frá sjálfum mér.
Elsku pabbi minn, nú ertu far-
inn, en þú ferð aldrei úr hjarta
mér, þar lifir þú þar til við hitt-
umst aftur. Þegar ég mun keyra
um sveitir landsins í framtíðinni
þá munu ferðalögin okkar vaka
fyrir mér sem ljóslifandi atburð-
ir. Þegar ég fletti Íslendingasög-
unum þá mun ég minnast þess
þegar þú kynntir mig fyrir
þeim. Eitt get ég gert fyrir þig í
staðinn, elsku pabbi minn, það
er að vera sjálfur góður faðir
eins og þú varst, nota þig sem
fyrirmynd og reyna að kenna
börnunum mínum eitthvað sem
þú kenndir mér. Elsku pabbi
minn, hvíl þú í friði, við munum
hittast einhvern tímann aftur.
Þangað til horfi ég á myndina af
þér, því fyrir mér ertu alltaf til.
Magnús Matthíasson.
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson)
Afi Matti var sérlega sögu-
fróður og bókhneigður maður
sem kunni urmul af ljóðum ut-
anbókar. Hann var ávallt með
bók við höndina og ef hann var
ekki að lesa þá var hann að fara
með ljóð. Ísland var einnig eitt
af hans helstu áhugamálum,
hann þekkti hvern krók og kima
og Íslendingasögurnar kunni
hann afturábak og áfram.
Ég var mikil afastelpa, hljóp
upp í fangið á honum í hvert
sinn sem við hittumst þar til ég
var orðin of stór til þess að hann
gæti gripið mig, þá lét ég það
nægja að knúsa hann.
Við afi vorum miklir vinir og
það var því alltaf gleðiefni þegar
afi kom á græna bílnum að
sækja mig á leikskólann. Þá
vissi ég að framundan væri bíl-
ferð uppi í Hrísrima og að ég
myndi fá banana og kókómjólk í
bílnum, það brást aldrei. Afi var
vanur að spyrja mig til vegar á
leiðinni upp í Hrísrima og ég
man hvað mér fannst það gaman
og spennandi að hann hefði
treyst mér fyrir leiðsögninni.
Ég var önnum kafinn ung-
lingur, tómstundirnar fylltu
stundatöfluna og átti ég oft í
vandræðum með að komast á
milli staða í tæka tíð fyrir næstu
æfingu. Þá var afi minn helsti
bjargvættur, hann mætti ávallt
á græna bílnum með banana og
kókómjólk handa mér. Þessar
bílferðir voru yndislegar, við töl-
uðum um daginn og veginn, afi
fór með ljóð eða sagði mér sög-
ur og við lentum nánast aldrei á
rauðu ljósi. Afi hafði nefnilega
pantað græn ljós sérstaklega
handa okkur því við máttum
engan tíma missa, eða svo sagði
hann mér.
Seinna þegar afi var hættur
að keyra var komið að mér að
endurgjalda greiðann og fórum
við margoft saman að útrétta.
Síðustu dagarnir sem við afi
áttum saman voru í mars sl.
þegar ég kom í heimsókn frá
Hollandi hinu flata, eins og afi
var vanur að kalla það. Þá fór-
um við nokkrum sinnum saman í
bíltúr, ég og afi, þar sem ég sat
við stýrið en afi var farþeginn
sem fékk þó ekki kókómjólk og
banana.
Elsku afi, ég mun ávallt
sakna þín, Þetta var yndisleg
ferð, takk fyrir farið.
Ömmu minni, Hjördísi, og öll-
um ættingjum okkar sendi ég
mínar dýpstu samúðarkveðjur
frá Hollandi hinu flata.
Ingunn Erla Kristjánsdóttir.
Á hugann leita
ljúfar minningar frá
barnæsku um bros-
andi ömmu sem
strauk mér hlýlega
upp vangann með handarbakinu
og sagði: „Elskan mín“ í hvert
sinn sem við hittumst. Um tíma,
þegar ég var lítil, kom amma oft í
mat til okkar á föstudagskvöld-
um. Þegar kom að því að skutla
ömmu heim fékk ég oftar en ekki
að fljóta með og varð þá eftir og
fékk að gista. Kvöldin hjá okkur
hófust alltaf á því að ég fékk aura
í lófann til að rölta í sjoppuna í
Grímsbæ. Amma fékk Pilsner og
ég Malt í flösku og svo átti ég að
kaupa nokkra nammimola í poka
fyrir afganginn sem við smjött-
uðum á yfir sjónvarpinu. Morg-
unrútínan hennar ömmu vakti
svo alltaf kátínu hjá mér þegar
gamla konan tók sig samvisku-
samlega til við morgunleikfim-
ina.
Gönguferðir með ömmu og
mömmu um Bústaðahverfið voru
ófáar og reglulega skottaðist ég
með þeim mæðgum í bankann og
búðina í Austurveri. Ég man líka
eftir mörgum gæðastundum í
garðinum innan um fallegu blóm-
in hennar. Alltaf var hægt að
ganga að ömmu vísri sitjandi í
sínu sæti við eldhúsborðið í
Hólmgarðinum í kaffitímanum
kl. 15.00 á daginn. Kaffisopa og
kruðerí var nauðsynlegt að fá og
það var alveg ótrúlegt að Café
Noir súkkulaðikexið skyldi
hvergi bragðast jafnvel og heima
hjá ömmu.
Amma var ekki spör á hrósið
þegar hún rak augun í eitthvað
Ásta Ólafsdóttir
✝ Ásta Ólafs-dóttir fæddist
27. janúar 1921.
Hún lést 11. maí
2017.
Jarðarförin fór
fram 23. maí 2017.
sem henni þótti fal-
legt, þá gall í henni:
„Gasalega er þetta
fallegt, hvar fékktu
þetta?“ Hún gat þó
stundum ekki orða
bundist heldur þeg-
ar henni mislíkaði
eitthvað. Þá leit
hún gjarnan kímin
á mig, brosandi út í
annað þegar hún
sagði skoðun sína
og svo hlógum við. Ég býst við að
sanseraða perluhvíta naglalakkið
hennar hafi verið henni meira að
skapi en mitt dökkbrúna.
Græna fingur hef ég erft úr
móðurlegg og elsku ömmu mun
ég minnast um ókomna tíð, þá
sérstaklega þegar ég verð úti í
garði innan um blómin.
Sóley.
Fallega og yndislega föður-
systir mín féll frá 11. maí sl.
Ég heimsótti hana á Borgar-
spítalann og kyssti hana á kinn-
ina áður en ég fór í frí erlendis,
ekki grunaði mig að hún félli frá
á meðan ég væri í burtu, góð
hugmynd hjá mér að ég skyldi
hafa farið til hennar. Svona fer
þetta oft ef eldra fólk dettur
heima hjá sér, þá er eins og sé
kippt í spotta. Ásta og ég vorum
svolítið líkar að mínu mati, hún
vildi alltaf vera fín og vel klædd.
Ég heimsótti hana í Hólmgarð
fyrir tveimur árum á afmælis-
degi mínum, mér fannst ég gera
góðverk með því, þá sat hún við
spegil að punta sig og setja fal-
lega slæðu um hálsinn, og ég
sagði: Jæja elsku frænka mín, þú
ert eins og ég, vilt alltaf vera
með sæta slæðu um hálsinn, það
puntar og er hlýlegt. Í gamla
daga er ég var ung og við vinnu í
Reykjavík fór ég oft til hennar
og Gullu systur hennar, þær
voru skemmtilegar heim að
sækja. Ásta var mikið dugleg að
vera alltaf heima í Hólmgarði,
þar til óhappið dundi yfir. En
svona er lífið, ekki spurt að því
hvenær kallið kemur, ég á fal-
legar og góðar minningar um
frænku mína frá því í gamla
daga,er ég bjó í Reykjavík, en
1966 flutti ég utan og þá slitnaði
svo margt. Megi góður Guð
blessa fallegu yndislegu föður-
systur mína.
Blessuð sé minning elskulegu
fallegu frænku minnar.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Sólrún Guðjónsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
HELGA EINARSDÓTTIR,
áður til heimilis að Réttarholti 15,
Selfossi,
lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum
fimmtudaginn 8. júní.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn
20. júní klukkan 14.
Björk Guðmundsdóttir Dan Brynjarsson
Alma Guðmundsdóttir Emil Guðjónsson
Hlynur Guðmundsson Ingibjörg Hjálmarsdóttir
og barnabörn
Vegna andláts og útfarar elskulegs sonar
okkar, bróður, barnabarns og frænda,
GÍSLA ÞORLÁKS JÓNSSONAR,
Árhóli,
sendum við hjartans þakkir til allra þeirra
sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu.
Sigríður Kristinsdóttir Jón Emil Gylfason
og fjölskylda
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma, langamma og systir,
ANNA FRÍÐA ÞÓRÐARDÓTTIR,
Boðahlein 23,
Garðabæ,
lést á Spáni 6. júní. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey samkvæmt ósk hinnar látnu.
Tómas Kristjánsson
Kristján Tómasson Hafdís Sigurbjörnsdóttir
Ingibjörg G. Tómasdóttir
Tómas Freyr Hjaltason
Gerður Ósk Hjaltadóttir
barnabarnabörn
Þorbjörg Þórðardóttir
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir
og afi,
KRISTINN JÓN ÞORKELSSON,
lést 1. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Anna Margrét Magnúsdóttir
Magnús Kristinsson Erla Dröfn Vilbergsdóttir
Þorkell Brands Kristinsson Sóley Jónsdóttir
og barnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
BÁRA GUNNBJÖRNSDÓTTIR,
Dynsölum 10,
Kópavogi,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
2. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Innilegar þakkir fyrir samúðarkveðjur og vinarhug.
Rebekka Sif Kaaber Guðjón Vilhjálmsson
Fríða Rakel Kaaber Ryan Patrekur Kevinsson
Bára Margrét og Eva Sóley Guðjónsdætur
Björn Kaaber
Þökkum auðsýnda samúð við andlát
og útför
MATTHÍASAR KRISTJÁNSSONAR
rafvirkja,
Hrísrima 4.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Vegamóta á
dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir einstaka umönnun og
hlýhug.
Hjördís Magnúsdóttir
Sigurjón Matthíasson
Ólöf Matthíasdóttir
Ragnheiður Matthíasd. Halldór Halldórsson
Kristján Matthíasson Guðrún B. Guðmundsdóttir
Magnús Matthíasson Nina Brakmann
og aðrir aðstandendur
Þökkum auðsýnda samúð við andlát
eiginmanns míns, föður, stjúpföður,
tengdaföður, afa og langafa,
HALLDÓRS V. VILHJÁLMSSONAR,
Mansa,
sem lést miðvikudaginn 31. maí.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Þorsteinsdóttir