Morgunblaðið - 17.06.2017, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.06.2017, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2017 AÐVENTKIRKJAN í Reykjavík | Í dag, laug- ardag: Biblíufræðsla kl. 11, guðsþjónusta kl. 12. Ræðumaður: Eric Guðmundsson. Barna- starf. Sameiginleg máltíð eftir samkomu. AÐVENTKIRKJAN í Vestmannaeyjum | Brekastíg 17 í dag, laugardag: Samvera kl. 12. Bein útsending frá Reykjavíkur kirkju. AÐVENTSÖFNUÐURINN á Suðurnesjum | Blikabraut 2, Reykjanesbæ í dag, laugardag. Biblíufræðsla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Ræðumaður: Stefán Rafn Stefánsson. AÐ- VENTSÖFNUÐURINN í Hafnarfirði | Hóls- hrauni 3 í dag. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður Björgvin Snorrason. Biblíufræðsla kl. 11.50. Barna- og unglingastarf. Umræðuhóp- ur á ensku. Súpa og brauð eftir samkomu AKUREYRARKIRKJA | Helgistund í Akureyr- arkirkju kl. 20. Prestur er Sunna Dóra Möller. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Org- anisti er Eyþór Ingi Jónsson. ÁRBÆJARKIRKJA | Sumarguðsþjónusta kl. 11. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Árbæjarkirkju syng- ur og Guðmundur Ómar Óskarsson er org- anisti. Kaffisopi og samfélag eftir stundina. ÁSKIRKJA | Útiguðsþjónusta á lýðveldisdag- inn kl. 11:00 við völundarhúsið (íhug- unarbrautina) í Rósagarðinum í Laugardal. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar. Fé- lagar úr Kammerkór Áskirkju syngja undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Messa sunnudaginn kl. 11. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. For- söngvari Vigdís Sigurðardóttir. Organisti Magnús Ragnarsson. ÁSTJARNARKIRKJA | Árleg hjólreiðamessa hefst í Ástjarnarkirkju og hinum kirkjunum kl. 10. Þaðan er hjólað til Hafnarfjarðarkirkju, síðan að minnismerki við Hafnarfjarðarhöfn og minnismerki um Hrafna Flóka. Að lokum hjóla allir að Ástjarnarkirkju þar sem mess- unni lýkur. Kirkjukaffi á eftir og nýtt safn- aðarheimili kirkjunnar skoðað. BESSASTAÐAKIRKJA | Við tökum hjólin fram og höldum hjólreiðamessu. Við hefjum hjólaferðina í Brekkuskógum 1 kl. 10. Ferðin endar í Ástjarnarkirkju, haldið verður heim á leið um 12.30. BREIÐHOLTSKIRKJA | Sameiginleg göngu- guðsþjónusta kirknanna í Breiðholti. Gengið frá Seljakirkju í Fella og Hólakirkju kl. 10. Messa í Fella og Hólakirkju kl. 11. Eftir guðs- þjónustu er boðið upp á létta hádegishress- ingu og síðan er rútuferð að þeirri kirkju sem gengið var frá. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku, kl. 15 á litháísku (7. maí en síðan ekki aftur fyrr en í júlí) og kl. 18 á ensku. Messa virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnudagsmessa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Herra Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Kári Þormar leikur á orgelið og dómkór- inn syngur. Bílastæði fyrir aftan alþing- ishúsið. EGILSSTAÐAKIRKJA | Hátíðarguðsþjónusta 17. júní kl. 10.30, við upphaf þjóðhátíðardag- skrár. Prestur Þorgeir Arason. Organisti Tor- vald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju. FELLA- og Hólakirkja | Göngumessa. Gengið frá Seljakirkju kl. 10 að Fella og Hóla- kirkju. Messa kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunn- arsson þjónar og predikar. Þorvaldur Hall- dórsson sér um tónlistina. Eftir guðsþjónustu er boðið upp á létta hádegishressingu og síð- an er rútuferð að þeirri kirkju sem gengið var frá. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Kvöldmessa kl. 20: Tónlist, kertaljós og íhugun. Sönghóp- urinn við Tjörnina og Fríkirkjubandið ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista, flytja okkur ljúfa tónlist. Stundin er í umsjón sr. Hjartar Magna Jóhannssonar. GARÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Elínborg Gísladóttir prédikar og þjónar. Eitt barn fermt. Bjartur Logi Guðnason er organisti. Allir vel- komnir. Minnt er á hjólreiðamessu frá Vídal- ínskirkju kl. 10. GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur og org- anisti er Hákon Leifsson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10 og bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11. Alt- arisganga. Samskot til Hjálparstarfs kirkj- unnar. Messuhópur þjónar. Félagar úr kirkju- kór Grensáskirkju syngja. Organisti Erla Rut Káradóttir. Prestur Kristín Pálsdóttir. Mola- sopi eftir messu. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur Karl V. Matthíasson, organisti Hrönn Helgadóttir og kór Guðríð- arkirkju syngur. Kirkjuvörður Guðný Aradóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Hjólað milli kirkna. Hittumst við Hafnarfjarðarkirkju kl. 10.30. Hjólað að minnismerki við Hafnarfjarð- arhöfn og svo að minnismerki um Hrafna- Flóka. Síðan er farið í Ástjarnarkirkju þar sem verður boðið upp á hressingu. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sögu- stund fyrir börn. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt hópi messuþjóna. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Árdegismessa miðvikud. kl. 8. Hádegistónleikar Schola can- torum miðvikud. kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur Ei- ríkur Jóhannsson. Organisti Kári Allansson. HVERAGERÐISKIRKJA | Hátíða- guðsþjónusta lýðveldisdaginn kl. 11. Bæj- arfulltrúar lesa ritningarlestra. Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna syngur undir stjórn Hannesar Baldurssonar. Sókn- arprestur prédikar og þjónar fyrir altari. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn sam- koma með lofgjörð og fyrirbænum. Lísa María Jónsdóttir prédikar. Kaffi og samfélag eftir stundina. KVENNAKIRKJAN | Kvennakirkjan heldur guðsþjónustu við Kjarvalsstaði á kvennadag- inn, 19. júní kl. 20, í samvinnu við Kvenrétt- indafélag Íslands og Kvenfélagasamband Ís- lands. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar. Ragnhildur Ásgeirsdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir syngja einsöng. Ásdís Þórðardóttir leikur á trompet. Alexandra Chernyskova óp- erusöngkona frumflytur lag Láru Bryndísar Eggertsdóttur við sálm Hallveigar Thorlacius. Aðalheiður Þorsteinsdóttir leikur undir al- mennan söng. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jó- hanna Gísladóttir þjónar. Söngfjelagið Góðir grannar leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyr- ir kirkjugesti. Organisti er Sólveig Anna Ara- dóttir. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður aðstoðar við helgihaldið. Kaffisopi og með- læti í safnaðarheimili eftir stundina. LÁGAFELLSKIRKJA | Hátíðarguðsþjónusta á Þjóðhátíðardaginn kl. 11. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari. Ræðumaður Anna Sigríður Guðnadóttir, bæjarfulltrúi Mos- fellsbæjar. Ritningarlestur les Hafsteinn Páls- son, forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar. Kirkjukór Lágafellskirkju syngur og leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage, organista. Atli Guðlaugsson leikur á trompet Skátar úr skátafélagi Mosverja standa heiðursvörð. Möðrudalskirkja | Messa kl. 14. Ferming og skírn. Prestur Þorgeir Arason. Organisti Arnar Freyr Warén. Meðhjálpari Vernharður Vilhjálmsson. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju syngja. Organisti Steingrímur Þór- hallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Sam- félag og kaffisopi. SELFOSSKIRKJA | Bænastund í kirkjunni 17. júní kl. 12.30, á undan skrúðgöngu. Skógarmessa í Hellisskógi Sunnudag kl. 11 í stað hefðbundinnar. Byrjað verður á bílaplan- inu við minnismerkið og gengið um skóginn, stoppað á nokkrum stöðum þar sem ritning- arorð og bænir verða lesin. Endað verður við hellinn með hugleiðingu, blessun og skógar- kaffi. Umsjón með stundinni hefur Guðbjörg Arn- ardóttir. SELJAKIRKJA | Gönguguðsþjónusta Breið- holtssafnaðanna. Gengið verður frá Selja- kirkju kl. 10, í Fella- og Hólakirkju þar sem guðsþjónusta hefst kl. 11. Boðið verður upp á akstur aftur að Seljakirkju að guðsþjónustu lokinni. SELTJARNARNESKIRKJA | Hátíðarguðs- þjónusta í dag kl. 11. Prestur er Bjarni Þór Bjarnason. Svana Helen Björnsdóttir, verk- fræðingur, flytur ræðu. Organisti er Friðrik Vignir Sefánsson. Rótarýmenn taka þátt í at- höfninni. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar syngja. Kaffiveitingar í boði Rótarýklúbbs Sel- tjarnarness. Helgistund kl. 11 á sunnudag í Lyfja- fræðisafninu í Nesi. Létt stund með harm- ónikkuleik. Sóknarprestur þjóna ásamt org- anista safnaðarins. Kaffiveitingar og samfélag. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, annast prestsþjónustuna. TORFASTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta á lýð- veldisdaginn kl. 13. Egill Hallgrímsson, sókn- arprestur annast prestsþjónustuna. Organisti er Glúmur Gylfason. ÚTSKÁLAKIRKJA | Hátíðarstund kl 13. Ung- lingar í Garði aðstoða við helgihaldið, stúlka úr tónlistarskólanum syngur, organisti Steinar Guðmundsson, prestur Bára Friðriksdóttir. Skrúðganga verður að lokinni helgistund að Gerðaskóla þar sem hátíðarhöld halda áfram. VÍDALÍNSKIRKJA | Hjólreiðamessa. Lagt af stað frá Vídalínskirkju kl. 10. Safnast saman við Hafnarfjarðarkirkju og farið á valda staði. Hressing í Ástjarnarkirkju. Komið til baka um kl. 13. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Hjól- reiðamessa, dagskrá: Kl. 10, lagt af stað frá Víðistaðakirkju Ástjarnarkirkju, Brekkuskógum og Vídalínskirkju. Kl. 10.30, hópar hittast við Hafnarfjarð- arkirkju. Kl. 10.45, haldið að minnismerki við Hafn- arfjarðarhöfn. Kl. 11.10, haldið að minnismerki um Hrafna Flóka. Kl. 11.30, hjólað að Ástjarnarkirkju. Kl. 12.20, haldið heim á ný. Boðið verður upp á hressingu á leiðinni. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Guðsþjónusta 17. júní kl.12.30. með þátttöku skáta. Sókn- arprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkju- kór Njarðvíkur syngur undir stjórn Stefáns Helga Kristinssonar organista. Meðhjálpari Pétur Rúðrik Guðmundsson. ÞINGVALLAKIRKJA | Hátíðarguðsþjónusta á þjóðhátíðardaginn klukkan tvö eftir hádegi. Margrét Bóasdóttir syngur einsöng. Organisti Sólveig Anna Jónsdóttir. Kristján Valur Ingólfs- son predikar og þjónar fyrir altari. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Þykkvabæjarklausturkirkja Orð dagsins Ríki maðurinn og Lasarus. (Lúk. 16) Allmikið hefur ver- ið um það fjallað síð- ustu mánuði, að gengi krónunnar væri yf- irkeyrt og langt yfir raunvirði. Raunvirði er það gengi, sem tryggir útflutnings- atvinnuvegunum við- unandi kjör og lægst mögulegt verðlag á innfluttum varningi. Slíkt jafnvægi næst einkum með vaxtastýringu Seðlabanka, en, ef vextir eru háir sækja menn í gjaldmiðilinn, á sama hátt og þeir hverfa frá honum, ef vextir eru lágir. Allt of háir vextir á Íslandi Eins og ég hef sýnt fram á í blaðaskrifum, eru vextir hér allt of háir. Á sama tíma og stýrivextir í hinum vestræna heimi eru við núllið, eru þeir 4,75% hér. Vextir á Íslandi liggja því langt yfir því, sem almennt gerist á Vest- urlöndum. Auðvitað sækir þá fjár- magn í ávöxtun hér, þar sem hún er langtum hærri en erlendis. Fyrir innlenda lífeyrissjóði og aðra fjármagnseigendur er þetta auðveld og áhættulaus ávöxtun. Þessir aðilar fara ekki sjálfviljugir úr íslenzkum hávöxtum í erlenda lágvöxtun og gengisáhættu. Við bætast nú erlendir fjárfestar í vaxandi mæli. Þetta sterka inn- flæði fjár rífur verðmæti krón- unnar upp úr öllu valdi og af- skræmir tekjur og gjöld helztu atvinnuvega landsmanna. Seðlabankastjóri fastur í afdölum? Í gegnum tíðina – sem hluti af okkar blessaða kapítalisma, sem er góður en ekki gallalaus og þarf því endalaust að endurskoðast og leiðréttast – hefur það verið sjón- armið forystumanna efnahags- og fjármála, að fjármunir, sem menn hafa aflað sér, skuli skila eig- endum sínum raunávöxtun, án þess að þeir legðu neitt af mörk- um eða tækju neina áhættu; inn- lagt, dautt fé í banka átti að skila raunávöxtun. Þetta er að sjálf- sögðu umdeilanlegt, því að akk- úrat þetta stuðlar að því, að þeir ríku verði ríkari og þeir fátæku fá- tækari; einhverjir verða að greiða þessa raunvexti til fjármagnseig- enda. Banka- og fjármálakreppan opn- aði augu manna fyrir því, að regl- an um raunávöxtun á fjármagn, sem einfaldlega væri sett inn á bankareikning, gæti í bezta falli borið málamyndavexti og undir engum kringumstæðum raun- ávöxtun. Hér var ekki aðeins um siðferðislegt endurmat á afstöðu til fjármagns og réttinda fjár- magnseigenda að ræða, heldur kemur hér líka til niðurstaða á út- tekt orsaka kreppunnar, sem sýndi, að búið hafi verið að yf- irkeyra þá, sem skulduðu – lántak- endur – í þágu fjármagnseigenda. Í viðtali Björns Inga við seðla- bankastjóra á Eyjunni 23. marz sl. tjáði seðlabankastjóri sig svo um útreikningsgrunn stýrivaxtanna: Ef reiknað væri með 2% verðbólgu og 2,0 til 3,0% raunávöxtun, væru menn í raun komnir upp undir 5% stýrivexti. Þetta væri því allt rétt og gott. Þegar ég heyrði þetta, gat ég aðeins velt fyrir mér, hvar seðla- bankastjóri, sem að öðru leyti er geðþekkur, klár og lærður maður, hefði verið á ferli síðustu árin. Festist hann einhversstaðar í af- dölum? Hér má minna á, að verðbóga hér er nú mínus 2,6% – það er verðhjöðnun – fyrir húsnæð- iskostnað, sem fæstir reikna inn í verðbólg- una. Með húsnæð- iskostnaði er hún 1,7%. Gengisstýring með vaski – ótrúleg að- ferð Greinilega hefur ofangreint vitund- arleysi, aðgerðarleysi og stjórn- leysi Seðlabanka á krónunni rugl- að ríkisstjórnina í ríminu, því að hún virðist nú telja, að vaskur sé rétt og tilvalið tæki til gengisstýr- ingar krónunnar. Á þessum grunni boðar hún tvöföldun vasks á ferða- þjónustu, til að hækka verð til ferðamanna, draga úr komu þeirra, minnka gjaldeyristekjur og koma þannig í veg fyrir frekari hækkun gengis krónunnar. Á að hálflama þýðingarmesta at- vinnuveg þjóðarinnar, sem í raun reif landsmenn út úr hruninu, með yfirkeyrðri skattlagningu? Á að refsa dugmiklum framfaraöflum fyrir dugnaðinn og árangurinn!? Er ekki nóg komið af vandræðum og mótlæti fyrir ferðaþjónustuna í formi stjórnlausrar krónu, sem hækkaði um 20% á síðasta ári og er búin að hækka um 10% í ár!? Framboð á gistirými er eðlileg- ur rammi utan um umfang ferða- þjónustu. Þegar hárri nýtingu þess er náð, er kannski fyrst Reykjavíkursvæðið og svo hugs- anlega landsbyggðin „uppselt“. Slík aðferð væri ákjósanleg og um leið jákvæð stjórnun á ferða- mannastrauminum. Stjórnvöld hafa það í hendi sér að stýra upp- byggingu og staðsetningu gisti- rýma með skynsamlegri og sam- ræmdri áætlun. Koma hér til úthlutun lóða, byggingarleyfi, að- gangur að fjármagni og annað, sem hótel og gististaðir byggja á. Gera menn sér grein fyrir, að ferðaþjónustan skilar lands- mönnum um 40% allra gjaldeyr- istekna, meðan sjávarútvegur skil- ar 20% – helmingi minna – og álið 15%!? Vaskur í öðrum löndum að meðaltali 9,8% Með ofangreindri ákvörðun rík- isstjórnarinnar á vaskur á gist- ingar að fara úr 11% í 22,5%. Ekki veit ég, hvort ráðamenn hafa skoð- að vask-stöðu í öðrum Evr- ópulöndum, en auðvitað er ferða- þjónustan okkar í samkeppni við mörg þeirra. Skv. mínum gögnum er vaskur á gistingu í Evrópu þessi: Noregur 8%, Svíþjóð 12%, Finnland 9%, Eistland 9%, Lettland 12%, Lithá- en 9%, Pólland 8%, Danmörk 25%, Þýzkaland 7%, Holland 6% , Belgía 6%, Bretland 20%, Írland 13,5%, Frakkland 5,5%, Sviss 3,8%, Austurríki 10%, Ítalía 8,5%, Spánn 8% og Portúgal 6%. Hvernig á Ísland, sem var dýr- asta ferðamannaland Evrópu fyrir, að keppa við önnur lönd með 22,5% vaski, meðan þau greiða að meðaltali 9,8%!? Ríkisstjórnin yfirkeyrir ferðaþjónustu Eftir Ole Anton Bieltvedt Ole Anton Bieltvedt »Hvernig á Ísland, sem var dýrasta ferðamannaland Evr- ópu fyrir, að keppa við önnur lönd með 22,5% vaski, meðan þær greiða að meðaltali 9,8%? Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu- maður og stjórnmálarýnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.