Morgunblaðið - 17.06.2017, Blaðsíða 43
rekstur Veitingahússins Perlunnar
árið 1990. Húsið var opnað sumarið
1991 og rekið með miklum myndar-
brag óslitið út árið 2016 þegar
Reykjavíkurborg sleit einhliða við
þau leigumála. Eftir að rekstri lauk
á Öskjuhlíðinni keyptu sameigendur
í Perlunni ehf. rekstur veitingahúss-
ins Lækjarbrekku, ásamt veislusöl-
um, sem þar eru til húsa en meðeig-
endur Bjarna í Lækjarbrekku eru
Elin Friðbertsdóttir, ekkja Stefáns
Sigurðssonar, og sonur þeirra, Stef-
án Elí. Þau annast daglegan rekstur
Lækjarbrekku og veislusalanna.
„Ég naut þess að eiga atkvæða-
mikla og hugmyndaríka samstarfs-
menn, sem síðar urðu meðeigendur
í fyrirtækjunum. Ég vil þá helst
nefna Gísla Thoroddsen og Stefán
Sigurðsson sem báðir eru látnir. Þá
voru Iðunn Lúðvíksdóttir, sem ann-
aðist fjárreiður og Heiður Gunnars-
dóttir, nánir samstarfsmenn mínir,
og auðvitað Þóra, dóttir mín, sem
kom til starfa í fyrirtækinu á ung-
lingsárum. Hún var hótelstjóri og
síðar meðeigandi minn með
Óðinsvé, en við lukum farsælum
rekstri hótelsins 2005 þegar við
seldum það. Þegar mest var umleik-
is veittu fyrirtækin um 220 manns
heilsársvinnu.“
Fjölskylda
Eiginkona Bjarna er Sigrún J.
Oddsdóttur, f. 16.3. 1942, húsfrú-
.Foreldrar hennar voru Oddur
Helgi Helgason, f. 10.4. 1912, d.
3.11. 1986, forstjóri, og Friðbjörg
Ingjaldsdóttir, f. 8.10. 1918, d. 14.5.
2012, húsfrú.
Börn Bjarna og Sigrúnar eru
Arndís Björg, f. 15.8. 1963, d. af
slysförum 4.9. 1983; Þóra, f. 18.5.
1967, hrossabóndi og fyrrv. hótels-
tjóri Óðinsvéum, en maður hennar
er Ólafur Finnbogi Haraldsson, hrl.
hjá LEX, og eru börn þeirra Arndís
Björg, f. 1997, og Benedikt, f. 2003;
Elín, f. 22.7. 1972, læknir í Dan-
mörku en maður hennar er Birgir
Þór Bragason rafvirki og eru dætur
þeirra Sigrún Árnína, f. 2007, og
Selma Björg, f. 2009; Árni Ingvar
(Bartels) f. 16.9. 1978, myndlistar-
maður í Reykjavík en kona hans er
Þórunn Ásta Ólafsdóttir líffræð-
ingur og eru dætur þeirra Ólöf
Halla, f. 2008, og Birna Sjöfn, f.
2014.
Bræður Bjarna eru Haraldur
Árnason, f. 8.6. 1941, fyrrv. rann-
sóknarlögreglumaður í Kópavogi,
og Björn Árnason, f. 27.4. 1946,
flugvirki í Svíþjóð.
Foreldrar Bjarna: Árni Haralds-
son, f. 29.12. 1912, d. 10.5. 1987,
kaupmaður og veitingamaður í
Reykjavík, og Elín Ingvarsdóttir, f.
5.6. 1921, d. 19.8. 1967, leikkona í
Reykjavík.
Úr frændgarði Bjarna í Brauðbæ
Bjarni Ingvar
Árnason
Guðrún Erasmusdóttir
húsfr. í Krosshjáleigu
Einar Jónsson
b. í Krosshjáleigu á Berufjarðarstr.
Ólöf Guðrún Einarsdóttir
húsfr. í Rvík
Ingvar Ágúst Bjarnason
skipstj. í Rvík
Elín Ingvarsdóttir
húsfr. og leikkona í Rvík
Guðrún Jónsdóttir
húsfr. í Hellukoti og í Gerðum
Bjarni Þorsteinsson
b. og form. í Hellukoti
og Gerðum í Flóa
Björn Árnason
flugvélstj. og flug-
vélvirki í Svíþjóð
Haraldur Árnason
lögreglufulltr. í Rvík
Jóhanna Vilhelm-
ína Haraldsdóttir
húsfr. í Rvík
Erla Haraldsdóttir
húsfr. í Rvík
Árni B. Björnsson
gullsmiður í Rvík
Hildur Gísladóttir
leikskólastj. í Rvík
Ingólfur Ingvarsson yfir-
lögregluþjónn í Hafnarfirði
Haraldur Ágústsson yfir-
kennari við Iðnskólann í Rvík
Þórunn Þór-
isdóttir fyrrv.
forstj. Ísaga
Kristín
Árnadóttir
sjúkraliði í Rvík
Helga Bjarna-
dóttir b. á
Ljótárstöðum
Jón Þórisson
arkitekt
IngileifAnna Bartels
húsfr. í Rvík
Björn Björnsson stofnandi Hressó
og framkv.stj. Björnsbakarís
Heiða Guðný
Ásgeirsdóttir
b. og um-
hverfissinni
Þórir Ingvarsson framkv.
stj. í Stykkishólmi og í Rvík
Valgerður Bjarnadóttir húsfr. í RvíkGuðmundur Árnason
tannlæknir
Árni Björn
Stefánsson
augnlæknir
Ingvar Þórisson
kvikmynda-
gerðarm. í Rvík
Sara Dorothea Wilhelmína Clausen
húsfr. á Ísafirði og í Rvík
Henrik Jóhann Bartels
verslunarstj. í Rvík á Ísa-
firði, síðar kaupm. í Rvík
Arndís Bartels
húsfr. í Rvík
Haraldur Árnason
kaupm. í Rvík
Árni Haraldsson
framkv.stj. í Rvík
Kristín Björnsdóttir
Símonarson
forstöðuk. og kven-
réttindakona í Rvík
Árni Björnsson
skrifari á Póst-
húsinu í Rvík
Feðgar Bjarni og Árni Ingvar í
einni af sínum mörgu veiðiferðum.
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2017
Svavar Gests fæddist í Reykja-vík 17.6. 1926. Foreldrar hansvoru Gestur Guðmundsson,
kaupmaður þar, og k.h. Helga Lofts-
dóttir. Fósturforeldrar Svavars voru
Hjörtur Elíasson, verkstjóri í
Reykjavík, og k.h. Guðrún Krist-
jánsdóttir.
Fyrri kona Svavars var María
Ólöf Steingrímsdóttir húsfreyja sem
lést 2011 og eignuðust þau fjögur
börn, Bryndísi, Hjördísi Guðrúnu,
Hörð og Gunnar. Seinni kona Svav-
ars var Elly Vilhjálms söngkona og
eignuðust þau synina Mána og
Nökkva, en dóttir Elly, Hólmfríður
Á. Bjarnason, ólst einnig upp hjá
þeim. Elly lést árið 1995.
Svavar stundaði tónlistarnám í
Bandaríkjunum, var trommuleikari í
KK-sextettinum, stofnaði eigin
hljómsveit 1950 og starfrækti hana
til 1965. Hljómsveit Svavars naut fá-
dæma vinsælda, á skemmtistöðum, í
útvarpi og á hljómplötum. Meðal
snillinga sveitarinnar má nefna Árna
Ísleifsson og Árna Elvar píanónleik-
ara, Garðar Jóhannesson og Gretti
Björnsson harmonikkuleikara,
Gunnar Ormslev tenórsaxafónleik-
ara og Hrafn Pálsson bassaleikara,
en meðal söngvara hennar voru Al-
freð Clausen, Ingibjörg Þorbergs,
Sigurður Ólafsson, Berti Möller,
Anna Vilhjálms, Ragnar Bjarnason
og Elly Vilhjálms.
Svavar stjórnaði feikivinsælum
skemmtiþáttum í útvarpi fyrir daga
sjónvarpsins og var þá í raun fyrsti
uppistandarinn hér á landi. Löngu
síðar stjórnaði hann svo ýmsum út-
varpsþáttum. Hann stofnaði SG-
hljómplötur árið 1964 sem starfaði í
tvo áratugi og gaf út 80 litlar, 45
snúninga hljómplötur og 180 stórar
33 snúninga plötur.
Svavar var formaður FÍH, var í
forsvari fyrir Lions-hreyfinguna á
Íslandi og í alþjóðastarfi Lions.
Hann starfaði einnig með Frímúr-
arahreyfingunni, hlaut fjölda viður-
kenninga, var heiðursfélagi í FÍH og
hlaut æðstu viðurkenningu Alþjóða
Lions-hreyfingarinnar.
Svavar lést 1.9. 1996.
Merkir Íslendingar
Svavar
Gests
17 júní
101 ára
Lára Helga Gunnarsdóttir
95 ára
Guðjón Gunnarsson
90 ára
Bjarki Arngrímsson
85 ára
Eva Guðrún Williamsdóttir
Sigurður Richardsson
Stefanía Valentínusdóttir
80 ára
Guðrún H. Kristjánsdóttir
Snorri Jóhannesson
75 ára
Einar Halldórsson
Ingibjörg Magnúsdóttir
Jóhanna F. Jóhannesdóttir
Jón Kristinsson
70 ára
Angelíka G. Wallmann
Birgir Guðmundsson
Björn Magnússon
Hrafnhildur Björnsdóttir
Númi Elvar Jónsson
Óli Antonsson
Rannveig Ágústsdóttir
Sigurjón Sigurðsson
Snorri Böðvarsson
60 ára
Auðunn J. Guðmundsson
Björn Ólafsson
Helena Hjálmtýsdóttir
Hildur Reynisdóttir
Katrín Jónsdóttir
Kristinn Viðarsson
Lucyna Teresa Slimkowska
Margrét Hjálmarsdóttir
Ólöf Jóna Guðmundsdóttir
Óskar Eyvindur Arason
Sigríður H. Björnsdóttir
Sigurlaug Jónsdóttir
50 ára
Aðalsteinn Leifsson
Einar Þór Hannesson
Erla Baldursdóttir
Eydís Lúðvíksdóttir
Gunnlaugur Jónsson
Jóna María Norðdahl
Júlía Sigrún Ásvaldsdóttir
Kristjana Garðarsdóttir
Margrét J. Jóhannesdóttir
Margrét Valdimarsdóttir
Sigrún Eiríksdóttir
40 ára
Aðalheiður Björgvinsdóttir
Ása Guðlaug Lúðvíksdóttir
Áslaug Björk
Eggertsdóttir
Cathy Emmerich
Einar Þór Hjaltason
Ingimar Þór Ingimarsson
Ionut Catalin Trifu
Íris Ósk Jóhannsdóttir
John Fredrik Holm
Marie Phania Rosa
Michal T. May-Majewski
Ottó Geir Haraldsson
Rafn Bergsson
Susanne Meyer
Thi Kim Phuong Phan
30 ára
Atli Már Sigmarsson
Birgir Már Jóhannsson
Dagný Eva Eggertsdóttir
Gergo Olman
Grímur Zimsen
Jafar E.E. Benamara
Jóhanna Rut Ingvarsdóttir
Karítas Gissurardóttir
Khouloud Toumi
Marta Marianna Karwat
Stefán Þórisson
Sunnudagur
90 ára
Maríanna Elísa Franzdóttir
85 ára
Kristín S. Guðbergsdóttir
Kristþór Sveinsson
Sigurður Jónsson
80 ára
Herdís Óskarsdóttir
Hólmfríður Jóhannsdóttir
Kristín Guðmundsdóttir
Kristján Sigurbrandsson
Páll Pedersen
Sigvaldi H. Hrafnberg
Steinn Þorgeirsson
Valdís B. Bjarnadóttir
75 ára
Anna Þórunn Ottesen
Einar Muller Erhartsson
Hildur Eiðsdóttir
Hrefna Finnbogadóttir
Jón Sigurðsson
Kolbrún Gunnarsdóttir
Ólafur Brynjólfsson
Sigrún Reynisdóttir
Stefán Jónsson
Svala Eiðsdóttir
Viktor S. Guðbjörnsson
70 ára
Alfa Malmquist
Baldur Arnar Hlöðversson
Hrafnhildur
Guðbrandsdóttir
Hulda Kristinsdóttir
Magnús B. Jóhannsson
Oddur Jónasson
Páll Reynir Pálsson
Pétur Emilsson
Sigfús Ívarsson
Sigríður Ólafsdóttir
60 ára
Egill Arnaldur Ásgeirsson
Elín Hrönn Gústafsdóttir
Halldóra Harðardóttir
Kristjana G. Jónsdóttir
Ottó Guðjónsson
Ólöf Ingimundardóttir
Ragnar F. Ragnarsson
Vilborg Halldórsdóttir
Wael G. Ali Genedy
50 ára
Ariuntulga Altangerel
Ágústa Hugrún Bárudóttir
Bjarni Ragnarsson
Brynhildur K. Ólafsdóttir
Chat Rueangthong
Garðar Þór Ingvarsson
Geir Hlöðver Ericsson
Helga Lúðvíksdóttir
Hilmar Hólmgeirsson
Hólmfríður Sveinsdóttir
Magnús Már Magnússon
Margrét Erlingsdóttir
Sigurbjörn Bragason
Sveinfríður Ólafsdóttir
Sveinn Helgason
Valdimar Sverrisson
Vignir Sigurðsson
40 ára
Guðmundur H. Jónsson
Hans Ísfjörð
Guðmundsson
Ingibjörg Erlingsdóttir
Ívar Nikulásson
Jóhann Hansen Arnarson
Jón Már Jónasson
Jón Steinar
Guðmundsson
Linda Rós Björgvinsdóttir
30 ára
Arnór Gunnarsson
Arnór Orri Einarsson
Finnur Ingi Stefánsson
Guðlaug B. Sigurðardóttir
Helga Guðrún Óskarsdóttir
Laufey Rún Ketilsdóttir
Ólafur Jón Jónsson
Sigríður Huld Ragnars
Sindri Gretarsson
Veigar Örn Ingvarsson
Þórfríður S. Haraldsdóttir
Til hamingju með daginn
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Japansktmeistaraverk
Landsins mestaúrval af píanóumí öllum verð�lokkum.Hjá okkur færðufaglega þjónustu,byggða á þekkinguog áratuga reynslu.