Morgunblaðið - 17.06.2017, Side 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2017
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Það er engin tilviljun að Sóley er
með þekktari íslenskum tónlist-
armönnum á heimsvísu í dag. Mér
brá t.d. pínu þegar ég sá nokkra
tugi Japana raða sér fyrir framan
hana eftir vel heppnaða tónleika í
Blikktrommuröðinni Hörpu haustið
2015. Ástæðurnar fyrir þessari vel-
gengni eru marg-
víslegar, fyrir
það fyrsta er hún
á mála hjá er-
lendu útgáfufyr-
irtæki, hinu virta
Morr Music sem
þýðir að dreifing-
armál eru í lagi og reglulegar
hljómleikaferðir líka. En allt hefst
þetta með því sem hún hefur upp á
að bjóða, tónlistinni, og frá fyrstu
plötu var greinilegt að hér væri
mikil hæfileikamanneskja á ferð-
inni. Sú plata, hin sex laga Theater
Island (2010), færði okkur fullskap-
aðan listamann og fegurð tónsmíð-
anna þar ótvíræð. Ég dæmdi plöt-
una á sínum tíma fyrir Morgun-
blaðið og sagði m.a.: „Upplifunin er
ekki ólík þeirri og þegar Talk Talk
eða Sigur Rós kafa sem dýpst í sinn
einstæða hljóðheim. Stemningin er
því mikill hluti af verkinu; hún er
dimm en um leið sakleysisleg, töfr-
um bundin og ævintýraleg; ein-
manaleg en upplífgandi í senn. Ég
veit að þetta kann að hljóma upp-
hafið og klisjukennt en svona er
þetta bara! Tilfinningarnar fara í
rúss.“
Ég tek það fram að ég stend
Með Sól(ey) í sinni
Björt Sóley opnar fyrir systur sína Sólina á nýjustu plötu sinni, Endless Summer.
við hvert orð! Breiðskífur Sóleyjar,
fram að þessari sem hér er til um-
fjöllunar, eru tvær. Á We Sink
(2011) og Ask the Deep (2015) vinn-
ur Sóley með dökkleitan, gotneskan
heim, melankólísk ægifegurð stýrir
þar málum að mestu. Eitt af því sem
hefur líka stutt við vegferð Sól-
eyjar, og spilar í raun mikla rullu,
er sú stílhreina fagurfræði sem hún
notast við sem má m.a. sjá á glæsi-
legum umslögum þar sem hönn-
uðurinn Ingibjörg Birgisdóttir fer
síendurtekið á kostum.
Sóley hefur svo talað um að
tímabært væri að færa sig aðeins
frá þessari skuggum bundnu mel-
ankólíu. Glæst og hrífandi sem hún
er, en eðlilega takmarkandi fyrir
lifandi listamann. Sóley er ekki AC/
DC. Og þetta knýr hún fram á End-
less Summer þar sem titillinn er
eins og yfirlýsing. En alveg róleg
samt, þetta er engin u-beygja held-
ur. Platan er afar Sóleyjarleg, eftir
sem áður, það eru bara fleiri og
bjartari litir í þessari umferð (sem
er og undirstungið með umslags-
hönnuninni).
Kammerpoppið er hérna á sín-
um stað en í „Grow“ t.a.m. fer fyrir
sýrupoppsáhrifum að hætti Bítl-
anna. Það er leikur í laginu,
skringileg sirkusstemning eigin-
lega. Tónmálið er opnara. „Never
Cry Moon“ er eitt af þessum
áreynslulausu smíðum Sóleyjar,
fallegt og sveipar sig um hlustand-
ann. „Sing Wood To Silences“
styðst við fallegt píanóklifur, rúllar
örugglega áfram og er smekklega
hlaðið með strengjum og öðru slíku.
Titillagið, sem er líka endalagið, er
eins og píanóhaf. Rís og fellur
reisnarlega eins hafalda. Tónlist
Sóleyjar er myndræn, eins og sjá
má, og tekur mann í ferðalag.
Það er alltaf fyrirkvíðanlegt að
fara úr einhverju sem maður er
vanur og kann vel og stíga inn á
ókannað svæði. Sóley gerir það
hérna og uppsker. Best er að hún
nær þessu fram án þess að fórna
kjarnanum sem er á bakvið tónlist-
arsköpun hennar, og er það vel.
»En alveg rólegsamt, þetta er engin
u-beygja heldur. Platan
er afar Sóleyjarleg, eftir
sem áður, það eru bara
fleiri og bjartari litir í
þessari umferð
Á þriðju breiðskífu sinni, Endless Summer, færir Sóley tónheim sinn úr
skugganum og út í sólina eins og nafnið gefur til kynna.
Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu heldur hátíð-
artónleika í Norðurljósum í Hörpu í dag kl. 17 en með
þeim lýkur akademíunni þetta árið. Tomas Djupsjö-
backa frá Finnlandi stýrir hljómsveit eldri deildar sem
leikur þrjú verk: Serenöðu fyrir blásara eftir R. Strauss,
Rondo Capriccioso fyrir fiðlu og hljómsveit eftir C.
Saint-Saens, einleikari verður Johan Dalene og loks Sin-
fóníu nr. 6 eftir P. Tchaikovsky. Í hljómsveit eldri deild-
ar leika tæplega 90 hljóðfæranemendur frá níu löndum á
aldrinum 10 – 26 ára. Alþjóðlega tónlistarakademían er
alþjóðlegt tónlistarnámskeið í klassískri tónlist fyrir
nemendur á öllum aldri og frá öllum heimshornum.
Akademíu lýkur með tónleikum
Tomas
Djupsjöbacka
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson
kontrabassaleikari og Davíð Þór
Jónsson píanóleikari koma fram á
stofutónleikum á Gljúfrasteini á
morgun kl. 16. Þeir ætla að grípa
óundirbúin andartök á lofti, eins og
segir í tilkynningu. Yfirskrift tón-
leikanna, Merkilegt kvikindi, er vísun
í hina merkilegu klukku Brekkukots-
annáls eftir Nóbelsskáldið Halldór
Laxness. Miðaverð er kr. 2.000.
Merkilegt kvikindi á Gljúfrasteini
Davíð Þór
Jónsson
Valdimar Kolbeinn
Sigurjónsson
Gröndalshús verður opnað almenn-
ingi í dag, á þjóðhátíðardegi Íslend-
inga. Húsið hefur verið gert upp og
verður það rekið sem menningar-
hús í Grjótaþorpinu, í minningu
Benedikts Gröndals, skálds og
fræðimanns. Á morgun kl. 15 og 16
mun tónlistarkonan Ragnheiður
Gröndal flytja nokkur lög í húsinu
og Guðmundur Andri Thorsson rit-
höfundur fjalla um skáldið og verk
hans. Húsið var upprunalega Vest-
urgata 16a en stendur nú á horni
Fischersunds og Mjóstrætis. Í því
verður minning skáldsins heiðruð
og ævi hans og verk verða kynnt,
að því er fram kemur í tilkynningu
en Benedikt bjó í húsinu, ásamt
dóttur sinni Helgu og tveimur
vinnukonum, í tuttugu ár eða þar til
hann lést árið 1907.
Gröndalshús opnað almenningi í dag
Opnað Gröndalshús stendur á horni
Fischersunds og Mjóstrætis.
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Skútan
ERFIDRYKKJUR
Sjá heimasíðu
www.veislulist.is
æmi um verð í Veislusal
Verð er fyrir 151-250 veislu og leigu á veislusal
Ef sambærileg veisla er án veislusals kr. 1.553 pr. mann
Verð
kr. 2.103
Veislulist sér um veitingar fyrir erfidrykkjur af öllum stærðum,
hvort sem er í veislusal okkar eða í aðra sali og heimahús.
Í yfir 35 ár hefur Veislu-
list lagt áherslu á góða
þjónustu og framúrskarand
matreiðslu.
SÝND KL. 8, 10.20
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
SÝND KL. 4.30
ÍSL. TAL
SÝND KL. 2
ÍSL. TAL
SÝND KL. 2, 5
SÝND KL. 8, 10.20 SÝND KL. 8, 10.10
SÝND KL. 2, 4, 6
ÍSL. TAL