Morgunblaðið - 17.06.2017, Blaðsíða 6
SVIÐSLJÓS
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þröstur Þór Ágústsson og sam-
starfsmenn hans á Hornafirði hífa
jökla- og íshellaferðir með ferðafólk
upp á næsta stig með nýjum bílum
sem teknir hafa verið í notkun. Það
eru ofur-fjallabílar þar sem hver bíll
er smíðaður úr tveimur og er með
aukahluti úr þeim þriðja. Honum er
ekið á 54 tommu dekkjum.
Tveir af breyttu bílunum hjá
fyrirtæki Þrastar, Ice Explorer, eru
komnir á götuna. Sá fyrri var not-
aður frá áramótum og fram á vor í
íshellaferðir á Vatnajökli og nú eru
báðir notaðir í jöklaferðir á Skála-
fellsjökul sem Ice Explorer er að
byrja með. Ferðirnir eru farnar frá
Flatey á Mýrum þar sem þrjú ferða-
þjónustufyrirtæki hafa fengið að-
stöðu í nýju glæsilegu fjósi.
„Þeir hafa reynst mjög vel. Ekk-
ert hefur bilað og fólki finnst spenn-
andi að sitja í þessum bílum. Þeir
fara líka betur með farþegana,“ seg-
ir Þröstur.
Fer vel með farþega
Þröstur hóf rekstur ferðaþjón-
ustufyrirtækis síns fyrir sex árum
og á það nú með Einari Birni Ein-
arssyni, eiganda Ferðaþjónustunnar
Jökulsárlóni.
Hann gerði út gamla Ford Eco-
noline-bíla og Mercedes Benz Sprin-
ter. Fordarnir eru orðnir gamlir og
bila mikið og Sprinterinn reyndist
ekki vel, að sögn hans.
„Við fórum yfir kosti og galla við
þá bíla sem við höfum notað og fór-
um í reynslubankann til að smíða
nýjan bíl,“ segir Þröstur. Hann fór
til Bandaríkjanna í apríl á síðasta ári
til að kaupa bíla og eftir mikla leit
kom hann heim með fjóra Chevrolet
Kodiac-pallbíla og fjóra Chevrolet-
sendibíla. Úr þeim er verið að smíða
fjóra bíla.
Sendibílnum er skeytt aftan á
pallbílinn. Undir bílinn eru síðan
settar hásingar undan M-Benz Uni-
mog-hertrukkum sem notaðir voru í
stríðinu í Afganistan. Bíllinn rúmar
16 farþega og er rúmt um þá.
Bíllinn er á 54 tommu dekkjum og
stendur því hátt. Um 120 sentímetr-
ar eru upp í hann þegar hann er í
venjulegri stöðu en síðan er hægt að
hækka hann og lækka. Farþegarnir
fara upp þrep til að komast inn.
Þröstur er ánægður með útkom-
una. Nefnir að engar bilanir hafi
orðið. Lengra er á milli hjóla en á
þeim bílum sem mest hafa verið not-
aðir í jöklaferðir og því eru hreyf-
ingar bílsins þægilegri fyrir farþeg-
ana auk þess sem stóru dekkin gera
það að verkum að þeir fljóta betur á
snjó og drífa betur.
Dregur úr viðskiptum
Hver bíll kostar um 40-50 millj-
ónir, að sögn Þrastar, sem er mun
meira en upphaflega var áætlað.
Hann heldur þó áfram með þá tvo
bíla sem eru hálfsmíðaðir inni í
skemmu. Þröstur hefur áhuga á að
koma sér upp sex hjóla bílum fyrir
þessa starfsemi en það bíður betri
tíma.
Fjöldi fyrirtækja býður marg-
víslegar ferðir á jökla. Þrjú þeirra
leigja aðstöðu í nýja fjósinu í Flatey
á Mýrum og gera þaðan út í sumar.
Ice Explorer slæst í þann hóp og
notar nýju bílana í það. Þröstur seg-
ir að lítil reynsla sé komin á þá gerð
af jöklaferðum sem hans fyrirtæki
býður.
Hann hefur áhyggjur af breyt-
ingum í ferðaþjónustunni vegna
sterkrar stöðu íslensku krónunnar
sem gerir þjónustuna dýra. Segir að
þeir sem eru að selja afþreyingu,
sérstaklega í dýrari kantinum, finni
fyrir samdrætti. Ferðafólkið borgi
gistingu og mat en spari við sig í af-
þreyingu.
Aðalvertíðin hjá Ice Explorer er í
íshellaferðum á veturna. Þröstur er
að velta því fyrir sér hvort bregðast
þurfi við stöðunni á einhvern hátt.
Fjórir fjallabílar búnir til úr átta
Fjallatrukkar Ice Explorer á Hornafirði fara með ferðafólk um fjöll og jökla á 54 tommu dekkjum
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Við Skálafellsjökul Ice Explorer leggjur mesta áherslu á ferðir til að skoða íshella og býður í fyrsta skipti í sumar jöklaferðir á öflugum fjallabílum.
Frumkvöðull Þröstur Þór Ágústsson fagnar nýjum ökutækjum en hefur um
leið áhyggjur af minnkandi spurn erlends ferðafólks eftir afþreyingu.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2017
Sveitarfélagið Hornafjörður finnur
verulega fyrir mikilli uppbyggingu
ferðaþjónustu á svæðinu. Áhrifin eru
ekki öll jákvæð en Björn Ingi Jóns-
son bæjarstjóri ræðir þó um þau sem
lúxusvandamál. Erfitt er að ráða
starfsfólk og mikið álag er á starfs-
fólk vegna skipulagsmála. Sveitarfé-
lagið vantar fólk í nærri 20 stöður.
„Við finnum fyrir því að meiri
hreyfing er á starfsfólki sveitarfé-
lagsins. Þó nokkrir starfsmenn hafa
verið að hætta í grunnskóla og leik-
skóla til að vinna við afþreyingu í
ferðaþjónustu,“ segir Björn Ingi.
Hann segir að 5 fagmenntaðir kenn-
arar hafi hætt í grunnskólanum í vor
og farið til starfa í ferðaþjónustunni
og undanfarin ár hafi 2-3 hætt af
sömu sökum á hverju ári. Það sama
eigi við um fleiri stofnanir sveitarfé-
lagsins.
Hlaupa ekki nógu hratt
„Þetta sýnir að ferðaþjónustan
sem áður skapaði aðallega sumar-
störf er orðin að heilsársstarfsemi,“
segir bæjarstjórinn og bendir á að
þróunin sé jákvæð fyrir íbúana sem
eigi möguleika á fjölbreyttari störf-
um og auknum tekjum. Einnig fyrir
sveitarfélagið sem fái hærri útsvars-
tekjur. Á móti komi að erfiðara sé að
veita þjónustu sem íbúarnir krefjist
og eigi rétt á. Sveitarfélagið auglýsir
eftir fólki en illa hefur gengið að fá
fagmenntað fólk til starfa. Húsnæð-
isskortur hjálpar heldur ekki til við
það að fá fjölskyldufólk til að flytja í
bæjarfélagið og vinna þessi störf.
Það er sama vandamál og víða úti um
landið þar sem byggt er upp.
Uppbygging ferðaþjónustunnar
kallar á stöðugar breytingar á að-
alskipulagi og gerð deiliskipulaga.
„Starfsfólkið sem að þessu vinnur er
undir miklu álagi. Þeir sem fá hug-
myndir að morgni vilja helst fá leyfin
strax svo þeir geti byrjað að fram-
kvæma upp úr hádegi sama dag. Við
náum ekki að hlaupa nógu hratt, að
þeirra mati, en það þýðir samt ekki
að sveitarfélagið vilji standa í vegi
fyrir uppbyggingu,“ segir Björn.
helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Bæjarstjóri Björn Ingi Jónsson hefur áhyggjur af því að sveitarfélagið geti
ekki veitt nógu góða þjónustu vegna manneklu. Margir velja ferðaþjónustu.
Fólkið sem fer í ferðaþjón-
ustuna skilur eftir sig skarð
Vantar nærri 20 starfsmenn hjá Sveitarfélaginu Hornafirði
Fararstjóri: Þórhallur Vilhjálmsson
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Jólaferð til Birmingham
Jólaferð til Birmingham í Englandi, næst stærstu borgar
Englands og einnar mestu verslunarborgar Evrópu.
Á þessum tíma árs er jólastemningin í hámarki, þar sem
borgin býr yfir stærsta jólamarkaði Bretlands með fjölda
sölubása sem aðallega selja handverk og veitingar. Ferð
sem færir þér jólastemninguna beint í æð.
Verð: 109.900 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
sp
ör
eh
f.
23. - 27. nóvember