Morgunblaðið - 17.06.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.06.2017, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2017 BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Með lagabreytingum á stað- greiðslulögum vorið 2013 og í lög- um um virðisaukaskatt 2014 fékk ríkisskattstjóri (RSK) úrræði í hendur til þess að knýja fram úr- bætur á grundvelli lokunarheim- ilda, þegar svört atvinnustarfsemi á í hlut. Í júníhefti Tíundar, fréttarits RSK, er fjallað um tiltölulega nýja tegund skattaeftirlits embættisins, vettvangseftirlit RSK, sem hefur verið í stöðugri þróun frá 2009 og var stóreflt í ársbyrjun 2016, þeg- ar eftirlitsmönnum á vettvangi var fjölgað úr þremur í sjö. Þar kem- ur fram að tilmæli ríkisskattstjóra dugi í flestum tilvikum til að knýja fram úrbætur áður en til stöðv- unar atvinnurekstrar kemur. Á árinu 2016 fengu 309 aðilar skrif- leg fyrstu tilmæli frá ríkisskatt- stjóra, 84 fengu önnur tilmæli og starfsemi var stöðvuð í 22 skipti, eða í 7% þeirra tilvika sem fengu fyrstu tilmæli. „Vettvangseftirlit gegnir grund- vallarhlutverki í að uppgötva frá- vik í rekstri sem ekki koma fram við hefðbundið skatteftirlit, þ.e. frávik sem eru oftar en ekki birt- ingarmynd þess sem í daglegu tali er kallað svört atvinnustarfsemi eins og óskráð starfsemi, óupp- gefin laun, sala án reikninga, van- skil á staðgreiðslu og virð- isaukaskatti,“ segir m.a. í greininni í Tíund. Þar kemur fram að eftirlits- fulltrúar RSK framkvæma eft- irlitið í tveggja manna teymum og þeir tilkynna aldrei fyrir fram um eftirlitsheimsóknir sínar. Lokað hjá 17 fyrirtækjum Í töflu sem fylgir greininni í Tí- und kemur fram að byggingageir- inn sker sig úr hvað varðar til- mæli ríkisskattstjóra. Þannig fengu 93 fyrstu tilmæli eftir vett- vangseftirlit RSK 2016, 32 fengu önnur tilmæli og til lokunar kom hjá 17 og þar af er enn þá lokað fyrir starfsemi hjá 15 aðilum í byggingageiranum. Eftir ítrekuð skrifleg tilmæli ríkisskattstjóra um úrbætur er RSK heimilt að láta lögreglu stöðva atvinnurekst- urinn sem sætir tilmælunum hafi ekki verið brugðist við tilmæl- unum með úrbótum. Um stöðvun atvinnurekstrar segir m.a. í Tíund: „Stöðvun at- vinnurekstrar er sterkt inngrip í starfsemi fyrirtækja og fer þannig fram að lögregla setur eftir atvik- um starfsstöðvar, skrifstofur, út- sölur, tæki og vörur undir innsigli þar til úrbætur eru gerðar ásamt því að vísa starfsmönnum af starfsstöð.“ Brugðust vel við tilmælum Athygli vekur að vettvangseft- irlitsmenn RSK gerðu 105 fyrstu skrifleg tilmæli í fyrra við fyrir- tæki sem reka gisti- og ferðaþjón- ustufyrirtæki og 22 önnur tilmæli, en einungis kom til lokunar einnar starfsstöðvar, sem hefur nú verið opnuð á nýjan leik. Atvinnugreinin virðist þannig hafa brugðist vel við tilmælum RSK. Fyrstu tilmæli til fyrirtækja í verslun og þjónustu voru 57, önn- ur tilmæli 16 og til lokunar starfs- stöðva kom í þremur tilvikum, og enn eru tvö fyrirtækjanna lokuð. Gott samstarf milli stofnana Í greininni kemur fram að starfsmenn vettvangseftirlits RSK hafi átt í góðu samstarfi við stofn- anir sem einkum sinni eftirliti með atvinnugreinum eins og ferðaþjón- ustu og byggingastarfsemi, sem eru Vinnumálastofnun, Vinnueft- irlitið og Alþýðusamband Íslands, auk lögreglu. Fyrirhugað er að auka enn samstarf við lögreglu, t.d. með sameiginlegum heimsókn- um á byggingarsvæði. Í greininni kemur fram að hafi skráð frávik vegna staðgreiðslu reynst vera 738 í athugasemdum vettvangseftirlitsins, 307 vegna virðisaukaskatts og 141 vegna tekjuskráningar. Búist er við að á þessu ári fjölgi skráðum frávikum í tekjuskráningu til muna þar sem aukin áhersla verði lögð á að skoða réttmæti tekjuskráningar. Byggingageirinn svarti sauðurinn  Vettvangseftirlit ríkisskattstjóra stöðvaði starfsemi 17 byggingafyrirtækja í fyrra og 15 þeirra eru enn lokuð  Lagabreytingar gera RSK betur kleift að sinna eftirliti með atvinnustarfsemi á vettvangi Vettvangseftirlit ríkisskattstjóra Skipting milli starfsgreina 2016 Heimild: RSK/Tíund 25% 7% 20% 39% 6% Önnur starfsemi 3% Gisting og ferðaþjónusta Veitingastaðir Verslun og þjónustaByggingageirinn Verkstæði og byggingaþjónusta Tékklisti RSK » Meðal þess sem eftirlit RSK á vettvangi kannar er að skrán- ing á staðgreiðslu og skil á greiðslu séu í samræmi við innsendar skilagreinar. » Að staðgreiðslu sé skilað fyrir einstaka starfsmenn. »Að eigandi reksturs reikni sér laun í samræmi við reglur RSK. Að erlendir aðilar, starfs- mannaleigur og starfsmenn séu skráðir með réttum hætti. » Tekjuskráningarkerfi og notkun þess (reikningar, sjóð- vélar og sölukerfi) séu eins og vera ber. Landspítali og Verandi eru tilnefnd til Umhverfisverðlauna Norðurlanda- ráðs 2017. Verðlaunin verða afhent 1. nóvember í 23. sinn í Helsinki í Finn- landi. Verðlaunaféð er rúmlega 5,3 milljónir króna. Landspítali – háskólasjúkrahús fær tilnefningu vegna minni sóunar og áherslu á færri einnota hluti, endurvinnslu og matarsóun.Verandi er til- nefndur fyrir framleiðslu á vönduðum húðvörum og endurnýtingu auð- linda úr náttúrunni. Norræn dómnefnd tilnefndi 11 verkefni úr hópi tillagna sem bárust frá almenningi á Norðurlöndum. Verðlaunin eru veitt norrænu fyrirtæki, ein- staklingi eða samtökum sem tekist hefur á framúrskarandi hátt að flétta náttúru- og umhverfissjónarmiðum í starfsemi sína, eða hefur á annan hátt lagt fram mikilvægan skerf í þágu náttúru og umhverfis. Landspítali og Verandi tilnefnd til verðlauna Kvennaheimilið Hallveigarstaðir fagnar 50 ára afmæli á kvenrétt- indadaginn 19. júní. Áfanganum verður fagnað með afmælishátíð á Hallveigarstöðum, Túngötu 14. Hátíðin hefst klukkan 16 með ávarpi Rósar Valdimarsdóttur, for- manns húsnefndar Hallveigarstaða. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhann- esson, flytur kveðju. Afhent verður gjöf Hallveigarstaða til Veraldar – húss Vigdísar Finnbogadóttur og Ragnheiður Gröndal syngur. Veit- ingar verða á boðstólum og allir velkomnir. Hallveigarstaðir eru sjálfs- eignarstofnun sem rekin er sem félagsheimli kvennasamtaka á Ís- landi. Húsráðendur eru Kven- félagasamband Íslands, Kven- réttindafélag Íslands og Bandalag kvenna í Reykjavík. Ýmis önnur fé- lagasamtök sem m.a. berjast fyrir kvenréttindum og jafnréttismálum hafa aðsetur á Hallveigarstöðum: Mannréttindaskrifstofa Íslands, Druslubækur og doðrantar, W.O- .M.E.N. in Iceland – Samtök kvenna af erlendum uppruna, Félag ein- stæðra foreldra og Kvennaráð- gjöfin. Fagnað á Hallveigar- stöðum á kvenrétt- indadaginn 19. júní Hallveigarstaðir Fagna 50 ára afmæli. STUTT Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að tvær at- vinnugreinar skeri sig úr hvað varðar fjölda tilmæla sem RSK beinir til þeirra; byggingageirinn og ferðaþjónustan. „Byggingageirinn er flóknari að því leyti til að hann er með miklu fleiri undirverktaka,“ segir Skúli Eggert. Þannig geti verktaki keypt lóð til þess að byggja hús á, sá ráði síðan undirverktaka til þess að annast ákveðinn hluta verksins og sá ráði hugsanlega aðra undirverktaka. „Það eru of mörg dæmi þess að síðasti verktakinn í keðj- unni skili ekki virðisaukaskatti eða standi skil á stað- greiðslu. Þá beitum við lokunarúrræðum, með aðstoð lögreglu,“ sagði Skúli Eggert enn fremur. Síðasti verktakinn í keðjunni SKÚLI EGGERT ÞÓRÐARSON RÍKISSKATTSTJÓRI Skúli Eggert Þórðarson. Frá morgni líkama og sál fyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama Laugarnar í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.