Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.2017, Qupperneq 26

Læknablaðið - 01.02.2017, Qupperneq 26
82 LÆKNAblaðið 2017/103 loku að ræða. Hjá 8 sjúklingum var skipt um míturlokuna, í fjórum tilfellum með lífrænni gerviloku og í hinum fjórum með ólífrænni gerviloku. Hjá tveimur sjúklingum reyndist unnt að gera við míturlokuna. Hjáveituaðgerð var gerð samtímis hjá einum sjúk- lingi og hjáveituaðgerð ásamt viðgerð á þríblöðkuloku hjá öðrum sjúklingi. Í einu tilfelli var um sýkta þríblöðkuloku að ræða en sá sjúklingur hafði sögu um misnotkun fíkniefna í æð. Var lokunni skipt út fyrir lífræna gerviloku (tafla IV). Aðgerðum fjölgaði jafnt og þétt á rannsóknartímabilinu, eða úr 8 aðgerðum fyrstu 5 árin í 21 þau síðustu ((gagnlíkindahlutfall, OR – odds ratio; öryggisbil, CI – confidence interval) OR: 1,12, 95% CI: 1,05-1,21, p=0,002). Blæðing og blóðhlutagjafir Blæðing fyrstu 24 klukkustundirnar í brjóstholskera og magn blóðhluta sem gefnir voru eftir aðgerð (í sömu sjúkrahússlegu) er sýnt í töflu V. Heildarblæðing var 870 ± 3730 mL, (bil: 230-20865). Alls fengu 28 af 34 sjúklingum (82%) einhverja blóðhluta, oftast rauðkornaþykkni, eða að meðaltali 4,0 ± 13,6 einingar (bil: 1-65), blóðvatn (4,0 ± 22,8 einingar, bil: 0-117) og blóðflögur (2,5 ± 2,2 poka, bil: 0-9). Fylgikvillar eftir aðgerð Fylgikvillar eftir aðgerð eru sýndir í töflu VI. Alvarlega fylgikvilla fengu 61% sjúklinga, en efst á blaði var hjartadrep sem greindist hjá 35% sjúklinga. Síðan komu enduraðgerð vegna blæðingar (26%), öndunarbilun (43%) þar sem í helmingi tilfella þurfti bark- araufun (tracheostomy), fjöllíffærabilun (20%) og bráður nýrnaskaði sem krafðist blóðskilunar (17%). Einn sjúklingur (3%) þurfti endur- aðgerð vegna sýkingar í nýju lokunni og var skipt um hana, en enginn greindist með miðmætisbólgu eða djúpa sýkingu í bringu- beini. Minniháttar fylgikvillar greindust hjá 64% sjúklinga og var gáttaflökt algengast (56%). Aðrir minniháttar fylgikvillar eru sýndir í töflu VI. Legutími og lifun Heildarlegutími var að meðaltali 55 ± 52 dagar (miðgildi: 43 dagar, bil: 7-222), þar af 11 ± 18 (miðgildi 4 dagar, bil: 1-85) dagar á gjör- gæslu. Fjórir sjúklingar (11%) létust innan 30 daga frá aðgerð. Einn þessara sjúklinga lést í aðgerð og var dánarorsök hans samkvæmt krufningu svæsin sýklasótt með fjöllífærabilun. Annar sjúkling- ur var kona á sextugsaldri sem lést vegna rifu á afturvegg hjarta, en rof kom á hjartað eftir míturlokuskipti vegna sýkingar á aft- ara míturlokublaði. Þriðji sjúklingurinn sem lést var karlmaður, einnig á sextugsaldri, sem fékk heilaáfall frá sýkingarhrúðri sem hafði losnað frá ósæðarloku og valdið reki. Fjórði sjúklingurinn var karlmaður á sjötugsaldri sem lést vegna hjartabilunar og bráðrar lungnabólgu. Fyrir aðgerð hafði hann mikinn ósæðarlokuleka og aðeins 25% útfall á vinstri slegli. Mynd 2 sýnir langtímalifun en heildarlifun eftir aðgerð (Kaplan-Meier) var 59% eftir 5 ár og 50% 10 árum frá aðgerð. Umræður Á rannsóknartímabilinu sem tók til 16 ára greindust samtals 179 tilfelli af hjartaþelsbólgu á Landspítala. Svipuðu nýgengi hefur verið lýst erlendis þótt í mörgum rannsóknum sé það allt að tvö- falt hærra.5 Nýgengi hjartaþelsbólgu í mismunandi rannsóknum ræðst af ýmsum þáttum, meðal annars aldurssamsetningu sjúk- linganna og algengi meðfæddra hjartagalla. Samkvæmt íslenskum rannsóknum eru helstu áhættuþættir hjartaþelsbólgu hér á landi meðfæddur hjartagalli (aðallega tvíblöðku ósæðarloka) og ígrædd hjartaloka en einnig fíkniefnamisnotkun, hrörnunarbreytingar í hjartaloku og léleg tannhirða. Gigtsótt ( febris rheumatica) er hins vegar mjög sjaldgæf ástæða hjartaþelsbólgu á Íslandi líkt og hún er fyrir lokuskipti almennt.1,17 Tafla IV. Aðgerð, aðgerðarupplýsingar og tegund gerviloku. Fjöldi sjúklinga og hlutfall (%), en meðaltöl með staðalfráviki og bil fyrir tímalengd frá greiningu, vélar- og tangartíma. Upplýsingar um lokur, og einn sjúklingur gekkst bæði undir lokuskipti á ósæðar- og míturloku. Fjöldi % Lífsbjargandi aðgerð 12 33 Bráð aðgerð 13 36 Áríðandi aðgerð 11 31 Tími frá greiningu að aðgerð (dagar) 12 ± 80 (0-593) Aðgerð á ósæðarloku 26 72 Lífræn gerviloka (n=26) 16 62 Ólífræn gerviloka 10 38 Hjáveituaðgerð samtímis 5 19 Önnur lokuaðgerð samtímis 5 19 Vélartími (mínútur) 163 ± 77 (73-382) Tangartími (mínútur) 119 ± 56 (57-273) Míturloka 10 28 Lífræn gerviloka (n=10) 4 40 Ólífræn gerviloka 4 40 Viðgerð á loku 2 20 Hjáveituaðgerð samtímis 2 20 Önnur lokuaðgerð samtímis 1 10 Vélartími (mínútur) 153 ± 44 (103-215) Tangartími (mínútur) 109 ± 38 (62-163) Þríblöðkuloka 1 3 Lífræn gerviloka (n=1) 1 100 Vélartími (mínútur) 74 Tangartími (mínútur) 51 Tafla V. Blæðing og notkun blóðhluta, meðaltöl með staðalfráviki og bili. Meðaltal Bil Heildarblæðing (mL) 870 ± 3730 230-20865 Rauðkornaþykkni (ein) 4,0 ± 13,6 1-65 Plasma (ein) 4,0 ± 22,8 0-9 Blóðflögur (pokar) 2,5 ± 2,2 0-117 R A N N S Ó K N

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.