Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 3
LÆKNAblaðið 2017/103 3 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL www.laeknabladid.is Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Magnús Gottfreðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Elsa B. Valsdóttir Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Magnús Haraldsson Sigurbergur Kárason Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og ljósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Esther Ingólfsdóttir esther@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1800 Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi Áskrift 14.900,- m. vsk. Lausasala 1490,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráð- ar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Cita- tion Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 Sigurður Árni Sigurðsson (f. 1963) hefur á ferli sínum spunnið ótal stef við málverkið og tekist á við eiginleika þess miðils. Tilraunir hans hafa gjarnan leitt hann á brautir rýmisins, hvort heldur með nokkurs konar sjónhverfingum á tvívíðum fleti eða með því að raungera hluti í þrívídd. Samspil ljóss og skugga er þar ætíð nærri. Verkið sem mynd er af á nýársforsíðu Læknablaðsins er án titils, frá árinu 2016. Í fyrra var það sýnt ásamt áþekk- um verkum listamannsins á sýningu í Hverfisgalleríi sem bar heitið Varp. Verkin eru útskorin í álplötu og sum hver pólýhúðuð í einum lit, eins og hér um ræðir. Þau eru hengd með nokkru bili frá veggnum og kasta því skuggum á hann, hvort heldur af dagsljósi eða raflýsingu. Formin eru ýmist samtengdir punktar sem líkja mætti við skýringarmyndir af sameindum eða línur sem mynda marghyrninga og kallast einnig á við náttúruleg form. Fyrst og fremst eru þau þó óhlutbundinn leikur með víddir, bilið á milli hins tvívíða og þrívíða, forgrunns og bakgrunns – mörkin á milli teikningar eða málverks annars vegar og skúlptúrs hins vegar. Verk þessi bera með sér tilfinningu fyrir tak- markalausu flæmi, þar fyrirfinnst engin miðja eða sérstök sjónræn áhersla. Hin endurteknu form virðast geta breitt úr sér til allra átta og án þess að rammi eða ytri mörk listaverksins haldi þeim í skefjum. Það er undirstrikað með því að þau svífa í lausu lofti og ekki á fyrirfram gefn- um grunni. Í þeim fyrirfinnst engin sýnileg regla, þótt vissulega sé um einhvers konar mynstur að ræða. Uppbyggingin kallar fram gamalkunna hugmyndafræði um innbyggðan óstöðugleika bæði tungumáls og merk- ingar. Á seinni hluta síðustu aldar tóku fræðimenn, í stað þess að grípa til hugtaka eins og kjarna eða miðju, að tala um margstofna rótarkerfi, „rísóm“ og afstæðishyggju. Það má því segja að þetta ónefnda verk Sigurðar Árna opni með myndrænum hætti ýmsar gáttir inn í efnisheiminn og hugmyndaheiminn. Markús Þór Andrésson L I S T A M A Ð U R M Á N A Ð A R I N S Lj ós m yn d: V ig fú s B irg iss on . nýtt fólk Í ritstjórn setjast nú Magnús Haraldsson geðlæknir og Elsa B. Valsdóttir skurðlæknir. Læknablaðið býður þau velkomin til starfa, og óskar lesendum sín- um nær og fjær árs og friðar. Nýtt ár – Læknadeild hélt um daginn upp á 140 ára afmæli deildarinnar með pompi og prakt og mál- þingi. Engin ellimerki voru sýnileg í neinu atriði, þvert á móti var til dæmis helmingur viðstaddra bráðungir læknanemar af báðum kynjum með alls kyns framtíðaráform og mikil plön fyrir innra og ytra starf deildarinnar. Mynd- irnar voru teknar við þetta tækifæri. Guðmundur Þorgeirsson les pistil dagsins úr fyrsta árgangi Lækna- blaðsins frá árinu 1915.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.