Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 25
LÆKNAblaðið 2017/103 25 eins og klárlega sést í skipulagðri skjaldkirtilsskimun í S-Kóreu.7 Bæði er það tímafrekt og kostnaðarsamt og ekki minnst eru það óþægindi fyrir sjúklinginn með ónauðsynlegum rannsóknum og töluverðri hættu á ofgreiningu og ofmeðhöndlun. Nýjustu leiðbeiningar amerísku skjaldkirtilssamtakanna frá 2016 mæla ekki með sýnatöku frá hnútum <1 cm nema í sérstök- um tilvikum.10 Þar er einnig mælt með óm-áhættumati sem sam- svarar að miklu leyti áhættumati í nýjustu klínísku leiðbeiningum bresku skjaldkirtilssamtakanna frá 2014 þar sem farin er sú leið að flokka hnúta í 5 áhættuflokka frá U1-U5 (mynd 2).11 Ef hnútar falla í áhættuflokk 1 og 2 (U1 og U2) er ekki ástæða til að taka sýni en ef hnútar falla í flokk 3-5 (U3-U5) er ráðlagt að taka fínnálarsýni. Tillaga að verklagi er gefin í mynd 3. Hér þarf að hafa í huga að ef hnútur er grunsamlegur á ómskoðun en fínnálarsýni gefur til kynna góðkynja hnút þá þarf að endurtaka sýnatöku. Útlitseinkenni skjaldkirtilshnúta við ómskoðun og tengsl við krabbamein Það eru ýmis útlitseinkenni sem geta bent til krabbameins við óm- skoðun og önnur sem benda til góðkynja hnúts. Kwak og félagar17 gerðu rannsókn á 2000 skjaldkirtilshnútum sem höfðu verið metn- ir með ómskoðun og bjuggu til áhættuskor þar sem eftirfarandi útlitseinkenni: ómdökkur (2), mjög ómdökkur (6), lögun (hæð >breidd) (1), örbleðlaður (microlobulated) eða gaddaður (spiculated) (5), illa afmarkaður (1) og örkalkanir (2) voru notuð og síðan lögð saman. Þá fékkst stigull þar sem 0 stig gáfu 6% líkur á krabba- meini og 14 stig 90% líkur á krabbameini. Þetta er tiltölulega einfalt kerfi í notkun og gæti gagnast við klíníska vinnu. Ein þýðisrann- sókn frá San Francisco18 er líklega það einfaldasta í notkun en þar slógu út þættirnir: stærð >2cm, örkalkanir og gegnheill hnútur. Ef einn þáttur er til staðar þyrfti 56 ástungur til að finna eitt krabba- mein og ef tveir þættir eru til staðar þá þyrfti einungis 16 ástungur til að finna eitt krabbamein þó á kostnað næmis (sensitivity) sem var einungis 52%. Áhættumatið sem maður fær með ómskoðun getur hjálpað til við að velja hnúta til ástungu ef til staðar eru margir hnútar. Bresku skjaldkirtilssamtökin hafa tekið upp ómskoðunar- áhættugreiningu hnúta í sínar leiðbeiningar.11 Þetta kerfi gagnast í klínískri vinnu því það er einfalt, setur hnúta í flokka sem er auð- velt að vinna með og hjálpar til við val á hnútum til ástungu og ekki síst val á hnútum sem ekki skal stinga á (mynd 2). Þetta kerfi líkist því kerfi sem sett er fram í nýlega birtum leiðbeiningum am- erísku skjaldkirtilssamtakanna.10 Í því áhættuflokkunarkerfi eru 5 flokkar, frá góðkynja upp í illkynja (tafla I). Það fer síðan eftir því hvar hver hnútur lendir í þeim flokki hvað ráðlagt er að gera. Farið er yfir hverju mælt er með í mynd 3. Það eru til mörg flokkunarkerfi sem hægt er að nota við ómskoð- anir en ekkert eitt er afgerandi best. Næmi og sértæki er mismun- andi fyrir hvert og eitt en mikilvægast er að sá sem framkvæmir rannsóknina hafi reynslu í að meta ofannefnda þætti þannig að skoðunin leiði til sýnatöku ef við á. Á síðari árum hefur sú þróun orðið að ómskoðanir eru æ oft- ar framkvæmdar af skurðlæknum og innkirtlalæknum sem með- höndla skjaldkirtilskrabbamein. Röntgenlæknar eru þó enn þeir sem framkvæma flestar rannsóknir. Í okkar huga er mikilvægt að sá sem framkvæmir ómskoðun af skjaldkirtli hafi reynslu í mati á hnútum og þekkingu í ómáhættuflokkun ásamt því að hafa hlotið þjálfun í að gera fínnálarástungur á skjaldkirtli gerist þess þörf. Fínnálarsýni Það sem er mikilvægt við fínnálarsýnatöku af hnútum í skjaldkirtli er að velja hnútana rétt. Ekki þarf að taka sýni af öllum hnútum. Eins og nefnt var að ofan hjálpar ómskoðun mikið við val á hnútum til ástungu. Þegar ákvörðun hefur verið tekin um að taka sýni er mikilvægt að nota rétta tækni því oft gengur ekki að nota sömu tækni við fínnálarástungu á skjaldkirtli og notuð er við aðra hnúta Mynd 2. Ómflokkun bresku skjaldkirtilssamtakanna. U1: Eðlilegur skjaldkirtill. U2: Góðkynja útlit – a) geislabaugur, ómlíkur/ómbjartur. b) blöðrubreyting, stjörnuhali. c) örblöðrur, svamplíkur. d) og e) randstæð kölkun f) randstætt blóðflæði. U3: Óljóst útlit: a) einsleitur, mjög ómbjartur, gegnheill, geislabaugur. b) blöðrubreyting, óljósir ómríkir punktar. c) misleitt eða miðstætt blóðflæði. U4: Grunsamlegt útlit. a) gegn- heill, ómdökkur. b) gegnheill, mjög ómdökkur c) brotin randstæð kölkun, ómdökkur. d) bleðillíkar (lobulated) útlínur. U5: Krabbameinsútlit. a) gegnheill, ómdökkur, óregluleg útlína, örkalkanir. b) gegnheill, ómdökkur, óregluleg útlína, stærri kalkanir. c) miðstætt blóðflæði d) lögun, hæð>breidd e) grunsamlegir eitlar. Endurprentað með leyfi Wiley Company, birtist áður í Clinical Endocrinology árið 2014.11 Y F I R L I T S G R E I N Mynd 3. Flæðirit fyrir uppvinnslu hnúts í skjaldkirtli. Byggt á mynd úr leiðbeiningum amerísku skjaldkirtilssamtakanna.10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.