Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 36
36 LÆKNAblaðið 2017/103
L Æ K N A D A G A R
Mannaskipti verða í brúnni hjá Fræðslu-
stofnun Læknafélags Íslands í janúar.
Jórunn Atladóttir skurðlæknir tekur við
keflinu af Gunnar Bjarna Ragnarssyni
sem gegnt hefur starfinu undanfarin
fimm ár. Jórunn er nýlega komin heim
frá sérnámi og kveðst taka við góðu búi
af Gunnari Bjarna.
Jórunn er skurðlæknir með sérgrein í
aðgerðum á neðri meltingarvegi og hefur
starfað á Landspítalanum í tvö ár. „Ég kom
heim haustið 2014 eftir 8 ár í Bandaríkj-
unum. Ég tók almennar skurðlækningar
við Yale University Hospital í New Haven
og var þar í 7 ár og síðan tók ég eitt ár í
ristilskurðlækningum sem undirsérgrein
á Robert Wood Johnson háskólasjúkrahús-
inu í New Jersey. Síðan kom ég heim þegar
sérnáminu var lokið.“
Jórunn kveðst mjög ánægð með að vera
komin heim, það sé bæði spennandi og
skemmtilegt. Aðspurð um viðbrigði að
koma af stórum sjúkrahúsum í Banda-
ríkjunum á Landspítalann, segir hún þau
sannarlega mikil. „Ég kom heim um leið
og læknar fóru í verkfall og vissi ekki
alveg hvað ég átti að halda um það en
svo leystist farsællega úr því og starfs-
umhverfið hér er miklu meira aðlaðandi
og samskiptin og tempóið eru eðlilegri
hér heima. Vinnuálagið þar er mun meira
en hér og leiðir ekki endilega af sér betri
þjónustu. Þar er vissulega frábært heil-
brigðiskerfi en því miður hafa ekki nógu
margir aðgengi að því.“
Einkasjúkrahúsrekstur er þér greinilega ekki
að skapi?
„Nei. Miðað við reynslu mína af slíku
í Bandaríkjunum þá finnst mér það ekki
aðlaðandi kostur. Kostirnir við heilbrigð-
iskerfið hér heima eru ótvíræðir. Aðgengið
að þjónustunni er mjög gott, fagleg þekk-
ing er á við það besta sem þekkist og þó
vissulega sé hægt að kvarta yfir ýmsu
finnst mér heildarniðurstaðan vera mjög
jákvæð.“
Hvað varð svo til þess að þú tókst að þér
Læknadagana?
„Það var hálfgerð tilviljun. Það vant-
aði einhvern af skurðsviði spítalans í
stjórn Fræðslustofnunar LÍ og ég vildi
koma mér inn í félagsstörfin og bauð mig
fram. Þannig kynntist ég Gunnari Bjarna
og vann með honum að undirbúningi
Læknadaganna 2016 og þegar hann hafði
ákveðið að stíga til hliðar spurði hann
hvort ég væri ekki til í að taka við af hon-
um. Ég ákvað að slá til og það hafði áhrif
á ákvörðun mína að aldrei áður hefur
skurðlæknir gegnt þessu starfi. Það breytir
kannski ekki svo miklu við skipulag og
dagskrá Læknadaganna sjálfra en ég hef
verið að vinna markvisst með Gunnari að
undirbúningi Læknadaganna 2017 og tek
síðan alfarið við keflinu að þeim loknum.“
Jórunn segir Læknadagana vera mjög
mikilvægan vettvang fræðslu og félags-
legra samskipta fyrir læknastéttina á
Íslandi.
„Þetta er algjörlega þverfaglegt og allir
eru með, sem er einn af stóru kostunum
hér á Íslandi; allir eru tengdir og það er
auðveldara þess vegna að stíga út úr sínu
sérfaglega hólfi og kynna sér hvað aðrir
eru fást við. Þetta er þess vegna mikilvæg
félagsleg samkoma ekki síður en fagleg og
fræðileg.“
Hún segir ekki ástæðu til að óttast stór-
kostlegar breytingar á skipulagi eða ásýnd
Læknadaganna. „Ég tek við mjög góðu og
markmiðið er að hal da sama striki, helst
með áframhaldandi áherslu á tæknilega
þætti til að við náum að halda í við þró-
unina sem orðin er í þeim efnum. Lækna-
dagarnir okkar standast fyllilega saman-
burð við það besta sem býðst erlendis. Við
eigum svo mikið af hámenntuðu fræði- og
fagfólki og það er frábært hvað nánast allir
vilja vera með og miðla sinni þekkingu á
Lækna dögunum, þar er undirstaðan“ seg-
ir Jórunn Atladóttir nýr framkvæmdastjóri
Fræðslustofnunar LÍ og Læknadaga.
„Læknadagar
eru faglega
og félagslega
mikilvægir“
Nýr skipper í brúnni 2018
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson