Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 50
50 LÆKNAblaðið 2017/103 Ö L D U N G A D E I L D Stjórn Öldungadeildar Magnús B. Einarson formaður, Þórarinn Sveinsson ritari, Hörður Alfreðsson gjaldkeri, Guðrún Agnarsdóttir, Kristrún Benediktsdóttir. Öldungaráð Bergþóra Ragnarsdóttir, Jón Hilmar Alfreðsson, Sigurður E. Þorvaldsson, Snorri Ingimarsson, Tryggvi Ásmundsson. Umsjón síðu Páll Ásmundsson Vefsíða: http://innri.lis.is/oldungadeild-li Lyfjanefnd Aðeins er liðin rúm hálf öld frá því að fyrstu lyfsölulögin voru sett 1963 um skráningu lyfja á Íslandi. Með þeim var skipuð 6 manna lyfjaskrárnefnd til að „gera tillögur um lyfjaskrá, lyfseðlasöfn, svo og lyfjaforskriftir“. Umsókn um skrán- ingu nýs lyfs með ítarlegum fylgiskjölum í fjölmörgum möppum barst til lítillar skrifstofu uppi á Hverfisgötu. Þar var þeim troðið ofan í nokkrar lúnar ferða- töskur. Nefndin átti engan vinnustað. Nefndarmennirnir 6 máttu sitja hver í sínu fleti til að fara yfir gögnin (1. mynd) og burðast síðan með þau við hentugleika til næsta nefndarmanns og svo koll af kolli þar til hringnum var lokið. Einhvern tímann var svo fundur haldinn til að taka ákvörðun. Ekki er að undra að skráningarumsóknir hrönnuðust upp og biðtími eftir afgreiðslu fór að nálgast tvö ár! Með lögum nr. 85/1976 fór lyfja- skrárnefndin veg allrar veraldar og ákveðið var að stofna 5 manna Lyfjanefnd á Íslandi og taka þátt í norrænu samstarfi um verkefni tengd lyfjum. Þorkell heitinn Jóhannesson prófessor í lyfjafræði mun hafa komið að samningu laganna og ekki flögraði að neinum að annar en hann myndi leiða bæði verkefnin. Heilbrigðis- ráðherra var Matthías Bjarnason. Þorkell skrifaði honum um sama leyti gríðarlega stóryrt skammabréf vegna skipunar tryggingayfirlæknis. Þar mættust stálin stinn, Matthías var ekki skapminni en Þorkell. Hann kallaði á mig til sín, las mér bréfið Þorkels og sagði að hann fengi aldrei neina embættisveitingu af sinni hendi og skipaði mig formann nýju Lyfja nefndarinnar og fulltrúa í norrænu nefndinni. Ég sagðist aðeins gera þetta ef Þorkell sætti sig við málalokin, sem hann gerði mjög vinsamlega. Kannske var honum ljóst hvað hann slapp vel frá mikilli vinnu í stjórn þessara tveggja nefnda? Lyfjanefndin fékk skrifstofu- stjóra og aðstöðu í súðarherbergi á Skólavörðustíg 46 hjá lyfjamáladeild ráðuneytisins. Formaðurinn hafði við- talstíma hálfan dag í viku enda áfram í fullu starfi á hjartadeild Landspítalans. Gert var átak til að afgreiða allar um- sóknirnar sem biðu, þeim var skipt á milli nefndarmanna og kom nú seta í norrænu nefndinni að góðu gagni. Biðtíminn stytt- ist mjög og gat verið nánast enginn ef um tímamótanýjungar var að ræða og íslensk- ir sérfræðingar þekktu lyfið sem sótt var um. Nefndin hóf 1978, í samráði við lyfja- máladeild heilbrigðisráðuneytisins og landlækni, útgáfu upplýsingabæklings, Lyfjafrétta, sem greindi frá aukaverkunum lyfja, samanburði á verði, neyslutölum, nýskráðum lyfjum og meðferð sjúkdóma. Þar birtust lýsingar pennafærra fórn- arlamba á aukaverkunum, meðal annars greindi Tryggvi Emilsson rithöfundur frá skuggalegri martröð eftir töku beta-blokk- ans própranólóls.1 Björn G. Björnsson leikmyndateiknari sá um útlit og umbrot og teiknaði merki blaðsins, staf Hermesar með tveimur snákum. Útlit blaðsins og umslagsins utanum það var litskrúðugt til að læknar hentu því ekki ólesnu í rusla- körfuna. Fyrsta árið komu út 6 tölublöð, en útgáfan lognaðist útaf eftir fjögur ár. Lyfjanefndin hefur starfað undir dyggri stjórn Sigurðar B. Þorsteinssonar læknis í þrjá áratugi. Meginhlutverk hennar hvarf þegar vinna við lyfjaskráningu fluttist frá Íslandi. Árið 2000 var nefndin sameinuð lyfjaeftirliti og heitir nú Lyfjastofnun. Íslensk og norræn lyfjanefnd 40 ára Forsíða 1. tölublaðs Lyfjafrétta. Árni Kristinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.