Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 38
38 LÆKNAblaðið 2017/103 Steinn Jónsson lyflæknir á Landspítala steinnj@landspitali.is Landakotsspítali var einstakur staður og á sér merkan sess í sögu íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Á leitarvefnum Wikipedia segir svo um Landakotsspítala: „Hann tók formlega til starfa árið 1902 og var aðalspítali Íslands og kennsluspít- ali Læknaskólans þangað til Landsspít- alinn tók til starfa árið 1930. Í lok nítjándu aldar var krafan um sjúkrahús í Reykjavík mjög hávær. Þörfin var mikil. Bæjarstjórn Reykjavíkur var tilbúin að leggja til fé en Alþingi ekki. Árið 1901 kom tilboð frá St. Jósefssystrum í Landakoti um að reisa og reka fullkomið sjúkrahús í Reykjavík. Al- þingi tók því tilboði fegins hendi en vildi þó hvorki veita kaþólikkum styrk eða lán til verkefnisins. Spítalinn var reistur 1902 fyrir söfnunarfé frá Evrópu.“ Sankti Jósefssystur reistu og ráku spít- alann frá stofnun hans 1902 til 1977 þegar sjálfseignarstofnun tók við rekstrinum samkvæmt samningi við heilbrigðisyfir- völd. Þær fengu aldrei laun fyrir störf sín og unnu myrkranna á milli við að hjúkra sjúklingum. Þær urðu að gæta ítrustu hagkvæmni og sparsemi til að ná endum saman. Þeir læknar sem störfuðu við Landakotsspítala höfðu engin föst laun heldur var þeim greitt fyrir unnin verk. Þeir lögðu inn sína sjúklinga eða tóku við bráðatilfellum og báru ábyrgð á sjúklingunum frá því að þeir lögðust inn og til útskriftar. Þannig skapaðist samfella í stundun og ákvarðanatöku. Þessu stundunar- og greiðslukerfi hefur vafalaust verið komið á af systrunum og fyrstu læknunum í sameiningu til þess að nýta fjármuni sem best. Með tímanum þróaðist einstök menning á Landakoti sem snerist um ábyrgð, umhyggju og ástundun við sjúklinga. Yfir starfseminni sveif andi systranna og blessun Guðs. Allir sem störfuðu á Landakoti hugsa til baka með stolti að hafa fengið að taka þátt í starfinu þar. Tilefni þessara skrifa nú er að nýlega hafa fallið frá tveir mætir læknar, þeir Tómas Árni Jónasson og Guðjón Lár- usson, sem voru burðarásar í starfsemi lyflækningadeildar Landakotsspítala. Á meðfylgjandi mynd sjást þeir félagar ásamt dr. Bjarna Jónssyni við eitthvert hátíðlegt tækifæri. Myndin gæti verið tekin í kapellunni sem var einnig fræðslu- og samkomusalur spítalans. Mér þykir líklegt að Bjarni hafi sagt þeim einhverja skemmtilega eða ögrandi sögu og þeir haft gaman af allir þrír. Bjarni var ótvíræður leiðtogi læknanna meðan hans naut við en starfslok hans og stofnun sjálfseignarstofn- unar fór nokkurn veginn saman. Systurn- ar héldu áfram störfum þótt reksturinn væri ekki lengur á þeirra ábyrgð. Mín fyrstu kynni af Landakotsspítala voru sumarið 1974 þegar ég réði mig á næturvaktir á skurðdeildum spítalans eftir 3. ár í læknanámi. Var þá ábyrgur fyrir þremur hjúkrunardeildum með einn sjúkraliða á hverjum gangi mér til aðstoð- ar. Það voru tveir kandídatar í húsinu, einn fyrir skurðlækningar og annar fyrir lyflækningar, og það var nóg að gera. Sjúklingar lyflækna lágu einnig á þessum deildum og kynntist ég þeim lítillega á vöktunum. Eftir útskrift úr læknadeild 1977 fór ég beint á Landakot á kandídatsár á skurðdeildina. Þá var sjálfseignarstofn- unin að taka við spítalanum og mér eru Minningar frá Landakotsspítala – um Tómas Árna Jónasson og Guðjón Lárusson U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Sérfræðingar í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp við kvennadeild HVE, Akranesi Lausar eru til umsóknar stöður sérfræðinga í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp við Kvennadeild Heilbrigðistofnunar Vesturlands, Akranesi. Möguleiki er á hlutastörfum nokkurra sérfræðinga eftir nánara samkomulagi, sem jafngildir alls tveimur stöðugildum. Sérfræðiréttindi í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp ásamt staðgóðri reynslu í klínisku starfi er skilyrði og þátttaka í bakvöktum er hluti af starfinu. Á Heilbrigðisstofnun Vesturlands starfa sérfræðingar með langan starfsferil í sérgreininni. Þeir eru fúsir til að deila reynslu sinni með þeim sem kynnu að sýna starfinu áhuga og leggja þeim lið. Lögð hefur verið áhersla á formlegt samstarf við kvennadeild Landspítala og það samstarf er þegar hafið. Á Kvennadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands eru framkvæmdar allar helstu aðgerðir í kven- sjúkdómum. Mikil áhersla hefur verið lögð á aðgerðir í neðri þvagvegum kvenna og aðgerðir um fæðingarveg. Um 550 aðgerðir eru framkvæmdar árlega. Um 300 konur fæða börn sín á deildinni á ári hverju. Mikil áhersla er lögð á hlýlegt starfsumhverfi og viðmót. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2017. Öllum umsóknum verður svarað. Umsækjendum bent á að nota rafrænt eyðublað á vef Embætti landlæknis. Upplýsingar um starfshlutfall og vinnuskipulag gefa: Konráð Lúðvíksson yfirlæknir, s.4321000, netfang konrad.ludviksson@hve.is og Þórir Bergmundsson, framkvæmdastjóri lækninga, s. 4321000, netfang thorir.bergmundsson@hve.is. Umsókn með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist settum forstjóra HVE Ásgeiri Ásgeirssyni, asgeir.asgeirsson@hve.is, Merkigerði 9, 300 Akranes.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.