Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 35
LÆKNAblaðið 2017/103 35 Við megum búast við því að fá hingað aðra klóna sem þegar hafa myndað ónæmi og þá skiptir miklu máli hvernig tekið er á móti þeim. Lyfjagjöfin verður að vera markviss og mikilvægt að velja réttu lyfin og réttu skammtana svo klónarnir nái síð- ur útbreiðslu. Við getum því ekki slakað á klónni og búist við því að þetta sé sé afstaðið því alltaf birtast nýjar hjúpgerðir og þær hætta aldrei að þróast og aðlagast breytt- um aðstæðum. Það er vissulega verið að leita að bóluefni sem virkar á prótein í pneumókokkum og ætti þá að ráða við þá án tillits til hjúpgerðar en það er ekki komið fram ennþá og þangað til verðum við að vera stöðugt á varðbergi. Þetta er spennandi að mínu mati en það er ýmis- legt að gerast með aðrar bakteríur líka sem vekur ugg. Gramneikvæðar bakteríur eru að læra að bregðast við lyfjum og mynda ónæmi gegn öflugustu lyfjunum og MÓSA og VRE eru bakteríur sem ástæða er til að hafa áhyggjur af. Það verður æ stærri þáttur í starfi sýklafræðideildar Landspít- ala að gera leit að þessum bakteríum og bregðast við þegar sýkingar uppgötvast. Þá þarf að einangra sjúklinga og jafnvel loka deildum til að sótthreinsa þær. Á Norðurlöndunum er enn brugðist hart við slíkum sýkingum en annars staðar, eins og til dæmis í Suður-Evrópu og Asíu, er heilbrigðiskerfið hreinlega búið að gefast upp fyrir þessu. Þar er ónæmið svo hátt að baráttan er hreinlega töpuð. Þetta er mikið áhyggjuefni. Heimurinn er orðinn svo lítill hvað samgöngur varðar að ónæmi af öllu tagi breiðist miklu hraðar út en áður var og það er einnig orðið miklu algengara í samfélaginu að mun fleiri gangi með ónæmar bakteríur sem kannski kemur ekki ljós fyrr en veikindi eða sýking kem- ur upp.“ Martha Ásdís segir mikilvægt að gera sér grein fyrir að víða erlendis eru þessar bakteríur orðinn hluti af daglegu umhverfi fólks. „Það er sjálfsögð varúðarráðstöfun ef fólk er á ferðinni erlendis að borða ekki mat nema þar sem treysta má hreinlæti. Á hinn bóginn hafa bólusetningar erlend- is einnig áhrif hérlendis því við vorum farin sjá minnkun ágengustu hjúpgerða pneumókokka áður en bólusetningarnar hófust. Þannig að áhrifin á okkur eru bæði jákvæð og neikvæð og gott að hafa í huga að heimurinn er ein heild í dag og ekkert til sem heitir landfræðileg einangrun leng- ur í þessum efnum.“ Námið að þróast og kröfur að aukast Lífeindafræði er grein sem að sögn Mörthu Ásdísar hefur verið í hraðri þróun enda mikilvægt að bregðast við breyttu umhverfi og kröfum innan lífvísindanna. „Það er mikil þróun innan lífeinda- fræðinnar og skipulag námsins tekur mið af því. Við leggjum þetta þannig upp að lífeindafræðingar sem útskrifast frá HÍ í dag eigi að vera hæfir til að vinna á öllum gerðum rannsóknarstofa. Bæði í vísindum og þjónusturannsóknum sem taka til margra mismunandi greina innan lífeindafræðinnar. Þróunin hefur verið sú að aðferðafræði sem áður var einskorðuð við einstakar greinar og rannsóknir nýt- ist í dag á mun breiðari hátt þannig að lífeindafræðingar eigi að vera vel í stakk búnir til að taka að sér ábyrgðarmikil störf í heilbrigðis- og lífvísindageiran- um. Kröfurnar sem atvinnulífið gerir til lífeindafræðinga eru aðrar og mun meiri en áður var og við erum að svara því. Í dag vantar fjölmarga lífeindafræðinga á rannsóknarstofur Landspítala og víðar en stéttin er að eldast nokkuð hratt. Endur- nýjunin mætti sannarlega vera meiri en við erum í nokkuð skrýtinni stöðu hér í Háskólanum. Við erum með mjög stóran hóp nemenda á fyrsta ári sem stafar af því að margir sem ekki hafa komist í gegnum inntökuprófið í læknisfræði velja að taka fyrsta árið í lífeindafræðinni og gera svo aðra tilraun við inntökupróf læknadeild- ar. Þetta virðist skila þessum nemendum árangri en við kappkostum að veita þeim sem öðrum góða þjónustu. Þetta hefur síðan leitt til þess að nemendum okkar á seinni árunum er að fjölga því fleiri kynnast greininni með þessum hætti og er skemmst frá því að segja að nær allt eru þetta konur. Hið sama er upp á teningnum á Norðurlöndunum en hins vegar ef litið er til enskumælandi landa, Bretlands og Bandaríkjanna og einnig Asíulanda, eru karlar í meirihluta. Við höfum einnig séð skýra fylgni á milli umræðu í samfélaginu og aðsóknar að námi í faginu. Árlega út- skrifast 10-15 lífeindafræðingar frá HÍ og atvinnuhorfur eru mjög góðar í þessari starfsgrein.“ „Við megum búast við því að fá hingað aðra klóna sem þegar hafa myndað ónæmi og þá skiptir miklu máli hvernig tekið er á móti þeim. Lyfjagjöfin verður að vera markviss og mikil- vægt að velja réttu lyfin og réttu skammtana svo klónarnir nái síður útbreiðslu,“ segir Martha Ásdís Hjálmarsdóttir sem nýverið varði doktorsritgerð í lífeindafræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.