Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 32
32 LÆKNAblaðið 2017/103 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Læknadagar 2017 verða haldnir með hefðbundnu sniði dagana 16.-20. janúar og lýkur með veglegri árshátíð Lækna- félags Reykjavíkur laugardagskvöldið 21. janúar. Gunnar Bjarni Ragnarsson yfirlæknir á krabbameinsdeild Landspít- alans sem hefur veitt Fræðslustofnun Læknafélags Íslands forstöðu og þar með Læknadögum undanfarin 5 ár læt- ur nú af því starfi og við tekur Jórunn Atladóttir skurðlæknir. Gunnar Bjarni segir dagskrá Læknadaga þéttskipaða af áhugaverðu og vönduðu efni og lítur einnig til baka og horfir framávið eins og við á í samtali á slíkum tímamótum. „Það má segja að yfirskrift Læknadaganna í ár sé símenntun. Fyrsti dagurinn er allur helgaður símenntun og sérfræðinámi á Íslandi undir styrkri stjórn Friðbjörns Sig- urðssonar og félaga í samstarfi við Félag almennra lækna. Þetta verður tvískipt, annars vegar fjallað um símenntun og hins vegar um sérnám í ýmsum greinum sem er í boði hér á landi en það hefur ver- ið í mikilli framför og má nefna að sérnám í lyflækningum hefur nú þegar fengið viðurkenningu sérfræðiráðs konunglegu bresku læknasamtakanna (The Royal Col- lege of Physicians, RCP) sem hefur verið þeim innan handar um skipulagningu sér- námsins. Þessu skylt er reyndar málþing um eflingu almennra lyflækninga sem haldið verður á miðvikudeginum,“ segir Gunnar Bjarni í upphafi. „Símenntun lækna er eitt af höfuð- verkefnum Fræðslustofnunar lækna og mín framtíðarsýn er að þessi þáttur verði efldur enn frekar og verði alltaf í gangi og skráning símenntunarpunkta verði sam- felld árið um kring enda skiptir það miklu máli varðandi framgang í starfi, viðhald réttinda og launakjör á hverjum tíma. Með nútímatækni er mjög auðvelt að skrá þetta og einnig auðvelt að sækja sér símenntun. Víða, til dæmis í Bandaríkjunum, er lækn- um gert að gangast undir próf á regluleg- um fresti til að staðfesta kunnáttu sína og færni; við höfum ekki þann hátt á en það mætti hugsa sér að læknar þyrftu að sýna fram á ákveðið lágmark símenntun- ar á nokkurra ára fresti. Læknar fylgjast almennt mjög vel með þróun í sinni grein og því er þetta í flestum tilfellum einungis spurning um að staðfesta það sem þegar er orðið.“ Gunnar Bjarni bætir við að Ísland sé nú komið í alfaraleið og margir hafi mikinn áhuga á að koma hingað: „Svo hér er sífellt að aukast framboð á sérhæfðari þingum og námskeiðum með þátttöku erlendra kollega og fyrirlesara. Arna Guðmunds- dóttir, forveri minn í þessu embætti, hafði mikinn áhuga á að hér yrði boðið upp á námskeið fyrir erlenda lækna með ís- lenskum fyrirlesurum þar sem við eigum sérfræðinga og vísindamenn í læknastétt sem eru í fremstu röð í heiminum og því er þetta vel raunhæft. Ég var kominn þó nokkuð langt í að undirbúa þess konar þing, en það þótti þá ekki fýsilegt á sínum tíma. Það mætti hugsanlega fara að skoða það aftur og gæti jafnvel verið ný tekju- lind fyrir Fræðslustofnun.“ Krabbameinslækningar, fæðuofnæmi og mygluskemmdir Það má einnig nefna að fyrsta daginn verður að venju slegið á léttari strengi við setningu Læknadaga og hefur Ari Eldjárn verið fenginn til að sinna þeim þætti. Er ekki að efa að hann muni standa vel undir væntingum. „Hvað dagskrána varðar að öðru leyti má einfaldlega segja að hún er mjög fjöl- breytt og flestir munu finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Gunnar Bjarni. „Ef farið er fljótt yfir sögu má nefna að á mánudeginum verður fjallað um bráða- lækningar og á þriðjudeginum er áhuga- vert málþing um krabbamein í kvenlíffær- um. Ég nefni þetta af því að það snertir mína sérgrein, krabbameinslækningar, en af allt öðrum toga má nefna málþing um fyrstu fæðu ungbarna og í tengslum við það, málþing um fæðuofnæmi og síðan málþing sem ber yfirskriftina Skuggahlið- ar heilsuæðisins. Allt tengist þetta á einn eða annan hátt því að fæða og heilsuefling eru mörgum mikið áhugamál. Annað efni sem þessu tengist er málþing um streitu í lífi og starfi og hvernig má greina hana og taka á henni. Að venju verður málþing á miðviku- dagskvöldið opið almenningi og að þessu sinni verður fjallað um þjóðarátakið gegn lifrarbólgu C og í hverju það verkefni er fólgið. Þarna gefst almenningi tækifæri til að eiga samtal við forkólfa þessarar stóru rannsóknar og fá nánari upplýsingar um verkefnið og sjúkdóminn lifrarbólgu C. Þá má nefna málþing um rakaskemmd- ir og myglu í húsnæði og áhrif þess á heilsu fólks. Þetta er efni sem mikið hefur verið rætt um og er vaxandi vandamál. Þarna hafa framsögu lungna- og ofnæm- islæknar ásamt sérfræðingum í rannsókn- um á myglu í íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Þá verður málþing um kannabis til lækn- inga og gæði þess sem lyfs, sérstaklega við líknandi meðferð en einnig aukaverkanir og fíkn. Sérstaklega langar mig líka til að nefna málþing þar sem heiðra á tvo forkólfa í krabbameinslækningum á Íslandi, Sigurð Björnsson og Þórarin Sveinsson. Þetta eru menn sem ruddu brautina fyrir nú- tímakrabbameinslækningar á Íslandi og voru um árabil yfirlæknar á Krabbameins- deild Landspítalans. Þeir eru nú báðir LÆKNADAGAR 2017 – segir Gunnar Bjarni forstöðumaður Fræðslustofnunar Símenntun í öndvegi ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.