Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 31
LÆKNAblaðið 2017/103 31 um leið getur maður farið á mis við ann- an lestur. Netveröldin sem fólk skapar í kringum sig á samfélagsmiðlum getur til dæmis orðið þröng og takmörkuð, því þar eru allir í hópnum sammála.“ Læknablaðið er ekki bara fræði- og vís- indarit. Þar eru birtar aðsendar greinar og viðtöl af ýmsu tagi. Finnst þér þetta tvískipta hlutverk ganga upp? „Já, mér finnst það ganga ljómandi vel upp. Læknablaðið er nefnilega ekki ein- göngu fræðilegur vettvangur íslenskra lækna í þrengsta skilningi þess orðs. Það styrkir bæði fagmennsku og stéttarvitund okkar lækna því þar birtist mánaðarlega umfjöllun um margt sem er efst á baugi í okkar hópi. Læknablaðið er í ákveðnum skilningi andlit stéttarinnar og Læknafé- lagsins út á við, það er bæði áþreifanlegt og minnir stöðugt á sig. Á þennan hátt skila fjármunir sem renna til Læknablaðsins sér aftur til læknastéttarinnar. Ég sé ekki fyrir mér að þetta muni breytast og hef ekki orðið var við umræðu í þá veru.“ Enska er löngu orðin alþjóðlegt tungumál vísindanna. Læknablaðið er gefið út á ís- lensku þó útdráttur á ensku fylgi öllum fræði- greinum. Takmarkar þetta möguleika blaðsins í einhverjum skilningi? „Margar rannsóknir sem fara fram hér á landi eru unnar í alþjóðlegu samstarfi og það er alveg ljóst að birting á íslensku í Læknablaðinu takmarkar aðgang erlendra vísindamanna að efninu. Það er því eðli- legt að sóst sé eftir birtingu annars staðar ef efnið á erindi við annan eða stærri hóp en þann sem er læs á íslensku. Við eigum ekki að láta þetta trufla okkur. Við höfum skyldum að gegna gagnvart okkar nærsamfélagi og sumt af efni blaðsins á erindi við íslenska lækna og aðra heil- brigðisstarfsmenn fyrst og fremst. Blaðið hefur einnig verið góður vettvangur fyrir unga rannsakendur sem eru að birta sínar fyrstu ritrýndu fræðigreinar. Að því sögðu, þá eru ágrip, töflur og myndir fræðilegra greina einnig aðgengilegar á ensku. Blaðið er einnig í Medline og Web of Science og nú nýlega er búið að skrá Læknablaðið í gagnagrunn fræðirita sem birta sitt efni í opnum aðgangi, þannig að ég á von á að efni sem birtist á síðum blaðsins eigi eftir að verða enn sýnilegra en áður. Þannig höfum við tekið mikil- væg skref í að gera blaðið aðgengilegra erlendum lesendum. Ef efni leyfðu væri næsta skref í sömu átt að blaðið gæfi allar fræðigreinar jafnhliða út í netútgáfu á ensku. Fordæmi eru fyrir því að einstakar greinar birtist bæði á íslensku og ensku, en með slíkri viðbót stæðum við í vissum skilningi jafnfætis öðrum fræðiritum. Mín persónulega skoðun er hins vegar að við megum aldrei slá af kröfum um íslenska útgáfu blaðsins. Vísindin eru jú alþjóðleg í eðli sínu en mér finnst mikilvægt að blaðið sinni vel sínu nærumhverfi sem er ís- lenskir læknar og íslenskt heilbrigðiskerfi. Hugmyndin um tvöfalda útgáfu myndi þarfnast nákvæmrar skoðunar varðandi kostnað og tæknilega útfærslu og er ekki á dagskrá alveg á næstunni. Hins vegar er ljóst að ef við viljum auka útbreiðsluna og sýnileika blaðsins á alþjóðlegum vettvangi er það leiðin að mínu mati. Margt af því sem við erum að rannsaka hér heima og birta niðurstöður okkar um getur síðan orðið kveikja að uppbyggilegu og góðu samstarfi sem annars hefði ekki orðið að veruleika.“ „Læknablaðið styrkir bæði faglega og stéttarlega vitund okkar lækna því þar birtist mánaðarlega umfjöllun um flest það sem er efst á baugi í okkar hópi. Lækna- blaðið er í ákveðnum skilningi andlit okkar stéttar og okkar félags,“ segir Magnús Gottfreðsson nýskipaður ritstjóri og ábyrgðarmaður blaðsins. Mynd: Þorkell Þorkelsson. U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.