Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 24
24 LÆKNAblaðið 2017/103 mein (anaplastic carcinoma) eða eitlakrabbamein, þó blæðing inn í góðkynja hnút komi líka til greina. Áhættuþættir Mikilvægt er að spyrja um þekkta áhættuþætti skjaldkirtilskrabba- meins. Það getur breytt nálgun læknis við uppvinnsluna og ekki síst ákvörðun um aðgerð. Ef fjölskyldusaga er um skjaldkirtilskrabbamein er allt að þre- föld áhætta á að hnútur sé illkynja ef náinn ættingi hefur verið greindur með sjúkdóminn. Því yngri sem sjúklingur er við grein- ingu skjaldkirtilskrabbameins, þeim mun meiri aukning á nýgengi í nánum ættingjum.12 Hashimotos-skjaldkirtilsbólga er áhættu- þáttur fyrir totumyndandi skjaldkirtilskrabbameini.13 Mikilvægt er að fá fram sögu um erfðaheilkenni hjá sjúklingi eða ættingjum því Cowden, Werner, Carneys-einkennaflækja og Garners-heil- kenni gefa aukna áhættu á ekki-merggerðar skjaldkirtilskrabba- meini en MEN-heilkenni 2A og 2B gefa aukna áhættu á merggerð- ar krabbameini.14 Geislun á háls er einnig áhættuþáttur. Geislunin þarf að hafa átt sér stað fyrir tvítugsaldur eins og rannsóknir eftir kjarnorku- sprengjurnar í Hiroshima og Nagasaki og slysið í Tjernobyl, hafa sýnt fram á og því yngri sem einstaklingurinn er við geislunina, þeim mun meiri áhætta.15 Þetta á líka við um geislameðferð hjá börnum og á síðari árum hafa komið fram vísbendingar um lítils- háttar aukna áhættu hjá fólki sem hefur verið gerð sneiðmynda- taka hjá á barnsaldri.16 Blóðprufur Eitt það fyrsta sem þarf að gera hjá sjúklingi með hnút í skjaldkirtli er að mæla skjaldvakakveikju (TSH). Gildið stýrir næstu skrefum uppvinnslunnar. Ef TSH er lágt er uppvinnsla að mestu í höndum innkirtlasérfræðinga þar sem þá er um að ræða skjaldkirtilsof- starfsemi og líkurnar á krabbameini í þeim hnútum eru litlar. Sé TSH eðlilegt eða hátt er næsta skref ómskoðun. Ekki er mælt með reglubundinni mælingu kalsítóníns.10 Myndgreining – ómskoðun Ómskoðun er mikilvæg í uppvinnslu hnúts í skjaldkirtli. Háskerpuómskoðun er mun betri en tölvusneiðmynd eða segul- ómskoðun í að meta hvern hnút fyrir sig og meta þannig líkur á krabbameini. Það eru ýmsir þættir sem hægt er að meta með ómun en ekkert eitt útlitseinkenni er sjúkdómsgreinandi fyrir krabbamein. Annar kostur ómskoðunar er að samtímis er hægt að gera ómstýrða fín nálarástungu til að fá frumusýni til mats af meinafræðingi. Þar sem hnútar í skjaldkirtli eru algengir og fæstir eru illkynja, þarf kerfi til að velja hnúta til ástungu. Hætta er á ofgreiningu ef stungið væri á öllum hnútum sem sæjust við ómun Mynd 1. Ómmyndir af skjaldkirtli með ýmsa meinafræði. A: Margar kvoðulausnar- blöðrur (colloid cyst) með björtum punktum sem hafa stjörnuhala (comet-tail). B: Önn- ur gerð af kvoðulausnarblöðru. C: Þriðja gerðin af kvoðulausnarblöðru. D: Ómmynd af Hashimotos-skjaldkirtilsbólgu þar sem örin bendir á gervihnút (pseudo-nodule) E: Hnútur sem er ómbjartari (hyperechoic) en kirtillinn sjálfur með geislabaug (halo). F: Hnútur sem er ómdekkri (hypoechoic) en kirtillinn sjálfur með illa sjáanlegar útlínur. G: Hnútur sem er misleitur með kalki og þykku hýði (capsule). H: Tveir hnútar, báðir ómdökkir með illa sjáanlegar útlínur með (mjó ör) og án (breið ör) kalkana. I: Gegnheill, ómlíkur (isoechogenic) hnútur með illa skilgreindar útlínur og örkalkanir. J: Hnútur með blandað ómútlit, án geislabaugs og með örkalkanir. Endurprentað með leyfi The Endocrine Society. Birtist áður í Journal of Endocrinology and Metabolism árið 2009.21 Tafla I. Flokkur Ómútlit Líkur á krabbameini % Mjög grunsamlegur Ómdökkur hnútur með ein eða fleiri útlitseinkenni: óreglulegar útlínur, örkalkanir, hæð>breidd, brotin randstæð kölkun eða vexti út fyrir kirtil >70-90 Óljós grunsemd Ómdökkur, gegnheill hnútur án örkalkana, vaxtar út fyrir skjaldkirtil eða hæð>breidd 10-20 Lágur grunur Ómlíkur eða ómbjartur hnútur án örkalkana, óreglulegri útlínu, vaxtar út fyrir skjaldkirtil eða hæð>breidd 5-10 Mjög lágur grunur Svamplíkt útlit, misleitur hnútur að hluta til með blöðru, án útlits sem lýst er í ofannefndum flokkum <3 Góðkynja Hrein blaðra <1 Ómflokkun klínískra leiðbeininga amerísku skjaldkirtilsamtakanna.10 Y F I R L I T S G R E I N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.